100% Svik.

Helsta kosningaloforð Formanns VR var að beita sér gegn verðtryggingunni sem hann sagði Krabbamein á íslensku samfélagi. Nú talar hann um kosti verðtryggingar.

Þann 23. febrúar 2009 11:44, skrifaði Olafur Gylfason <olafurgylfason@yahoo.com>:

Heil og sæl,
 
Ég vil leggja eftirfarandi fyrirspurn fyrir frambjóðendur til formanns VR:
 
Hyggst þú sjá til þess ef þú verður kjörin formaður VR að lífeyrissjóður VR birti eftirfarandi upplýsingar
hálfum mánuði fyrir ársfund sinn á heimasíðu VR og LIVE?
 
1. Nákvæman eignalista yfir öll hlutabréf, skuldabréf og aðrar eignir LIVE þann 1. janúar 2008 þar sem fram kemur nafn hlutafélags og skuldara (á við bæði innlendar sem og erlendar fjárfestingar).
2. Samskonar lista yfir stöðuna 3. október 2008.
3. Samskonar lista yfir stöðuna 1. janúar 2009.
4. Allar hreyfingar á eignum á tímabilinu 1. janúar til 3. október 2008, hvað var selt og hvað var keypt. 
Einnig að fram komi á þessum lista allar þóknanir sem greiddar voru vegna viðkomandi eignatilfærslu.
 
Nóg er að svara þessari fyrirspurn með einföldu JÁ-i eða NEI-i.
 
kær kveðja,
Ólafur Gylfason
 
From: Kristinn Örn Jóhannesson <kristinnvr@gmail.com>
To: Olafur Gylfason <olafurgylfason@yahoo.com>
Cc: vefstjori@vr.is
Sent: Monday, February 23, 2009 12:10:04 PM
Subject: Re: Fyrirspurn til frambjóðenda til formanns VR

Heill og sæll Ólafur,
 
Svar mitt við þessum fjórum spurningum er einfalt: .
 
Kosningakveðja,
Kristinn Örn
 
Kristinn Örn hefur hafnað allri skoðun á fjárfestingum lífeyrissjóðsins í fyrirtækjum.
Hann telur munnlegar skýringar þeirra sem báru ábyrgð á lánveitingum sjóðsins nægjanlega. þ.e. upplýsingar um fjárfestingar í opinberum skráðum skuldabréfum eru viðkvæmir viðskiptasamningar sem eiga ekkert erindi til sjóðsfélaga.
 
Þess má geta að aðrir lífeyrissjóðir birta þessar sömu upplýsingar sem eru þá greinilega ekki eins viðkvæmar.
 
Fyrir hvað stendur þessi maður?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Svo ..... hvar voru þessir listar birtir?

Tel mig eiga mikilla hagsmuna að gæta sem greiðandi inn í þenna lífeyrissjóð  í 20 + ár!

Hvar eru þessi fjögur já birt, þ.e. sundurliðaðar stöðuskýrslur!

Þær eru ekki einkamál, þær eru opinber gögn til þeirra sem greitt hafa í sjóðinn, ekki satt?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.3.2010 kl. 05:32

2 Smámynd: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Ef þetta hefði verið bara það eina sem var svikið! Á ekki til orð yfir þessu.

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 25.3.2010 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband