16.3.2010 | 10:28
Hvað er að gerast í VR?
Þau eru brosleg svörin sem félagsmenn okkar fá þegar þeir spyrja um aðgerðaleysi VR og verkalýðsforystunnar á gríðarlegum skuldavanda heimilanna og kaupmætti sem er í frjálsu falli.
þessar hamfarir sem dynja á launa og fjölskyldufólki virðast engu skipta því meirihluti stjórnar VR hefur meiri áhyggjur af því að semja við Bakkavararbræður og koma í veg fyrir að lánabók sjóðsins til fyrirtækja verði aðgengileg sjóðsfélögum.
ASÍ sér svo um restina sem er Evrópusambandið sem eina lausnin á vandanum.
Svörin fyrir vítavert sinnuleysi meirihlutans eru yfirleitt þau að lítill minnihluti hóps haldi þeim sem öllu ráða "meirihlutanum" í gíslingu og ekkert verði úr verki. þetta gerir títt nefndan minnihluta að valda mesta minnihluta lýðveldissögunnar.
Staðreyndin er hinsvegar sú að meirihluti stjórnar VR og A-Listinn undir forystu formanns VR,hanga sem fastast í pilsfaldi ASÍ og hafa ekki bein í nefinu til að standa í hárinu á þeim sem stjórnað hafa verkalýðshreyfingunni og lífeyrissjóðunum á áratugi. Þetta er þröngur hópur fólks sem öllu ræður. Þessi hópur hefur mismikin áhuga á skjólstæðingum sínum.
Forseti og varaforseti ASÍ koma úr VR og hafa bakland sitt þaðan.
Gylfi Arnbjörns VR - Ingibjörg R. Guðmunds - VR/LÍV eiga sæti í miðstjórn ASÍ. þau Stefanía Magnúsdóttir fyrrum varaformaður VR og Kristinn Örn Jóhannesson Formaður VR eiga bæði sæti í miðstjórn ASÍ.
Það sem meirihluti stjórnar VR þolir ekki er að við sem erum í minnihluta og hlutum yfirburðarkosningu félagsmanna í fyrra erum að mótmæla aðgerðarleysi verkalýðsforystunnar sem við sjálf tilheyrum og síðan ömurlegu úrræðaleysi stjórnvalda á skuldavanda heimilanna.
Ég hef ítrekað reynt að fá Kristinn Örn formann VR til að taka ákveðin mál á dagskrá stjórnarinnar en án árangurs. Hann var fljótur að pakka niður stóru orðunum og hoppa upp í Evrópulest ASÍ og samfylkingarinnar á business class.
Þetta eru baráttumálin okkar í minnihlutanum, baráttumál sem A-listi og núverandi meirihluti stjórnar undir forystu Kristinns, þola ekki að ræða og hafa alfarið hafnað:
Áskorun minnihlutans á meirihluta stjórnar VR.
Við skorum á meirihluta stjórnar VR að beita sér fyrir:
1.Afnámi verðtryggingar tafarlaust og þak verði sett á vexti.
3.Að mótmæla harðlega glórulausum neyslusköttum sem engu skiluðu nema hækkun á neysluvísitölu, húsnæðislána og aukinni kaupmáttar rýrnun.
4.Stuðningi við Hagsmunasamtök Heimilanna.
5.Áframhaldandi frest á nauðungarsölu.
6.Lagasetningu um að veð takmarkist við þá eign sem lánað var út á.
7. Lagabreyting leiði til þess að við gjaldþrot fyrnist eftirstöðvar skulda innan 5 ára og verða ekki endurvakin.
8. Að VR lýsi yfir vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson og forystu ASÍ og hafni stöðugleikasáttmála þeim er samþykktur var í vor enda allar forsendur hans löngu brostnar.
9.Að þessi áskorun verði birt á heimasíðu VR.
10.Að VR verði aftur sjálfstætt og leiðandi afl í kjara og hagsmuna baráttu launafólks.
Bjarki Steingrímsson fyrrverandi varaformaður VR fékk á sig vantraust og var vikið úr sæti varaformanns fyrir að krefjast þess í ræðu á Austurvelli, að verkalýðsforystan hysjaði upp um sig brækurnar og beytti sér fyrir þessum brýnu hagsmunamálum launþega. Sérstaklega í ljósi þeirra ömurlegu samninga sem sama forysta kvittaði undir f.h. launafólks ásamt gerð stöðugleikasáttmála sem tryggði betur hagsmuni auðvaldsins en launþega nokkurn tíma.
Þegar varaþingmaður framsóknarflokksins Ásta Rut Jónasdóttir tók svo við sæti hans, en hún hafði áður stutt okkur í baráttunni gegn spillingunni, sýndi hún og sannaði að nefndar og frama snuðið sem víðfrægt er, og notað er af valdhöfum til að þagga niður í fólki, reyndist of mikil freisting.
Nú er valdið í höndum félagsmanna. Viljum við sama meðvirka ástandið og sinnuleysið? Viljum við breytingar?
Ég styð L-Lista lýðræðis því ég vil gegnsæi í fjárfestingum lífeyrissjóðsins og opið lýðræði í félaginu. Ég vil félag með beittar tennur en ekki tannlaust.
Ég styð Hall Eiríksson í framboði í einstaklingskosningu.
Þetta er einstakt tækifæri sem félagsmenn VR hafa og mega ekki láta fram hjá sér fara.
Ragnar Þór Ingólfsson.
Athugasemdir
Nú er lag að kjósa og taka til. Ég styð L-listann og Hall. Annað sem er óskiljanlegt, en það er þegar formaðurinn talar um að stjórnarmenn hafi sjálfir samþykkt A-listann.... Ég hef aldrei stutt þennan lista hvorki á stjórnarfundum né nýjársfundi.
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 16.3.2010 kl. 10:44
Styð þessa áskorun ykkar að fullu.
(IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 10:59
Vildi óska þess að ég væri í VR til að geta stutt ykkur, þetta er skelfilegt ástand.
Sævar Einarsson, 16.3.2010 kl. 11:07
Ragnar - ef þú skrifar um úrræðaleysi "verkalýðsrekenda" duga varla nokkrir þykkir doðrantar. Á stuttu bloggi er ekki hægt að segja frá öllu.
Björn S. Lárusson (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 11:21
Þakka innlit.
Sammála Guðrún
Ég hef aldrei samþykkt þennan A-lista. Ég veit um amk.12 aðila sem eru þar gegn sínum vilja og ætla að kjósa L-lista sem ég ætla að kjósa.
Sigurlaug, Þakka stuðninginn.
Ragnar Þór Ingólfsson, 16.3.2010 kl. 11:28
Forystumenn og stjórnir verklýðsfélaga hafa enga heimild til að beita stéttarfélögunum í pólitískum tilgangi. Þeirra eina hlutverk er að gæta hagsmuna félagsmanna, ekkert annað.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.3.2010 kl. 11:31
Þakka innlit.
Sævarinn Það væri svo sannarlega óskandi, Þetta er skelfilegt ástand.
Björn, Ég er búin að skrifa vel á annað hundrað færslur hér á blogginu og er nokkuð langt frá því að ná utan um ruglið sem innan hreyfingarinnar þrífst.
Sú sem hefur komist næst því að gera heildar úttekt á ástandinu er Dr. Herdís Dröfn Baldvinsdóttir sem skrifaði doktorsritgerðina "tengslanet valda á íslandi:verkalýðshreyfingin og lífeyrissjóðirnir" Þessu mikla ritverki má hlaða niður á bloggi á mínir tenglar. 300 bls. af sannleikanum um spillinguna í verkalýðshreyfingunni.
Ragnar Þór Ingólfsson, 16.3.2010 kl. 11:34
Er ekki í VR en ég ehld að konan mín hafi þar kosningarétt.
Eru gögnin send heim eða er þörf á að sækja þau til VR skrifstofu?
Flest af því sem tölusett er hér að ofan geta flestir stutt og eru þar komin mörg minna baráttumála innan Sjálfstæðisflokkins í áratugi.
Svo kom Kvótakerfið og EES hvortveggja kerfi sem farið hafa skelfilega með okkur.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 16.3.2010 kl. 11:38
Sæll Raggi. Mér hefur fundist með hreinum endemis ólíkindum síðasta árið að það sé enginn í landinu (sérstaklega innan verkalýðshreyfingarinnar) að berjast fyrir þeim málum sem birtast í fyrstu 7 liðum þessarar áskorunar...?! Þetta eru laaaaang mikilvægustu (!) hagsmunamál venjulegs fólks í landinu.
Ég, 16.3.2010 kl. 11:54
Þakka innlit,
Axel, það er einmitt vandamálið, til að mynda sást Andrés Jónsson almannatengill og spunameistari samfylkingarinnar á fundi upp í VR að leiðbeina formanninum í slagnum við félagsmenn.
Hér má sjá svör Kristinns og ASÍ klíkunnar við áskorun okkar, bæti þeim inn sem linkum á bloggið.
http://ragnar73.blog.is/blog/ragnar73/entry/1016325/
http://ragnar73.blog.is/blog/ragnar73/entry/1016415/
Ragnar Þór Ingólfsson, 16.3.2010 kl. 12:09
Sæll Bjarni
Veit ekki hvað félagið gengur langt í að kynna þetta, upplýsingarnar eru á kosningavef VR, Það hljóta allir að vera sammála því að velferðar ó-stjórnin sem nú ræður ríkjum hefur villt all hrapalega á sér heimildir eins og Formaður VR gerði í síðustu kosningum.
Sæll Geiri
Mikið er gaman að sjá þig á blogginu mínu.
Algjörlega erum við sammála í þessu.
Vil Benda á frábæra grein Geirs frá í desember 2008 sem heitir "Draumur á Jólanótt" sem hægt er að nálgast á bloggsíðu hans http://www.geir.net/
Bestu kveðjur
Raggi
Ragnar Þór Ingólfsson, 16.3.2010 kl. 12:21
Flottur pistill. Lýsir málinu lista vel. Mikilvægt að fólk noti kosningaréttinn og taki afstöðu þá er hægt að gera VR að sjálfstæðum og öflugum málsvara félagsmanna sinna.
Bjarki Steingrímsson (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 12:50
Kristinn Örn hefur algjörlega brugðist og er því miður til háborinnar skammar! Búinn að kjósa L-listann, það var ekki erfið ákvörðun - allt upp á borð, vandaðri vinnubrögð, burt með spillingu & leynimak - takk!
kv. Heilbrigð skynsemi (www.fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 17:00
Formaður VR kallar okkur sirkusapa á fésbókinni sinni. Það er greinilegt að ekki á að leyfa hinum almenna félagsmanni að bjóða sig fram án niðurlægingar.
Kv,
Guðrún
Guðrún (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 18:58
Þakka innlit,
Bjarki, ég er að lenda í nákvæmlega sama skrípaleiknum og þú hefur verið að glíma við að fá upplýsingar um fjármál félagsins. Ég hef reynt að fá upplýsingar um hvað nýjasta "spilum saman" herferðin kostar okkur félagsmenn og í hvaða umboði var hún samþykkt. Kristinn vill að allar fyrirspurnir um fjarmál félagsins komi fram á stjórnarfundum. Ég bar upp fyrirspurn á síðasta stjórnarfundi þess efnis sem Stefanía Magnúsdóttir ritari fundarins neitar að setja inn í fundargerð þessu til staðfestingar. Þetta er svo mikill skrípaleikur að það halfa væri nóg. Sem betur fer á ég lögvarinn rétt sem þau eru að margbrjóta.
Skil virkilega vel núna hvað þú ert búin að vera að berjast á móti.
Kristinn segir að allt sé upp á borðum og opið félagsmönnum.
Það eina sem virðist opið eru útidyrnar.
Ragnar Þór Ingólfsson, 16.3.2010 kl. 20:04
Þakka innlit,
Jakob, Sammála, ekki erfitt val og ég tel að Kristinn hafi brugðist kjósendum sínum, ég bar nokkrar væntingar til hans en þær voru fljótar að fara.
Guðrún,
Kristinn er greinilega ekki formaður allra félagsmanna, bara þeirra sem segja Já og amen, Hann lokaði blogginu sínu, lokar fyrir athugasemdir á facebook, þar sem hann getur drullað yfir allt og alla án þess að gefa kost á að fólk geti svarað fyrir sig.
Skrýtið að fólkið á A-listanum þurfi formann VR til að tala fyrir sig. Hafa þau ekkert að segja?
Ragnar Þór Ingólfsson, 16.3.2010 kl. 20:11
Hvers konar hænsnahóp hefur þetta hyski í búrunum sínum til að styðja við bakið á sér stjórnarkosningum?
Þetta minnir mig nú einna helst á kvótagreifana og vald þeirra yfir fólkinu í sjávarplássunum sem hefur misst réttinn til lífsbjargar til þeirra.
En má ekki til þess hugsa að kvótinn sé tekinn af sægreifunum og færður aftur til fólksins.
Kýs Sjálfstæðisflokkinn með stolti og brosi á vör.
Árni Gunnarsson, 16.3.2010 kl. 21:40
Eina von félagsmanna er núna. það verður að losa leyndarhjúpinn af félaginu. Kristinn formaður sést um víðan völl og fullyrðir að hjá VR sé allt uppá borðum varðandi fjármál félagsins. ótrúleg fjarstæða. Hvað er annars með hann? Hvers vegna tók hann afstöðu gegn minnihlutanum og því sem hann seldi sig út á í fyrra?
Bjarki (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 22:02
Þakka innlit.
Árni, þetta er vel þekkt fyrirbryggði og kallast meðvirkni, eða í raun bullandi meðvirkni. Allt þetta VR mál er í einu orði sagt hin mesta sorgarsaga.
Starfsfólk félagsins þarf nær daglega að líða fyrir aumingjaskap þeirra sem stjórna, félagsmenn upplifa algert sinnuleysi úr öllum áttum stjórnkerfisins og innan verkalýðshreyfingarinnar.
Það verður fróðlegt að sjá útkomu kosningana. Vonandi verður niðurstaðan nægilega afgerandi til að skapa vinnufrið því nóg er af góðu fólki til að lyfta grettistaki innan félagsins.
Bjarki, Kristinn Örn sveiflast í skoðunum og fullyrðingum eins og vindurinn. Það er allra veðra von þar á bæ.
Ragnar Þór Ingólfsson, 16.3.2010 kl. 22:22
Siðferði og almenn gildi verða að vera hornsteinn samtaka sem VR. Það þarf að ríkja vilji til að verja þessi gildi og ábyrgð til standa upp og hleypa nýju fólki að þegar þessi gildi nást ekki að miðlast, eða verjast.
Fyrir þá aðila sem eru að reyna að verja vafasamar vinnuvenjur, er það líka hreinsun að standa upp og leita nýrra verkefna. Það hlýtur að valda þessu fólki vanlíðan að finna þessa mótstöðu. Fyrir hverju er það að berjast þegar stríðið er tapað.
Haraldur Baldursson, 17.3.2010 kl. 09:25
Sæll Haraldur, Þakka innlit.
Alveg er ég sammála þér.
Vandamálin eru nokkur innan stjórnarinnar sem valda þessum mikla óróa innan félagsins.
Eitt af þeim eru Gildin sem eru misjöfn milli stjórnarmanna. Mín gildi eru þau að aukið gegnsæi í samfélaginu komi að stórum hluta í veg fyrir spillinguna sem hér hefur tröllriðið öllu græðgissamfélaginu.
Hér hafa menn grætt á kostnað almennings í skjóli bankaleyndar og þagnarskyldu. Ekkert hefur breyst hvað það varðar, versnað ef eitthvað er.
Ef eitthvað kemur fram sem orkar tvímælis er yfirleitt talað um leka eða þvíumlíkt en þá er "lekinn" oftast alvarlegasti hluturinn.
Ég hef barist fyrir gegnsæi í fjárfestingum lífeyrissjóðanna og það eru sjónarmið sem meirihlutinn sættir sig ekki við.
Hitt er afnám verðtryggingar og raunveruleg úrræði á skuldavanda heimilanna. Ekki plástra á opnar slagæðar.
Annað vandamál er að innan stjórnar og í framboði fyrir A-Lista eru stjórnarmenn sem setið hafa í stjórn VR í áratugi. Sú litla endurnýjun sem átt hefur sér stað innan þeirra sem stjórnað hafa félaginu svo lengi er þess eðlis að nýtt fólk kemur inn, en sömu áherslur og sömu gildin.
Ég vona svo sannarlega að breyting verði á þessu sem allra fyrst.
Ragnar Þór Ingólfsson, 17.3.2010 kl. 12:10
Sæll Ragnar það duttu af mer allar dauðar lýs er ég sá auglýsingu V.R spilum saman hvað ætli þessi auglýsing kosti ,örugglega tugir komur fyrir foreldra sem ekki hafa lengur efni á lyfjum og læknisþjónustu fyrir sig og börnin sín V.R hvetur sama fólkið að þiggja þjónustu or verslun ,nei þessi hvatning á ekki erindi til láglaunafólks,hvert stefnir meirihluti stjórnar V.R það er augljóst að koma sér í mjúkin hjá þeim sem aurana eiga , spilling siðleysi framapot,segi frekar held áfram að borða fisk af diski en stiðja þetta hyskki, þið í minnihlutin gefa okkur von um réttlæti baráttukveðjur ú kópavogi.
dagga (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 12:48
Af gefnu tilefni: Stjórn Nýs Íslands getur staðfest hér með að NÍ styður og skorar á alla VRinga að kjósa A-lista sameinaðs VR, lista trúnaðarráðs og trúnaðarmanna. Stjórn NÍ harmar það að einn aðili sem er einstaklingskosningu til stjórnar VR, tönglast á því í sífellu að samtökin séu bendluð við L-listann (2010) og kosti framboðið. Slíkt er úr lausu lofti gripið og er fjarstæðukennt.
Hið rétta er að samtökin NÍ studdu og hjálpuðu við kosningabaráttu L-listans sem náði kjöri í fyrra (2009). Mjög gott samstarf var við forsvarsmann L-listans (2009), varaþingmann Framsóknarflokksins Ásta Rut Jónasdóttir og núverandi varaformann VR.
Samtökin NÍ vilja lýsa yfir mikilli ánægju með varaformann VR og að hún og þeir sem stóðu að L-listanum (2009), njóta enn stuðnings NÍ.
Sveinbjörn Ragnar Árnason (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 17:53
Gangið hægt um gleðina dyr það er hægt að eyðileggja stéttarfélag með því að svert það og níða allt sem gert er eða ekki gert það á að berjast á fundum um málefni félagsins en ekki í blöðum og torgum.
Formaðurinn ykkar er bara búin að hafa eitt ár til að stjórna og hann hefur ekki allt liðið með sér enda félagið stórt.
Þú snýrð ekki stórum bíl eins og litlum það tekur tíma og á að taka tíma að breyta stefnunni því byltingin étur alltaf börnin sýn hvað sem hver segir.
Munið að fara með hógværð og rökum án hávaða og láta annars treystir ykkur enginn.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 18.3.2010 kl. 22:46
Dagga
Sammála, við aukum ekki kaupmátt með því að hvetja til neyslu.
Ég velti því stundum fyrir mér hvort hlutverk mitt sem stjórnarmaður VR í minnihluta sé að sitja heima. Ekki fæ ég umbeðnar upplýsingar um fjármál félagsins þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir, svo eru teknar ákvarðanir um fjárútlát án þess að þær fari fyrir stjórnina.
Þetta er mál sem ég er að leggja loka hönd á með lögmanni enda getur engin stjórnarmeirihluti komið í veg fyrir að aðrir stjórnarmenn sinni lögbundnu og lögvörðum eftirlitsskyldum sínum.
Ragnar Þór Ingólfsson, 19.3.2010 kl. 15:01
Jón,
Mun taka þessi orð þín til greina. Það duga samt engin vetlingatök gegn þessum vindmyllum sem ég er að berjast á móti. Þakka góða ábendingu sem kemst vel til skila.
Þakka innlit og góða helgi.
Ragnar Þór Ingólfsson, 19.3.2010 kl. 15:18
Ég er sannfærður um að þú hefur í raun ekki minnsta áhuga á að starfsemi VR dafni. Þú rærð hins vegar öllum árum að því að komast að stjórnarborði Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, sem þú ætlar þér með góðu eða illu.
Halldór Halldórsson, 20.3.2010 kl. 13:01
Sæll Halldór
Alltaf gaman að fá þig í heimsókn á bloggið hjá mér.
Varðandi áhuga minn á að VR dafni, hef ég lagt fram nokkrar tillögur þess efnis að félagið beiti sér á mun meira afli útávið og verðu mun sýnilegra en það hefur verið undanfarin misseri, Stjórnarmeirihlutinn getur hinsvegar ekki tekið afstöðu til stóru málana svo sem afstöðu gegn úrræðum vegna myntkörfulána afstöðu gegn verðtryggingunni svo fátt eitt sé nefnt.
Ég hef marglýst því yfir, að ég telji innra starf félagsins og starfsfólk þess sé með miklum sóma en ytra starfið,áherslur útávið og stjórnin til háborinnar skammar. Starfsfólkinu verður seint kennt um aumingjaskap stjórnarinnar.
Varðandi lífeyrissjóðina þá vil ég benda þér á að mín helstu stefnumál eru gegnsæi í fjárfestingum lífeyrissjóðsins og að sjóðsfélagar velji sér stjórn. Ef ég næ þeim markmiðum utan stjórnar LV hef ég enga löngun til að taka þar sæti því þá get ég fylgst með gangi mála og hvað er verið að gera við peningana okkar frá degi til dags, úr tölvunni minni heima.
Einnig finnst mér mikilvægt að fækka sjóðunum niður í einn til þrjá.
Þakka innlit,
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 22.3.2010 kl. 13:36
Haldór Halldórsson
Þegar fólk á erfitt með að koma eins og það er klætt til dyranna, hljóta alltaf að vakna spurningar um hvaðan spéhræðslan er sprottinn.
Enn hafa engin haldbær rök verið færð fyrir því að lífeyrissjóðir og verkalýðsfélög starfi ekki fyrir opnum dyrum.
Ég hvet andmælendur Ragnars að horfa til þess hvað við er að eiga. Ráðandi öfl taka því aldrei vel að hulunni sé svipt af áralöngu pukri. Reynum því að sjá hver markmiðin og málefnin eru fremur en að einblína á menn. Spunaverksmiðjurnar leggja mikla áherslu á að ráðast á menn, þegar málefnalegum rökum þrýtur. Reynum að sjá í gegnum spunann og reykinn og horfa til þess hver málin eru.
HH ég hvet þig eindregið til að styrkja Ragnar í sinni viðleitni og gera hana að þinni, fremur en að draga úr og styrkja ráðandi öfl.
Haraldur Baldursson, 22.3.2010 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.