Verður Andrés Önd næsti forseti?

Nú hefur Þorgeir Eyjólfsson verið ráðinn til Seðlabanka íslands til að stýra losun gjaldeyrishafta. Það væri svo sem ekki til frásagnar nema fyrir þá staðreynd að undir stjórn Þorgeirs tapaði Lífeyrissjóður verslunarmanna gríðarlegum upphæðum á gjaldeyrisbraski Þorgeirs, sem gerði framvirka gjaldmiðla samninga fyrir hönd Lífeyrissjóð verslunarmanna upp á 93 milljarða rétt fyrir hrun. Ekki sér fyrir endann á tapi sjóðsins vegna þessa en það hleypur á milljörðum ef ekki milljarðatugum.

Þessi óskiljanlega áhættusækni, eins og það er orðað í Rannsóknarskýrslu Alþingis, var kannski ekki svo ótrúleg í ljósi tengsla forstjórans fyrrverandi við þau félög sem aftur tóku stöðu gegn íslensku krónunni.

Í ljósi þess að gjaldeyrisbrask Þorgeirs sem að öllum líkindum braut lög um skyldutryggingar lífeyrisréttinda og samþykktir sjóðsins hlýtur að teljast með hreinum ólíkindum að maðurinn skuli stýra gjaldeyrisviðskiptum þjóðarinnar og er kannski enn eitt dæmið um þá dæmalausu stjórnsýslu sem á borð er borin fyrir Alþýðu þessa lands.

Verður Hannes Smárason næsti Seðlabankastjóri? Eða Ragnar Önundarson næsti forstjóri samkeppniseftirlitsins?

Ragnar Þór Ingólfsson 

Stjórnarmaður í VR.


Bloggfærslur 22. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband