Opið bréf til félagsmanna VR.

Nú hefur komið í ljós hvernig gamla VR klíkan ætlar að viðhalda völdum sínum í félaginu.

Margir muna eflaust eftir máli VR skugganna sem var hópur fólks sem varð undir í hallarbyltingu félagsmanna VR árið 2009. Í kjölfarið byrjaði hópurinn ásamt nokkrum starfsmönnum félagsins að plotta um hvernig svona slys eins og niðurstaðan úr fyrstu lýðræðislegu kosningum félagsins sýndi, endurtaki sig ekki.

Ég birti þessa tölvupósta á sínum tíma þar sem markmið hópsins var skýrt. Að beita öllum ráðum til að loka félaginu og koma því fólki sem kom óvelkomið inn í leyniklúbbinn í burtu sem allra fyrst.

Við sem komum ný inn í stjórnina í apríl 2009 var gert ljóst frá byrjun að við værum í minnihluta og ekki stæði til að vinna með okkur. Hefur það gengið svo langt að hópurinn hefur loks viðurkennd að geta ekki stutt fjölda góðra mála sem við höfum lagt fram vegna þess eins að þau séu frá okkur komin.  Þessi virki meirihluti sem hefur stýrt félaginu undanfarna áratugi sem einskonar prívat einkavinafélag fékk til liðs við sig Kristinn Örn, formann VR. En Kristinn Örn ákvað að vinna með þessu fólki í von um að fá stuðning þeirra til góðra verka, þrátt fyrir viðvaranir okkar um að hann yrði stunginn í bakið við fyrsta tækifæri sem nú er raunin.

VR skuggarnir bera þar af leiðandi alla ábyrgð á vísvitandi aðgerðarleysi félagsins í kjölfar hrunsins þar sem öll orkan hefur farið í að viðhalda klíkunni og finna eftirmann Kristins á bakvið tjöldin og koma okkur sem höfum hafnað þessum vinnubrögðum út úr stjórninni.  

Þeir sem standa fremstir í flokki skugganna sem kerfisbundið hafa unnið gegn hagsmunum félagsins og félagsmanna VR með þaulskipulögðu aðgerðarleysi og leynimakki eru í innsta koppi verkalýðsmafíunnar og lífeyrissjóðunum þar sem valdasirkusinn kemst sjaldnast fyrir augu almennings.

Stefanía Magnúsdóttir gætir hagmuna hópsins á skrifstofu VR en hún er í stjórn lífeyrissjóðs verslunarmanna, miðstjórn ASÍ og gegnir fjölda trúnaðarstarfa fyrir mafíuna.Sigurður Sigfússon stjórnarmaður í VR og stjórnarmaður í Stöfum lífeyrissjóði er einn þeirra og eru tengsl hans og lífeyrissjóðsins Stafi athyglisverð. Hann og Óskar Kristjánsson varastjórnarmaður í Lífeyrissjóði Verslunarmanna og miðstjórnarmaður ASÍ fara fyrir hópi sem ætlar að fella formann VR í næstu kosningum og koma í veg fyrir að hann hreinsi út rotnu eplin á skrifstofu félagsins með því að svipta hann framkv.stjóra stöðu sinni á fundi sem verður haldinn þann 29.12 næstkomandi.

Formannsefni VR skugganna er athyglisvert en það er engin annar en Stefán Einar Stefánsson Siðfræðingur. Sami siðfræðingur og stóð fyrir frægri smölun í sjálfstæðisflokknum ekki alls fyrir löngu. Þetta er líka sami siðfræðingur og lagði blessun sína á vinnubrögð VR skugganna með úttekt, sem meirihlutinn keypti af honum með peningum félagsmanna, sem staðfesti að hópurinn byrjaði á samsærisplottinu gegn nýja fólkinu áður en við tókum formlega sæti í stjórn félagsins.

Nú stefnir hann á formanns framboð undir forystu VR skugganna.

Það var því aldrei ætlunin að fara að vilja félagsmanna og hleypa nýju fólki að með nýjar hugmyndir.

Meðfylgjandi er síðasti tölvupóstur hópsins þar sem siðfræðingurinn og VR skuggarnir boða til leynifundar í Hallgrímskirkju, af öllum stöðum. Vonandi er siðfræðingurinn betur að sér í guðfræðinni.

Ég mun svo birta ítarlega úttekt á málinu og aðdraganda þess í fleiri færslum þar sem ég fer yfir þátt hvers og eins í þessu máli sem verður vonandi til þess að félagsmenn VR fái að vita hvað raunverulega gerist á bakvið tjöldin þegar hvað harðast er sótt að launafólki.

Það skal tekið fram að sá sem þetta skrifar er ekki í kosningabaráttu.  

Það skal einnig tekið fram að með þessum pistli fylgir ekki stuðningsyfirlýsing á formann VR þvert á móti mun ég að öllum líkindum leggja fram vantrausttillögu ef hann sýnir ekki félagsmönnum þann sóma að standa við eitthvað af því sem hann lofaði þegar hann náði kjöri á sínum tíma og fer að fara eftir stjórnarsamþykktum félagsins.Formaður VR ásamt ríkjandi meirihluta hafa hafnað allri skoðun á Lífeyrissjóði Verslunarmanna. 

Það skal einnig árétta að hjá félaginu er mikið af frábæru starfsfólki sem þarf að lýða fyrir viðbjóðinn sem kraumar inní bakherbergjum verkalýðsmafíunnar.

Nú reynir hópurinn eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að félagsmenn fái beinan kosningarétt í félaginu. En til þess þarf að halda auka aðalfund þar sem allir félagsmenn geta mætt og kosið um lagabreytingarnar sem framundan eru á kosningalögum félagsins, vonandi fer sá fundur ekki undir ratar þeirra félagsmanna sem hafa áhuga á að geta notið grundvallar mannréttinda sem er kosningaréttur.

Ragnar Þór Ingólfsson,Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Bjarki Steingrímsson.

Stjórnarmenn í VR.

 

Úr tölvupósti:

From: Óskar Kristjánsson [mailto:oskark@xxx.is]
Sent: 21. desember 2010 09:05
To: 'Bergur Steingrímsson'; birgir.gudmundsson@xxxxx; Jón Magnússon - Stjórn VR; bv@xxxxx; 'Asta Rut Jonasdottir'; Guðrún Helga Tómasdóttir; i.birgisdottir@xxxxx; Sigurður Sigfússon - Stjórn VR; Bjarni Þór Sigurðsson; 'hildurmo@xxxxxx.i'; Jóhanna Rúnarsdóttir; Bjarni Þór Sigurðsson
Cc: 'Stefán Einar Stefánssson'
Subject: Fundur

Sæl öll

Eins og áður hefur komið fram var meiningin að hittast og ræða málin ásamt Stefáni Einari.

Vonandi komast sem flestir svo að fundurinn verði sem bestur og málefnalegastur.

Fundarstaður er Hallgrímskirkja farið er inn að norðanverðu sem sagt Tækniskólamegin á gaflinum þar er inngangur og upp á 2 hæð í fundarsal.

Mæting kl.18:00

Kv.

ÓK


Bloggfærslur 21. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband