3.6.2009 | 08:30
VR Samsærið.
Hér má sjá fyrsta hlutan af tölvupóstsamskiptum "VR Skugga".
það alvarlegasta er að núverandi stjórnarmenn og nokkrir starfsmenn eru tengdir inn í hóp af fólki sem kallar sig "Skuggar". Þessi hópur hefur formann og ritara, hittist síðasta miðvikudag í mánuði í rúgbrauðsgerðinni og sér starfsmaður VR um að slá húsaskjóli yfir hópin.
Á póstlistanum má finna nokkra starfsmenn VR og Alla stjórnarmenn sem eiga seinna árið sitt eftir eða þann helming sem ekki var skipt út síðast.
Það er grafalvarlegt ef núverandi stjórnarmenn og nokkrir starfsmenn séu að grafa undan vilja félagsmanna sem sýndu með svo afgerandi hætti að þeir vildu breytingar. Við nýja fólkið áttum greinilega ekki að fá tækifæri frá fyrsta degi, til að sanna okkur í starfi, hlýtur að gefa til kynna að þessir aðilar vinna gegn hagsmunum félagsins.
Fráfarandi stjórn kaus að standa og falla með sínum formanni og studdi hann fram í rauðan dauðan þrátt fyrir gjörninga hans hjá lánanenfd kaupþings. Félagsmönnum blöskraði umburðalindið gagnvart slíkri fjárglæframennsku sem þar var viðhöfð og felldu dóm sem fráfarandi stjórn á afar erfitt með að sætta sig við.
Hér má lesa póst frá Stefaníu Magnúsdóttur sem er starfsmaður VR og á sæti í stjórn félagsins. Hún var Varaformaður félagsins þegar hún ritaði þetta, daginn eftir að ný stjórn tók við völdum.
Dæmi nú hver fyrir sig:
----- Áframsent skeyti -----
Frá: "Stefania Magnusdottir"
Sent: Föstudagur, 3. apríl, 2009 23:00:44 GMT +00:00 Casablanca / Monrovia
Efni: RE: Hittingur hjá Skuggum ???
Sæl öllsömul og takk fyrir síðast og eins vil ég þakka öllum fráfarandi stjórnar- og trúnaðarráðsmönnum frábært samstarf með von um að við eigum eftir að starfa aftur saman að ári - a.m.k. mörg okkar :-)
Það hefði auðvitað verið við hæfi að þakka í gærkvöldi - hátt og snjallt - en mér fannst salurinn svo niðurdrepandi að ég ákvað að sitja á mér.
Hugmyndin um að hittast yfir kaffibolla síðasta miðvikudag í mánuði finnst mér mjög góð - það er um að gera að setja það inn í dagatalaið eða sem áminningu í símann - því það er svo erfitt að muna allt ! Það þarf líka að hugsa fyrir stað sem auðvelt er að komast að og hann þarf að vera nokkuð rúmgóður. Mér dettur í hug kaffiterían í Perlunni en þið hafið kannski hugmyndir um betri stað og þá er um að gera að nefna hann og úmfram allt að ákveða stað og stund. Ég er líka með hugmynd um málefnahóp sem færi í þá vinnu að endurskoða lögin þannig að svona slys gerist aldrei aftur. Fyrst þurfum við að fá inn heilt og almennilegt trúnaðarráð en á næsta aðalfundi verður að breyta lögunum -- en þá verðum við búin að fá "okkar" fólk inn -- þótt það kosti aðrar allsherjarkosningar.
Vanti einhvern á þennan netfangalista vona ég að þið sendið þetta áfram á þau og setjið mig gjarnan í cc svo ég geti uppfært llistann hjá mér.
Með VR kveðju
Níní
>
> Subject: Fw: Hittingur hjá Skuggum ???
> Date: Fri, 3 Apr 2009 20:54:59 +0000
>
>
> ----- Original Message -----
> From: "Gunnar Böðvarsson"
> Sent: Friday, April 03, 2009 8:49 PM
> Subject: Hittingur hjá Skuggum ???
>
>
> > Sæl öll og takk fyrir síðast.
> >
> >
> > Jæja, þá er dælan farin að slá hægar ! ...en það er komin fram
> > frábær hugmynd um að "viðhalda VRfjölskyldunni" -og ekki síst
> > vinskapnum og samheldninni.
> >
> > Væri ekki sniðugt til að halda hópinn og hittast t.d. einu sinni í
> > mánuði eftir vinnu og fá okkur saman kaffibolla á einhverju kaffihúsi miðsvæðis.
> > Auðvitað komast ekki allir en þeir sem eru lausir koma kannski.
> >
> > Þetta mætti vera t.d. síðasti miðvikudagur í hverjum mánuði...til að
> > koma með hugmynd.
> >
> > Svona kaffihittingur er ekki hugsað til fá uppl. um nyja formanninn
> > eða stjórn ( nema menn vilji skemmta okkur !!) (grín).
> >
> >
> > Vinsaml. takið eftir að Benni er komin með heima-email.
> > jong@flugger.is gengur illa að komast í gegn og emailið hjá Stefaníu
> > líka.
> >
> > Ég var að reyna að "plata" Jóhönnu til að búa til svona hópa í
> > tölvunni hjá sér. Ég kann það ekki. Stjórn ( einn hópur) Trúnaðarráð
> > (einn hópur) .
> > Kannski einh.fleiri hugmyndir.
> >
> >
> > ......væri gaman að heyra frá ykkur með kaffihitting . Svo förum við
> > að fara rólega af stað. 12 mán. til stefnu að næstu kosningu !!!
> >
> >
> > kveðja
> > Gunnar B
Ég mun birta fleiri tölvupósta í vikunni.
Bylting þessara aðila er hafin og er búið að boða til félagsfundar á fimmtudagskvöldið þar sem fyrsta atlagan að nýja fólkinu verður gerð.
Ragnar Þór Ingólfsson
Stjórnarmaður í VR.
Bloggar | Breytt 5.6.2009 kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)