Hrikaleg áhættusækni Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.

Voru gjaldeyrisskiptasamningar (afleiðusamningar) óþarfa áhættusækni eða varnir?

Af hverju var verið að gera slíka samninga sem mótvægi við gengis hagnað/tap sem erlendar fjárfestingar áttu að bera umfram ávöxtunarkröfu í ljósi þess að innlend ríkisskuldabréf báru mun betri raunávöxtun en almennt þekkist í heiminum.

Af hverju voru slíkir samningar gerðir við bankana sem allir veðjuðu gegn krónunni. Bankarnir voru helstu ráðgjafar lífeyrissjóðanna.

Lífeyrissjóður Verslunarmanna skuldar gömlu bönkunum 93.175.000.000 vegna gjaldeyrissamninga. Þetta er skuld sem nemur 38% af öllum eignum sjóðsins.

Skoðum málið frá sjónarhorni sjóðsfélagans.

Hafa einhverjir þessara aðila notið vildarkjara umfram hinn hefðbundna félagsmann í VR eða LV á Tímabilinu frá 1.Janúar 2000 til 1. Janúar 2009 eða fengu þau niðurfellingu á ábyrgðum vegna hlutabréfakaupa?

Áttu tengdir aðilar í fjárfestingafélögum?

Lífeyrissjóðurinn virðist hafa verið rekin sem fjölskyldufyrirtæki frekar en eftirlaunasjóður.

Gunnar Páll Pálsson Formaður VR, Stjórnarformaður LV og Stjórnarmaður gamla Kaupþings.

Ásta Pálsdóttir eiginkona Gunnars og Starfsmaður Kaupþings er skráður lykilstarfsmaður hjá Kaupþingi þann 21.07.2003 hjá FME er nr.23 á listanum.

Samkvæmt því er Ásta eitthvað meira heldur en almennur starfsmaður eins og Þorgeir og Gunnar hafi marglýst yfir.

Þorgeir Eyjólfsson Forstjóri Lífeyrissjóðs Verslunarmanna (fyrrverandi).

Sigríður Kristín Lýðsdóttir eiginkona Þorgeirs og starfsmaður Kaupþings.

Börn þeirra

Lýður Þorgeirsson hjá fyrirtækjasviði Kaupþings. Hann kallar sig VP investment banking hjá Kaupthing. Hann starfar sem sérfræðingur á fyrirtækjasviði Kaupþings.

Guðrún Þorgeirsdóttir Starfar sem framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Exista stærsta eiganda Kaupþings. En Lífeyrissjóður Verslunarmanna var meðal stærstu eiganda Exista og Kaupþings. Hún er á fruminnherjalista hjá Lýsingu þar sem hún er varastj.maður.

Guðmundur B.Ólafsson Lögmaður VR, Guðmundur starfaði frá 1989-2002 hjá VR en starfar nú sem verktaki fyrir félagið.

Nanna E. Harðardóttir eiginkona Guðmundar er forstöðumaður við útlánaeftirlit Kaupþings (sem er innan áhættustýringar) og er sambærileg staða og Tryggvi Jónsson var í í Landsbankanum.Þau tvö voru svo á lista Morgunblaðsins yfir þá starfsmenn sem talið var að hefðu fengið lán sín afskrifuð hjá Kaupþingi.

Til að Ólafur Ólafsson & co Kjalar hf. hafi getað tekið framvirkan gjaldeyris afleiðusamning gegn krónunni (að krónan lækkaði) upp á 110 milljarða, sem Kjalar gerði 180 milljarða kröfu á gamla Kaupþing að væri uppfylltur, þá þurfti einhver að veðja á móti þeim sömu upphæð með krónunni (að krónan hækkaði). Lífeyrissjóður Verslunarmanna tók það hlutverk að sér - Gunnar Páll stjórnarformaður LV og formaður VR var einnig í stjórn Kaupþings og sat líka í lánanefnd. Eru því miklar líkur á að hann hafi veðjað með og á móti eftir því hvoru megin borðsins hann sat.

Fleiri útrásarfyrirtæki léku sama leikin þar með talin Bakkavör og Exista sem voru að stórum hluta í eigu Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.

Það er með öllu óskiljanlegt að nokkur maður hafi veðjað á hækkun krónunar fyrir gjalddaga jöklabréfanna haustið 2008. Vitað var með margra ára fyrirvara að krónan mundi hrynja á þeim tímapunkti.

Bls.36 í ársreikningi Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.

Framvirkir gjaldmiðlavarnarsamningar

14. Sjóðurinn hefur á undanförnum árum verið í viðskiptum við innlenda banka vegna gjaldmiðlavarnarsamninga, í

þeim tilgangi að draga úr áhættu vegna misvægis á gjaldmiðlasamsetningu erlendrar verðbréfaeignar sjóðsins

gagnvart gengisvísitölu íslensku krónunnar og til að draga úr gjaldeyrisáhættu sjóðsins. Gerðir hafa verið framvirkir

gjaldmiðlavarnarsamningar að fjárhæð 93.175 mkr.

Í tengslum við fall viðskiptabankanna í október 2008 telur sjóðurinn að forsendur þessara samninga hafi brostið og byggir þar m.a. á ytri og innri sérfræðiálitum. Sjóðurinn hefur lagt fram tilboð til skilanefnda bankanna um uppgjör samninganna byggt á forsendum fyrrgreindra sérfræðiálita og er metin nettóskuld sjóðsins í árslok 15.674

mkr. og er sú fjárhæð færð í efnahagsreikninginn. Sjóðurinn telur að framangreint mat á áhrifum samninganna sé byggt á bestu vitneskju, miðað við stöðu við gerð ársreikningsins en bendir á óvissu um endanlega niðurstöðu um uppgjör samninganna. Verði niðurstaðan frábrugðin mati sjóðsins getur það leitt til breytinga á hreinni eign og haft áhrif á tryggingafræðilega stöðu sjóðsins.

Við gerð ársreikningsins hefur sjóðurinn gert ráð fyrir að geta skuldajafnað skuldabréfum og öðrum kröfum gagnvart þeim viðskiptabönkum sem kröfur eiga á sjóðinn vegna skuldastöðu framvirkra gjaldmiðlavarnarsamninga.

Þetta þýðir að Lífeyrissjóður verslunarmanna ætlar að moka yfir hátt í 17 milljarða tap á verðlausum skuldabréfum gömlu bankanna í skiptum fyrir að þurfa ekki að borga rúmlega 93 milljarða tap á veðmálum með íslensku krónuna.

 


Bloggfærslur 19. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband