Ársfundur Lífeyrissjóðs Verslunarmanna 1 hluti.

Stjórnarformaður sjóðsins spurði mig þar sem ég hef gagnrýnt bókhald sjóðsins hvort ég teldi ekki að stjórnendur norska olíusjóðsins væru glæpamenn líka enda hefðu þeir tapað um 25% af eignum sínum rétt eins og LV. Mér gafst ekki kostur á að svara honum en geri það hér með.

Kæri Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna,

Það er með hreint ólíkindum að stjórnarformaður lífeyrissjóðs skuli leyfa sér að líkja saman tveimur svo ólíkum hlutum og sýnir kannski best hversu nauðsynlegt er að skipta út forystu sjóðsins.

Olíusjóður Norðmanna tapaði gríðarlega háum upphæðum sem er vissulega rétt en þeir höfðu ekki möguleika á að fegra tapið með eignaupptöku þeirra sem standa að sjóðnum eins og LV gerir í bókum sínum með eignarnámi í formi verðbóta á fasteignum sjóðsfélaga.

Þetta sér íslenska fyrirbrigði kallast verðtrygging og skilur sjóðina að í öllum samanburði.

Það sem fólk almennt á erfitt með að lesa út úr, mjög svo villandi framsetningu sjóðsins, er í megin þáttum tvennt. Hversu miklu var tapað og hvaðan koma peningarnir á móti tapinu. Tapið er staðreynd en hver borgar? Fólk þarf að átta sig á því, að þó svo að lífeyrissjóðirnir fái skuldajöfnun tapaðra skuldabréfa á móti tapi á gjaldeyrissamningum þá greiðum við fyrir tapið. Hvort sem við gerum það í formi skertra lífeyrissréttinda eða í formi skatta á meðan fjármagnseigendur kúra í skjóli innistæðutrygginga gömlu bankanna sem voru tryggðar að fullu á kostnað fasteigna okkar.Er engin sem hefur bent á það óréttlæti að sá hópur fólks sem ákvað að binda sparnað sinn með þaki yfir höfuðið sæti eignaupptöku.

Tökum dæmi með tölum úr ársreikningum og setjum tölurnar upp á þann hátt sem við skiljum örlítið betur þegar þær hafa verið teknar út úr frumskógi villandi framsetninga.

Opinberar tölur úr ársreikningum lífeyrissjóðs Verslunarmanna 2007 og 2008.

Tapið

Staðan 2008

Staðan 2007

Mismunur

Innlend hlutabréf

3.628.000.000

56.886.000.000

-53.258.000.000

Gjaldeyrissamningar

-15.674.000.000

Eignir

Veðskuldabréf Sjóðsfélga

Eign með verðbótum.

39.363.000.000

32.340.000.000

7.023.000.000

Íbúðarlán

Eign með verðbótum.

46.403.000.000

36.357.000.000

10.046.000.000

Tekjur

Iðgjöld

Greiddur lífeyrir

Mismunur

Iðgjöld sjóðsfélaga

17.100.000.000

-5.021.000.000

12.079.000.000

Óvissuþættir.

Skuldabréfaeignir

2008

2007

Bókfærð eign.

Gjaldþrota

Tapaðar kröfur.

Bankar og Sparisjóðir

16.865.000.000

17.399.000.000

16.865.000.000

Tapið færist yfir á skattgreiðendur og er fært sem eign í bókhaldi sjóðsins.

Sjóðurinn skuldajafnar tapi á gjaldeyrirssamningum á móti tapi á skuldabréfunum.

Óvissuþættir.

2008

2007

Bókfærð eign.

Skuldabréf í fyrirtækjum

14.809.000.000

17.408.000.000

14.809.000.000

Mikil óvissa ríkir um raunverulegt verðmæti þessara bréfa.

Verðmæti þeirra er líklega aðeins brot af því sem er eignafært.

Tap

-68.932.000.000

Tekjur

60.822.000.000

Mismunur

Samtals

-8.110.000.000

Ársreikningur 2008

Bls.13,33 og 34

Ársreikningur 2007

Það hlýtur að vera hverjum þeim ljóst sem les úr þessum tölum hvaðan peningarnir koma sem vinna upp tapið á glórulausu fjármálasukki sjóðsins þar sem útrásarvíkingar eru í aðalhlutverki.

Frá áramótum hafa síðan Straumur, Sparisjóðabankinn og SPRON fallið. Áætluð áhrif þess á lífeyrissjóðinn leiðir til þess að tryggingafræðileg staða sjóðsins versnar um 1,6% úr -7,2% í -8,8%.

Einnig getur Bakkavör ekki staðið skil á 20 milljarða skuldabréfaútgáfu BAKK03 1 sem féll á gjalddaga þann 15.maí síðastliðinn og var sektað af kauphöll Íslands fyrir brot á upplýsingaskyldu í kjölfarið. Lífeyrissjóður Verslunarmanna hefur ekki séð ástæðu til að færa niður skuldabréfaeign sína í félaginu.

 

Ekki hefur fengist trúverðug úttekt á erlendum eignum sjóðsins.

 

Sjóðurinn notar greiðslur vegna jöfnunar á örorkubyrgði frá tryggingastofnun til að koma betur út úr tryggingafræðilegri úttekt sem er klárt brot á framsetningu gagna.

Til að varpa skýrari mynd á það sem er að gerast með fyrirtækjabréfin set ég tengil á frétt morgunblaðsins þann 26.máí síðastliðinn.

“Heimildir Morgunblaðsins herma að kröfuhafarnir treysti ekki núverandi stjórnendum Exista til að upplýsa um raunverulega stöðu félagsins. Kröfuhafarnir sem um ræðir eru skilanefndir gömlu bankanna þriggja auk Nýja Kaupþings. Saman hafa þessir aðilar myndað óformlegt kröfuhafaráð innlendra kröfuhafa Exista ásamt þremur lífeyrissjóðum; Gildi, Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.

Lífeyrissjóðirnir þrír skrifuðu ekki undir bréfið og vilja frekar halda núverandi stjórnendum Exista við stýrið. Heimildir Morgunblaðsins herma auk þess að sjóðirnir vilji breyta skuldum Exista við þá í skuldabréf með langan líftíma. Þá þurfa þeir ekki að afskrifa alla kröfu sína á hendur félaginu í einu.”

Á góðri íslensku á að dreifa tapinu yfir eins langan tíma og hægt er til þess eins að fegra stöðuna.

Þar sem innstreymi iðgjalda er margfalt hærra en útgreiðslur lífeyris þurfa sjóðirnir ekki að selja eignir til að standa við lífeyris skuldbindingar sínar vegna mikillar söfnunar sem á sér stað næstu 10-15 árin.

En hver á raunveruleg staða sjóðsins að vera miðað við 3,5% raunávöxtunar kröfu samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda?

Eignastaða sjóðsins í árslok 2007 var 269 milljarðar.

Eignastaða í árslok 2008 ætti því að vera um 326 milljarðar miðað við 3,5% Raunávöxtunarkröfu með mismun á iðgjöldum og útgreiðslum.

Eignastaða samkvæmt “bráðabirgðauppgjöri” sjóðsins þegar búið er að reikna inn mismun á greiddum iðgjöldum og útgreiðslum er 249 milljarðar í árslok 2008.

Samkv. 11,8% neikvæðri nafnávöxtun þýðir það rýrnun frá 269 milljörðum í 237 milljarða. Mismunurinn á 249m og 237m eru greidd iðgjöld sjóðsfélaga 2008.

Þetta er mismunur upp á 77 milljarða ef við uppreiknum með ávöxtunar kröfu en er aðeins 32 milljarðar að nafnvirði. Þegar búið er að reikna inn iðgjöld sjóðsfélaga 2008 fer eignarýrnun í aðeins 20 milljarða sem er tala sem mikið er notuð í auglýsingaherferðum sjóðsins svo er bókhaldið fegrað enn frekar með þekktum bókhaldsbrellum og hugtaka flækjum.

 

Það er bókhaldsskekkja upp á 77 milljarða og lífeyrissjóðurinn segir að ekki sé ástæði til að skerða réttindin þrátt fyrir að raunávöxtun síðastliðin 10 ár sé rétt við lögbundin mörk þ.e.3,5%.

 

Þetta hlýtur að renna stoðum undir grunsemdir mínar að við séum að fá allt of lítið út úr þessu kerfi miðað við það sem við greiðum inn.

 


Bloggfærslur 28. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband