4.1.2009 | 20:21
Stjórn VR langþreytt?
Já það er orða sönnu að stjórn VR er langþreytt.
Hvernig getur stjórn VR verið langþreytt á einhverju lagabulli sem ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir að séu undan þeim sjálfum runnar. Stjórnin hefur nú ekki látið mikið að sér kveða þegar svo hart er sótt að félagsmönnum að það á sér vart fordæmi.
Ég hef undir höndum gögn m.a. frá Lögfræðingi VR um túlkun kosningalaganna sem er á þá leið að heildarframboð gegn sitjandi stjórn sé löglegt. Einnig hefur Gunnar Páll Formaður VR tjáð sig opinberlega um þessi mál þar sem hann telur mjög líklegt að mótframboð kæmi gegn uppstillingalista trúnaðarráðs VR.
Það var svo aðili innan ASÍ sem sér um framkvæmd kosningarinnar sem benti á að hin flóknu kosningalög VR stæðust ekki og heilt mótframboð því ekki löglegt.
Var þetta flétta frá Gunnari Páli og hans fólki til að ljúga sig áfram til valda eða er forysta VR og stjórn ekki betur inní málunum en þetta?
Var niðurfelling ábyrgða starfsmanna Kaupþings í þágu félagsmanna VR og LV eins og Gunnar sver við.
Gunnar Páll Pálsson Formaður VR og Sjórnarformaður LV (Lífeyrissjóðs Verslunarmanna) kona Gunnars vinnur í Kaupþingi.
Guðmundur B. Ólafsson Lögmaður VR Nanna E. Harðardóttir, forstöðumaður í Kaupþing banka, er eiginkona Guðmundar hún starfar við útlánaeftirlit Kaupþings (sem er innan áhættustýringar) og er sambærileg staða og Tryggvi Jónsson var í í Landsbankanum.Þau tvö voru svo á lista Morgunblaðsins yfir þá starfsmenn sem talið var að hefðu fengið lán sín afskrifuð hjá Kaupþingi.
Þorgeir Eyjólfsson Forstjóri LV Kona hans er starfsmaður Kaupþings og sonur hans Lýður Þór starfar á fyrirtækjasviði Kaupþings. Dóttir hans var á fruminnherjalista hjá Exista sem varastj.maður en Exista var stærsti eigandi Kaupþings.
Talið er að tap Lífeyrissjóðs Verslunarmanna og VR á falli kaupþings sé á bilinu 60-70 milljarðar.
Einnig er talið að Þorgeir og Gunnar hafi tapað um helmingi af öllum eignum VR og LV með braski sínu. Peningar sem áttu að tryggja okkur áhyggjulaust ævikvöld.
Vita þessir 9 stjórnarmenn fyrir hverja þeir eru að vinna?
![]() |
Stjórn VR langþreytt á rangfærslum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.1.2009 | 11:18
Þeir sem völdin hafa.
það er mín skoðun að hin eiginlegu völd í þjóðfélaginu koma frá pólitískt skipuðum nefndum og ráðum. þessar nefndir og ráð móta stefnur, ráða í opinberar stöður og stjórnir á "sérlega hlutlausan hátt" osfrv. þessar opinberu nefndir og ráð eru líklega á bilinu 600-800 talsins og eru skipaðar af flokkselítunni.
Þessi valdasamsetning á sér langa sögu og hefur tryggt valdaelítu þessa lands "söðugt lýðræði".
Það sem merkilegt er að þessi völd ná vel út fyrir hinn eiginlega pólitíska ramma og eru engu minni í verkalýðshreyfingunni og lífeyrissjóðunum.
Forseti ASÍ Gylfi Arnbjörnsson er virkur meðlimur í flokks elítu Samfylkingarinnar og hefur lengi klæjað í fingurnar að komast á þing, ekki þarf að tíunda tengsl VR og Sjálfstæðisflokksins,Ögmund Jónasson og BSRB osfrv.
Þessar sterku pólitísku tengingar verkalýðsforystunnar eiga sér langa sögu og eru Samtök Atvinnulífsins þar í stóru hlutverki.
Í hinum endalausu ráðum og nefndum sem fara með hagsmunamál alþýðunnar ásamt sætum í stjórnum lífeyrissjóða eiga iðulega til helminga verkalýðsforystan og samtök atvinnulífsins. Þetta tryggir þann stöðugleika sem valdhaföfum þessa lands er mikið í mun að sé til staðar enda tryggir stöðugleiki á vinnumarkaði "stöðugt lýðræði"
Þessi hjúskaparheit SA og ASÍ gera það að verkum að þessi hagsmunaöfl eru sífellt að vinna saman í gegnum nefndir og stjórnir.
Hinir eiginlegu hagsmunir beggja er "Stöðugleiki". Stöðugleiki tryggir völd þessara aðila sem eru ofar hagsmunum launafólks. Hagsmunir launafólks er vissulega stöðugleiki en þegar launatölur eru skoðaðar,vinnuframlag og samningagerð stéttarfélagana er alltaf hallað á launafólk. Enda þarf ekki að fara mörgum orðum um vinnuframlag,verðtryggingu,skiptingu á ábyrgðum útlána til launafólks og lánveitenda,afnámi verðtryggingar launa ásamt himinháu vaxtastigi sem heldur alþýðunni í gíslingu.
Man einhver eftir því þegar verkalýðsforystan samdi um aukin framlög í lífeyrissjóðina á kostnað launahækkana, sem er gott dæmi um samstarf ASÍ og SA enda finnst mér alltaf jafnbroslegt þegar ASÍ lofsyngur Samtök Atvinnulífsins.ASÍ telur þau vera lífsnauðsynleg og órjúfenlegan þátt sem ráðandi afl í Lífeyrissjóðunum.
Megin vandinn hlýtur að liggja í því að launafólk getur ekki valið í hvaða stéttarfélagi það er í.
Stéttarfélagi er úthlutað starfsmanni sem greiðir allt að 1% af launum sínum hvort sem honum líkar betur eða verr. Fjöldi félagsmanna liggur því ekki í hversu góð störf viðkomandi stéttarfélag hefur unnið fyrir félagsmenn sína heldur í hvaða atvinnugrein hann/hún starfar í.Það má því setja spurningarmerki um hina eiginlegu hagsmuni sem stjórnendur stéttarfélagana þjóna þ.e. félaga sinna eða sinna eigin hagsmuna og þeirra valda sem skapa starfsumhverfi félagana og mynda "Stöðugleikan".
Það er alltaf gaman að skoða dæmi um tengingar en hér er dæmi um nefndarsetu Ingibjargar R.Guðmundsdóttir sem gegnir starfi sem framkvæmdastjóri Landssambands íslenzkra verzlunarmanna og er varaformaður ASÍ.
Hvað ætli hún fái í laun fyrir öll þessi nefndarstörf og stjórnarsetu utan við það sem henni er borgað fyrir störf sín sem framkvæmdastjóri. Hvernig getur eitthvað gott og með viti komið út úr svo þéttskipuðu prógrammi?
Þetta minnir mig á þegar 17ára strákur kom til mín og var að sækja um vinnu,hann rétti mér stoltur plagg með nöfnum 14 vinnuveitenda sem hann hafði unnið hjá og taldi vera til marks um mikla reynslu. Ég bennti honum á að þetta væri nú ekki það besta sem hann gæti lagt fram sem meðmæli ef ég ætti að treysta honum fyrir því starfi sem ég var að ráða í.
í mörgum þessum nefndum og stjórnum eiga Samtök Atvinnulífsins sæti.
Dæmi:
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir,
Varaforseti ASÍ
Stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna Stjórnarmaður
Formaður Landssambands íslenzkra verzlunarmanna
Trúnaðarráð VR
Samstarfsnefnd um starfsnám á framhaldsskólastigi: Staða: Aðalmaður
Alþjóðanefn Formaður (Fastanefndir ASÍ)
Mennta og Útbreiðslunefnd (Fastanefndir ASÍ)
Lífeyrisnefnd varamaðaur (Fastanefndir ASÍ)
Skipulags og starfsháttanefnd formaður (Fastanefndir ASÍ)
Laganefnd (miðstjórn ASÍ)
Launanefnd (miðstjórn ASÍ)
Starfs-og Fjárhagsnefnd (miðstjórn ASÍ)
Stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma
Sóknarnefnd Neskirkju Formaður
Skólanefnd félgasmálaskóla alþýðu (Ríkið)
Starfsmenntaráð Varamaður (Ríkið)
Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs Stjórnarmaður(Ríkið)
Stjórn Vinnumálastofnunar Varamaður (Ríkið)
Stjórn Starfsmenntasjóðs Verslunar og Skrifstofufólks Stjórnarmaður
Skólanefnd Verslunarskóla Íslands, Varaformaður
Stjórn Evrópufræðiseturs á Bifröst Stjórnarmaður
Einnig sinnir hún fleiri nefndar og trúnaðarstörfum m.a. fyrir VR.
Kveðja
Ragnar Þór Ingólfsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)