Sýndarmennska!

Ætli miðstjórn ASÍ og SA séu að móta þessar hugmyndir í sínu horninu hvor?

Ætli þetta verði ekki "Átakafundur" þar sem illa lyktandi ályktanir verða samþykktar.

Þessir aðilar eru allir að vinna saman í ótal nefndum og ráðum á vegum Ríkisins ásamt því að sitja saman í stjórnum Lífeyrissjóða með forkálfum stéttarfélaganna.

Þetta er mál sem er löngu búið að ákveða!

Gylfi sagði í viðtali í gær að sá möguleiki væri fyrir hendi að SA myndi segja upp kjarasamningum.  Hvað er maðurinn að selja??

Það eru ákveðin fyrirtæki sem standa mjög illa og önnur ekki. Þau sem standa verst eru þau fyrirtæki sem stjórnendur, eigendur "SA" skuldsettu upp fyrir haus í góðærinu.

Hverjir taka skellinn?

Þeir sömu og venjulega! Við. 

Hvað gerir Verkalýðsforystan? Það sem SA segir þeim að gera!


mbl.is Ræða frestun kjaraviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband