22.1.2009 | 10:22
Brandari dagsins!
ASÍ vill ríkisstjórnina burt!
Auðmanna Samtök Íslands halda sínu striki og eru c.a. tveimur mánuðum á eftir raunverulegum skjólstæðingum sínum í baráttunni fyrir réttlæti.
Gylfi Arnbjörnsson samfylkingarmaður iðar í skinninu eftir að komast á þing enda Samfylkingin búin að gefa grænt ljós á stjórnarslit og þess vegna gat hann loksins ælt út úr sér "Brandara Dagsins".
ASÍ forystan er brandari ársins.
Ég sem hélt að auðvalds og eiginrassa stefnan sem Ásmundur Stefánsson verkalýðsforingi og bankamaður stóð fyrir væri liðin tíð en svo er nú aldeilis ekki.
Gylfa á þing sem fyrst og fáum hann líka í bankaráð Landsbankans við hlið Ásmundar Stefánssonar þar sem hann á heima. En í guðanna bænum hlífðu almenningi við þessum falsettum og því sem þú þykist standa fyrir. Það vita allir þitt rétta eðli.
![]() |
ASÍ vill nýja ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2009 | 09:12
Lögreglumenn eru í nákvæmlega sömu stöðu og við!
Það er ekki mikið af fyrrverandi útrásarvíkingum og bankabröskurum sem standa fyrir utan Alþingi gráir fyrir járnum, á meðal launum. Lögreglumenn verja málstað og eignir sem þeir hafa mis mikla trú á, til þess eins að brauðfæða fjölskyldur sínar rétt eins og við hin.
Við skulum ekki gleyma því að fólkið sem við grítum er í nákvæmlega sömu stöðu og við.
Það eru hlutfallslega jafnmargir sauðir í lögreglunni og í hópi mótmælenda enda hafa einstakir aðilar úr hvorum hópi gengið of langt í hita leiksins.
Stundum hugsa ég, þegar fúkyrðin og fokkmerkin fljúga á laganna verði, hvort þetta sé fólkið sem olli ástandinu. Ég hef ekki nokkurn mann séð fyrir utan felustaði þjófanna, sem allt settu á annan endan, og maka sig í vellystingum þýfisins skellihljæjandi og spikfeitir meðan við, sauð svartur almúginn ráðumst á lögguna.
Mér fannst við hafa kastað steinum í eigið glerhús í gær. Sýnum fólkinu sem fyrir framan okkur stendur og vinnur fyrir meðallaunum eins og við, smá virðingu, köstum frekar á þá kveðju.
Ofbeldið verður á endanum óumflýjanlegt en hvern á að berja?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)