Í ljósi þess sem á undan er gengið er nauðsynlegt fyrir Ríkið "skattgreiðendur" að leysa til sin Lífeyrissjóðina.
Lífeyrissjóðirnir hafa verið staðnir að því að fjárfesta í félögum sem vísvitandi veðjuðu á fall krónunnar með skelfilegum afleiðingum.
1. Lífeyrissjóðirnir hafa vísvitandi reynt að fela taprekstur sjóðanna þá sér í lagi á falli bankana til að hvít þvo sjálfa sig og viðhalda þeim gríðarlegu völdum sem sjóðirnir hafa í samfélaginu.
2. Lífeyrissjóðirnir hafa reynt að kúga fjármálastofnanir "Ríkið,skattgreiðendur" til að skuldajafna skuldabréfaeign sjóðanna í bönkunum á móti tapi á gjaldeyris samningum með því að neyta aðkomu að endurreisn þjóðarbúsins ef ekki verði gengið að kröfum þeirra. Tapið er staðreynd, hverjir borga? Skattgreiðendur eða Skattgreiðendur.
3. Stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa rekið þá sem sýna eigin með fjárfestingum sem hafa tryggt þeim mestu völdin í samfélaginu og ekki séð ástæðu til að vinna að grunnhagsmunum sjóðsfélaga sem eru fasteignir okkar,lífeyrir og þjónustuíbúðir þegar að vinnuskyldu líkur.
4. Gríðarleg mismunun sjóðsfélaga þar sem sumir fá greitt en aðrir fá ekkert ef þeir ná ekki að komast á lífeyrisaldur ógiftir og barnlausir.Ömurlegar aðstæður heimavinnandi kvenna sem misst hafa fyrirvinnu og fá einungis skerrtan makalífeyri í nokkur ár, Þrátt fyrir að vera hjón,vera eitt fyrir Guði og mönnum, þurfa að skrifa bæði upp á lánin hjá sjóðunum og borga alla upphæðina þó annað falli frá, vera samsköttuð osfrv. þá gætir engan vegin jafnræðis hvað þetta varðar.
5. Gríðarlegur rekstrarkostnaður sjóðanna enda eru þeir alltof margir. Í landssambandi lífeyrissjóða eru 33 lífeyrissjóðir og eru þeir ekki allir taldir. Hvað kostar að halda uppi 39 forstjórum á ofurlaunum á 39 lúxusjeppum með 39 starfslokasamninga sem sinna 39 mismunandi sérhagsmunum "ekki sjóðsfélaga" osfrv. í ljósi þess að fjárfestingastefnur og eignaskipting nokkra stærstu sjóðanna er nákvæmlega eins.
6. Sjóðirnir eru að verða enn valdameiri vegna þess að þeir eru einu aðilarnir á markaðnum sem eiga laust fé til að fjárfesta í gjörspilltu og siðblindu atvinnulífi. Eftir lagabreytingu lífeyrissjóðanna sem samþykkt var 16. desember síðastliðinn en þá skrifuðu ráðamenn þessa lands undir lagabreytingu sem veitir þessum aðilum nær ótakmarkaða heilmid til fjárfestinga þá sér í lagi á hlutabréfamarkaðnum og í óskráðum félögum. þar sem sjóðirnir hafa tapað nánast öllu hlutafé sínu er þetta eins og að rétta "dauðadrukknum manni bíllykla".
7. Sjóðirnir standa það illa að þeir eiga ekki fyrir lágmarks lögbundinni lífeyristryggingu þ.e. 56% af meðalmánaðarlaunum eftir 40 ára starf. Þannig að sjóðirnir eru í raun tæknilega gjaldþrota og alveg eins gott fyrir ríkið að nýta þá fjármuni sem eftir eru til að bjarga þjóðarbúskapnum ,enda ábyrgir fyrir þessari tryggingu hvort sem er, tímabundið þar til önnur leið er fær m.a. að skipta upp 12% iðgjaldi annars vegar í séreign og hinsvegar í almannatrygginguna "maka-barna- og örorkulífeyri" 0% rekstrarkostnaður myndi svo tryggja síðastnefnda hópnum mannsæmandi bætur.
8. Sjóðirnir og bankar selja okkur séreignasparnað með því að telja okkur trú um að við verðum milljónamæringar á því að leggja 4% til viðbótar í séreign á meðan við þurfum að líftryggja okkur í bak og fyrir, því hvorki við né fjölskyldur okkar eigum möguleika á að lifa mannsæmandi lífi á þeim 12% sem við greiðum nú þegar.
9. Lífeyrissjóðirnir í þeirri mynd sem þeir starfa hafa gert verkalýðshreyfinguna óstarfhæfa vegna tengsla sinna við sjóðina, Samtök Atvinnulífsins og tengingar sjóðanna inn í Banka og fjármálakerfið þar sem verkalyðsforingjar sitja báðum megin borðs við ákvarðanatökur sem snúa að hagsmunum beggja, þá aðallega sinna persónulegu. Einnig er nær ómögulegt fyrir hinn hefðbundna sjóðsfélaga að komast til áhrifa hjá sínum lífeyrissjóði og útilokað ef hann gerir það á gagnrýninn hátt.
10. Tíunda atriðið ætla ég að fela þeim sem hér skrifa og vilja bæta við, því af nógu er að taka................................................................................................................................
X. kafli. Umsjónaraðili, slit og samruni. 46. gr. Fullnægi lífeyrissjóður ekki lengur skilyrði laga þessara til þess að öðlast starfsleyfi, sbr. V. kafla, reynist lífeyrissjóður ekki gjaldhæfur að mati [Fjármálaeftirlitsins],1) brjóti hann gegn ákvæðum laga þessara, reglugerðum og reglum settum samkvæmt þeim, staðfestum samþykktum lífeyrissjóðs eða sé rekstri hans ábótavant og kröfum [Fjármálaeftirlitsins]1) skv. 44. gr. ekki sinnt er ráðherra heimilt að skipa lífeyrissjóði umsjónaraðila um tiltekinn tíma að fengnum tillögum [Fjármálaeftirlitsins].1)
Stjórn og framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs skulu víkja frá störfum þann tíma sem umsjónaraðili starfar. Tekur umsjónaraðili við réttindum og skyldum þessara aðila eftir því sem nánar er kveðið á um í erindisbréfi hans sem ráðherra gefur út. Kostnaður við starf umsjónaraðila greiðist af viðkomandi lífeyrissjóði.
1)L. 84/1998, 7. gr.
Kær Kveðja
Ragnar Þór Ingólfsson
Bloggar | Breytt 15.1.2009 kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)