Krókódílatár!

 „Þeir lifa í óvissu um sinn persónulega fjárhag og fjárhag fjölskyldna sinna og það er auðvitað mjög óþægileg staða,“ segir Finnur.

Það renna krókódílatár niður mínar kinnar. 

Velkomin í hóp meirilhluta þjóðarinnar sem þið eruð gott sem búin að setja á hausinn. Við höfum lifað í mikilli óvissu um fjárhag okkar frá hruni bankanna.

Meðan séreignasparnaður okkar tapaðist þegar almenningur var látin súpa seiðið af þessu glórulausa fjármálasukki, meðal annars með því að láta peningamarkaðssjóðina fjárfesta í vonlausum bréfum sem " Elítan vildi losna við " vöru lánin okkar yfirtekin með öllum veðum,vöxtum og vaxtavöxtum.

Niðurfelling Ábyrgða!

Af hverju voru bankarnir ekki skikkaðir til að draga tap séreignasjóðanna frá höfuðstól skuldanna sem mikill meirihluti fólks glímir nú við enda með allt sitt í sama bankanum?


mbl.is Lykilstjórnendur bankans lifa í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband