Færsluflokkur: Bloggar

Svör við gagnrýni á grein mína.

Svar við gagnrýni um skrif mín um lífeyrissjóð verslunarmanna

Ég tók dæmi um greiðslu 12% launa í séreign með 8% hefðbundnum innlánsvöxtun en ekki raunvöxtum eins og LV telur að ég hafi notað sem meginforsendu í stað þess að greiða í lífeyrissjóð.

Ég var fyrst og fremst að vekja athygli á því hve háar upphæðir væru í gangi og gagngrýndi um leið hversu lítið virtist skila sér til baka til lífeyrisþega.

Það sem fólk telur almennt er að ég hafi kynnt mér málin mjög einhliða en uppsetning greinar minnar snérist líka um það að koma fólki í skilning um hverjir hafa raunveruleg völd yfir sparifé okka, í hvað það væri notað, hversu miklu væri búið tapa og hugmyndir um hvernig betur mætti dreifa áhættunni í fjárfestingum.

Ég geri mér fulla grein fyrir hvað samtryggingin stendur og reyndar tel ég að Guðmundur Gunnarsson sé sá eini sem hefur komið þessu annars illskyljanlega hugtaki einna best til skila með grein sinni dags.7 des.2007 þegar hann svarar gagnrýni á sjóðina.

Það sem ég hef hinsvegar gagnrýnt er að ég er efins um að kostnaður við samtrygginguna sé eins mikill og menn vilja láta og geri ég athugasemdir við útreikningaforsendur tryggingafræðilegrar úttektar samkvæmt lögum.

Máli mínu til stuðnings gæti ég nefnt að LV telur sig ekki þurfa að skerða lífeyrisréttindi þrátt fyrir gríðarlegt tap á fjárfestingum sjóðsins ásamt yfir 20% hækkun á lífeyrisréttindum undanfarin 10ár.

Ég er sammála Guðmundi í einu og öllu varðandi nauðsyn samtryggingarinnar og tel að lög um lífeyrissjóði séu eingöngu til þess fallin að verja hagsmuni okkar en stóra spurningin er eftir sem áður.

Hvað eru samtök atvinnulífsins að gera sem ráðandi afl í sjóðum okkar, ekki reikna ég með að þeir hefðu áhuga á að launafólk hefði ráðandi atkvæðisrétt í stjórnum fyrirtækja.

Ég er mjög á móti þessari tengingu sem og fjárfestingastefnu sjóðsins ásamt því að mér finnst glórulaust að SA með þorgeir í farabroddi skuli ætla að seilast í vasa okkar eftir aurum til að fjárfesta í hálf gjaldþrota og gjörspilltu atvinnulífi.

Ég tel það forgangsverk að bæta trúverðuleiki og ímynd stjórnenda og fyrirtækja í landinu áður en við tökum slíkt skref.
Hvað liggur svo á að selja fyrirtækin í því markaðsumhverfi sem nú er. Eru menn að gefa upp á nýtt áður en þeir missa völdin?
Ég vil að lokum bæta því við að í mínum huga er Guðmundur hinn eiginlegi verkalýðsforngi þessa lands og hvet hann til að taka málstað okkar sem eigum svo mjög undir högg að sækja og hjálpi okkur að ná lífeyrissjóðunum úr höndum þessara manna sem fara svo frjálslega með ævisparnað okkar.


Ragnar Þór Ingólfsson


Endurreisnarsjóður Tapaðra valda.

Nokkrir stórir lífeyrissjóðir vinna nú að stofnun sérstaks fjárfestingasjóðs í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins.

Sjóðurinn, sem hefur verið nefndur Endurreisnarsjóður atvinnulífsins, verður stofnaður þannig að lífeyrissjóðirnir leggja honum til fjármagn sem fjárfestar. Endanleg upphæð liggur ekki fyrir en stofnféð gæti numið tugum milljarða króna.

Ekki hefur verið rætt um aðkomu ríkisins að sjóðnum en viðmælendur blaðsins vilja þó ekki útiloka það. Undirbúningur að stofnun sjóðsins er hins vegar langt á veg kominn.

„Hugmyndin að þessum sjóði kviknaði mjög snemma á sérstökum neyðarfundum sem voru haldnir í kjölfar hruns bankanna,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Auk SA og stærstu lífeyrissjóðanna koma ASÍ og Viðskiptaráð einnig að stofnun sjóðsins.„Hlutverk sjóðsins verður að taka þátt í og móta fjárhagslega og rekstrarlega endurreisn íslensks atvinnulífs,“ segir Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sem hefur unnið að framgangi málsins fyrir hönd lífeyrissjóðanna. Líkast til verður sjóðurinn rekinn sem hlutafélag en samlagsfélagaformið hefur ekki verið útilokað.

Honum er ekki ætlað að vera „björgunarsjóður“ heldur sjóður sem fjárfestir í fyrirtækjum með góða möguleika á ávöxtun.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að mörg fyrirtæki séu umkomulaus og hafi tapað eigin fé sínu. ASÍ hafi talið mikilvægt að hafin yrði vinna til að endurfjármagna lífvænleg og arðbær fyrirtæki.

Hvaða fyrirtæki hafa spilað svo illa með fjármuni sína í góðærinu ?  

Getum við treyst sama fólki fyrir ævisparnaði okkar og hefur viðhaldið ofurlauna og forkaupsréttarstefnu fyrirtækja sem annáluð eru fyrir einkaþotur og kampavínsklúbba með tilheyrandi spillingu og taprekstri?


Þjófnaður Aldarinnar.

 Þjófnaður Aldarinnar!  Þessi grein fjallar um starfsemi lífeyrissjóðanna, upphaflegt hlutverk þeirra, núverandi stjórnun og hvernig sjóðirnir hirða í raun höfuðstól lífeyrisþega í landinu og borga þeim aðeins brot af vaxtatekjum höfuðstólsins í lífeyri eftir 67 ára aldur. Ég fékk fyrst áhuga á lífeyrismálum landsmanna þegar Helgi í Góu kom svo eftirminnilega fram í sjónvarpi með reiðuféð og veifaði framan í almenning til að vekja athygli á  því hversu háar upphæðir eru greiddar í lífeyrissjóði landsins. Að hans mati hefði verið nær að fjárfesta í sjóðsfélögum sjálfum til dæmis með byggingu á þjónustuíbúðum, í stað þess að standa í einhverju bréfabraski með sjóðina. Þetta frábæra framtak Helga vakti mig til umhugsunar um hvernig væri haldið utanum sparifé okkar og lífeyri. Í góðærinu margfræga hvarf þessi áhugi minn tímabundið vegna anna við þátttöku undirritaðs í öllu fylleríinu, ef svo má að orði komast enda voru sjóðirnir sem og allir í þjóðfélaginu að skila gríðarlegum hagnaði á hagnað ofan. Fyrir rúmlega ári síðan gerist það síðan að frænka mín missir eiginmann sinn, sem var á sama aldri og ég eða 35 ára.  Áttu þau tvö börn saman en voru í óvígðri sambúð. Hann hafði greitt í lífeyrissjóð í um 18 ár og haft ágætar tekjur. Í framhaldi af þessu mikla áfalli blöstu við hrikalegar staðreyndir. Það sem ekkjan fær greitt úr lífeyrissjóðnum er aðeins brot af því sem hún gæti haft í vaxtatekjur ef hún fengi höfuðstólinn greiddan út, þ.e. það sem hann hafði greitt í þau 18 ár í lífeyrissjóð með vöxtum. Hefði höfuðstólinn verið greiddur út hefði hún á vaxtatekjunum einum saman ekki hlotið fjárhagslegan skaða af fráfalli hans. Hvað í ósköpunum verður um höfuðstólinn? Það er skrítið til þess að hugsa að það sem heldur henni og dætrunum á floti  er viðbótarlífeyrissparnaðurinn sem eiginmaðurinn byrjaði að greiða í fyrir nokkrum árum.Engan skal því undra að bæði bankar og lífeyrissjóðir telji nauðsynlegt að fólk leggi fyrir í séreignarsparnað og líftryggi sig í bak og fyrir, því það sem sjóðirnir greiða út í samanburði við það sem fer inn í sjóðina mun aldrei duga til mannsæmandi lífs.Það eru skilaboð þeirra sem beita sér hvað mest fyrir því að  við spörum en arðræna okkur á meðan skellihlæjandi. Tölurnar hér fyrir neðan eru mjög sláandi og ekki fyrir viðkvæma.  Eftirfarandi dæmi eru tekin af heimsíðum lífeyrissjóða og banka og allar forsendur eru samkvæmt samþykktum þeirra og reikniformúlum.    Um lífeyrisréttindi: 
Miðað við 200.000 kr. laun á mánuði í 47ár.Sparileið 1Sparileið 2Sparileið 3 
 LífeyrisjóðurinnUndir Koddanum8% vextir í séreign 
12% greiðsla á mánuði af 200.000,- kr. launum24.00024.00024.000 
Áunnin lífeyrir á mánuði við 67ára aldur.164.568   
Vaxtatekjur á mán. af höfuðstóli frá 67ára aldri.094.260728.619 
     
Höfuðstóll við 67 ára aldur fyrir skatta.013.536.000136.020.986 
Hrein eign eftir skatta við 67 ára aldur.08.700.94187.434.290 
     
Hrein eign við andlát.08.700.94187.434.290 
     
     
 Tekið af heimasíðu www.live.is.  „Réttindin eru aldurstengd og hlutfallið skerðist fyrir hvert tíuþúsund króna ársframlag eftir því sem viðkomandi eldist”  Meðal ársframlag til greiðslu eftir 67 ára aldur er 1.341,- kr. á ári. Fyrir hvert tíuþúsund króna ársframlag.  Við skulum snara þessu fáránlega viðmiði yfir á íslensku. Dæmi:Sjóðsfélagi sem greiðir 10.000 kr. á ári frá 25 ára aldri til 64 ára aldurs, þ.e. í 39 ár.Áunnin réttindi hans fyrir hverjar greiddar 10.000 kr. á ári eru 1.341,- kr. á ári frá 67 ára aldri. Lífeyrisréttindi eftir þennan tíma væru þá 1.341,- kr á ári sinnum 39 ár, eða 52.299,- kr. á ári fyrir þær 390.000,- kr. sem lagðar voru inn. Höfuðstóll sjóðsfélaga væri þá 390.000,- kr. og þyrfti sjóðsfélagi því að ávaxta höfuðstólinn um 13,4 % á ári til að fá sömu ársgreiðslur og lífeyrisréttindin sem hann hefur áunnið sér. Tölurnar miðast við  að sjóðsfélaginn hafi geymt sparnað sinn undir koddanum. Ef sjóðsfélaginn hefði hins vegar lagt þessar greiðslur inn á sparnaðarreikning á meðalvöxtum hefði hann að öllum líkindum ávaxtað fé sitt að lágmarki um 8% á ári.Höfuðstóllin væri þá kominn í 2.490.739,- kr við 64 ára aldur . Ef sjóðsfélaginn tæki nú þennan höfuðstól út og setti undir koddan og greiddi sér 52.299,- kr. á ári myndi það duga honum í 47,6 ár eða þar til hann yrði 111,6 ára. Ef hann myndi hinsvegar ávaxta höfuðstólinn þyrfti hann um 2,1% ávöxtun á ári til að ná 52.299,- kr. á ári. Höfuðstólinn og þá umfram vexti þar sem vextir eru mun hærri en 2,1%. Á sjóðsfélagi óskerta eftir. Eftir því sem tölurnar í reiknisdæminu hækka verða þær ógnvænlegri  (Tölurnar sem stuðst er við hér eru viðmiðunartölur og teknar beint af heimasíðu live.is)   Dæmi :Tekið af heimasíðu www.live.is „Aldur þegar lífeyrisgreiðslur hefjast er 20 ár og miðast við 12% greiðslu af 200.000,- kr. launum í lífeyrissjóð til 67 ára aldurs miðað við 0% kaupmáttaraukningu þ.e. launin hækka ekki á greiðslutíma”.    „Áunnin lífeyrisréttindi eru 1.974.816,- kr. á ári eða 164.568,- kr. á mánuði þegar viðkomandi hefur náð 67 ára aldri og hefur töku lífeyris”. Miðað við þessar forsendur hefur viðkomandi greitt 24.000,- kr.á mánuði í 47 ár.Samanlagt 13.536.000,- kr. að nafnverði sé miðað við 8% meðalársávöxtun breytist sú tala í 136.020.986,- kr. sem þýðir 164.568,- kr. á mánuði í 69 ár, ef viðkomandi vill nýta skattkortið sitt. Þá er viðkomandi sjóðsfélagi orðinn 136 ára gamall. Ef við tökum höfuðstólinn og greiðum af honum 35.72% skatt  þá standa eftir 87.434.290,- kr. og ávöxtum eftirstöðvarnar á 10% óverðtrygððum innlánsvöxtum og greiðast vaxtatekjur út mánaðarlega. Greiðslur á mánuði eru þá 728.619,- kr..Viti menn, höfuðstóllinn situr eftir sem fyrr óbreyttur til dauðadags og erfist væntanlega þó greiðslurnar haldi sér. Hæglega væri hægt að greiða höfuðstólinn út fyrir skatta með jöfnum greiðslum í 40 ár til að nýta skattkortið. Meðal raunávöxtun Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna (LV) síðustu 5-10 árin hefur verið um 7%, sem er ávöxtun umfram verðbólgu. Til gamans má geta þess að vextir á verðtryggðum lífeyrisreikningum í dag eru 7.55% hjá Landsbankanum, sem er meðalgildi í ávöxtun slíkra reikninga. Að vísu eru vextir nokkuð háir en vaxtamunur slíkra reikninga og ávöxtun LV síðustu 10 árin er varla meira en 2%. Auðveldlega væri hægt að lækka þennan mun í 1% á ári sem fer í rekstrarkostnað, en rekstrarkostnaður LV fyrir árið 2007 voru litlar 420.000.000,- kr. Stöðugildi hjá sjóðnum eru 27,5 og fékk forstjórinn, Þorgeir Eyjólfsson,  litlar 29.842.000,- kr. í árslaun hjá sjóðnum eða 2.486.833,- kr. á mánuði. Laun til stjórnarmanna voru 10.755.000,- kr. Er þetta hluta- og skuldabréfabrask LV þess virði fyrir 1% umframávöxtun á góðæristímum?Menn hljóta að vera afar stoltir með þennan árangur!  Það vekur athygli mína og margra annarra að samtök atvinnulífssins eru í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.Samtökin eru með fjóra stjórnarmenn á móti fjórum frá VR.Varla munum við ná fram miklum breytingum þegar skipting valdsins er með þessum hætti. Getur verið að menn vilji hafa puttana í þeim gríðarlegu fjármunum sem sjóðirnir hafa yfir að ráða? Miðað við fjárfestingargetu og fjárfestingar  sjóðsins undanfarin ár er LV orðinn stökkpallur til æðstu valda innan atvinnulífsins, enda hefur sjóðurinn átt stóra hluti í Glitni, Landsbankanum, Kaupþingi, Straumi Burðarás, FL-Group, Exista og fleiri fyrirtækjum. Fyrirtækjum tengdum innan fjármálageirans, sem á góðri íslensku þýðir að LV hefur atkvæði um hverjir fá að spila inná og hverjir ekki. Menn hljóta að hafa augastað á slíkum völdum. Ásamt því að eiga hlutabréf í flestum stærstu fjármálafyrirtækjum landsins er skuldabréfaeign LV í bönkum, fjármálastofnunum og fyrirtækjum gríðarleg bæði hér heima og erlendis.Allar þær upplýsingar sem hér eru birtar má nálgast á heimasíðunni www.live.is, undir ársskýrsla 2007. Allar tölulegar forsendur er einnig að finna á heimasíðu live.is og á heimasíðu Landsbankans. Það kom því heldur  á óvart þegar LV tilkynnti þann 10. nóvember síðastliðinn að sjóðurinn kæmi til með að sýna aðeins 9,6% neikvæða ávöxtun, þannig að 10% reglan, þ.e. reglan sem segir að ef ávöxtun sjóðsins er neikvæð um 10% eða meira skuli koma til skerðingar lífeyrisréttinda. Hvernig getur LV komið fram með svo afdráttarlausa niðurstöðu þegar aðrar fjármálastofnanir eins og Landsbankinn hafa ekki enn treyst sér til að meta hið eiginlega tjón á viðbótarlífeyrissparnaði sinna viðskiptavina og þeirra sjóða sem fjárfest var í, eftir hrun bankanna? Er það vegna þess að stjórn LV er að kaupa sér tíma, tiltrú og álit sjóðsfélaga til að komast hjá því að hinn almenni sjóðsfélagi fari að fletta ofan af glórulausu fjármálasukki sjóðsins? „Glórulaust fjármálasukk” þarfnast það ekki nánari rökstuðnings?Jú, tilgangur sjóðsins er að fjárfesta í lífeyri okkar á sem öruggasta og skynsamlegsta máta og minnka alla áhættu eins og kostur er. Í samþykktum LV er tekið fram að einungis beri að fjárfesta í fyrirtækjum sem vinna eftir almennum rekstrar- og siðareglum OECD ríkjanna. Hvers vegna er sjóðurinn þá að fjárfesta í bréfum FL-Group? Af hverju ætluðu Baugsmenn að stofna sinn eigin lífeyrissjóð en ákváðu skyndilega að gera það ekki? Í hvaða fyrirtækjum á sjóðurinn skuldabréf ?Af hverju eru sjóðirnir svona tengdir inn í atvinnuífið þegar við viljum sjá sparnað okkar borgið í verðtryggðum sjóðum með ríkisábyrgð? Af hverju þessi gríðarlegi rekstrarkostnaður? Ef ársreikningur fyrir árið 2007 er skoðaður og farið yfir skiptingu eigna í skulda- og hlutabréfum má sjá að neikvæð ávöxtun sjóðsins er ekki 9,6%. Það þarf ekki mikinn stærðfræðing til að leggja saman nokkrar hlutabréfaeignir sjóðsins til að fá þessa tölu. Ef grunur minn reynist réttur má ætla að eignir sjóðsins hafi rýrnað um minnst 30-40% frá áramótum. Hvað er Stjórn LV að fela og væri ekki rétt að hún legði fram nákvæmar og rökstuddar tölur sem eru á bakvið þessa 9,6% loftbólu sem sprakk framan í mig. Þá er ég að tala um að sjóðurinn leggi fram nákvæmar upplýsingar um skuldabréfaeign hér heima og erlendis ásamt uppreiknuðu verðgildi þeirra eigna sem sjóðurinn telur sig eiga í dag. Þetta ætti að vera auðsótt enda hljóta stjórnendur sjóðsins að hafa unnið þessa vinnu þann 10. nóvember síðastliðinn. Eitt er víst að lífeyrir okkar Íslendinga á ekki að nota til hlutabréfakaupa eða annara fjárfestinga sem færa aðilum í atvinnulífinu völd. Lífeyrir okkar á að vera ávaxtaður á eins öruggan hátt og hugsast getur. Um er að ræða peninga sem eiga að tryggja okkur áhyggjulaust ævikvöld en ekki að vera skotsilfur valdasjúkra manna sem vilja komast til áhrifa.Stöndum vörð um lífeyrinn okkar og krefjumst breytinga á núverandi kerfi ásamt því að fá neyðarhjálp frá ríkisstjórninni til að taka yfir sjóðina okkar af þessum mönnum sem eru markvisst að tapa peningunum okkar áður en það verður of seint.Berjumst fyrir því að fá peningana sem við greiðum í sjóðina til baka.Látum ekki þessa milliliði eyðileggja fyrir okkur áhyggjulaust ævikvöld. Kanski hefðu fjárfestingar í eignarhaldsfélögum tengdum rekstri á þjónustuíbúðum fyrir aldraða félagsmenn komið sér vel núna. Áskorun til Þorgeirs Eyjólfssonar:Væri ekki ráð að lækka launin þín um að minnsta kosti helming? Af stöðu sjóðsins að dæma veitir ekki af hverri krónu, því ég geri ekki ráð fyrir að þú munir segja upp störfum frekar en aðrir ráðamenn í þjóðfélaginu sem hafa komið okkur í þá stöðu sem við erum í núna.Það er kennt í grunnviðskipta og hagfræði að geyma ekki öll eggin í sömu körfunni.Það er sárt að horfa á eftir ævisparnaðnum sturtað niður í klósett fjármálageirans. Það er kaldhæðni örlaganna að verkalýðshreyfingin skuli hafa samþykkt með stolti að hækka greiðslur í sjóð lífeyrisjóðanna úr 10% í 12% af öllum launum vinnandi fólks í landinu í stað þess að berjast fyrir bættum kjörum okkar með öðrum hætti.   ASÍ sá ástæðu til að senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu þann14. Okt.2008 Íslenskt launafólk er þeirrar GÆFU aðnjótandi að eiga og reka eitt öflugasta lífeyrissjóðskerfi heims..Vissulega öflugir... hver ætli sé gæfa okkar ????  Ragnar þór Ingólfsson


Batnandi mönnum er best að lifa !

Ég get ekki annað en hrósað Alcan á Íslandi fyrir þessa viðhorfsbreytingu að "sýnu frumkvæði "  semja við brottrekna starfsmenn Alcan um bætur vegna starfsmissi.  Var það vegna þess að starfsmenn spöruðu fyrirtækinu stórfé þegar þeir komu kerskálunum aftur í gang á met hraða ? Hvað ætli valdi þessari skyndilegu viðhorfsbreytingu ? Af hverju gefa þeir Hafnfirðingum jólagjafir í fyrsta sinn allt í einu núna ? Það er ekki nóg með að við Íslendingar þurfum að borga okurvexti sem mafían á Ítalíu myndi ekki einu sinni þora að krefja skjólstæðinga sýna um, heldur horfum við upp á Álrisan Alcan reyna að múta samborgurum okkar til að ná fram stækkun, eftir að hafa verið sett undir dóm almennra borgara. Ég vona svo innilega að þetta álver verði aldrei stærra en það er í dag.  Getum við ekki kosið um að minka það ? 

Þetta er ein af þessum fréttum sem mér finnst ég þurfa að skrúbba mig með sápu eftir lestur.  


mbl.is Samið við þrjá starfsmenn Alcan sem sagt var upp störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband