Færsluflokkur: Bloggar
6.12.2008 | 17:49
Svör við gagnrýni á grein mína.
Svar við gagnrýni um skrif mín um lífeyrissjóð verslunarmanna.
Ég tók dæmi um greiðslu 12% launa í séreign með 8% hefðbundnum innlánsvöxtun en ekki raunvöxtum eins og LV telur að ég hafi notað sem meginforsendu í stað þess að greiða í lífeyrissjóð.
Ég var fyrst og fremst að vekja athygli á því hve háar upphæðir væru í gangi og gagngrýndi um leið hversu lítið virtist skila sér til baka til lífeyrisþega.
Það sem fólk telur almennt er að ég hafi kynnt mér málin mjög einhliða en uppsetning greinar minnar snérist líka um það að koma fólki í skilning um hverjir hafa raunveruleg völd yfir sparifé okka, í hvað það væri notað, hversu miklu væri búið tapa og hugmyndir um hvernig betur mætti dreifa áhættunni í fjárfestingum.
Ég geri mér fulla grein fyrir hvað samtryggingin stendur og reyndar tel ég að Guðmundur Gunnarsson sé sá eini sem hefur komið þessu annars illskyljanlega hugtaki einna best til skila með grein sinni dags.7 des.2007 þegar hann svarar gagnrýni á sjóðina.
Það sem ég hef hinsvegar gagnrýnt er að ég er efins um að kostnaður við samtrygginguna sé eins mikill og menn vilja láta og geri ég athugasemdir við útreikningaforsendur tryggingafræðilegrar úttektar samkvæmt lögum.
Máli mínu til stuðnings gæti ég nefnt að LV telur sig ekki þurfa að skerða lífeyrisréttindi þrátt fyrir gríðarlegt tap á fjárfestingum sjóðsins ásamt yfir 20% hækkun á lífeyrisréttindum undanfarin 10ár.
Ég er sammála Guðmundi í einu og öllu varðandi nauðsyn samtryggingarinnar og tel að lög um lífeyrissjóði séu eingöngu til þess fallin að verja hagsmuni okkar en stóra spurningin er eftir sem áður.
Hvað eru samtök atvinnulífsins að gera sem ráðandi afl í sjóðum okkar, ekki reikna ég með að þeir hefðu áhuga á að launafólk hefði ráðandi atkvæðisrétt í stjórnum fyrirtækja.
Ég er mjög á móti þessari tengingu sem og fjárfestingastefnu sjóðsins ásamt því að mér finnst glórulaust að SA með þorgeir í farabroddi skuli ætla að seilast í vasa okkar eftir aurum til að fjárfesta í hálf gjaldþrota og gjörspilltu atvinnulífi.
Ég tel það forgangsverk að bæta trúverðuleiki og ímynd stjórnenda og fyrirtækja í landinu áður en við tökum slíkt skref.
Hvað liggur svo á að selja fyrirtækin í því markaðsumhverfi sem nú er. Eru menn að gefa upp á nýtt áður en þeir missa völdin?
Ég vil að lokum bæta því við að í mínum huga er Guðmundur hinn eiginlegi verkalýðsforngi þessa lands og hvet hann til að taka málstað okkar sem eigum svo mjög undir högg að sækja og hjálpi okkur að ná lífeyrissjóðunum úr höndum þessara manna sem fara svo frjálslega með ævisparnað okkar.
Ragnar Þór Ingólfsson
Bloggar | Breytt 15.12.2008 kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2008 | 17:43
Endurreisnarsjóður Tapaðra valda.
Nokkrir stórir lífeyrissjóðir vinna nú að stofnun sérstaks fjárfestingasjóðs í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins.
Sjóðurinn, sem hefur verið nefndur Endurreisnarsjóður atvinnulífsins, verður stofnaður þannig að lífeyrissjóðirnir leggja honum til fjármagn sem fjárfestar. Endanleg upphæð liggur ekki fyrir en stofnféð gæti numið tugum milljarða króna.
Ekki hefur verið rætt um aðkomu ríkisins að sjóðnum en viðmælendur blaðsins vilja þó ekki útiloka það. Undirbúningur að stofnun sjóðsins er hins vegar langt á veg kominn.
Hugmyndin að þessum sjóði kviknaði mjög snemma á sérstökum neyðarfundum sem voru haldnir í kjölfar hruns bankanna, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Auk SA og stærstu lífeyrissjóðanna koma ASÍ og Viðskiptaráð einnig að stofnun sjóðsins.Hlutverk sjóðsins verður að taka þátt í og móta fjárhagslega og rekstrarlega endurreisn íslensks atvinnulífs, segir Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sem hefur unnið að framgangi málsins fyrir hönd lífeyrissjóðanna. Líkast til verður sjóðurinn rekinn sem hlutafélag en samlagsfélagaformið hefur ekki verið útilokað.
Honum er ekki ætlað að vera björgunarsjóður heldur sjóður sem fjárfestir í fyrirtækjum með góða möguleika á ávöxtun.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að mörg fyrirtæki séu umkomulaus og hafi tapað eigin fé sínu. ASÍ hafi talið mikilvægt að hafin yrði vinna til að endurfjármagna lífvænleg og arðbær fyrirtæki.
Hvaða fyrirtæki hafa spilað svo illa með fjármuni sína í góðærinu ?
Getum við treyst sama fólki fyrir ævisparnaði okkar og hefur viðhaldið ofurlauna og forkaupsréttarstefnu fyrirtækja sem annáluð eru fyrir einkaþotur og kampavínsklúbba með tilheyrandi spillingu og taprekstri?
Bloggar | Breytt 15.12.2008 kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2008 | 17:34
Þjófnaður Aldarinnar.
Miðað við 200.000 kr. laun á mánuði í 47ár. | Sparileið 1 | Sparileið 2 | Sparileið 3 | |
Lífeyrisjóðurinn | Undir Koddanum | 8% vextir í séreign | ||
12% greiðsla á mánuði af 200.000,- kr. launum | 24.000 | 24.000 | 24.000 | |
Áunnin lífeyrir á mánuði við 67ára aldur. | 164.568 | |||
Vaxtatekjur á mán. af höfuðstóli frá 67ára aldri. | 0 | 94.260 | 728.619 | |
Höfuðstóll við 67 ára aldur fyrir skatta. | 0 | 13.536.000 | 136.020.986 | |
Hrein eign eftir skatta við 67 ára aldur. | 0 | 8.700.941 | 87.434.290 | |
Hrein eign við andlát. | 0 | 8.700.941 | 87.434.290 | |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2007 | 08:56
Batnandi mönnum er best að lifa !
Ég get ekki annað en hrósað Alcan á Íslandi fyrir þessa viðhorfsbreytingu að "sýnu frumkvæði " semja við brottrekna starfsmenn Alcan um bætur vegna starfsmissi. Var það vegna þess að starfsmenn spöruðu fyrirtækinu stórfé þegar þeir komu kerskálunum aftur í gang á met hraða ? Hvað ætli valdi þessari skyndilegu viðhorfsbreytingu ? Af hverju gefa þeir Hafnfirðingum jólagjafir í fyrsta sinn allt í einu núna ? Það er ekki nóg með að við Íslendingar þurfum að borga okurvexti sem mafían á Ítalíu myndi ekki einu sinni þora að krefja skjólstæðinga sýna um, heldur horfum við upp á Álrisan Alcan reyna að múta samborgurum okkar til að ná fram stækkun, eftir að hafa verið sett undir dóm almennra borgara. Ég vona svo innilega að þetta álver verði aldrei stærra en það er í dag. Getum við ekki kosið um að minka það ?
Þetta er ein af þessum fréttum sem mér finnst ég þurfa að skrúbba mig með sápu eftir lestur.
![]() |
Samið við þrjá starfsmenn Alcan sem sagt var upp störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2007 | 08:34
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)