Færsluflokkur: Bloggar
18.12.2008 | 09:58
Til hvers eru lífeyrissjóðir?
Til hvers eru lífeyrissjóðir?
Góð grein Eftir Sigurð Oddson Sem birtist í Blaðinu, Nóvember 2005.
Kjör aldraða hafa mikið verið í umræðunni. Ófagrar eru lýsingar á aðbúnaði fólksins, sem lagði grunninn að velferðarþjóðfélaginu. Skammarlegt hvernig farið er með kynslóðina, sem átti bankana, símann og margt fleirra, sem misvitrir stjórnmálamenn seldu á gjafverði.
Stjórnmálamennirnir eru allir að vilja gerðir að að skoða mál aldraðra, en lítið gerist og er fjármagnsskorti kennt um. Helstu úrræðin virðast vera að fækka vistmönnum á öldrunardeildum. Hvað sem það nú þýðir?
Það sem verra er að allur almenningur lætur eins og honum komi þetta ekkert við. Gerir sér ekki grein fyrir að allir, sem verða gamlir geta lent í þessu. Það er helst að Helgi í Góu hafi bent á stöðugt fjármagnsstreymi í lífeyrissjóðina.
Stærsti hluti ellilífeyrisþega býr í eigin íbúð. Húsnæði sem þeir komu upp með mikilli vinnu og oft var flutt inn í hálfklárað. Þeir búa ýmisst enn í þessu húsnæði eða hafa flutt í íbúðir fyrir aldraða.
Í dag er þetta breytt. Flestir kaupa fullklárað og greiða allt að 90% með verðtryggðum lánum. Verðtryggingin á eftir að bíta og það fast. Þá mun ekki vera nein miskun hjá lánadrottnum, eins og t.d. Frjálsafjárfestingabankanum. Ástandið á því eftir að versna sé ekkert gert og það strax.
Ekki alls fyrir löngu var ég á fundi, þar sem Helgi í Góu talaði um þessi mál. Fyrir fundinn var dreift blaðaúrklippum um lífeyrissjóði og aðbúnað aldraðra. Helgi benti á áhrifaríkan hátt á aðstöðuleysið, sem gamla fólkið býr við. Hefur ekki einu sinni aðstöðu til að laga sér kaffi, hvað þá taka á móti sínum nánustu á sómasamlegan hátt. Það sem stendur þó upp úr frá fundinum er grein sem segir: HEILDAREIGNIR LÍFEYRISSJÓÐA 1.100 MILLJARÐAR.
Ein million og eitt hundrað þúsund million krónur = 1.100.000.000.000 kr er töluvert margar krónur. Hver skyldi svo eiga allar þessa krónur? Það hljóta að vera fyrst og fremst ellilífeyrisþegarnir. Þeir eiga sem sagt sjálfir sjóð til að bæta stöðuna.
Í þessari sömu grein kemur fram að ávöxtun sjóðanna sé góð og fari þriðja árið í röð yfir 10%. Hvað skyldi ávöxtunin hafa orðið mikil, ef sjóðirnir hefðu borið gæfu til að fara að ráðum Helga fyrir þremur árum og byggt íbúðir fyrir lífeyrisþega? Ekki til að gefa. Nei til leigu á sanngjörnu verði í stað þess að greiða lífeyririnn einungis í krónum, sem ríkið skerðir. Það er ekki stór krafa að fá eina slíka á leigu eftir að hafa marg borgað hana með lífeyrissjóðsgreiðslum.
Af hverju eru forstjórar lífeyrssjóða á allt öðrum kjörum en sjóðsfélagarnir og fá svo starfslokasamning í bónus? Gaman væri að vita, hvað margir fleirri séu með starfslokasamning en sá, sem fékk 43 millur fyrir að hirða pokann sinn. Hafa þeir ekki borgað í lífeyrissjóð til að lifa af eins og hinir? Hafa sjóðsfélagar spurt á fundi, hvort stjórinn sé með starfslokasamning?
Annað sem erfitt er að skilja er misrétti, sem lífeyrissjóðirnir komast upp með gagnvart konum. Kona sem var heima að hugsa um börnin á meðan kallinn vann úti og borgaði í lífeyrisjóð fær við missi maka skertan hlut í stuttan tíma. Svo má hún á miðjum aldri fara út á vinnumarkaðinn. Endar kanski með allt sitt í náttborði í herbergi með öðrum. Erlendis erfist rétturinn og jafnvel leyft að taka allt út í einu. Samanborið við það er fyrirkomulagið hér hreinn og beinn þjófnaður. Þessu ættu sjóðsfélagarnir að breyta.
Af 50 lífeyrissjóðum ýmissa stéttarfélaga eiga 5 þeir stærstu um helming eignanna. Það ættu að vera sjálfsögð mannréttindi að launþegar gætu valið sér lífeyrissjóð og flutt réttindi á milli sjóða. Þeir myndu þá velja þá sjóði, sem standa sig best fyrir þá og sjóðunum um leið fækka til hagsbóta fyrir alla.
Reykjavík 22.11.2005
Sigurður Oddsson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2008 | 10:12
Séreignasjóðir hálfdrættingar á við Lífeyrissjóðina.
Ef fólki finnst staða séreignasjóða slæm og óvarlega hafi verið farið með almanna fé þá skaltu kíkja á stöðu lífeyrissjóðanna.
Ég hef fengið tölur mínar um stöðu LV sem ég hef birt á Bloggi mínu að mestu staðfestar og það sem meira er að staðan er jafnvel enn verri.
http://ragnar73.blog.is/blog/ragnar73/entry/740332/
Helstu hlutabréfaviðskipti LV á árinu 2008 voru til að styrkja stöðu sjóðsins í Kaupþingi á kostnað Landsbankans.
LV vill ekki gefa upp hrikalega stöðu sjóðsins opinberlega fyrr en fullreynt er hvort þeir fái skuldajöfnun vegna hruns bankanna og hugsanlega endurskoðun á því þegar sjóðurinn tók stöðu með krónunni.
Með öðrum orðum verður reynt að færa/fela/flytja Tap LV yfir á skattgreiðendur.
Ragnar Þór
![]() |
Sjóðirnir í skoðun Fjármálaeftirlitsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.12.2008 | 09:20
Á að flytja/fela tap LV yfir á skattgreiðendur ?
Ef fólki finnst staða séreignasjóða slæm og óvarlega hafi verið farið með almanna fé þá skaltu kíkja á stöðu lífeyrissjóðanna.
Ég hef fengið tölur mínar um stöðu LV sem ég hef birt á Bloggi mínu að mestu staðfestar og það sem meira er að staðan er jafnvel enn verri.
http://ragnar73.blog.is/blog/ragnar73/entry/740332/
Helstu hlutabréfaviðskipti LV á árinu 2008 voru til að styrkja stöðu sjóðsins í Kaupþingi á kostnað Landsbankans.
LV vill ekki gefa upp hrikalega stöðu sjóðsins opinberlega fyrr en fullreynt er hvort þeir fái skuldajöfnun vegna hruns bankanna og hugsanlega endurskoðun á því þegar sjóðurinn tók stöðu með krónunni.
Með öðrum orðum verður reynt að færa/fela/flytja Tap LV yfir á skattgreiðendur.
Ragnar Þór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.12.2008 | 09:19
Getum við virkilega treyst þessu fólki ?
Endurreisnarsjóður Tapaðra Valda !
Nú hefur Lífeyrissjóður Verslunarmanna hækkað áætlaða neikvæða ávöxtun sjóðasins úr 14% í 23,4% eða um 63 milljarða á árinu. Þeir eiga ennþá töluvert langt eftir í sannleikslandið.
Þetta er ekki eitthvað bókhaldstap einhverja skúffu fyrirtækja, Þetta eru alvöru peningar !
Peningarnir sem við eigum og áttu að tryggja okkur áhyggjulaust ævikvöld.
Eftir að hafa tapað völdum í fjármálageiranum var ákveðið að gera raðstafanir og breytingatillaga á lögum um lífeyrissjóði fékkst samþykkt á alþingi sem gefur þessum aðilum auknar fjárfestingaheimildir ásamt óútfylltri ávísun á sparifé okkar.
Einnig fékkst samþykktur eignaupptökuliður sem gefur sjóðunum heimild til að eiga fasteignir okkar eftir að við missum þær til að leygja okkur eða öðrum.
Nokkrir stórir lífeyrissjóðir vinna nú að stofnun sérstaks fjárfestingasjóðs í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins.
Sjóðurinn, sem hefur verið nefndur Endurreisnarsjóður atvinnulífsins, verður stofnaður þannig að lífeyrissjóðirnir leggja honum til fjármagn sem fjárfestar. Endanleg upphæð liggur ekki fyrir en stofnféð gæti numið tugum milljarða króna.
Ekki hefur verið rætt um aðkomu ríkisins að sjóðnum en viðmælendur blaðsins vilja þó ekki útiloka það. Undirbúningur að stofnun sjóðsins er hins vegar langt á veg kominn.
Hugmyndin að þessum sjóði kviknaði mjög snemma á sérstökum neyðarfundum sem voru haldnir í kjölfar hruns bankanna, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Auk SA og stærstu lífeyrissjóðanna koma ASÍ og Viðskiptaráð einnig að stofnun sjóðsins.Hlutverk sjóðsins verður að taka þátt í og móta fjárhagslega og rekstrarlega endurreisn íslensks atvinnulífs, segir Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sem hefur unnið að framgangi málsins fyrir hönd lífeyrissjóðanna. Líkast til verður sjóðurinn rekinn sem hlutafélag en samlagsfélagaformið hefur ekki verið útilokað.
Honum er ekki ætlað að vera björgunarsjóður heldur sjóður sem fjárfestir í fyrirtækjum með góða möguleika á ávöxtun.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að mörg fyrirtæki séu umkomulaus og hafi tapað eigin fé sínu. ASÍ hafi talið mikilvægt að hafin yrði vinna til að endurfjármagna lífvænleg og arðbær fyrirtæki.
Hvaða fyrirtæki hafa spilað svo illa með fjármuni sína í góðærinu ?
Getum við treyst sama fólki fyrir ævisparnaði okkar og hefur viðhaldið ofurlauna og forkaupsréttarstefnu fyrirtækja sem annáluð eru fyrir einkaþotur og kampavínsklúbba með tilheyrandi spillingu,taprekstri og glórulausu bruðli?
Hvað er Ríkisstjórnin að HUGSA! með því að kvitta undir þetta glórulausa Bull!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2008 | 16:20
Ofurlaunin Lækka í Ofurlaun.
![]() |
Laun stjórnenda LV lækkuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
12.12.2008 | 12:03
Hvað er verið að fela ?
Hvað er verið að þagga niður ?
11.12.2008: Áhrif fjármálakreppunnar á eignir LV
Vegna umræðu á netinu viljum við árétta upplýsingar sem birtar voru á heimasíðu lífeyrissjóðsins í byrjun nóvember um áhrif fjármálakreppunar á séreignardeild sjóðsins en eignir séreignardeildarinnar eru ávaxtaðar með hliðstæðum hætti og aðrar eignir lífeyrissjóðsins. Í fréttinni kom fram að lækkun á eignum sjóðsins vegna fjármálakreppunnar næmi 14,4%. Vegna óhagstæðrar þróunar á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum nemur lækkun eigna sjóðsins frá áramótum 23,4% í lok október. Þetta hefur ekki komið fram áður sem tala. Á Borgarafundinum á mánudaginn var talan 14%.
Fékk ábendingu frá verðbréfamiðlara um að helstu viðskiptin hjá LV á þessu ári voru sala á bréfum í landsbankanum og kaup í Kaupþingi til að tryggja gengi bankans eða halda því uppi á kostnað landsbankans.
Miðað við þær forsendur getur engan vegin staðist að tap á heildareignum sjóðsins sé aðeins 23,4% af heildareignum þó að þeir tækju greidd iðgjöld á árinu með í reikninginn.
Er ekki ráð að LV sýni fram á skráða stöðu hlutabréfa- og skuldabréfaeign sjóðsins og í hvaða fyrirtækjum þeir fjárfestu í og lánuðu til á árinu!
Jafnframt er greint frá að 5 ára árleg ávöxtun sjóðsins hafi verið 15,8% við síðustu áramót sem er önnur hæsta meðalávöxtun lífeyrissjóðanna á því tímabili.
Árin 2000-2001 lenti LV í Verðbréfahremmingum og dreifðu tapinu á 2-3 ár. Ef meðalávöxtun sjóðsins er tekin síðastliðin 10ár eins og réttilega ætti að gera er meðal raunávöxtun sjóðsins 6,9% eða rétt yfir meðalávöxtun hefðbundinna verðtryggðra innlánsreikninga.
Þar sem fyrir liggur að yfirstandandi fjármálakreppa hefur leitt til verðfalls á verðbréfasafni lífeyrissjóðsins hefur verið gerð tryggingafræðileg úttekt á stöðu lífeyrissjóðsins miðað við næstu áramót á grundvelli áætlaðra stærða. Niðurstöðurnar sýna áætlaða neikvæða stöðu sjóðsins um 9,6% um næstu áramót. Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða kveða á um að ef munur eignarliða og skuldbindinga fer umfram 10% verði að grípa til ráðstafana. Reynist niðurstaða ársins í samræmi við áætlun tryggingafræðingsins þarf ekki að koma til lækkunar lífeyris og réttinda um næstu áramót. Frá 1997 hafa lífeyrisréttindi verið hækkuð um 21,1% umfram verðlagsbreytingar.
Hvernig getur sjóðurinn hækkað lífeyrisréttindi um 21,1% umfram verðlagsbreytingar ,tapað 30-40% af öllum eignum og haldið óskertum lífeyrisréttindum. Þessi stærðfræði hljómar undarlega í mínum eyrum. Það er naumast svigrúmið sem sjóðirnir hafa!
Ég hef á tilfinningunni að þessar auknu heimildir til að fjárfesta í atvinnulífinu séu til þess fallnar að auka hlutabréfaeign sjóðsins fyrir áramót svo að tölurnar á ársreikningnum um hlutabréfaeign verði ekki eins slæmar.
Ég get ekki sætt mig við að þessir menn hagræði stöðu sjóðsins og ætli sér að fela þetta á 2-3 árum ég krefst þess sem sjóðsfélagi að LV leggi fram rökstuddar skýringar og upplýsi okkur um helstu viðskipti sjóðsins á árinu.
Er nokkuð að fela?
Ég vil eindregið benda fjölmiðlafólki að skoða ársreikninga 2007 og bera tölurnar undir hlutlausa aðila sem þekkja til í verðbréfabransanum.
Ragnar Þór Ingólfsson
Bloggar | Breytt 15.12.2008 kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.12.2008 | 13:39
Taprekstur Lífeyrissjóða og brot af því besta.
Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða hélt því fram að tap sjóðanna væri ekki eins mikið og menn vildu vera láta. Hann taldi tap LV vegna hrunsins einungis vera um 14% og ekki þyrfti að koma til skerðingar lífeyrisréttinda. Stuttu eftir birtingu greinarinnar var tapinu breytt í 23,4% af eignum sjóðsins.
Kjarni málsins er samt hin 23,4% neikvæða ávöxtun Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna.
Á heimasíðu sjóðsins er reynt að sannfæra almenning um að búið sé að reikna með öllum afskriftum á skuldabréfa eign sjóðsins sem er rakalaus þvættingur að mínu mati enda vantar allar upphæðir inn í rökstuðning þeirra og hver sem er getur lesið úr þessari samantekt að staðhæfingar þeirra standast engan veginn.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar þekktar stærðir úr ársreikningi Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna frá 2007. Tekið skal fram að ég hef upplýsingar um verðbréfaumsýslu LV á þessu ári frá kauphöll Íslands en þá var hlutur LV í Exista 4% og Bakkavör 6,5% rétt fyrir hrunið, en miðað við yfirlýsingar stjórnarformanns og stöðu hans hjá Kaupþingi fyrir hrunið reikna ég ekki með að þessi hrikalega staða hafi batnað, frekar versnað þar sem þessi samantekt er síðan 9/12 2007 og lækkuðu bréfin enn meira frá þeim degi til áramóta.
Innlend Hlutabréfaeign LV |
| Bókfærð eign | Lækkun í % |
| Staða 9.12 2008 |
| Hlutur í % | árslok 2007 | frá áramótin. | Núvirði. | Tap |
Alfesca HF | 0,9 | 369.533.000 | 42 | 214.329.140 | 155.203.860 |
Bakkavör Group | 5,6 | 7.055.553.000 | 93 | 493.888.710 | 6.561.664.290 |
Century Alumnium Company | 0,8 | 1.086.113.000 | 76 | 260.667.120 | 825.445.880 |
Exista HF | 1,8 | 3.970.085.000 | 99 | 39.700.850 | 3.930.384.150 |
FL Group HF | 0,6 | 1.138.976.000 | 100 | 0 | 1.138.976.000 |
Flaga Group HF | 2,2 | 12.750.000 | 0 | 12.750.000 | 0 |
Glitnir Banki HF | 0,8 | 2.470.348.000 | 100 | 0 | 2.470.348.000 |
Eimskipafélag Íslands | 0,6 | 362.126.000 | 96 | 14.485.040 | 347.640.960 |
Icelandair Group HF | 1,2 | 322.347.000 | 53 | 151.503.090 | 170.843.910 |
Kaupþing Banki HF | 3,3 | 21.334.515.000 | 100 | 0 kr. | 21.334.515.000 |
Landsbanki Íslands HF | 3,2 | 11.612.675.000 | 100 | 0 | 11.612.675.000 |
Marel HF | 2,4 | 988.063.000 | 21 | 780.569.770 | 207.493.230 |
Straumur Burðarás HF | 1,7 | 2.586.952.000 | 81 | 491.520.880 | 2.095.431.120 |
Teymi HF | 0,3 | 62.311.000 | 100 | 0 | 62.311.000 |
Össur HF | 2 | 775.223.000 | 2 | 790.727.460 | 15.504.460 |
Verðbréfaþing ehf | 12,9 | 1.556.000 | 0 | 1.556.000 | 0 |
Skipti ehf. Tap því bréfunum var skipt í bréf Existu. | 8 | 2.475.000.000 | 100 | 0 | 2.475.000.000 |
VBS Fjárfestingarbanki H.F. | 3,3 | 258.552.000 | 0 | 258.552.000 | 0 |
|
| 56.882.678.000 |
| 3.510.250.060 | 53.372.427.940 |
Hlutfall af heildareignum sjóðsins |
| 21,70% |
|
| 19,80% |
Heimildir |
|
|
|
| Tap |
Euroland.com |
|
|
|
|
|
Landsbankinn.is |
|
|
|
|
|
Hver sem er getur lesið út úr þessum tölum að heildartap LV er ekki 23,4%.
Í þessar tölur vantar upplýsingar um tap á skuldabréfaeign sjóðsins í hálfgjaldþrota atvinnulífi og skuldabréfaeign sjóðsins í gjaldþrota bönkum sem voru samtals 35 milljarðar, ásamt úttekt á erlendum eignum sjóðsins sem gætu orðið verðlausar ef svartsýnustu spár ganga eftir. Það kæmi mér ekki á óvart að tapið sé að lágmarki 30-40% af heildareignum sjóðsins eða 80 - 110 milljarðar króna.Einnig vantar inn í þessar tölur tap á gjaldeyrissamningum sjóðsins sem ekki fæst uppgefið og gæti breytt dæminu umtalsvert til hins verra.
Ósmekklegast við þetta allt saman er hversu einhliða fjárfestingarstefna LV var í fyrirtækjum sem voru annáluð fyrir ofurlaun, glórulausa kaupréttar- og starfslokasamninga, innherjaviðskipti á dökkgráum svæðum, fjöldaframleiðslu á eigin fé og mútur sem síðan má krydda með einkaþotum, þyrluferðum, skemmtisnekkjum, sögusögnum um rándýrar skemmti- og fótboltaferðir með góðum slatta af dýrustu og flottustu hótelum heims.
Það skal tekið fram að þetta á auðvitað ekki við um öll fyrirtækin enda tel ég þá sem á annað borð nenna að lesa þetta viti hverjir eiga í hlut.
Það sem verra er, er að verkalýðsforystan með strengjabrúðu Samtaka atvinnulífsins innan sinna raða (þ.e. forseta ASÍ) gengur fylktu liði með bros á vör og kvittar undir þetta glóraulausa bull enda nokkrir verkalýðsforkálfar í stjórnum stærstu lífeyrissjóðanna.
Það sem ergir mann samt mest er þegar stærstu lífeyrissjóðirnir með SA fremst í flokki hlaupa eins og hræddar rottur frá sökkvandi skipi fjármálageirans inn á Alþingi til að fá auknar heimildir til fjárfestinga í hálfgjaldþrota atvinnulífi, sem þeir áttu góðan þátt í að skuldsetja upp fyrir haus.
Hvernig í ósköpunum getur ríkisstjórn Íslands fært sama fólki og hefur sturtað niður stórum hluta lífeyris okkar ofan í klósett fjármálgeirans, auknar heimildir til að fjárfesta í gjörspilltu atvinnulífi. Þetta er eins og að rétta dauðadrukknum manni bíllykla.
Steininn tekur síðan úr þegar ríkisstjórnin og ASÍ kvitta undir næsta ævintýri þessara sömu aðila með bros á vör og ætlast til þess að við tökum því þegjandi og hljóðalaust að gefin verði út óútfyllt ávísun á ævisparnað okkar. Síðan á að skella inn eignaupptökuliðnum í kaupæti svo hægt sé að leigja okkur fasteignirnar eftir að við missum þær.
Í umboði hvers starfar þetta fólk?
Fyrir hverja vinna stjórnendur lífeyrissjóðanna og forseti ASÍ?
Þeir eru a.m.k. ekki að vinna fyrir mig!
Er ekki kominn tími á að ríkistjórnin nýti sér lagalegan rétt sinn og bjargi því sem eftir er af sparifé okkar úr höndum þessara aðila?
Ragnar Þór Ingólfsson
Bloggar | Breytt 6.2.2009 kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
8.12.2008 | 10:56
Voru flatskjáir örsök bankahrunsins?
Voru flatskjáir örsök bankahrunsins?
Margir vilja bendla hinum almenna borgara við bankahrunið og þá sér í lagi með kaupum á nytsamlegum hlutum eins og flatskjá. Það hefur engin séð ástæðu til þess að taka upp hanskan fyrir þennan ágæta hlut þótt dauður sé.
Ég bý í 60fm. ris íbúð og var plássleysi orðið verulegt vandamál hjá okkur hjónum.Í stofunni var skenkur undir gamaldags 29 Sony Túpusjónvarp sem var 120cm breiður og 80cm. Djúpur sem gera samtals 0,96 fm.
Markaðsvirði íbúðarinnar er um 240 þús. Á fermeter þar sem margir ósamþykktir fermetrar fara undir hallandi þak.
Með því einu að kaupa nýmóðins flatskjá á kr.179.000 og hengja upp á vegg fengum við til baka þetta auka pláss sem okkur bráðvantaði í stofuna sem samkvæmt markaðsvirði var 230.400 kr. virði. Þannig að við spöruðum okkur 51.400 kr. á því að fá okkur flatsjónvarp og hættum við að stækka við okkur sem hefði endað með skelfilegum afleiðingum.
Það má svo fylgja sögunni að með auknu plássi vildi húsfreyjan að sjálfsögðu festa kaup á stærra sófasetti.
Ragnar Þór Ingólfsson
Bloggar | Breytt 11.12.2008 kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.12.2008 | 10:10
Áhugaverðar upplýsingar.
Tekið af Live.is
Áætluð staða um áramót
Áætlun bendir til óbreyttra lífeyrisréttinda
Þar sem fyrir liggur að yfirstandandi fjármálakreppa hefur leitt til verðfalls á verðbréfasafni lífeyrissjóðsins hefur verið gerð tryggingafræðileg úttekt á stöðu lífeyrissjóðsins miðað við næstu áramót á grundvelli áætlaðra stærða. Niðurstöðurnar sýna áætlaða neikvæða stöðu sjóðsins um 9,6% um næstu áramót. Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða kveða á um að ef munur eignarliða og skuldbindinga fer umfram 10% verði að grípa til ráðstafana. Reynist niðurstaða ársins í samræmi við áætlun tryggingafræðingsins þarf ekki að koma til lækkunar lífeyris og réttinda um næstu áramót. Frá 1997 hafa lífeyrisréttindi verið hækkuð um 21,1% umfram verðlagsbreytingar.
Hvernig er hægt að hækka lífeyrisréttindi um 21,1% umfram verðlagsbreytingar og tapa 30-40% af öllum eignum sjóðsins án þess að skerða réttindi ?????
Meðalraunávöxtun sjóðsins síðustu 10 ára var 6,9% eða rétt umfram meðalraunávöxtun verðtryggðra innlánsreikninga undanfarin 10 ár.
Það er undarleg stærðfræði í gangi hjá þessum aðilum sem hafa svo ákaft gert lítið úr því sem ég hef verið að benda á.
Hvað segir þessi yfirlýsing um ádeilur mínar á lífeyrissjóðskerfið að við séum að fá alltof lítið út miðað við það sem fer inn og að samtryggingin sé ekki nærri eins kostnaðarsöm og menn vilja láta.
Kveðja
Ragnar
Bloggar | Breytt 15.12.2008 kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2008 | 17:56
Villandi upplýsingar.
Lífeyrissjóður verslunarmanna heldur því fram að ég sé að gefa villandi upplýsingar með reikniforsendur.
Ég hef aldrei talað um 8%raunvexti. Ef við setjum dæmið upp með raunvöxtum gæti það hljóðað einhvern veginn svona, 3,5% raunvextir miðaða við 4.5% verðbólgu eða 0,5%raunvextir og 7,5%verðbólga.
Málið er að lífeyrissjóðirnir eru raun að tala með villandi hætti um raunvexti í framtíðarútreikningum sínum vegna þess að þeir hafa heimild til að skerða lífeyrisréttindi ef þeir tapa nóg. Heimild til að skerða gerir það að verkum að hugtakið verðtrygging og raunvextir getur ekki staðist eða er í besta falli Villandi.Við skulum sjá hverjir gefa villandi upplýsingar.
Dæmi um villandi upplýsingar:
Tekið af live.is eða http://www.live.is/sjodurinn/avoxtun/"Rekstrarkostnaður sjóðsins var einungis 0,05% af eignum eða 54 aurar fyrir hverjar 1.000 krónur.sem er með því lægsta sem þekkist."Af Hverju telur þú að rekstrarkostnaður LV sé settur upp með þessum hætti?
0.05%? Hvað er verið að fela ?
Við skulum sjá. Launakostnaður sjóðsins var 269 milljónir á síðasta ári á 27,5 stöðugildi. Forstjórinn var með 30 milljónir í árslaun.Rekstrarkostnaður sjóðsins var 421 mlljón. þeir taka svo inn í töluna rekstrartekjulið sem er settur inn í efnahagsreikninginn til að lækka kostnað og setja þetta svo fram sem hlutfall af heildar eignum.
Hvað ertu með í laun sem hlutfall af þjóðarframleiðslu gæti ég spurt ykkur?Heimildir eru ársreikningar LV 2007. þeir sem nenna ekki að lesa hann geta fengið þessar upplýsingar úr ársfundur 2007 ef þeir á annað borð ná að halda sér vakandi í gegnum þakkarræðurnar.
Bloggar | Breytt 15.12.2008 kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)