VR Samsærið: Nýr Kafli.

Mér hafa borist hótanir um lögsóknir með fimm daga millibili frá tveimur meðlimum “VR-Skugga” sem er félagsskapur sem stofnaður var til að vinna kerfisbundið gegn 6 nýkjörnum stjórnarmönnum félagsins, nýju trúnaðarráði og formanni.

Þær sem hyggjast kæra mig og tvo aðra stjórnarmenn heita Rannveig Sigurðardóttir fyrrverandi stjórnarmaður VR og Jóhanna E Vilhelmsdóttir fyrrverandi stjórnarmaður í VR og starfsmaður félagsins.

Í fyrsta skipti í sögu VR fengu félagsmenn að kjósa stjórn í opinni,almennri kosningu. Hingað til hafa stjórnarmenn verið handvaldir af þröngum hópi trúnaðarráðs sem hafði á að skipa handvöldu fólki af stjórnendum félagsins.

Þegar úrslit kosninga og vilji félagsmanna var ljós sem var yfir allan vafa hafin og var þeim sem þrásetið hafa félagið undanfarin ár og áratugi, hafnað með miklum meirihluta.

Í kjölfarið voru stofnuð samtök “VR-Skugga” sem er félagsskapur aðila sem komið hafa að stjórn félagsins í áratugi ásamt nokkrum starfsmönnum og trúnaðarráðsmönnum sem kosnir voru frá.

Þessi vinna gegn okkur var hafin ÁÐUR en við tókum við í stjórn félagsins enda átti aldrei að gefa okkur færi á að sanna okkur í starfi, vinna fyrir félagið og hagsmuni félagsmanna , heldur koma okkur frá hvað sem það kostaði eins og tölvupóstarnir gáfu glögglega til kynna.

Hér eru nokkur sýnishorn á ummælum þeirra sem ég tel hafa brotið gegn skyldum sínum sem stjórnarmenn og eða starfmenn sem ég tel hafa brotið af sér í starfi.

Tekið úr tölvupóstum VR-Skugga:

Stefanía Magnúsdóttir er fyrrverandi varaformaður VR og núverandi Starfsmaður VR. Hún á sæti í stjórn félagsins. Hún var starfandi varaformaður félagsins þegar hún skrifaði samskuggum sínum þetta bréf sem er dagsett daginn eftir að við tókum formlega sæti í stjórn félagsins:

Ég er líka með hugmynd um málefnahóp sem færi í þá vinnu að endurskoða lögin þannig að svona slys gerist aldrei aftur. Fyrst þurfum við að fá inn heilt og almennilegt trúnaðarráð en á næsta aðalfundi verður að breyta lögunum -- en þá verðum við búin að fá "okkar" fólk inn -- þótt það kosti aðrar allsherjarkosningar.

Þarna vísar Stefanía á úrslit fyrstu VR kosninga til stjórnar ,þar sem hinn almenni félagsmaður gat greitt atkvæði, sem slys og réttkjörið trúnaðarráð sem skipað er fullgildum félgasmönnum sem óheilum. Þetta svar Stefaníu er við pósti Gunnars Böðvarssonar fyrrverandi stjórnarmanns VR sem hér segir:

Jæja, þá er dælan farin að slá hægar ! ...en það er komin fram

> > frábær hugmynd um að "viðhalda VRfjölskyldunni" -og ekki síst

> > vinskapnum og samheldninni.

 

Tillaga frá Stefaníu um formann og varaformann Skugga. Hún ritar þetta sem Varaformaður VR:

Það væri mjög gott ef við skipuðum formann Skugga og ég sting upp á Gunnari Bö og Hildi í Varaformann.

Undir þetta tekur og samþykkir Sigurður Sigfússon núverandi stjórnarmaður VR og meðlimur Skugga en hann hefur í öðrum pósti hrósað framlagi Skugga gegn réttkjörnum stjórnarmönnum.

hann segir:

Styð Gunnar og Hildi. Kveðja Siggi

Rannveig Sigurðardóttir er fyrrverandi stjórnarmaður VR. Hér tekur hún af allan vafa um þáttöku sína í félagsskap Skugga en hún er þar ásamt nokkrum starfsmönnum VR og eldri armi núverandi stjórnar á póstlista VR-Skugga.

Sæl öll,það má koma listum til mín á 4 hæð,Ingólfsstræti 5 Reykjavík eða hringja í mig í síma xxxxxxx og þá er hægt að mæla sér mót. Kv.Rannveig

4 hæð, Ingólfsstræti 5 Reykjavík er heimilsfang Lag lögmanna þar sem hún starfar en það er lögmannstofa unnusta hennar Atla Gíslasonar þingmanns vinstri grænna.

Rannveig er önnur þeirra sem hafa í undirbúningi meiðyrðamál gegn nokkrum nýjum stjórnarmönnum sem ekki hafa sama aðgang að lögfræði aðstoð og hún.

Hildur Mósesdóttir varaformaður Skugga er einmitt systir Lilju Móses þingmanns vinstri grænna sem er skemmtileg tilviljun.

Jóhanna E Vilhelmsdóttir var ráðin til starfa fyrir félagið um síðustu áramót án þess að staðan hafi verið auglýst sérstaklega. Hún hefur setið í stjórn félagsins í áratugi. Hún tekur hér þátt í kosningu formanns Skugga sem starfsmaður VR.

Hún er ein þeirra sem hafa hótað mér málsókn.

Blessuð SAMÞYKKT GBÖ og Hildur MÓ –við náum ekki ÖLL að tala saman ef við verðum á almennum stað eins og Perlunni.Líst vel að hittast hjá XXXXX. Þar getum við haldið betur utan um hópinn og talað –frjálslega-ekki satt??   

Þarna vísar hún í fundarstað sem hópurinn fær að virðist endurgjaldslaust vegna viðskipta sem VR á við viðkomandi aðila og greinilega til þess fallin að vera undir Radar eins og kemur fram í einum póstana.

 

Þetta eru þau vinnubrögð sem lýðræðislega kjörnum félagsmönnum til trúnaðarstarfa fyrir félagið er boðið uppá í einu stærsta verkalýðsfélagi landsins.

Ég mun birta þessi bréf á bloggi mínu fljótlega að fengnu lögfræðiáliti.

Ég mun ekki beygja mig undir kúganir af neinu tagi frá þessu fólki og mæta þeim hvar sem er, í réttarsal eða á félagsfundum hvað sem það kann að kosta mig. Ég hef einfaldlega fengið nóg af vinnubrögðum þessara aðila.

Kveðja

Ragnar Þór Ingólfsson

Stjórnarmaður í VR.

 

Úr lögum félagsins.

 

Lög VR

 

7. gr. Brottvikning

Stjórn félagsins getur vikið úr félaginu hverjum þeim, sem að hennar áliti brýtur lög félagsins, samninga þess við vinnuveitendur eða vinnur gegn hagsmunum þess. Ákvörðun stjórnar er heimilt að vísa til úrskurðar trúnaðarráðs. Til samþykkis slíkrar brottvikningar þarf 2/3 greiddra atkvæða, hvort sem er á trúnaðarráðsfundi eða stjórnarfundi. Brottvikningu skal ekki beitt nema sakir séu miklar eða brot sem áminnt hefur verið fyrir verið ítrekað. Áður en til brottvikningar kemur skal félagsmanni gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum skriflega á framfæri við stjórn.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband