Kjarasamningur – já eða nei?

Kjarasamningur – já eða nei?

"Verkalýðsforystan elur alþýðuna á uppgjöf og aumingjaskap. Lausnin gegn kúgun er samstaða launafólks og raunhæfur valkostur til að sniðganga valdið."

Greinin var birt í mogganum þann 14 maí.

Það skiptir í raun engu hvort launahækkanir verði 5, 10 eða 15% ef launafólki verður ekki tryggður einhver stöðugleiki vegna verðbólguáhrifa samningsins á skuldavanda heimilanna.

Það er ekkert í þessum samningi sem tryggir að kaupmáttur skili sér til launafólks annað en fyrirvarar um að haldnar verði nokkrar aukasýningar á þeim farsa sem birtist þjóðinni í formi „kjaraviðræðna“.

Það er ekkert sem tryggir millitekjufólki hækkanir og að atvinnurekendur geti ekki sniðgengið hækkanir með uppsögnum og endurráðningum á sömu gömlu kjörunum.

Það eina sem er tryggt í nýgerðum samningum er 10% verðbólga næstu 3 árin og telst það varlega áætlað þar sem verðbólguspár seðlabankans og hagdeildar ASÍ hafa aldrei staðist.

Lausn verkalýðshreyfingarinnar á skuldavanda heimilanna er að efla leigumarkað og félagslegt húsnæðiskerfi, styrkja hugmyndafræðilegt gjaldþrot ríkisstjórnarinnar og algjört úrræðaleysi.

Samningurinn tryggir fjármagnseigendum það litla sem eftir er af eiginfjárgrunni almennings ásamt því að fyrirtækin munu að öllum líkindum skila hækkunum samningstímans fljótlega út í verðlagið, ekki ósvipað og olíufyrirtækin eru fljótari að hækka en lækka.

Í lífeyrismálum hafa aðilar vinnumarkaðarins náð saman um að skrúfa lífeyirisiðgjöld í 15,5% fyrir árið 2020. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa skattgreiðenda að sömu aðilar geri grein fyrir því hvernig sjóðirnir ætli að standa af sér kerfisbundin áföll fjármálamarkaða áður en þeir hækka iðgjöldin sem voru hækkuð síðast um 20% árið 2006 eða úr 10 í 12%. Ekki hefur spurningum verið svarað eins og um 500 milljarða halla á opinbera kerfinu sem skattgreiðendur þurfa að brúa næstu árin og þeirri lykilspurningu hvort þetta sjóðsöfnunarfyrirkomulag gangi á annað borð upp.

Þó að verkalýðshreyfingin tali niður verkfallsvopnið með hræðsluáróðri og samstöðuleysi eru aðrar leiðir færar til árangurs.

Það á að hafna þessum samningum og krefjast þess að samhliða launahækkunum verði launafólki tryggður stöðugleiki vegna húsnæðisskulda í formi breytinga á neysluvísitölugrunni eða þaki á vexti og verðbætur. Áætlun um afnám verðtryggingar hlýtur að vera krafa í því samhengi.

Frá því að verðtrygging launa var afnumin á sínum tíma hafa fjármagnseigendur, sem stjórna stöðugleikanum, haft beinan hag af óstöðugleika í formi verðbóta.

Hvernig væri að dreifa þessari ábyrgð þannig að stöðugleiki yrði allra hagur og ábyrgð þeirra sem eiga fjármagn eða stýra fjármagni í umferð yrði jöfnuð við hag almennings af stöðugu verðlagi?

Hvernig náum við slíku fram?

Ein af lífæðum fyrirtækja er aðgangur að eftirlaunasjóðum launafólks. Við getum komið í veg fyrir frekari fjárfestingar lífeyrissjóðanna í atvinnulífinu þar til framtíð launafólks og heimila verður tryggð. Það er með öllu óábyrgt að fjárfesta í atvinnulífi eða á markaði þar sem óstöðugleiki og verkföll eru yfirvofandi.

Verkalýshreyfingin á að stofna banka til að vinna gegn mismunun, okurvöxtum og kúgun sem venjulegt vinnandi fólk þarf að þola á hverjum einasta degi. Það þarf að veita skjól frá fjármálastofnunum sem lofa viðskiptavinum sínum endalausu einelti vegna forsendubrests, skrifi þeir ekki undir afarkosti eins og broslegar 110% leiðir sem verða orðnar 130% hið minnsta á samningstímabili kjarasamninga.

Helsta vopn fjármálafyrirtækja er samstaða gegn fólkinu til að hafa sem allra mest út úr þegar töpuðum kröfum. Með því að koma í veg fyrir að venjulegt fólk geti flúið til annarra banka ef því ofbýður ofbeldið.

Verkalýðshreyfingin er að velta yfir 10 milljörðum á ári og rekstrarkostnaður er ríflega 2-3 milljarðar. Okkur sem finnst uppskeran rýr og sú staðreynd að þeir sigrar sem hafa náðst í lánskjarabaráttunni hafa verið fyrir tilstilli einstaklinga sem hafa leitað réttar síns gegn grímulausu óréttlætinu á meðan verkalýðshreyfingin og ríkisstjórnin horfir á úr fjarlægð og kemur með hvert úrræðaleysið á fætur öðru sem yfirleitt er úrelt og úr sér gengið áður en það kemur til framkvæmda.

Nú er ljóst að forystusveit ASÍ ætlar að nota verðtrygginguna sem skiptimynt fyrir atkvæði inn í Evrópusambandið og ýta þannig alþýðunni til kosninga um aðild með byssustinginn í bakinu.

Svo rætnar eru pólitískar tengingar og pólitískar skoðanir æðstu ráðamanna verkalýðshreyfingarinnar að stórskaði mun hljótast af fyrir alþýðu þessa lands.

Atvinnurekendur kvarta sáran undan því að það séu engar fjárfestingar í atvinnulífinu á meðan lífeyrissjóðirnir kvarta undan því að lítið sé um fjárfestingakosti.

Þeir einstaklingar sem kvarta mest yfir þessu ástandi eru í forsvari fyrir báða þessa hópa. Er aðgerðarleysið og uppgjöfin meðvituð leið til að tryggja sérhagsmunahópum völd og til að tryggja aðilum vinnumarkaðarins, sem eru orðnir ríki í ríki, sífellt stærri hluta af heildarlaunum og launakostnaði einstaklinga og fyrirtækja með því að hækka iðgjöld í lífeyrissjóði og með stofnun endalausra sjóða innan SAASÍ.

Við höfum sýnt ábyrgð og umburðarlyndi og tryggt valdhöfum og fjármagnseigendum allt það svigrúm og allan þann stöðugleika sem innistæða er fyrir. Ég segi nei.

Höfundur er sölustjóri og stjórnarmaður í VR.


Af hverju að fella kjarasamninga?

Málflutningur verkalýðsforystunnar og dómsdagsspár ef kjarasamningar verði felldir er með svo miklum ólíkindum að maður spyr sig hverra hagsmuna þeir séu raunverulega að gæta og það ekki í fyrsta skipti.

Af hverju að fella nýgerða kjarasamninga?

Það skiptir í raun engu hvort launahækkanir verði 5, 10 eða 15% ef launafólki verður ekki tryggður einhver stöðugleiki vegna verðbólgu áhrifa samningsins á gríðarlegum skuldavanda heimilanna. Það er í raun ótrúlegt að SA skuli ekki taka á skuldamálum alþýðunnar því eina lífæð margra fyrirtækja er aukin neysla.

Það er ekkert í þessum samningi sem tryggir að kaupmáttur skili sér til launafólks annað en fyrirvarar um að haldnar verði nokkrar aukasýningar á þeim farsa sem birtist þjóðinni í formi "kjaraviðræðna".

Það er ekkert í þessum samningum sem tryggir millitekjufólki hækkanir og að atvinnurekendur geti ekki sniðgengið hækkanir með því að segja upp fólki og ráða svo aftur á sömu gömlu kjörunum.

Það eina sem er tryggt í nýgerðum samningum er 10% verðbólga næstu 3 árin og telst það varlega áætlað þar sem verðbólguspár seðlabakans og hagdeildar alþýðusambandsins hafa aldrei staðist frá því mælingar hófust.

Lausn verkalýðshreyfingarinnar á skuldavanda heimilanna er að efla leigumarkað og félagslegt húsnæðiskerfi, styrkja hugmyndafræðilegt gjaldþrot ríkisstjórnarinnar og algjört úrræðaleysi. BRAVÓ!

Samningurinn tryggir fjármagnseigendum það litla sem eftir er af eiginfjárgrunni almennings í fasteignum sínum ásamt því að fyrirtækin munu að öllum líkindum skila hækkunum samningstímans fljótlega út í verðlagið, ekki ósvipað og olíufyrirtækin eru fljótari að hækka en lækka.

Í lífeyrismálum hafa aðilar vinnumarkaðarins náð saman um að skrúfa lífeyirsiðgjöld í 15,5% fyrir árið 2020. Það hlýtur að vera lágmarks krafa skattgreiðenda að sömu aðilar geri grein fyrir því hvernig sjóðirnir komi til með að standa af sér kerfisbundin áföll fjármálamarkaða áður en þeir hækka iðgjöldin sem voru hækkuð síðast um 20% árið 2006 eða úr 10 í 12%. Ekki hafa spurningum verið svarað eins og 500 milljarða halli á opinbera kerfinu sem skattgreiðendur þurfa að brúa næstu árin og þeirri lykil spurningu hvort þetta sjóðsöfnunarfyrirkomulag í því formi sem það er í, gangi á annað borð upp. 

Hvað er til ráða og hvað á að gera?

Eru verkföll eina lausnin og af hverju í ósköpunum talar verkalýðshreyfingin niður verkfallsvopnið?

Af hverju hefur ekki verið haldin einn einasti samstöðufundur/mótmæli á vegum verkalýðshreyfingarinnar frá hruni?

Eru önnur ráð til ná kröfum okkar fram? 

Það á að hafna þessum samningum og krefjast þess að samhliða launahækkunum verði launafólki tryggður stöðugleiki vegna húsnæðisskulda í formi breytinga á neysluvísitölugrunni eða þaki á vexti og verðbætur. Áætlun um afnám verðtryggingar hlýtur að vera krafa í því samhengi.

Frá því að verðtrygging launa var afnumin á sínum tíma hafa fjármagnseigendur, sem stjórna stöðugleikanum, haft beinan hag af óstöðugleika í formi verðbóta.

Hvernig væri að dreifa þessari ábyrgð þannig að stöðugleiki verði allra hagur og ábyrgð þeirra sem eiga fjármagn eða stýra fjármagni í umferð verði jöfnuð við hag almennings af stöðugu verðlagi.  

Hvernig náum við slíku fram?

Ein af lífæðum fyrirtækja er aðgangur að eftirlaunasjóðum launafólks. Við getum hæglega réttlætt að launþegahreyfingin komi í veg fyrir frekari fjárfestingar lífeyrissjóðanna í atvinnulífinu þar til framtíð launafólks og heimila verði tryggð. Það er með öllu óábyrgt að fjárfesta í atvinnulífi eða á markaði þar sem óstöðugleiki og verkföll eru yfirvofandi.

Nýr Banki.

Til að vinna gegn mismunun, okurvöxtum og innheimtuofbeldi sem venjulegt vinnandi fólk þarf að þola á hverjum einasta degi, er að gefa fólki kost á að sniðganga valdið.

Að sniðganga valdið er að stilla fjármálafyrirtækjunum upp við vegg með stofnun banka og veiti þar með umbjóðendum sínum skjól frá hótunum banka og fjármálastofnana sem lofa viðskiptavinum sínum endalausu einelti vegna okurvaxta og forsendubrests, skrifi þeir ekki undir afarkosti eins og broslegar 110% leiðir sem verða orðnar 130% hið minnsta á samningstímabili kjarasamninga. 

Eitt helsta vopn fjármálastofnanna er samstaðan gegn fólkinu til að hafa sem allra mest út úr þegar töpuðum kröfum sínum, þeir sem geta borgað borga, þeir sem geta það ekki verða yfirskuldsettir til eilífðarnóns. Þetta er gert með því að koma í veg fyrir að venjulegt fólk geti flúið til annarra fjármálastofnanna ef því ofbíður þeir afarkostir sem í boði eru. 

Verkalýðshreyfingin er að velta yfir 10 milljörðum á ári og rekstrarkostnaður er ríflega 2 milljarðar. Okkur sem finnst uppskeran heldur rýr og sú staðreynd að þeir sigrar sem hafa náðst í baráttunni við ofbeldi fjármálafyrirtækja, hafa verið fyrir tilstilli einstaklinga sem hafa leitað réttar síns gegn grímulausu óréttlætinu og unnið mikilvægustu sigrana á meðan verkalýðshreyfingin og ríkisstjórnin horfir á úr fjarlægð og kemur með hvert úrræðaleysið á fætur öðru sem yfirleitt er úrhelt og úr sér gengið áður en það kemur til framkvæmda. 

Nú er ljóst að forystusveit ASÍ ætlar að nota verðtrygginguna sem skiptimynt fyrir atkvæði inn í evrópusambandið og ýta þannig alþýðunni til kosninga um aðild með byssustinginn í bakinu.

Svo rætnar eru pólitískar tengingar og pólitískar skoðanir æðstu ráðamanna verkalýðshreyfingarinnar að stórskaði mun hljótast af fyrir alþýðu þessa lands.

Atvinnurekendur kvarta sáran undan því að það séu engar og verði engar fjárfestingar í atvinnulífinu á meðan lífeyrissjóðirnir kvarta undan því að lítið sem ekkert sé um fjárfestingakosti.

Þeir tveir einstaklingar sem kvartar mest yfir þessu ástandi eru í forsvari fyrir báða þessa hópa.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem maður verður óþægilega ringlaður á málflutningi aðila vinnumarkaðarins.

Er aðgerðarleysið og uppgjöfin meðvituð leið til að tryggja sérhagsmunahópum völd og til að tryggja aðilum vinnumarkaðarins sem eru að verða einhverskonar Ríki í Ríki sífellt stærri hluta af heildarlaunum og launakostnaði einstaklinga og fyrirtækja með því að hækka iðgjöld í lífeyrissjóði og með stofnun endalausra sjóða innan SAASÍ.

Fellum samningana og látum þá sem fá ríflega greitt fyrir að sinna hagsmunagæslu fyrir okkar hönd, vinna vinnuna sína.

Við höfum sýnt ábyrgð og umburðalyndi og tryggt valdhöfum og fjármagnseigendum allt það svigrúm og allan þann stöðugleika sem innistæða er fyrir. Nú er nóg komið.

Ef við berjum ekki í borðið og segjum NEI! hingað og ekki lengra. Hvenær þá? 

Ragnar Þór Ingólfsson 

Stjórnarmaður í VR.


Rökþrota verka-lýðskrumari.

Tók þetta af heimasíðu Guðmundar Gunnarssonar eins af forsvarsmönnum verkalýðshreyfingarinnar og guðföður nýs kjarasamnings.

Guðmundur um Þór Saari sem leyfði sér að gagnrýna hina háu herra verkalýðshreyfingarinnar í Silfrinu í dag:

Þeir hafa ekki einu sinni haft fyrir því að kynna sér innihald kjarasamninganna og þau forsenduákvæði sem þar eru og halda því fram að þeir séu ekki verðtryggðir, sem er óitruleg fáfræði. Hver myndi gera 3ja ára samnuign ef hann væri ekki bundin við verðgólgu og genguið. Líklega bara liðsmönnum Hreyfingarinnar, ef litið er til tillagna þeirra.

Guðmundur heldur því fram að kjarasamningar séu verðtryggðir. Hann er líka einn af þeim sem telur lífeyri sjóðsfélaga almennu lífeyrissjóðanna verðtryggðan þrátt fyrir að sjóðirnir hafi heimild til að skerða lífeyri ótakmarkað, eftir því hvernig þeim gengur að ávaxta sig, en landsmenn þekkja þá sorgarsögu vel af eigin raun.

Er ekki lágmarks krafa launafólks að þeir sem þykjast fara með umboð okkar og hagsmuni þekki mikilvæg hugtök eins og verðtryggingu? Hvað er tryggt og hvað ekki? Hvað eru markmið og hvað eru viðmið?

Það er morgunljóst að rafmagnshagfræðingurinn Guðmundur Gunnarsson er ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni þegar kemur að því að skilgreina mikilvæg hagfræðileg hugtök.

Minnist ég þess þegar Þór benti GG í Kastljós þætti á þá staðreynd að lífeyrissjóðir hafa eignafært yfir 126 milljarða í verðbætur á fasteignalánum almennings frá ársbyrjun 2008. Guðmundur sagði þetta rakalausan þvætting þrátt fyrir að Þór hafi stuðst við opinberar tölur frá Seðlabanka íslands. 

Það er aðeins pláss fyrir eina skoðun hjá verkalýðshreyfingunni. Allar aðrar skoðanir eru lýðskrum af verstu sort, þekkingaleysi og órökstuddar dylgjur. 

Það er kanski eðlileg skýring eftir allt saman á algjörum uppskerubresti launafólks.

Ragnar Þór Ingólfsson

Stjórnarmaður í VR.  

 


Nú verður launafólk að standa í lappirnar!

Nú verður launafólk að standa í lappirnar! Vegna þess að verkalýðsforystunni virðist fyrirmunað að gera það. Sá óskapnaður sem birtist launafólki í formi kjarasamninga sem undirritaðir voru í gær eru engu skárri en úrræðaleysið á skuldavanda heimilanna.

Þetta minnir óneytanlega á 110% leið bankanna sem verður orðin að minnsta kosti 130% á samningstímanum.

Þessi rúmlega 11% leið SAASÍ gerir ekkert nema að gulltryggja, til 3 ára, ömurlega stöðu launafólks í landinu og veita þeim sem með réttu áttu að gæta hagsmuna okkar eftir hrun syndaaflausn. Samningarnir undirstrika gríðarlega eignatilfærslu frá alþýðunni til fjármálastofnanna sem fá uppreisn æru með endanlegri uppgjöf launþegahreyfingarinnar gagnvart grímulausu óréttlætinu.


Það skiptir í raun engu hvort launahækkanir verði 5, 10 eða 15% ef launafólki verður ekki tryggður einhver stöðugleiki á þeim gríðarlega skuldavanda sem heimilin berjast við. Það er í raun ótrúlegt að SA skuli ekki taka á skuldamálum alþýðunnar, því eina lífæð margra fyrirtækja er aukin neysla.

Hvað er til ráða og hvað á að gera?

Það á að hafna þessum samningum og krefjast þess að samhliða launahækkunum verði launafólki tryggður stöðugleiki vegna húsnæðisskulda í formi breytinga á neysluvísitölugrunni eða þaki á vexti og verðbætur.

Hvernig náum við slíku fram?

Ein af lífæðum fyrirtækja er aðgangur að eftirlaunasjóðum launafólks. Við getum hæglega réttlætt það að launþegahreyfingin komi í veg fyrir frekari fjárfestingar lífeyrissjóðanna í atvinnulífinu þar til framtíð launafólks og heimila verði tryggð. Það er með öllu óábyrgt að fjárfesta í atvinnulífi eða á markaði þar sem óstöðugleiki og verkföll eru yfirvofandi.

Nú er ljóst að forystusveit ASÍ ætlar að nota verðtrygginguna sem skiptimynt fyrir atkvæði inn í evrópusambandið og ýta þannig alþýðunni til kosninga með byssusting í bakinu.

Nú er ljóst að umboðssvik verkalýðskónganna eru svo alvarleg í öllum skilningi að leitun er að öðru eins. Málflutningur þeirra einkennist af lýðskrumi og, er virðist, meðvitaðri uppgjöf. 

Það eitt að verkalýðshreyfingin ætli að hækka iðgjöld í lífeyrissjóði úr 12 í 15,5% til að trekkja upp almenna lífeyriskerfið til jafns við það opinbera, sem nú þegar inniheldur 500 milljarða skekkju sem skattgreiðendur þurfa að standa skil á miðað við óbreytt ástand, er ákveðin veruleikafirra sem er efni í stóra grein.

Látum ekki blekkjast. Ef það er einhvern tíma nausynlegt að standa í lappirnar og krefjast raunverulegra breytinga á þeirri kerfisvillu sem alþýða þessa lands þarf að þola, þá er það nú.

Eigum við að skrifa undir og samþykkja þennan óskapnað? Eigum við að samþykkja grímulaust ofbeldi fjármálafyrirtækja? Eigum við að viðurkenna að hrun fjármálakerfisins var okkur sjálfum að kenna og engum öðrum? Eigum við að skrifa undir og klappa verkalýðskóngunum á öxlina og þakka frábæra framistöðu við að gæta hagsmuna okkar frá hruni?

Nei Takk.

Ragnar Þór Ingólfsson

Stjórnarmaður í VR.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband