24.10.2010 | 19:48
Hrægammarnir eru komnir til landsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2010 | 16:42
Skyndilegur áhugi stjórnenda á högum sjóðsfélaga lífeyrissjóða.
Mér finnst athyglisvert hversu forsvarsmenn lífeyrissjóða rjúka nú upp til handa og fóta og tala um HAG sjóðsfélaga.Ekki er hann til staðar þegar sjóðsfélögum er lánað úr eigin veski, sjóðsfélagalán, með 100% lágmarks veði, lánsfjárhæð sem takmarkast við 65% af markaðsvirði og sjálfskuldarábyrgð. Þetta hljóta að vera öruggustu útlán jarðkringlunnar. Á meðan sjóðsfélagar taka sjálfir lán sem tryggð eru út í hið óendanlega keyptu sömu stjórnendur sömu sjóða undirmálslán viðskiptabankanna sem lánuðu 90-110% af metnu markaðsvirði.
Áhyggjurnar hljóta að vera enn meiri af þeim sjóðsfélögum sem eiga fasteignalánin í skuldabréfavöndli Seðlabankans sem afhentur var lífeyrissjóðunum á vildarkjörum til að lagfæra hörmulega tryggingafræðilega stöðu þeirra.
Voru áhyggjurnar til staðar þegar útrásarfélögin fengu ótakmörkuð skuldabréfalán án nokkurra veða annarra en bréfsefnið og blekið sem upphæðirnar voru skrifaðar á? Það þarf ekki að fara mörgum orðum um heimtur þeirra lána.
Á meðan stjórnendur tala um hag sjóðsfélaga eru illa fengnar verðbætur fasteignalána notaðar í áhættufjárfestingar og vafasöm fyrirtækjakaup ásamt því að breiða yfir gegndarlaust fjármálasukk og spillingu innan lífeyrissjóða kerfisins.
Það er rétt að stjórnir lífeyrissjóða hafa ekki umboð til að semja niður höfuðstólslækkun húsnæðislána en þær hafa ótakmarkaðar heimildir til að færa niður lífeyri og áunnin réttindi sjóðsfélaga, sé glóruleysið í fjárfestingum þeim mun meira. Þær heimildir urðu rýmri með lagabreytingum sem fóru með ljóshraða í gegnum alþingi desember 2008.
Hverjir taka á sig skellinn?
Til að breiða yfir fordæmalaust fjármálasukk lífeyrissjóðanna eru farnar eftirfarandi leiðir til að lagfæra bækurnar.
1.Skerðing lífeyris og áunna réttinda.
þ.e. skerðing á lífeyri þeirra sem nú taka út, til jafns við skerðingar áunna réttinda þeirra sem nú greiða inn í kerfið.
2.Hækkun lífeyrisaldurs í 67ár.
Bætir tryggingafræðilega stöðu sjóðanna mikið á kostnað allra þeirra sem nú greiða í kerfið og eiga eftir að fara á lífeyri.
3.Breytingar á réttindaávinnslu lífeyrissjóðanna.
Þ.e. Iðgjaldagreiðendur fá minni réttindi fyrir hverjar greiddar 10.000kr. sem skerðir réttindi og framtíðarréttindi framtíðariðgjalda þeirra sem nú greiða í kerfið.
4.Tryggingafræðileg staða sjóðanna er í flestum tilfellum í hæstu leyfilegu neikvæðu mörkum sem þýðir að stór hluti iðgjalda þeirra sem nú greiða í kerfið og safna fyrir framtíðar lífeyri eru notuð til að greiða lífeyri þeirra sem nú taka út.
5.Verðbætur á fasteignalánum (okkar mikilvægasta lífeyri) hafa hækkað höfuðstól íbúðalána sjóðsfélaga um 30% frá 1/1 2008.Og skert þannig framtíðar lífeyri flestra þeirra sem nú greiða í kerfið.
6.Gríðarleg óvissa um raunverulegt verðmæti eigna kemur í bakið á þeim nú safna sér lífeyri.
Það vill oft gleymast hverjir það eru sem raunverulega borga brúsann.
HH hafa talað fyrir leiðréttingum á forsendubresti og þjóðarsátt um lausnir.
Það hefur aldrei verið minnst á afskriftir skulda. Við viljum borga til baka það sem við fengum lánað með sömu fáránlega háu vöxtunum og við skrifuðum undir að greiða miðaða við forsendur lánanna þegar þau voru tekin.
Þeir eru ófáir sem fengu fasteignir sínar á silfurfati sem tala nú gegn almennum leiðréttingum.
Ábyrgðin á ástandinu er fjármálafyrirtækjanna og lífeyrissjóðanna.Hverjir njóta góðs á ábyrgðaleysinu, útlánaþenslunni og þar af leiðandi hækkun verðbóta?
Ég tek fasteignalán hjá viðskiptabanka mínum fyrir 9 árum,samið var um vaxtakjör og verðbólgumarkmið og innsiglað með lánasamningi. Á ég að sætta mig við ofur verðbæturnar sem færast á eignareikning bankans sem fór gróflega gegn tilraunum ríkisins og seðlabankans við að slá á útlánaþenslu, til að standa við yfirlýst verðbólgumarkmið, sem notuð voru í lánasamningnum mínum? Með því að bjóða ólögmæta gengistryggða lánaafurð þegar útlán bankanna drógust saman, fóru bankarnir gróflega gegn hagsmunum viðskiptavina sinna.
Get ég treyst stjórnendum lífeyrissjóðanna til að verja framtíðar lífeyri minn í blindbil spákaupmennsku og sérhagsmuna? Get ég treyst stjórnendum lífeyrissjóða til að verjast framtíðar sveiflum í völundarhúsum kerfisvillunnar sem kom okkur á hausinn og valdahafar reisa nú við á sama sandi? Getum við treyst stjórnendum sjóðanna fyrir lífeyri okkar í kerfisbundnu markaðs hruni og valdabrölti viðskiptalífsins?
Ég treysti ekki Jóni Jónssyni forstjóra Stóra lífeyrissjóðsins til að geyma fyrir mig kerfisbundna eignaupptöku á mikilvægasta lífeyri mínum þegar hann sjálfur ber ábyrgð á eignatilfærslunni.
Jón og þeir sem á undan honum voru hafa einfaldlega ekki unnið sér inn traust mitt á þeim rúmlega 40 árum sem kerfið hefur starfað í núverandi mynd. Saga sjóðanna í fjárfestingum er þyrnum stráð og meðan ekkert virðist ætla að breytast úr því leyndarhyggju,vensla og eiginhagsmuna kerfi sem hrundi fyrir framan nefið á okkur haustið 2008 eru sjóðirnir ekki líklegir til frekari afreka í langtíma fjarfestingum. Nú koma nýjar blokkir í stað þeirra gömlu, sama bullið í nýjum jakkafötum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.10.2010 | 09:55
Þrælahald er staðreynd á íslandi.
Það er ömurlegt að horfa upp á samtryggingu valda í þessu samfélagi og veiklyndi ASÍ gagnvart launafólki.
Skuldaþrælkun í boði norrænnar velferðarríkisstjórnar, blessað af Gylfa Arnbjörnssyni og ASÍ. Fátækt blasir við þúsundum heimila.
Hvergi í veröldinni greiða hlutfallslega fleiri í verkalýðsfélög en á Íslandi en þau velta yfir 10 milljörðum á ári hverju. Frá hruni hefur sameinuð hreyfingin ekki haldið einn samstöðu eða mótmælafund utan hina árlegu 1.maí göngu, þar sem forseti ASÍ treysti sér ekki til að vera á meðal almennings í Reykjavík. Þrátt fyrir mestu hamfarir launafólks er þögnin orðin aðalsmerki þeirra sem verja eiga launafólk fyrir auðvaldinu og þiggja forstjóralaun fyrir.
Í verkalýðshreyfingunni er aðallega notast við bananalýðræði sem virkar þannig að félagsmenn geta ekki kosið sér forystu í beinni kosningu. Stjórnir félaganna handvelja sérstök trúnaðarráð sem aftur kjósa stjórnirnar. Þetta er eins og ef Ríkisstjórnin skipaði alþingi og alþingi kysi svo ríkisstjórn.Því er ekki að undra að forystusauðir og stjórnarmenn verkalýðsins sitja áratugum saman í sömu stólunum. Það er líklega er auðveldara að komast til metorða í Norður Kóreu en innan verkalýðshreyfingarinnar nema þú sért með réttar skoðanir.
Í stað þess að brýna vopnin með samstöðu launafólks er ASÍ búið að afvopna hreyfinguna með aðgerðaleysi og yfirlýsingum á borð við,lítið sem ekkert svigrúm,hvar á að fá peninga,halda fengnum hlut, koma í veg fyrir frekari kaupmáttarrýrnun og einhverju sem þeir kalla ábyrgum kröfum, sýnir best uppgjöfina og vonleysið.
Einu svörin frá verkalýðshreyfingunni eru öskrin í kóngnum ef einhverjum dirfist að gagnrýna ASÍ. Neyðarópin frá Akranesi og Húsavík eru afgreidd með sama hætti.
Í Frakklandi spyr verkalýðshreyfingin ekki hvernig eða hvar á að fá peninga. Það er hlutverk stjórnvalda að leysa það. Þegar til stóð að hækka eftirlaunaaldur í Frakklandi um tvö ár var hraðbrautum lokað og verkalýðshreyfingin boðaði til fjöldamótmæla.Við komum með kröfurnar, það er annarra að finna lausnir og framkvæma.Á íslandi er það hinsvegar verkalýðshreyfingin sem boðar hækkun eftirlaunaaldurs.
Aðilar vinnumarkaðarins dæla iðgjöldum sjóðsfélaga og illa fengnum verðbótum fasteignalána í áhættu fjárfestingasjóði til höfuðs vel rekinna fyrirtækja.
Af hverju skattleggur ríkisstjórnin ekki fjármálafyrirtækin með ábyrgum hætti um minnst 60-80% af framtíðar hagnaði til að standa undir leiðréttingum húsnæðislána. það er alveg ljóst að fjármálakerfið ber höfuð ábyrgð á stöðu heimilanna í dag.
Ríkisstjórnin á að setja neyðarlög sem gerir það mögulegt að ná til baka megin þorra þess fjármagns sem útrásaraularnir hirtu úr gjaldþrota einkahlutafélögum, sem við borgum nú skuldirnar af. Tala nú ekki um eignir alþingismanna sem fóru úr ráðherradóm í ríkidóm á kostnað skattgreiðenda og sitja svo sofandi á kostnað þjóðarinnar á fundum út í heimi.
Það er hægt senda mann til tunglsins en það er ekki hægt að skattleggja séreignasparnað. Ekkert má gera, þetta er ólöglegt, við erum skaðabótaskyld ,hendur okkar eru bundnar, lögin banna okkur þetta og hitt osfrv. Hvað halda menn að það kosti að gera ekki neitt fyrir millistéttina?
Hingað til hefur ríkið sett alls kyns lög til að verja sérhagsmunahópa en þegar kemur að okkur sem raunverulega framleiðum og byggjum þetta land þá vandast málið. Það er ótrúlegt að horfa upp á sjúklega samtryggingu valda í þessu litla samfélagi.
Við getum sett lög um allt og ekkert.Við gætum sett lög á hurðarhúna, sett vörugjöld á gula liti, sem er gáfulegra en flest það sem núverandi Stjórnvöld hafa lagt til í niðurskurðarmálum.
Við getum borað göng undir Hvalfjörð, reist risa tónlistarhöll útí sjó, búið til peninga úr þunnu lofti á kostnað allra þeirra sem fyrir eru, lánað vildar vinum ígildi 1000 ævistarfa sem aldrei verða greidd til baka án eftirmála, horft framhjá fyrrverandi stjórnendum landsins skammta sér ríkiseigur án athugasemda, en við getum ekki lyft litla fingri fyrir heimilin.
Það sem heimilin þurfa er vilji. Vilji í formi pennastrika og orðalagsbreytinga í lagafrumskógi auðvaldsins. Það er ekki verið að færa til fjöll ,það þarf engar stórvirkar vinnuvélar, það þarf ekkert innflutt stál frá Kína, þetta snýst um að breyta orðalagi og forsendum sem skrifaðar verða með bleki á blað.
Forsendubresturinn er mannanna verk. Það þarf vilja til að breyta honum og verkalýðshreyfingu sem vinnur fyrir félagsmenn.
Ragnar Þór Ingólfsson
Stjórnarmaður í VR.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
15.10.2010 | 09:16
Hvað gera lífeyrissjóðir við verðbætur fasteignalána?
Hafa verðbæturnar skilað sér til lífeyrisþega?
Á meðan stjórnendur tala um hag sjóðsfélaga eru illa fengnar verðbætur fasteignalána notaðar í áhættufjárfestingar og vafasöm fyrirtækjakaup ásamt því að breiða yfir gegndarlaust fjármálasukk og spillingu innan lífeyrissjóða kerfisins.
Minnir á vítahring spilafíknar frekar en almenna skynsemi.
Mér finnst athyglisvert hversu forsvarsmenn lífeyrissjóða rjúka nú upp til handa og fóta og tala um HAG sjóðsfélaga, sem var ekki til staðar þegar sjóðsfélögum var lánað úr eigin veski, sjóðsfélagalán, með 100% lágmarks veði, lánsfjárhæð sem takmarkast við 65% af markaðsvirði og sjálfskuldarábyrgð.
Þetta hljóta að vera öruggustu útlán jarðkringlunnar. Á meðan sjóðsfélagar taka sjálfir lán sem tryggð eru út í hið óendanlega keyptu sömu stjórnendur sömu sjóða undirmálslán viðskiptabankanna sem lánuðu 90-110% af stórlega ofmetnu markaðsvirði.
Áhyggjurnar hljóta að vera enn meiri af þeim sjóðsfélögum sem eiga fasteignalánin í skuldabréfavöndli Seðlabankans sem afhentur var lífeyrissjóðunum á vildarkjörum til að lagfæra hörmulega tryggingafræðilega stöðu þeirra.
Voru áhyggjurnar til staðar þegar útrásarfélögin fengu ótakmörkuð skuldabréfalán án nokkurra veða annarra en bréfsefnið og blekið sem upphæðirnar voru skrifaðar á? Það þarf ekki að fara mörgum orðum um heimtur þeirra lána.
Ábyrgðin á ástandinu er fjármálafyrirtækjanna og lífeyrissjóðanna.Hverjir njóta góðs á ábyrgðaleysinu, útlánaþenslunni og þar af leiðandi hækkun verðbóta?
Ég tek fasteignalán hjá viðskiptabanka mínum fyrir 9 árum,samið var um vaxtakjör og verðbólgumarkmið og innsiglað með lánasamningi. Á ég að sætta mig við ofur verðbæturnar sem færast á eignareikning bankans sem fór gróflega gegn tilraunum ríkisins og seðlabankans við að slá á útlánaþenslu til að standa við yfirlýst verðbólgumarkmið sem notuð voru til hliðsjónar í lánasamningnum mínum?
Með því að bjóða ólögmæta gengistryggða lánaafurð þegar útlán bankanna drógust saman, fóru bankarnir gróflega gegn hagsmunum viðskiptavina sinna og almennings.
Get ég treyst stjórnendum lífeyrissjóðanna til að verja framtíðar lífeyri minn í blindbil spákaupmennsku og sérhagsmuna? Get ég treyst stjórnendum lífeyrissjóða til að verjast framtíðar sveiflum í völundarhúsum kerfisvillunnar sem kom okkur á hausinn og valdahafar reisa nú við á sama sandi? Getum við treyst stjórnendum sjóðanna fyrir lífeyri okkar í kerfisbundnu markaðs hruni og valdabrölti viðskiptalífsins?
Ég treysti ekki Jóni Jónssyni forstjóra Stóra lífeyrissjóðsins til að geyma fyrir mig kerfisbundna eignaupptöku á mikilvægasta lífeyri mínum þegar hann sjálfur ber ábyrgð á eignatilfærslunni.
Illa fegnar verðbætur á fasteignalánum verða notaðar sem eldiviður á bálköst valda og til endurreisnar sama kerfis og kom okkur á hliðina.
Af hverju dettur ríkisstjórninni ekki í hug að skattpína fjármálafyrirtækin og jafnvel lífeyrissjóðina með sama hætti og almenning.
Hvað eiga lífeyrissjóðirnir eftir að tapa framtíðarlífeyri og framtíðarskatttekjum ríkissjóðs mörgum sinnum áður en þeir þurfa að losa vonlausar bréfaeignir til að standa undir framtíðarskuldbindingum sínum?
Lífeyriskerfið er nú þegar hrunið.Það vita allir sem því stjórna en engin þorir að segja það upphátt.
Þegar að lífeyrissjóðirnir geta ekki lengur notað inngreiðslur til að standa undir útgreiðslum verður stærð bréfaeigna kerfisins líklega á bilinu 4000-6000 milljarðar eða tvö til þrefalt stærra en það er í dag. Hver á að losa sjóðina við öll þessi bréf með öllum þessum tölum á?
Væri ekki nær að leyfa fólki að eignast eitthvað á lífsleiðinni og minnka þannig framtíðarbirgði framtíðarskattgreiðenda, sem þurfa annars að kaupa út vonlausar bréfaeignir sjóðanna til að slá húsaskjóli yfir skuldaþrælana sem ekkert eiga.
Höfundur er stjórnarmaður í VR.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.10.2010 | 16:20
Það er ekki hægt !
Er hægt að fara í almennar leiðréttingar á húsnæðislánum almennings?
Stjórnvöld í skjóli aðila vinnumarkaðarins hafa fullyrt að svigrúm sé ekkert og það komi allt niður á okkur sjálfum í formi skattheimtu verði slíkar leiðir farnar.
Slagorð ráðamanna eru mörg og þreytt.
Það er ekkert hægt að gera fyrir heimilin!
Það er ekkert svigrúm!
Þetta var allt ykkur að kenna!
Áhættan var augljós!
Hvar á að fá peninga!
Forystumenn verkalýðsfélaganna velta fyrir sér populistakröfum fólksins um engar skattahækkanir-engan niðurskurð og allar skuldir afskrifaðar.
Raunin er sú að almenningur er reiðubúin að takast á við vandann og vill borga sínar skuldir. Krafan er eingöngu að lágmarks sanngirnis og jafnræðis sé gætt.
Það gæti svo sem verið rétt að þetta lendi allt á okkur þegar allt kemur til alls.
En til hvers er ríkið og hverjum á það að þjóna? Sú stjórn sem nú situr kenndi sig við velferð,fólkið og heimilin. Það átti að vera forgangsverkefni að koma fjölskyldunum og heimilunum til bjargar.
Það fyrsta sem stjórnin gerði var að semja frá sér allan rétt til almennra leiðréttinga með því að koma húsnæðislánunum okkar á niðursprengdu útsöluverði til nýju bankanna og gerðu ríkið væntanlega skaðabótaskylt ef um frekari niðurfellingar yrði að ræða eftirá.
Þetta var svo allt saman skreytt með stöðugleikasáttmála,greiðsluaðlögun og pakkað inn í innantóma pappírs skjaldborg.
Hvað er til ráða og er eitthvað hægt að gera?
Ef stjórnvöld geta skattpínt almenning út í hið óendanlega gætu stjórnvöld hæglega kallað lífeyrissjóði,fjármagnseigendur,banka og fjármálastofnanir á sinn fund og lagt til að farin verði sanngjörn leið um leiðréttingu á stökkbreyttum höfuðstól húsnæðislána, að öðrum kosti verði þeim refsað með sanngjörnum refsisköttum til að standa undir kostnaði við endurreisn heimilanna.
Sama leið valin fyrir almenning og þá sem komu þjóðinni á hliðina.
Ríkið gæti lagt til að bankar borguðu 50% skatt af hagnaði sínum sem nota mætti í almennar leiðréttingar, lífeyrissjóðsiðgjöld væru skattlögð strax og af hverju ekki að hóta skattlagningu á innistæður yfir 10 milljónum. Við gætum svo skellt fram lyklafrumvarpi Lilju Mósesdóttur í kaupbæti.
Ef raunverulegur vilji er hjá stjórnvöldum til að skapa sátt í samfélaginu, með því að gera virka neytendur úr þúsundum samborgara okkar í stað þess að gera þá að heimilislausum skuldaþrælum, þá þarf að framkvæma og þora.
Ég held að hljóðið og viðhorfið í bönkunum og fjármagnseigendum muni breytast ef stjórnvöld tækju upp nýja og áður óþekkta siði með því að skattleggja hið raunverulega fjármagn í stað þess að berja endalaust á þeim sem minnst mega sín.
Hvað kostar að fara í þessar aðgerðir? Hvað kostar að gera það ekki?
Hvað kostar að koma upp félagsbústaðakerfi sem er nægilega stórt til að taka á móti þúsundum heimila sem eru á leið í þrot? Hvað kostar það hagkerfið og fyrirtækin að drepa niður heilu kynslóðirnar af virkum neytendum með þeirri skuldþrælkun og ofbeldi sem bankarnir og stjórnvöld í skjóli aðila vinnumarkaðarins predika fyrir? Hvað kostar að breyta þúsundum skattgreiðenda í bótaþega?
Það kostar örugglega miklu minna að leysa vanda heimilanna strax.
Hver verða næstu úrræði stjórnvalda á skuldavanda heimilanna?
Verða það raunverulegar lausnir eða bragga hverfi?
Ragnar Þór Ingólfsson
Stjórnarmaður í VR
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)