Er hægt að bjarga lífeyrissjóðunum?

Kostnaður við rekstur lífeyrissjóða á íslandi er varlega áætlaður um 4 milljarðar á ári. Í ljósi þess að fjárfestingar þeirra eru að upplagi nákvæmlega eins er nauðsynlegt að velta upp þeirri spurningu hvort ekki sé hægt að hagræða í kerfinu og láta sjóðina vinna fyrir  fólkið í stað þess að vinna fyrir forstjóravaldið.

Hér er dæmi um rekstrarkostnað Lífeyrissjóða.

Rekstrarkostn.

Launakostn.

Stöðugildi

Forstj.laun

Lsj. starfsmanna ríkisins 

815.281.000

245.000.000

38,4

19.771.000

Lífeyrissj. Verslunarmanna

424.426.000

269.000.000

27,5

30.000.000

Gildi lífeyrissjóður

367.750.000

188.373.000

23

21.534.000

Sameinaði Lífeyrissjóðurinn

237.346.000

135.463.000

16

16.768.000

Stapi Lífeyrissjóður

173.494.000

86.000.000

11,6

12.917.000

Stafir

153.420.084

94.290.790

10,5

19.048.011

Samtals.

2.171.717.084

1.018.126.790

127

120.038.011

Þetta eru 6 sjóðir af 37 sjóðum sem taka við iðgjaldi. Hafa ber í huga að margir þeirra eru smáir og umsýsla þeirra í höndum bankanna.

Með því einu að sameina og hagræða í kerfinu væri hægt að lækka rekstrarkostnað um að lágmarki helming og þannig stórbæta réttarstöðu maka sem missa fyrirvinnu og byggja þjónustuíbúðir fyrir aldraða sjóðsfélaga á stærð við Nordica Hótel. Þetta myndi skila sanngjörnum leigutekjum til sjóðsfélaga frá fyrsta degi í stað þess að sjóðsfélagar þurfi að selja undan sér fasteignir á misgóðum markaði, jafnvel á undirverði, til að komast framar á biðlistum. Til þess eins að fá  húnsæði á stærð við kústaskáp á yfirfullum elliheimilum. Fjárfesting í steypu yrði verðtryggð án þess að það myndi bitna á sjóðsfélögum.

Sjóðirnir standa misvel og bjóða upp á mis góðar tryggingar fyrir sína sjóðsfélaga. Í dag hafa sjóðsfélagar sömuleiðis áunnið sér misgóð lífeyrisréttindi. Það væri hægt að styðjast við þær upplýsingar og reikna inn í nýjan sameiginlegan sjóð eða sjóði með sama hætti og gert er þegar sjóðsfélagi skiptir um lífeyrissjóð.

Það sem ég tel verða flóknara við hugsanlegt sameiningarferli eru misjöfn réttindi sem sjóðsfélagar hafa í hinum og þessum sjóðum, örorkubyrðin er misjafnlega há eftir sjóðum og sjóðir eru ýmist með aldurstengda eða jafna ávinnslu réttinda, og svo mætti áfram telja. Þetta eru hinsvegar smámunir miðað við þann heildarávinning fyrir sjóðsfélaga sem gæti náðst með aukinni hagræðingu og gegnsæi.

Einnig er gríðarlega mikilvægt að opna bókhald sjóðanna upp á gátt og setja strangar siðareglur í fjárfestingum þeirra. Þetta mætti m.a. gera með því að leggja blátt bann við fjárfestingum í félögum og sjóðum sem hafa ofurlaunastefnu og kaupréttasamninga og banna fjárfestingar í fyrirtækjum sem brjóta á réttindum launafólks. Ef sjóðir eða fyrirtæki verða uppvís að slíku ætti einfaldlega selja hlutin í þeim eða gjaldfella lánin. Þau félög verða þá einfaldlega að leita annað eftir fjármagni. Fjármagnið sjálft, siðareglur og gegnsæi myndu eitt og sér veita fyrirtækjum sem sækja í fjármagnið mun meira aðhald en áður hefur þekkst. M.o.ö. verður sýnilegt hvaða fyrirtækjum sjóðirnir eru að lána. Þá geta önnur fyrirtæki innan sama geira gert athugasemdir og þannig veitt hvort örðu nauðsynlegt aðhald og hvata til að hafa ávallt hagsmuni sjóðsfélaga að leiðarljósi.

Með þessari einföldu hugmynd eru peningarnir að vinna fyrir þá sem eiga þá. Einnig finnst mér mikilvægt í þessu samhengi að ávöxtunarkrafa sjóðsins verði í meðallagi. 

Er hægt að láta lífeyri erfast?

Í ársreikningum lífeyrissjóða kemur fram að kostnaður við almmannatryggingakerfið þ.e. örorku, maka, barnalífeyri og rekstrarkostnað er um 20% af heildarskuldbindingum og framtíðarskuldbindingum sjóðanna á móti 80% til greiðslu lífeyris. Það ætti því ekki að vera mikið vandamál að skipta 12% iðgjaldinu hlutfallsega á milli almannatryggingasjóðs og Séreignar. Hagræðing með mikilli lækkun rekstrarkostnaðar myndi svo bæta rétt þeirra sem þiggja greiðslur úr almannatryggingakerfinu til mikilla muna. Foreldrar sem oftar en ekki eru með fjárhagslegar skuldbindingar gagnvart börnum sínum eða nánasta fjölskylda þeirra sem einstæðir eru og barnlausir munu þá erfa viðkomandi í stað þess að greiddur lífeyrir gufi upp og týnist að lokum í bréfabraski.

Forstjórarnir

Aftur að hagræðingar- og sameiningarferlinu, sem vissulega verður flókið, en ef viljinn er fyrir hendi ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að hægt verði að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Nema þá kannski helst forstjórar og stjórnendur sjóðanna sem munu að öllum líkindum berjast á móti þessari þróun með kjafti og klóm. Dæmi eru um að við sameiningar sjóða hafi forstjórar verið keyptir út með himinháum starflokasamningum eða nokkura ára uppsagnarfresti svo þeir fáist til að „sleppa takinu”. Það getur verið miklum vandkvæðum bundið að fá menn til að sleppa takinu á gullkálfinum og þeim gríðarlegu völdum sem þeir hafa sem einræðisherrar yfir öllum þeim fjármunum sem sjóðirnir hafa yfir að ráða. Enda sitja flestir forstjórar lífeyrissjóða eins og ormar á gulli og finna því öllu til foráttu að sameinast.

Að lokum

Það er því ekki að undra að í augum flestra eru sjóðirnir álíka fjarri okkur og karlinn í tunglinu. Við þurfum að opna þetta meira og fá lífeyrissjóðina nær fólkinu, því flestir hafa ekki hugmynd um hvað þar fer fram, hvað þá hverjir stjórna. Þetta er jú sameign okkar allra en ekki peningahítur forstjóravaldsins, vildarvina og vildarfyrirtækja þeirra.

Ef við viljum breytingar verðum við að kjósa breytingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er mjög góð grein og vonandi vekur hún einhverja til umhugsunar um þetta "góða" lífeyrissjóðakerfi okkar.  Þú varst alveg stórkostlegur í Silfrinu áðan.

Jóhann Elíasson, 8.3.2009 kl. 15:24

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir með jóhanni, þú varst mjög góður í viðtalinu í dag.

Óskar Þorkelsson, 8.3.2009 kl. 16:52

3 identicon

Sæll Ragnar. Þetta var flott hjá þér í Slilfrinu en mér hefði nú fundist að Egill hefði átt að gefa þér/ykkur meiri tíma. það þarf að fjalla meira um hvernig þessir sjóðir koma fram við sína eigendur ef eitthvað bilar eða brotnar hjá þeim, svona eins og þú byrjaðir að koma inná. Þetta er eiginlega ótrúleg svikamylla  út í gegn, og ég skil bara ekki hvað allir eru afskiptalausir gagnvart þessu. Ég dáist  af því hvað þú ert búin að leggja mikla vinnu í þetta og vildi að ég hefði meiri þekkingu til að fjalla um þetta með þér og vil sjá fleiri sem hafa aðstöðu og kunnáttu koma að þessum málum.  Takk fyrir mig.

(IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 16:52

4 identicon

Þú varst frábær í Silfrinu áðan. Það þarf að breyta lífeyrissjóðunum sem fyrst. Það er spurning hvort við eigendur þessara sjóða eigum ekki að stofna samtök sem berjast fyrir breytingum á kerfinu. Ég þekki svipað dæmi og þú talaðir um í Silfrinu sem var mjög sorglegt. Það þarf að mynda sterkan þrýstihóp til að vinna að breytingum því þetta gengur ekki svona lengur.

Ína (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 17:28

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Frábær frammistaða í Silfrinu - sjá nýjustu færsluna mína. Kærar þakkir.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.3.2009 kl. 17:58

6 identicon

Áhugaverðir punktar sem þú komst með í silfrinu.  En varðandi það þegar þú sagðir að LV væri rekin eins og fjölskyldufyrirtæki.  Núna á Þorgeir börn sem hafa menntað sig á fjármálasviðinu og eru í þokkalegum stöðum í Exista og í KB. Ertu að meina Þorgeir hafi þrýst á stjórnedur þessa fyrirtækja til að koma börnunum sínum þarna að? Eða hvað ertu að meina og gæturu fært rök fyrir því? 

 Það er eðlilegt að íslenski lífeyrisjóðir fjárfesti í íslenskum fyrirtækjum ekki satt? KB banki og Exista voru gríðar fyrirferða miklir á íslenska hlutabréfamarkaðinum þannig ég sé ekkert athugavert við að það sé keypt í þeim. En áttu við að það sem það erum fjölskyldutengsl til staðar að þá megi ekki kaupa í þeim fyrirtækjum. 

Er þá best a finna einhvern sem á helst enga fjölskyldu til að reka lífeyrissjóðina?

Helgi (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 20:01

7 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka öllum kærlega fyrir þessa góðu strauma, innlit og athugasemdir.

Helgi

Þakka innlit og athugasemd.

Ég geri athugasemdir við náin fjölskyldutengsl við stærstu fjárfestingar lífeyrissjóðsins. Ég tel fullkomlega eðlilegt að spyrja eftirfarandi spurningar sem snýr að því hvort þessi hópur hafi notið vildarkjara umfram almenna félagsmenn í VR. Ég tel að beinar fjárfestingar í Kaupþingi, Exista og Bakkavör ásamt áætlaðri skuldabréfaeign sjóðsins í sömu félögum hafi numið um 45-50 milljörðum króna.

Ég spurði þessa spurninga í Janúar síðastliðin og hef ekki fengið nein svör, enda kafloðnar yfirlýsingar þessara aðila vegna spurninga minna, vekja upp fleiri spurningar en svör.

Spurt er: Hafa einhverjir þessara aðilar notið vildarkjara umfram hinn almenna félagsmann í VR á Tímabilinu frá 1.Janúar 2000 til 1. Janúar 2009 

Gunnar Páll Pálsson Formaður VR, Stjórnarformaður LV og Stjórnarmaður gamla Kaupþings. Sat einnig í lánanefnd Kaupþings sem er svo skemmtilega í fréttum þessa dagana.

Ásta Pálsdóttir eiginkona Gunnars og Starfsmaður Kaupþings er skráður lykilstarfsmaður á innherjalista FME hjá Kaupþingi þann 21.07.2003  Þorgeir Eyjólfsson Forstjóri Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.Sigríður Lýðsdóttir eiginkona Þorgeirs og starfsmaður Kaupþings. Börn þeirraLýður Þorgeirsson Sérfræðingur hjá fyrirtækjasviði Kaupþings. Hann kallar sig VP investment banking hjá Kaupthing.http://www.linkedin.com/in/lydurGuðrún Þorgeirsdóttir Starfar sem framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Exista stærsta eiganda Kaupþings. En Lífeyrissjóður Verslunarmanna var meðal stærstu eiganda Exista og Kaupþings. http://www.exista.com/Uploads/document/CMD2007/Gudrun_Thorgeirsdottir.pdfHún er á fruminnherjalista hjá Lýsingu þar sem hún er varastj.maður.http://www.fme.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=4191  Guðmundur B.Ólafsson Lögmaður VR, Guðmundur starfaði frá 1989-2002 hjá VR en makar nú krókin sem verktaki fyrir félagið, með einkarétt á VR málum frá einkavini sínum Gunnari Páli.

Nanna E. Harðardóttir eiginkona Guðmundar er forstöðumaður við útlánaeftirlit Kaupþings (sem er innan áhættustýringar) og er sambærileg staða og Tryggvi Jónsson var í í Landsbankanum.Þau tvö voru svo á lista Morgunblaðsins yfir þá starfsmenn sem talið var að hefðu fengið lán sín afskrifuð hjá Kaupþingi.

 

Af hverju svarar þetta fólk ekki? Hefur þessi hópur eitthvað að fela?

 

Ég væri ekki að spyrja að þessu ef tengingarnar væru ekki eins sterkar og raun ber vitni. ég er alls ekki að setja út á það að þessi hópur starfi í Kaupþingi og tengdum félögum.

Ragnar Þór Ingólfsson, 8.3.2009 kl. 20:38

8 identicon

En ég skil ekki að þú segir að þetta sé fjölskyldurekið fyrirtæki. Ætti þá ekki fjölskyldan öll að vera vinna hjá LV? Þótt að einhver skyldmenni eru peð í bönkunum eða í fjárfestingafyrirtækjum þá geturu ekki komið með svona sprengju og sakað fólk um misjafnahluti sem þú hefur nákvæmlegar engar sannanir fyrir. Þessi fjölskyldutengsl er ekkert leyndarmál og ég skil ekki afhverju fólk ætti að þurfa svara svona dylgjum.

Er það ekki eðlilegt að börn sem eiga foreldra í fjármálageiranaum vilja feta í fótspor þeirra. Eins og strákur sem vill vera smiður eins og pabbi sinn.

Helgi (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 22:21

9 identicon

Helgi... Ragnar hefur ekki sakað einn eða neinn um neitt, hann spyr eðlilegra spurninga, sem merkilegt nokk fást ekki svör við. Og ef ég tók rétt eftir þá fullyrti hann ekki neitt um að þetta væri fjölskyldufyritæki, en tengslin væru slík að það mætti halda annað auðveldlega.  Þeir sem feta í fótspor feðra sinna verða að gæta að hvar þeir stíga niður eins og allir aðrir. Og ef allt er svona eðlilegt við þetta af hverju fær Ragnar of við hin ekki svör við þessum spurningum???

(IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 23:23

10 identicon

Blessður

Ég þyrfti að fá að senda þér póst

Hvað er netfangið hjá þér?

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 23:41

11 identicon

http://http.0.muli.rs.ruv.is/video.ruv.is/4440922$0.wmv

40:45 segir hann að LV sé rekið eins og fjölskyldufyrirtæki. Mega sumir ekki vinna sig upp í fjármálaheiminu? verða þau að passa sig hvar þau stíga niður? það er ekki eins og þau séu í stöðum í fyrirtækjunum sem lokaákvarðanir fara fram.  Afhverju eiga þau að þurfa að svara einhverjum bloggara-dylgjum? 

Helgi (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 00:26

12 identicon

Þú varst frábær í Silfrinu- þetta er sannarlega þörf umræða. Er því miður ekki félagi í VR - en kem til með að fyljgast mun betur með lífeyrissjóðsmálum mínum héðan í frá!

Elín Björk Jónasdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 00:36

13 Smámynd: Magnús Bergsson

Ég er orðin alveg kjaftstopp yfir framsetningu þinni. Hún er frábær og alveg ómetanleg. Meira að segja bókhaldsrati eins og ég geta séð að það er ekki allt með feldu í lífeyrissjóðunum.

Ég vill þakka fyrir framlag þitt í Silfri Egils. Egill þarf reglulega að taka þig í viðtal ef það kynni verða til þess að almenningur rumski af sínum þyrnirósarsvefni. Þú ert að rífa mjög sóðalegu graftarkíli sem fyrir löngu hefði átt að stinga á. Ég vona bara að þú lendir ekki í því að þurfa lífverði eins og Eva Joly

Ef ég væri ekki þessi auli í tölum og bókhaldi þá mundi ég slást í lið með þér og leggjast í rannsóknir á mínum lífeyrissjóði. Mér þykir ólíklegt að ástandið sé eitthvað betra þar en annarstaða. Það er ekki seinna vænna að gera byltingu í lífeyrisjóðunum núna ef maður ætlar að njóta góðs af því sjálfur. 

Magnús Bergsson, 9.3.2009 kl. 01:10

14 identicon

Heill og sæll; Ragnar Þór, sem þið önnur, hér á síðu !

Íslandi væri borgið; ættum við fleirrum eins afbragðsmönnum á að skipa, sem Ragnari Þór Ingólfssyni, gott fólk.

Ég mun leitast við; meðan anda dreg, að fylgja Ragnari eftir, í orrustu þeirri, hver fram undan er, gagnvart einum fjölmargra þátta spillingarinnar á Íslandi - sem er veldi lénsherranna, í Lífeyrissjóðum landsmanna, og blygðunarlaust líferni þeirra, á kostnað lífeyrisgjaldenda allra.

Þökkum jafnframt; Ragnari Þór,  röggsama framgöngu, í Silfri Egils, sem oftar. 

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 01:43

15 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka öllum kærlega fyrir stuðninginn og þau hlýju orð í minn garð.

Davíð Kristjánsson er með e-mail: ragnar@orninn.is

Kæri Helgi

Þú ert greinilega að tala máli núverandi stjórnar og ert mjög meðvirkur ástandinu. Ég er með ýmsar upplýsingar undir höndum um starfsemi sjóðanna og stjórnendur hans. Það er mikilvægt að þetta fólk svari því afdráttarlaust opinberlega hvort það hafi notið vildarkjara eða ekki. Ef það hefur notið vildarkjara þá hafa sjóðirnir sannanlega verið reknir í þágu útvaldra.

Klíkustefna hefur viðgengist í fjarfestingum sjóðanna um áratugaskeið enda hafa sjóðirnir ákvörðunarvald um hverjir fá að eignast og reka fyrirtækin og hverjir ekki. Þetta ákvörðunarvald birtist m.a. í formi stjórnasetu í stærstu fjármálastofnunum landsins þar sem stjórnarmenn sjóðanna sitja í bankastjórnum og ráðstafa völdum til vildarfyrirtækja og vildarvina.

Þekkt dæmi um óheftan aðgang fyrirtækis að fjármagni úr sjóðum lífeyrissjóðs og banka í hans eigu, er dæmi Víglunds Þorsteinssonar eiganda og stjórnarformanns BM-Vallár og fyrrverandi stjórnarformanns Lífeyrissjóðs Verslunarmanna og stjórnarmanns í Glitni. Þetta væri ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að BM-Vallá hefur ekki skilað ársreikningi til RSK síðan 1995, sem er jú grunnforsenda eðlilegra lánveitinga við mat á greiðslugetu og áreiðanleika fyrirtækja, fyrir utan að vera ólöglegt. Ætli þeir hafi verið beittir dagsektum fyrir vikið?

Ég get haldið áfram ef þú vilt, Telur þú að enhverjir úr þessum hópi hafi notið vildarkjara hjá Kaupþingi og tengdra fyrirtækja?

Kveðja

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 9.3.2009 kl. 10:18

16 identicon

Þú hefur ekki enn skýrt mál þitt hvernig þetta er rekið sem fjölskyldufyrirtæki.

"Spurningin er ekki hvort eitthvað af þeim sjálfum hafi notið góðs af vildarsamningum og niðurfellingum ábyrgða heldur hversu mikið hagnaðist þessi hópur á vildarkjörum?"

Hér ert þú að saka þau um að hafa fengið eitthvað meir en aðrir eftir hrunið.  Hefur þú eitthvað í höndunum sem sannar þetta...eða í það minnsta gæti leitt til gruns um eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað?

Það sem ég veit hefur engin þeirra fengið vildarkjör.

Til að stýra svona stórum sjóð þarf eldkláran og hámenntaðan mann.  Hann kostar að sjálfsögðu peninga. hvað finnst ykkur sanngjörn laun fyrir svona mann? 

Ég er ekki á bandi neins hérna.  En ég vill samt að sanngirni sé gætt. Sérstaklega þegar heil fjölskylda er dregin inn í málið án rökstuðnings.

Helgi (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 11:26

17 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Er hægt að bjarga Nolífeyrissjóðunum?

 Clapping Hands Góður í Silfrinu.

   





Magnús Sigurðsson, 9.3.2009 kl. 11:27

18 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Kæri Helgi 

Þú verður að fara og lesa betur áður en þú skrifar.

Spurt er: Hafa einhverjir þessara aðilar notið vildarkjara umfram hinn almenna félagsmann í VR á Tímabilinu frá 1.Janúar 2000 til 1. Janúar 2009 

Ég spurði sama hóp að þessu í janúar síðastliðin en hef enn ekki fengið svör frá þeim, HVORT þau hafi notið vildarkjara eða ekki.

Nenni annars ekki að agnúast við þig út af orðalagi í Silfrinu frekar.

Las fréttir í mogganum í gær um lanveitingar Kaupþings.

Gunnar Páll sat í lánanefnd Kaupþings og kvittaði undir 500 milljarða lánveitingar til eigenda,stjórnenda og vina.

Þessir gjörningar einir hafa skert framtíðar lífskjör barna minna til mikilla muna og það er hlutur sem ég mun ekki lýða stundinni lengur.... Ég hef fengið nóg af þessu liði og ætla ekki að þegja yfir þessu lengur.

Þessum mönnum er ekkert heilagt og eru svo sjúkir að þeim finnst ekkert óeðlilegt við þessar lánveitingar og segjast hafa farið eftir öllum reglum.

Núverandi stjórn VR stendur með formanninum eins og meðvirkir alkohólistar og styðja hann fram í rauðan dauðan.

Hvenær er komið nóg af þessari vitleysu. Ég fékk nóg í gær.

Kveðja

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 9.3.2009 kl. 11:38

19 identicon

ég er bara að vitna í orð þin Ragnar. http://ragnar73.blog.is/blog/ragnar73/entry/776500/

Spurningin er ekki hvort eitthvað af þeim sjálfum hafi notið góðs af vildarsamningum og niðurfellingum ábyrgða heldur hversu mikið hagnaðist þessi hópur á vildarkjörum?

Þetta skrifaðir þú Ragnar. Hér ertu að saka þá um að hafa fengið eitthvað meir en aðrir. Hvað fengu þeir?

Þótt margt misjafnt hafi átt sér stað í bönkunum gefur það þér ekki ávísun á að hrauna yfir heilu fjölskyldurnar. Eins og þú ert að biðja þá um að skýra mál sitt er ég að biðja þig um að skýra mál þitt.

"Nenni annars ekki að agnúast við þig út af orðalagi í Silfrinu frekar. "

Ég spyr enn og aftur hvernig var þetta rekið sem fjölskyldufyrirtæki? Ef þú getur það ekki dragðu þá þessi ummæli til baka

Helgi (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 12:03

20 Smámynd: Ágúst Guðbjartsson

Sæll Ragnar veistu hvað tapið er stórt á Straum?

Okkar sjóður átti 2,2% 1.mars

http://www.straumur.net/en/Investor-Relations/Share-information/Share-ownership/

Ágúst Guðbjartsson, 9.3.2009 kl. 12:16

21 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þú vísar í ummæli mín í janúar vegna Upplýsingar frá morgunblaðinu sem birti lista yfir þá sem hefðu hagnast á niðurfellingu skulda. Og vísa ég hér með á morgunblaðið. 

Guðmundur B. Ólafsson Lögmaður VR   Nanna E. Harðardóttir, forstöðumaður í Kaupþing banka, er eiginkona Guðmundar hún starfar við útlánaeftirlit Kaupþings (sem er innan áhættustýringar) og er sambærileg staða og Tryggvi Jónsson var í í Landsbankanum.Þau tvö voru svo á lista Morgunblaðsins yfir þá starfsmenn sem talið var að hefðu fengið lán sín afskrifuð hjá Kaupþingi.

Mér finnst einkar áhugavert hvernig þú talar máli þessara aðila sem eiga í hlut. Ég mun ekki draga orðalag mitt til baka og tel mig hafa rökstutt mál mitt með þeim hætti að það sé hafið yfir allan vafa að ég varpi þessu upp sem spurningu. Ég skal hinsvegar endurskoða mál mitt þegar þessi hópur hefur svarað því hvort þau hafi notið einhverra vildarkjara.

Lifðu heill Helgi minn.

Hvert er fullt nafn þitt Helgi og við hvað starfar þú? 

Ragnar Þór Ingólfsson, 9.3.2009 kl. 12:16

22 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

 

Sæll Ágúst

Hér er samantekt frá AMX.

Ég þakka innlitið

Lífeyrissjóðir tapa beint verulegum fjárhæðum á falli Straums-Burðaráss, en nokkrir sjóðir voru hluthafar í fjárfestingarbankanum. Miðað við markaðsvirði bankans á föstudag er tap sjóðanna tæplega 1,3 milljarðar króna. Ljóst er að í raun er tap sjóðanna enn meira enda kaupverð bréfanna hærra en nemur þessu. Ekki liggja fyrir upplýsingar hvort lífeyrissjóðirnir eigi kröfur á hendur bankanum s.s. í formi skuldabréfa.

Markaðsverðmæti Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hefur verið í frjálsu falli frá því í júlí 2007 þegar gengi hlutabréfanna fór hæst í liðlega 23 krónur á hlut. Síðasta viðskiptagengi bréfanna á föstudag var 1,71 króna. Þetta þýðir að verðmæti bankans var 13-sinnum lægra á föstudag en í júlí 2007.

Markaðsvirði hlutabréfaeignar lífeyrissjóðanna í kr.

  • Lífeyrissjóður verslunarmanna393.027.033
  • Stafir 310.200.530
  • Sameinaði lífeyrissjóðurinn 212.705.034
  • Lífeyrissjóðir Bankastræti 205.200.000
  • Gildi 168.434.246
  • Samtals 1.289.566.843

Ragnar Þór Ingólfsson, 9.3.2009 kl. 12:20

23 identicon

Í silfrinu nefndir þú aðra aðila fyrst. (41 mín)

Einnig nefnir þú fleirri aðila  í þessari grein http://ragnar73.blog.is/blog/ragnar73/entry/776500/

Afhverju nefniru þá?

Ég er ekki með eða á móti neinum. Þótt ástandið í þjóðfélaginu sé viðkvæmt og mikill hiti í mönnum finnst mér það ekki gefa svona skotleyfi.  Jafnvel þótt ég talaði máli þessara sem eiga í hlut sé ég ekkert athugavert við það.

Þú ert greinilega mjög metnaðarfullur og gaman væri að fá þína líka (hugsjónarmenn) í LV. En mér finnst óþarfi að maka óhreinindum yfir fólk sem virðist ekkert rangt hafa gert til að vekja athygli .

ég vill ekki koma fram undir full nafni. Vona að þú takir tillit til þess

Helgi (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 12:38

24 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

 

Helgi

Yfirskrift greinarinnar var:

Af hverju í ósköpunum fara Lífeyrissjóðirnir ekki í mál við stjórnendur Kaupþings?

Vandamál lífeyrissjóðs verslunarmanna er að staða þeirra er engu betri en Stoðir eru í gagnvart Glitni varðandi málshöfðun. Það kemur hinsvegar ekki í veg fyrir að aðrir stórir sjóðir geti farið í mál við stjórnendur gamla kaupþings en vegna innbyrðis tengsla þessara aðila sem stjórna stærstu sjóðunum í gegnum fjárfestingar sínar og setu í LL "landsambandi lífeyrissjóða" þá hef ég ekki mikla trú á að eitthvað verði gert í þeim efnum.  

Þú gætir verið að blanda saman tveimur hlutum sem ég er að benda á í greininni, annars vegar vildarlána og hinsvegar hugsanlega málshöfðun gegn stjórnendum gamla kaupþings og tengsla þeirra, ég ætla að lesa betur yfir þetta og athuga hvort framsetning greinarinnar sé villandi.

Ég skal taka til greina þessar athugasemdir þínar og virði nafnleynd þína vegna þess að þú ert að skrifa mjög málefnalega á síðuna og virði ég það og sömuleiðis þínar skoðanir.

Ég ætla að hugsa málið og fara aðeins betur yfir málið.

Takk fyrir að sýna þessu áhuga Helgi.

Kveðja.

Ragnar 

Ragnar Þór Ingólfsson, 9.3.2009 kl. 12:52

25 identicon

Ég sé samt ekki afhverju að tengsl við tvo aðaila sem vinna á fyritækjasviði ættu að koma í veg fyrir lögsókn.  Finnst það afar langsótt að hagsmunir þessara einstaklinga verða fyrir hnjaski ef kemur að lögsókn.

Gangi þér vel Ragnar.

Helgi (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 14:38

26 identicon

Sæll Ragnar, góð frammistaða í Silfrinu,.

Verð að beina minni fyrirspurn til Helga.  Hvað sérðu að því að VR svari þessum spurningum Ragnars? eftir allt sem undan er gengið.  Þetta virðist vera ein helsta ástæðan að lítið er aðhafst.  Það má ekki persónugera eitt né neitt.  Sjóður tapar milljörðum og ef einhver spyr spurninga er það bara árás stjórnendur hans.  Það mætti halda að þetta væri einkamál stjórnenda hans.

Þú talar um að það þurfi að hafa eldklára menn í að stjórna þessum sjóðum og borga þeim vel eftir því.  Finnst þér þetta vera afburða stjórnendur?.  Eftir milljarða tap telstu varla afburða stjórnandi ( geri mér grein fyrir alþjóðlegri krísu ).  Nú er viðurkennt að stjórnendur hér sem annarsstaðar í heiminum hafi verið komnir út úr kortinu í launum og sýnist mér VR stjórnendur ekki hafa skorið sig þar neitt úr.

Það hlýtur að vera í lagi að fara í saumana á þessu og gera meira heldur enn að spyrja spurninga t.d. að láta óháða aðila vinda sér í allsherjar skoðun á félaginu og öllum innviðum þess.

Þetta eru engar árásir nema fólk taki því þannig og þá setur maður ???

itg (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 22:24

27 identicon

Sæll itg.

Byrjum á byrjun

Hvað sérðu að því að VR svari þessum spurningum Ragnars?  Ef spurningarnar eru byggðar á langsóttum dylgjum tel ég þeim ber ekki skylda til að svara þeim.

"Sjóður tapar milljörðum og ef einhver spyr spurninga er það bara árás stjórnendur hans."

Ég veit ekki hvernig nokkur sjóður ætti að geta komist tjónlaust út úr þessari krísu. Hversu hátt hlutfall sjóðsins tapaðist ætti frekar að vera spurning þín. Það sem ég best veit þá er það ekki hátt. Já stjórnin hefur staðið sig vel með því að tapa ekki meir og ég þori að fullyrða að minna menntaður og síður klárari maður hefði gert meira tjón hefði hann stjórnað.

Ragnar:

Ég á ekki orð.  Þetta er orðin flókin umræða og ætla ég að legga þetta eins skýrt fram eins og ég mögulega get. 

Hér á undan spurði ég þig afhverju þú sakar fjölskyldu um að hafa notið góðs af vildarkjörjum án sannana=> þín orð: ""Spurningin er ekki hvort eitthvað af þeim sjálfum hafi notið góðs af vildarsamningum og niðurfellingum ábyrgða heldur hversu mikið hagnaðist þessi hópur á vildarkjörum?"

Þú svarar :“ Ég spurði sama hóp að þessu í janúar síðastliðin en hef enn ekki fengið svör frá þeim, HVORT þau hafi notið vildarkjara eða ekki.“  ATH: Hér sleppiru því að hafa sagt „heldur hversu mikið hagnaðist þessi hópur á vildarkjörum?"

 

Næst  bendi ég  þér á að þú notaðir þessi orð í næsta svari

 

Þú svarar þá: „Guðmundur B. Ólafsson Lögmaður VR   Nanna E. Harðardóttir, forstöðumaður í Kaupþing banka, er eiginkona Guðmundar hún starfar við útlánaeftirlit Kaupþings (sem er innan áhættustýringar) og er sambærileg staða og Tryggvi Jónsson var í í Landsbankanum.Þau tvö voru svo á lista Morgunblaðsins yfir þá starfsmenn sem talið var að hefðu fengið lán sín afskrifuð hjá Kaupþingi.“

 

Ég spyr þig þá: Afhverju þú ert að nefna þá alla hina aðilana

 

Þú svarar:“Þú gætir verið að blanda saman tveimur hlutum sem ég er að benda á í greininni, annars vegar vildarlána og hinsvegar hugsanlega málshöfðun gegn stjórnendum gamla kaupþings og tengsla þeirra, ég ætla að lesa betur yfir þetta og athuga hvort framsetning greinarinnar sé villandi."

 

Ef ég skil þig hér rétt þá ertu að meina að ég var að misskilja þig þannig að ég  hélt að þú værir að meina að Þorgeir og hans fjölskylda hefðu notið vildarkjara. En það sem þú ert að meina, og miskilningurinn getur verið í framsetningunni, er að LV er að þrjóskast við að kæra KB út af fjölskyldutengslum Þorgeirs.  Þessa vegna ertu að nefna Þorgeir og alla hans fjölskyldu.

Framsetning þín er ekkert villandi heldur eru hún bara röng. Í silfrinu (42:20 mín:sek) ( http://http.0.muli.rs.ruv.is/video.ruv.is/4440922$0.wmv) nefnir þú þennan hóp og spyrð síðan "naut þessi hópur vildarkjara og fyrirgreiðslna? Ég er ekki að misskilja neitt Ragnar.

Þetta er svo rangt sem þú ert að gera Ragnar.  Þú ert að beygja staðreyndir annað hvort viljandi eða útaf kunnáttuleysi. Það versta er að reiða fólkið í kringum þig finnst þú vera gera frábæra hluti með þessum upphrópunum og innihaldslausu bendingum.

Ég vill benda öllum þeim sem segja að þessi framistaða Ragnars hafi verið góð lesa þessa grein. Einnig vil ég endilega að þú svarir mér Ragnar hvort þú haldir að enn að ég hafi verið að miskilja og hvort framsetning þín hafi í raun verið „röng“.

Ég vill taka fram að mér þykir ekki óeðlilegt að spyrja spurninga. En að tala um fjölskyldu á neikvæðan hátt í fjölmiðlum, sem er einungis byggt á dylgjum finnst mér vera það eitt það allægsta.

Í lokin vil  ég benda á yfirlýsingu sem var að koma á vef LV.  Þar kemur fram að þú hafir farið annsi frjálslega með staðreyndir. Finnst öllum framistaðan þín hafi verið svona frábær ennþá? Örugglega, Fólk vill sjá forstjóra fjármálastofnana brenna og hlustar á engin rök. Ég ætla að leyfa LV eiga síðasta orðið

 http://www.live.is/sjodurinn/frettir-og-tilkynningar/nr/239

 Vegna viðtals í Silfrinu í dag vill undirritaður koma eftirfarandi ábendingum á framfæri:

Í Silfri Egils, sunnudaginn 8. mars 2008, kaus viðmælandi Egils að blanda fjölskyldum forystumanna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á miður smekklegan hátt inn í málflutning sinn gegn stjórnendum og starfsemi lífeyrissjóðsins. Jafnframt voru settar fram margar fullyrðingar sem eru efnislega rangar og til þess fallnar að draga upp ranga mynd af því sem um var rætt. Því er alfarið vísað á bug að fjölskyldutengsl hafi haft áhrif á fjárfestingar sjóðsins t.d. í Kaupþingi en eiginkona undirritaðs hóf störf í Búnaðarbanka Íslands árið 1997, þ.e.a.s. þegar bankinn var enn í eigu ríkisins og eiginkona Gunnars Páls, stjórnarformanns lífeyrissjóðsins, var ráðin til almennra starfa í Kaupþingi áður en hann tók sæti í stjórn bankans. Að starf sonar undirritaðs sem sérfræðings í fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings hafi áhrif á ákvarðanatökur starfsmanna á eignarstýringarsviði lífeyrissjóðsins varðandi einstakar fjárfestingar er fullkomlega fráleitt og á ekki við nokkur rök að styðjast.

Þar sem verið er að gera eignarhlut Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í Kaupþingi tortryggilegan vegna fyrrgreindra "meintra" tengsla ber að árétta að hann var svipaður eða minni en annarra stórra lífeyrissjóða. Þannig átti Lífeyrissjóður verzlunarmanna 2,64% í Kaupþingi samkvæmt hlutaskrá 9. október 2008 en Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 3,38% og Gildi lífeyrissjóður 2,70% á sama tíma.

Lífeyrissjóðirnir lúta sem aðrar fjármálastofnanir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Ársreikningar lífeyrissjóðanna eru gerðir upp samkvæmt reglum og fyrirmælum FME. Hrun viðskiptabankanna í október 2008 og óvissa í íslensku efnahagsumhverfi í kjölfarið hefur haft í för með sér niðurfærslu á skuldabréfaeigninni og afskriftir á stórum hluta innlendrar hlutabréfaeignar sjóðsins. Fullyrðingar í viðtalinu um að slíkt hafi ekki verið framkvæmt í ársuppgjöri LV eru því rangar. Eftir sem áður er meginhluti eigna lífeyrissjóðsins í traustum verðbréfum sem munu halda verðgildi sínu og bera góða ávöxtun til framtíðar. Eins og áður hefur komið fram í opinberum upplýsingum frá lífeyrissjóðnum átti sjóðurinn ekki óveðtryggð skuldabréf/víxla nokkurra fyrirtækja sem verið hafa í fréttum að undanförnu t.d. Stoða, Landic Property, Nýsis, Milestone, Baugs, Teymis, 365, Kögunar, Mosaic Fashions og Atorku. Skuldabréf eftirtaldra útgefenda, í eigu sjóðsins, voru til varúðar færð niður að hluta og/eða öllu leyti; Exista, Fl Group, Samson og Eimskip. Ekki var talin ástæða til að færa varúðarafskriftir vegna skuldabréfa eftirtalinna útgefenda; Skipti (Síminn), Tryggingamiðstöðin, Landsvirkjun, RARIK, Alfesca, Bakkvör, Orkuveita Reykjavíkur og HB Grandi.

Vegna sterkrar stöðu lífeyrissjóðsins fyrir kreppuna og virkrar dreifingar eigna munu lífeyrisgreiðslur og réttindi haldast óbreyttar frá síðustu áramótum. Þetta eru góðar fréttir, ekki síst í ljósi þess að frá 1997 hafa lífeyrisréttindi sjóðfélaga verið hækkuð um 21,1% umfram verðlagsbreytingar. Að sjóðurinn hafi sýnt aðra hæstu ávöxtun meðal lífeyrissjóðanna síðustu árin er grundvöllurinn að hækkun réttindanna.Tryggingafræðileg staða sjóðsins um sl. áramót var neikvæð um 7,2% sem er innan þeirra marka sem lög mæla fyrir um og kom því ekki til lækkunar réttinda og lífeyris um síðustu áramót. Rekstrarkostnaður LV hefur ætíð verið með því lægsta sem gerist meðal lífeyrissjóða landsins og var til dæmis 0,06% í hlutfalli af eignum á árinu 2008.

Ranglega var fullyrt af viðmælanda í viðtalinu að bygging og rekstur íbúða fyrir aldraða rúmist innan fjárfestingaheimilda lífeyrissjóða samkvæmt lögum. Lífeyrissjóðir mega einungis eiga fasteignir að því marki sem þarf vegna reksturs þeirra. Fullyrðingar um annað eru rangar.

Meginniðurstöður ársreiknings eru lífeyrissjóðirnir skyldaðir að lögum að birta opinberlega. Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur birt auglýsingu um starfsemi sjóðsins árlega í áratugi. Framsetning upplýsinga í texta tölum og mynd var í ár með hliðstæðum hætti og undanfarin ár. Vangaveltur um að auglýsing sjóðsins hafi eitthvað með yfirstandandi stjórnarkosningu í VR að gera eiga sér enga stoð.

Það er miður að umfjöllun um svo mikilvæg málefni sem hér um ræðir og varða lífeyrisréttindi tugþúsunda sjóðfélaga, byggi ekki á traustari grunni en ummæli í framangreindu viðtali bera vitni. Vitanlega á gagnrýnin umræða um stefnu og störf stjórnenda Lífeyrissjóðs verzlunarmanna fullan rétt á sér. Sjóðfélagar sem hagsmuna eiga að gæta í lífeyrissjóðnum eiga á sama tíma kröfu til þess að til slíkrar umræðu sé vandað og að hún styðjist við rök og málefnalegar forsendur.

Þorgeir Eyjólfsson forstjóri

Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

Helgi (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 02:35

28 identicon

N.B.

"Ég vill benda öllum þeim sem segja að þessi framistaða Ragnars hafi verið góð lesa þessa grein."

hér er ég að meina grein sem LV sendi frá sér, ekki mína. Þessi setning er á kolröngum stað hjá mér

Helgi (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 02:39

29 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Helgi

Svara þessu efnislega í nýrri færslu.

Kveðja

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 10.3.2009 kl. 11:14

30 identicon

Þorgeir Eyjólfsson forstjóri, Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, maðurinn sem "tapar peningum sjóðsfélaga, hægri - vinstri eins og að drekka vatn.  Fær fyrir það ca. 30 milljónir á ári, auk annara fríðanda.  Gott væri að fá að vita um öll þau fríðindi sem hann og hans ættingjar hafa "orðið sér út um í valdi stöðu sinnar?".  Gott væri að fá að vita hversu mikið hefur verið "afskrifað hjá þeim einstaklingum sem nefndir eru?"  Af hverju er þessi Þorgeir aldrei til í að standa fyrir breytingum á "reglum & lögum lífeyrissjóðanna?".  Af hverju er ekki hlustað á rödd okkar sem leggjum inn í þennan "fjölskyldusjóð þinn...", þannig að hægt sé að opna fyrir VILJA félagsmanna, sem er m.a. sá að byggja leiguíbúðir fyrir aldraða, ég tilheyri þeim aðilum sem vilja sá lífeyrisrétt okkar færast til barna okkar við fráfall o.s.frv.  Ég tilheyri þeim hópi lífeyrissjóðsfélaga sem vil RANNSÓKN á starfsemi allra þessara lífeyrissjóða, þar sem farið er yfir allar "fjárfestingar,  stöðuveitingar og aðra umbun síðstu 25 árin eða svo".  Ég er sannfærður um að þá kemur fram "mikið af viðbjóðslegum gjörningum...."  Ef þessi Þorgeir (hinn helgi..:) telur sig & sýna vinni hafa staðið sig VEL í starfi, þá hlýtur hann að fagna slíkri rannsókn.  Lífeyrissjóðirnir & verkalýðshreyfing hérlendis fá algjöra falleinkunn hjá mér, en það fyndna við þetta allt saman er að þeir eru "sjálfir mjög sáttir við sýn vinnubrögð" - minna óneytanlega mikið á "Valgerði (Framsókn) & Sollu stirðu (Samfylking)" þær tvær áttu ekki orð yfir eigin ágæti.....

 kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 14:06

31 Smámynd: Skarfurinn

Dáist af krafti þínum við að upplýsa þetta RISA bruðl, þarna blasir við margt mjög óeðlilegt sem þarf að skoða nánar, hafðu þakkir fyrir og haltu áfram á sömu braut.

Skarfurinn, 10.3.2009 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband