Taprekstur Lífeyrissjóða og brot af því besta.

Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða hélt því fram að tap sjóðanna væri ekki eins mikið og menn vildu vera láta. Hann taldi tap LV vegna hrunsins einungis vera um 14% og ekki þyrfti að koma til skerðingar lífeyrisréttinda. Stuttu eftir birtingu greinarinnar var tapinu breytt í 23,4% af  eignum sjóðsins.

 
Kjarni málsins er samt hin 23,4% neikvæða ávöxtun Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna.

Á heimasíðu sjóðsins er reynt að sannfæra almenning um að búið sé að reikna með öllum afskriftum á skuldabréfa eign sjóðsins sem er rakalaus þvættingur að mínu mati enda vantar allar upphæðir inn í rökstuðning þeirra og hver sem er getur lesið úr þessari samantekt að staðhæfingar þeirra standast engan veginn. 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar  þekktar stærðir úr ársreikningi Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna frá 2007. Tekið skal fram að ég hef upplýsingar um verðbréfaumsýslu LV á þessu ári frá kauphöll Íslands en þá var hlutur LV í Exista 4% og Bakkavör 6,5% rétt fyrir hrunið, en miðað við yfirlýsingar stjórnarformanns og stöðu hans hjá Kaupþingi fyrir hrunið reikna ég ekki með að þessi hrikalega staða hafi batnað, frekar versnað þar sem þessi samantekt er síðan 9/12 2007 og lækkuðu bréfin enn meira frá þeim degi til áramóta.

 

Innlend Hlutabréfaeign LV

 

Bókfærð eign  

Lækkun í %

 

 Staða 9.12 2008

 

Hlutur í %

árslok 2007

frá áramótin.

Núvirði.

Tap

Alfesca HF

0,9

369.533.000

42

214.329.140

155.203.860

Bakkavör Group

5,6

7.055.553.000

93

493.888.710

6.561.664.290

Century Alumnium Company

0,8

1.086.113.000

76

260.667.120

825.445.880

Exista HF

1,8

3.970.085.000

99

39.700.850

3.930.384.150

FL Group HF

0,6

1.138.976.000

100

0

1.138.976.000

Flaga Group HF

2,2

12.750.000

0

12.750.000

0

Glitnir Banki HF

0,8

2.470.348.000

100

0

2.470.348.000

Eimskipafélag Íslands

0,6

362.126.000

96

14.485.040

347.640.960

Icelandair Group HF

1,2

322.347.000

53

151.503.090

170.843.910

Kaupþing Banki HF

3,3

21.334.515.000

100

0 kr.

21.334.515.000

Landsbanki Íslands HF

3,2

11.612.675.000

100

0

11.612.675.000

Marel HF

2,4

988.063.000

21

780.569.770

207.493.230

Straumur Burðarás HF

1,7

2.586.952.000

81

491.520.880

2.095.431.120

Teymi HF

0,3

62.311.000

100

0

62.311.000

Össur HF

2

775.223.000

2

790.727.460

15.504.460

Verðbréfaþing ehf

12,9

1.556.000

0

1.556.000

0

Skipti ehf. Tap því bréfunum var skipt í bréf Existu.

8

2.475.000.000

100

0

2.475.000.000

VBS Fjárfestingarbanki H.F.

3,3

258.552.000

0

258.552.000

0

 

 

56.882.678.000

 

3.510.250.060

53.372.427.940

Hlutfall af heildareignum sjóðsins

 

21,70%

 

 

19,80%

Heimildir

 

 

 

 

Tap

Euroland.com

 

 

 

 

 

Landsbankinn.is

 

 

 

 

 

 

 

Hver sem er getur lesið út úr þessum tölum heildartap LV er ekki 23,4%.

Í þessar tölur vantar upplýsingar um tap á skuldabréfaeign sjóðsins í hálfgjaldþrota atvinnulífi og skuldabréfaeign sjóðsins í gjaldþrota bönkum sem voru samtals 35 milljarðar, ásamt úttekt á erlendum eignum sjóðsins sem gætu orðið verðlausar ef svartsýnustu spár ganga eftir. Það kæmi mér ekki á óvart að tapið sé að lágmarki 30-40% af heildareignum sjóðsins eða 80 - 110 milljarðar króna.Einnig vantar inn í þessar tölur tap á gjaldeyrissamningum sjóðsins sem ekki fæst uppgefið og gæti breytt dæminu umtalsvert til hins verra.

Ósmekklegast við þetta allt saman er hversu einhliða fjárfestingarstefna LV var í fyrirtækjum sem voru annáluð fyrir ofurlaun, glórulausa kaupréttar- og starfslokasamninga, innherjaviðskipti á dökkgráum svæðum, fjöldaframleiðslu á eigin fé og mútur sem síðan má krydda með einkaþotum, þyrluferðum, skemmtisnekkjum, sögusögnum um rándýrar skemmti- og fótboltaferðir með góðum slatta af dýrustu og flottustu hótelum heims.

 

Það skal tekið fram að þetta á auðvitað ekki við um öll fyrirtækin enda tel ég þá sem á annað borð nenna að lesa þetta viti hverjir eiga í hlut.

 

Það sem verra er, er að verkalýðsforystan með strengjabrúðu Samtaka atvinnulífsins innan sinna raða (þ.e. forseta ASÍ) gengur fylktu liði með bros á vör og kvittar undir þetta glóraulausa bull enda nokkrir verkalýðsforkálfar í stjórnum stærstu lífeyrissjóðanna.

 

Það sem ergir mann samt mest er þegar stærstu lífeyrissjóðirnir með SA fremst í flokki hlaupa eins og hræddar rottur frá sökkvandi skipi fjármálageirans inn á Alþingi til að fá auknar heimildir til fjárfestinga í hálfgjaldþrota atvinnulífi, sem þeir áttu góðan þátt í að skuldsetja upp fyrir haus.

 

Hvernig í ósköpunum getur ríkisstjórn Íslands fært sama fólki og hefur sturtað niður stórum hluta lífeyris okkar ofan í klósett fjármálgeirans, auknar heimildir til að fjárfesta í gjörspilltu atvinnulífi. Þetta er eins og að rétta dauðadrukknum manni bíllykla.

 

Steininn tekur síðan úr þegar ríkisstjórnin og ASÍ kvitta undir næsta ævintýri þessara sömu aðila með bros á vör og ætlast til þess að við tökum því þegjandi og hljóðalaust að gefin verði út óútfyllt ávísun á ævisparnað okkar. Síðan á að skella inn eignaupptökuliðnum í kaupæti svo hægt sé að leigja okkur fasteignirnar eftir að við missum þær.

 

Í umboði hvers starfar þetta fólk?

Fyrir hverja vinna stjórnendur lífeyrissjóðanna og forseti ASÍ?

Þeir eru a.m.k. ekki að vinna fyrir mig!

 

Er ekki kominn tími á að ríkistjórnin nýti sér lagalegan rétt sinn og bjargi því sem eftir er af sparifé okkar úr höndum þessara aðila?

 

Ragnar Þór Ingólfsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá viðbót; Ég er ekki að skilja hversvegna SA fá að vera með helming af stjórnarmönnum lífeyrissjóða. Það, sem þeir greiða til sjóðanna er hluti af launagreiðslu starfsmannanna og því eign STARFSFÓLKSINS! Svo hitt; Af hverju þarf eitthvert efsta þrep í þrepastjórn svokallaðrar verkalýðshreyfingar að skipa þá stjórnarmenn, sem sjóðsfélagar eiga í stjórnum sjóðanna; Annað hvort verðum við að fá að kjósa þá beint eða þeir geta ekki talist okkar fulltrúar.

Gengilbeinn (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 14:02

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Góð færsla Ragnar, meira af þessu.

Gunnar Skúli Ármannsson, 10.12.2008 kl. 16:26

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Ragnar, ég var að hlusta á Bylgjuviðtalið þar sem þú fórst yfir málið eins og í pistlinum hér að ofan og gott betur.

Þessi lífeyrissjóðsmál okkar eru komin í algjörar ógöngur.  Því nær sjálfkjörnir hálaunatoppar verkalýðsfélaganna  (auk atvinnurekenda sem aldrei hefðu átt að koma nærri)  spila rúllettu með lögskyldaðan ævisparnað okkar án nokkurs fyrirvara um við eigendur auranna geti tekið í taumana ef okkur ofbýður óráðsían.

Eins og þú komst inná í útvarpsviðtalinu hafa lífeyrissjóðirnir tapað nær 40% af eigum lífeyrissjóðanna "okkar" bara á þessu ári þrátt fyrir ofurlauna"ábyrgð" þeirra manna sem stóðu að ódæðinu.

Ég tek undir með þér; það þarf lagasetningu til þess að bjarga því sem eftir er af inneign okkar í þessum óráðsíusjóðum.   Helst ætti að leggja lífeyrissjóðina hreinlega niður og færa innstæður okkar inn á almennar verðtryggðar sparisjóðsbækur - þ.e.a.s. ef eitthvað er eftir af þeim eftir fjárhættuspil hálaunagauranna.

Kolbrún Hilmars, 10.12.2008 kl. 17:47

4 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Ég vil þakka þeim sem hér skrifa sýndan áhuga á málstaðnum og hvet ykkur eindregið að bera út þennan boðskap því  hann skiptir okkur svo miklu máli, ég er glænýr hér á blogginu þannig að þið verðið að hjálpa mér að koma þessu máli áfram þangað til við náum að stöðva þessa aðila sem fara svo frjálslega með ævisparnað okkar.

Varðandi SA. Ekki tel ég að hljómgrunnur fengist fyrir ráðandi stjórnarsetu launafólks í fyrirtækjum.

Ragnar Þór Ingólfsson, 10.12.2008 kl. 23:29

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Linka á þetta!!

Frábær færsla

Heiða B. Heiðars, 11.12.2008 kl. 10:32

6 identicon

Sæll Ragnar,
góð samantekt!
Það hefur alltaf verið vitað að nokkrir kettir fitna á lífeyrissjóðunum meðan ég og þú neyðumst til að vera með séreignarsparnað svo við drepumst ekki úr sulti á efri árum.

Burt með þessa yfirbyggingu og karla sem eru að hringla með peninga sem þeir eiga ekkert í og taka upp skyldusparnað til 60 ára aldurs.

Steinn

Steinn Sig. (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 11:45

7 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Það er ómögulegt að segja til um hvað flýgur í gegn um huga þessara manna.

Eitt er víst að það á enn og aftur að dreifa tapinu á nokkur ár til að gera eins lítið úr þessu glórulausa braski og hægt er.

Treystum við þessum mönnum fyrir ævisparnaði okkar áfram. treystum við þeim til að taka upp þráðinn og fjárfesta í atvinnulífinu eftir að hafa lækkað við sig launin um 10%.

Það hafa allir sín þolmörk.

Ég er komin töluvert yfir umburðarlyndismörkin gagnvart þessu fólki.   

Ragnar Þór Ingólfsson, 11.12.2008 kl. 12:59

8 identicon

Merkilegt nokk.  Mig langar nú aðalega að vita hvað forsvarmenn LV sögðu þegar þú barst þetta undir þá.  Fékkstu einhverjar skýringar á því hvernig þeir eru að reikna þetta út??

Lísa (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 14:34

9 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þeir sem hafa gagnrýnt lífeyrissjóðina í gegnum árin, hafa alltaf talað fyrir lokuðum eyrum og það hefur ekkert breyst, ég ætla ekki að eyða orku í að koma gagnrýni minni til LV það er algerlega til einskis því sinnuleysi þessara aðila er algert gagnvart sjóðseigendum þ.e. þeirra sem þeir vinna fyrir. Ég vil miklu frekar koma skilaboðunum til fólksins og láta þá svara fyrir sínar gjörðir sjálfa.

Helgi í Góu háði áralanga baráttu fyrir því eina að þeir myndu nota lítið brot af þessum peningum til uppbyggingar á þjónustuíbúðum fyrir aldraða sjóðsfélaga í stað þess að braska með bréf og geyma gamla fólkið í kústaskápum á yfirfullum elliheimilum. Sú óeigingjarna vinna hans skilaði sér í algeru sinnuleysi frá sjóðunum. Sem er ótrúlegt því samkvæmt lögum mega lífeyrissjóðir eiga yfir 15% hlut  í félögum sem eingöngu sinna þjónustu við sjóðsfélaga.

Ragnar Þór Ingólfsson, 11.12.2008 kl. 15:30

10 identicon

Ég er spurningu sem alger leikmaður, kannski getur einhver svarað henni hérna. Í stað þess að fjárfesta í fyrirtækjum þar sem alltaf er einhver áhætta fyrir hendi hví fjárfesta lífeyrirssjóðirnir ekki eingöngu í gulli? Eftir því sem peningar verða ávallt minna virði í verðbólgu þá heldur gull alltaf sínu verðmæti er það ekki? Og launakostnaður lækkar því þá þarf færri til að vera að spekúlera í hverju skal fjárfesta og minni áhætta af spillingu. Þannig væru lífeyrisréttindi okkar ávállt tryggð og engin hætta á því að nokkrir spilltir ofurlaunakallar gæti stundað fjárhættuspil með okkar lífeyri.

Sölvi (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 15:41

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Frábær samantekt..endilega meira af þessu. Hrikalegt spillingarbæli sem þetta land er orðið.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 16:32

12 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Sölvi

Þótt þú teljir þig algjöran leikmann í þessu þá get ég fullyrt það að hugmynd þín um að fjárfesta i gulli er örugglega 95% betri hugmynd en að fjárfesta í hlutabréfum. en tap LV á hlutabréfum gæti einmitt numið 95%. 

Ragnar Þór Ingólfsson, 11.12.2008 kl. 17:04

13 identicon

Þetta er flott framtak hjá þér en fólkið sem er að greiða í þennan sjóð þarf að fá samanburð og heyra báðar hliðar á þessu máli.  Er orðinn hundleiður á því að hlusta á eintóma gagnrýni, vil fá svör og lausnir.  Kalla hér með eftir skýringum frá lífyerissjóðunum.

Skuldari (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 17:11

14 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

þeir eru búnir að breyta tap tölunni úr 14% í 23,4% af heildareignum sem er ákveðinn áfangi en þeir eiga enn töluvert langt í land.

Það eru margvíslegar hugmyndir að breytingum á núverandi kerfi. Er að taka saman hugmyndapakka frá fólki úr öllum áttum sem er annt um ævisparnaðin. kemur á bloggið innan skamms. 

Ragnar Þór Ingólfsson, 12.12.2008 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband