Lífeyrisstjórnendur í tilvistarkreppu.

Í grein eftir Ragnar Önundarson,Varafomann lífeyrissjóðs verlsunarmanna og framtakssjóðs íslands, bendir hann á að:

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hafði aukið réttindi sjóðfélaga í áföngum frá árinu 1997 um nær 20% að raungildi. Á miðju þessu ári voru 10% tekin til baka með almennri skerðingu, sem er miður. Eftir stendur samt 9% raunhækkun lífeyris.

Ragnar Önundarson gleymir að geta þess að lífeyrisiðgjöld voru hækkuð um 20% yfir sama tímabil eða úr 10% í 12%. Maður verður stundum langþreyttur á að hlusta á bullið í þessum smákóngum sem eru í alvarlegri tilvistarkreppu.

RÖ heldur áfram. 

Fáeinir áhugamenn um skuldavanda heimilanna hafa beint spjótum sínum að lífeyrissjóðum sínum í von um vinsældir. Öll er sú umræða rammskökk. Munum að þeir sem skulda eru líka í lífeyrissjóðum. Þegar kreppan verður liðin hjá munu þeir aftur líta bjartsýnir fram á veginn í ljósi þess sparnaðar sem þeir eiga þar.

Það er spurning hver er skakkur í skrifum. 

Hafa ber í huga að aðilar vinnumarkaðarins og lífeyrissjóðirnir hafa lagst mjög gegn afnámi verðtryggingar sem og almennum niðurfærslum skulda.
Sjóðirnir hafa eignafært yfir 126 milljarða í verðbætur húsnæðislána frá ársbyrjun 2008. Þessi gríðarlega eignartilfærsla hefur stórlagað eignastöðu sjóðanna eftir mikið tap á fjárfestingum í félögum kennd við útrásina.

Lykilatriði í þessu samhengi er að lífeyrir er ekki verðtryggður þar sem sjóðirnir hafa heimild, samkv. lögum um skyldutryggingar lífeyrisréttinda frá 1997, til að skerða réttindi einhliða ef þeim tekst illa upp í fjárfestingum. Verðtryggingin er eingöngu viðmið þegar réttindi er reiknuð út.

1.Þegar forseti ASÍ talar um aumingja gamla fólkið þegar hagsmunasamtök berjast fyrir almennum leiðréttingum á hann að tala um alla sjóðsfélaga.
Skerðing á réttindum er alltaf flöt skerðing sem ALLIR sjóðsfélagar þurfa að taka á sig, hlutfallslega jafnt.

2.Verðbætur fasteignalána er því viðbótar skerðing á lífeyri þeirra sem skulda.
 
3.Verðbætur fasteignalána sem hafa verið yfir 126 milljarðar frá ársbyrjun 2008 og eru eignafærðar í bækur sjóðanna skiptast jafnt á milli allra þeirra sem eiga réttindi í lífeyrissjóðunum á kostnað þeirra sem skulda. Eftir því sem skuldir sjóðsfélaga eru hærri, meiri mismunun í kerfinu.Verðbæturnar eru svo notaðar til fjárfestinga í framtakssjóðum sem er nýyrði yfir áhættufjárfestingasjóði.

4.Sjóðsfélögum í lífeyrissjóðum og framtíðar hagsmunum þeirra er því gróflega mismunað vegna verðtryggingarinnar.

Lífeyrissjóðir leita nú fjölbreyttra leiða til að endurheimta glataða ávöxtun. Ein þeirra er að stofna Framtakssjóð Íslands. Þessi almenningseign á að vera sá kjölfestufjárfestir sem kemur félögunum aftur á markað og í hendur nýrra eigenda til framtíðar. Honum er ætlað að taka við fyrirtækjum sem bankar hafa fengið í fangið og orðið að afskrifa á. Hlutverk hans er svo að vinna enn frekar úr málum, bæta reksturinn, auka verðmætin og selja loks félögin í fyllingu tímans. Þeir sem blogga og skrifa með svörtu galli hafa óskapast yfir því að keypt séu félög sem hafa átt í erfiðleikum. Einnig þetta snýr á haus, það eru einmitt slík félög sem mest er upp úr að hafa að endurskipuleggja.

Það þarf varla að taka það fram að Ragnar Önundarson var einn höfuðpaurinn í stærsta samkeppnissvikamáli íslandssögunnar og kostaði íslenska neytendur gríðarlegar fjárhæðir.RÖ er nú í lykilstöðu í íslensku viðskiptalífi eftir að hafa verið settur út í kuldann vegna samkeppnislagabrota kortafyrirtækjanna. Hann situr þar í umboði meirihluta stjórnar VR.

RÖ talar svo um hversu lítið sjóðurinn hafi tapað en gleymir að minnast á hvernig handónýtar bréfaeignir sjóðsins eru bókfærðar eftir skrautlega nauðasamninga við hrungerendur. Einnig hefur sjóðurinn bókfært gengishagnað af erlendum eignum en ekki tapið á gjaldmiðlasamningum.

Það er stundum erfitt að greina í bullið sem vellur upp úr stjórnendum kerfisins en ekki í þessu tilfelli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég vil bara benda á að upphæð sem er "CPI indexed" er grunnurinn að því að tryggja raunvirði upphæðarinnar við neytendaverðvísi, hér neytendavístölu. Erlendis og hér samkvæmt lögum um  1982 á að reikna verðbótavexti í prósentum  frá  útgáfudegi til gjaldadaga upphæðarinnar  og bæta á þennan höfuðstól. Verðbótavaxtaprósentan er sú sama og hlutfallsleg breyting neysluvístölu frá útgáfudegi  til gjaldaga.

Þetta er hin löglega merking verðtryggingar hér til að tryggja raunvirði upphæðar til verðtryggingar. Í samræmi við það sem gildir hjá alþjóðsamfélaginu.

Einnig eru viðkenndar aðferðir til að reikna út verðtryggingu jafnskuldargreiðslu  ef hún fellur öll í gjalddaga vegna sölu hennar.   Þá er fundið út raunvirði einingargreiðslu og margfaldað með gjaldagafjöldanum sem eftir er, það er þá raunvirði heildar skuldarinnar eða verðtryggða heildarupphæðinn.

Dæmi alþjóðlegt jafnreislu lán. Láns upphæð 5.000 kr. og nafnvaxta upp hæð 5.000 kr. með 10 gjalddögum: Þá er heildar umsamin jafngreiðslu skuld: 10.000 kr. og gjalddagaskuldin 1.000 kr óverðtryggt 10 x 1000 = 10.000 kr.  

Ef tryggja á raunvirði þessarar jafngreiðsluskuldar þá bæði lánshæðin og nafnvaxta upphæðin verðtryggð. Nafnvaxta upphæðin er þvi raunvaxtaupphæð.   

Ef vöxtur neysluvístölu er búinn að vera 10%  síðasta mánuðinn frá útgáfu degi til fyrsta gjalddaga  þá er raunvirði heildarskuldar 11.000 kr. og gjaldaga skuldin 1.100 kr. afborgun 5.050 og raunvextir 5.050 kr.  Eftirstöðvar eftir greiðslu er  11.000 kr. -1.100 kr= 9.900 kr. Þar af afborgun lánsfjárhæðar  4.950 kr. og ógreiddir raunvextir 4.950 kr. Þetta gildir um öll lögleg verðtryggð jafngreiðslu lán.

Hinsvegar eru nýju Íslensku búðlánin sem er beint að almenningi  raun-ávöxtunarlán með breytilegum raunvöxtum sem hækka ef verðbólga vex.

Þetta er alls ekki hagnýtt lánsform til að gera langtíma greiðslu áætlun út á, fyrir þann sem getur ekki skammtað sér laun sjálfur.

Hér ef verðbólga er um 3,0% að meðaltali á 30 árum verður laun þegi bæði að vera með verðtryggðar ráðstöfunartekjur og öruggur um kauphækkanir á lánstíma. Sennilega um 10% allra lántaka.

Hér er á fölsku forsendum breytt um lánsform og ný vaxta og afborgunardreifing reiknuð á hverjum gjaldaga þannig að í venjulegu verðbólgu árferði þá greiðir lántaki um það bil um 0,08% of lítið á fyrst gjalddaga sem er fært á eftirstöðvar til nýrrar dreifingar á næsta gjalddaga. Eftir 12 gjaldaga er eftirstöðvar raunvaxta búnar að hækka um 1% á ársgrunndvelli eftir 360 falsanir hafa heildar raunvextir hækkað um 30%.

 Þetta er búið að dæma sem ólögleg jafngreiðslu form í flestum ríkjum heims. Þar sem ekki einu sinnu er greiðslur vertryggðar. Bankar t.d. á Spáni um 1994 sem voru flokkaðir undir hefðbundna lánstarfsemi og voru með svona fölsk ávöxtunar lánsform í gangi sem jafngreiðslulán: þurftu að losa sig við þau því að þetta fellur undir starfsemi áhættu fjárfestinga.

Íslendingum var hinsvegar treyst til 2004, þegar úttekt var gerð á veðsöfnum hér, áður en séreignarbönkunum yrði leyft að stofna útibú á mörkuðum EU til að fjármagna sig á almenningi.  

Nú eru raunvextir miðað við 30 ár hér um 85% en 30% þykkir mjög greiðslu þungt á íbúðalánum erlendis. Þess vegna er spurning hvor það hafi verið nauðsynlegt að svindla til að hækka raunvextina í 110%.

Það er nauðsynlegt til íbúðalánsjóður geti borgað okur skammtíma kúlulán lífeyrissjóðina um það er þverpólitískt samstaða. Enda tilheyrir þessi hópur 10% sem fær umtalsverða launhækkanir á lánstíma umfram verðbólgu. 

Menn sem skilja mig ekki kunna ekki að reikna raunvirði eða verðtryggja, þekkja ekki munin á jafngreiðslulánum og ávöxtunarlánum vaxandi raunvaxta á lánstíma.

 Þeir virðast vera út um allan fjármálgeirann ekki bara í veðbréfasjóðunum sjálfum.  Skilningur á viðskiptareikniformúlum var ekki góður um 1982 meðal minna jafnaldra í MS í raunvísinda undirbúningnum. 

Ég get alveg alhæft að hann er síst betri í dag. Stærðfræðingur getur haft sér greind og þarf því ekki að skilja eðlisfræðina=viðskiptafræðina í formúlunum, dæmi um það eru þeir sem tóku þátt í að hanna þennan efnahagsgrunn. Utanbóklærdómur er annað en greind [fjölgreind]    

Júlíus Björnsson, 23.11.2010 kl. 01:00

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svona talnaleikfimi er algeng þegar menn eru að reyna að slá ryki í augu fólks. Ragnar Önundarson er dæmi.

Árni Gunnarsson, 23.11.2010 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband