Fólkið í forgang !

Ef okkar helstu verkalýðsleiðtogar væru á árangurstengdum launum, væru þeir ekki með milljón á mánuði. Þeir væru að öllum líkindum á lágmarks taxtalaunum viðkomandi starfsgreina.

Við semjum um launin okkar sjálf í gegnum eitthvað sem verkalýðsforystan kallar markaðslaunakerfi þar sem framboð og eftirspurn ræður því hvað fólk er með í laun. Eina öryggisnetið sem grípur launafólk eru skammarlegir taxtar sem eru í flestum tilfellum svipaðir og atvinnuleysisbætur.

Það er fólkið sjálft sem mótmælir og stendur fyrir kröfufundum. Það erum við sjálf sem þurfum að semja við lánastofnanir vegna stökkbreyttra höfuðstólshækkana húsnæðislána. Við tökum á okkur stórfellda kaupmáttarrýrnun eftir vonlausan stöðugleika og kjarasamning, síðan launaskerðingar vegna duglausrar verkalýðsforystu sem segir, því miður það er bara ekkert sem við getum gert.

Hér er gott dæmi um hvað verkalýðshreyfingin gæti gert til að styðja við bakið á umbjóðendum sínum.

Sjá bréf sem ég fékk frá góðum baráttu félaga:

Sæll Ragnar

Þann 28 mars í fyrra vorum við í englandi ég og hún veiga mín.

þessar myndir eru þaðan og sýna nokkuð vel hvað verkalýðshreyfingar þar eru að hugsa.

Þar var um helgina heljarinnar kröfuganga sem við litum á og löbbuðum náttúrulega með.

Þessi hér: http://www.putpeoplefirst.org.uk/

Put people first.

We won't pay for their crisis.

People before profit. 

Og svo framvegis.

Myndirnar eru bara frá litlum hluta göngunnar sem var margra kílómetra löng og ekki vantaði þátttöku verkalýðshreyfinga þarna.

kv. Baldvin Björgvinsson

ps. Þú mátt nota myndirnar að vild ef þú vilt máli þínu til stuðnings.

Takk kærlega fyrir það Baldvin og baráttu þwe_wont_pay_2.jpgína fyrir réttlæti

we_wont_pay_for_theyr_crisis.jpg capitalism_isnt_working.jpghopmynd.jpgcan_we_over.jpgloggan_fyrir_framan.jpgpeople_before_profit.jpgput_workers_first.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Þeir kæmu út í mínus ef það væri árangurstengt og það er unaðslegt að fólk fyrir utan Ísland sé að vakna af vondum draumi og sjá ljósið og það neiti að borga fyrir fjármálasukk vogunarsjóða og fjárglæframanna, það er ekki alltaf win win í fjárfestingum, en það þurfti smáeyjuna Ísland til að vekja það, við stöndum sterkari fyrir vikið og vonandi breiðist þetta sem víðast út því einhverstaðar liggja allir þessir stolnu fjármunir í felum sem þarf að finna og koma í ríkissjóði þeira landa sem eiga þá.

Sævar Einarsson, 9.3.2010 kl. 10:15

2 identicon

Kæri Ragnar minn þvílík þolinmæði,er svo stolt af þér, maður finnur fyrir einhverskonar kúgun á vinnumarkaðnum ef maður sættir sig ekki við launaskerðingu breittan vinnutíma þá geturðu bara farið,ég hef unnið á sama vinnstað í 40 ár á lágmarkslaunum, er sjúkraliði á barnadeild og hef lagt mig alla fram ég stend nú frammi fyrir því að taka ömurlega ákvörðun hætta eða taka því sem í boði er sem mér hryllir við, látum ekki kúga okkur til hlýðni.P.S veit einhver um lausa stöðu?

dagnyguðm (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 12:33

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hrópandinn í eyðimörkinni!

Hversu lengi á það að verða þitt hlutskipti Ragnar að berjast einn við þetta skelfilega pakk?

Hrokinn og óskammfeilnin er orðið slíkur hluti af daglegri starfsemi lífeyrissjóða og launþegaforystu að það jaðrar við samfarir á almannafæri. 

Árni Gunnarsson, 9.3.2010 kl. 22:45

4 identicon

Hæ Ragnar, ég er verkakona af "verstu sort" eins og sagt er, því yfirmaður minn segir mitt starf vera svo lágt virðingarvert að ég muni ekki einu sinni fá vinnu annars staðar vegna vanvirðingu gagnvart núverandi starfi mínu... !

Annars, þá er ég ómenntuð kona á fimmtugsaldri sem er að dreifa blöð í dag, og taxtarnir hljóða upp á 1400 kr. á tímann fyrir þá sem hafa unnið lengst. Og það fyrir vinnu á nóttunni ! 

Vona að þú beitir þér fyrir betri kjör fyrir blaðbera!

Viskan (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 00:29

5 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit,

Sævarinn, Já ætli það ekki, þeir þyrftu kanski að borga með sér :).

Það er með ólíkindum að Ríkistjórnin hafi ekki lagt harðar að viðsemjendum sínum í Bretlandi að hirða upp eignir auðmanna á aflandseyjum til að greiða skuldir þeirra. Þetta ætti að vera krafa verkalýðsforystunnar.

Dagný, Ég heyri um svona tilfelli á hverjum einasta degi þar sem troðið er á fólki í skjóli ástandsins. Fyrst nú kemur aðgerðarleysi verkalýðsforystunnar síðustu árin í ljós, ekkert er hægt að gera því ekkert hefur verið gert til að mæta ástandi sem þessu.

Ragnar Þór Ingólfsson, 10.3.2010 kl. 09:18

6 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit.

Árni, Hrópin í eyðimörkinni eru farin að heyrast, nú hafa félagsmenn í VR tækifæri til að kjósa með nýju fólki í næstu kosningum sem þýddi að við sem höfum barist við vindmyllur klansins værum komin í meirihluta. 

Breytingar gætu verið nær en við höldum.

Það er að koma í ljós að Lífeyrissjóðirnir eru valdir að verri lífskjörum til áratuga til að halda okkur á "hugsanlega" betri lífskjörum til skamms tíma. Það þarf að hugasa þetta kerfi upp á nýtt.

Viska,

Þú ert Verkakona af Bestu sort. Það er algjört grundvallaratriði í verkalýðsbaráttu að berjast fyrir kjörum þeirra sem verst hafa. Þá geta hinir sem telja sig mikilvægari eða betri farið fram á  meira, ef þeir á annað borð eiga eitthvað betra skilið

Í dag hefur komið í ljós að grunnstoðir launakerfisins hafa verið byggðar á votlendi, sem sannast á því að verkalýðsforkálfar eiga í fullu fangi við að halda grunnlaunum yfir atvinnuleysisbótum. 

Við þurfum fyrst og fremst nýjar frostfríar undirstöður til að byggja upp réttlátt og sanngjarnt launakerfi.

Ragnar Þór Ingólfsson, 10.3.2010 kl. 09:34

7 Smámynd: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

We won't pay for their crisis & put workers first .... þetta er bara töff.

Ég get bakkað upp það sem þú segir með verkalýðsfélögin og þá sérstaklega VR, þar sem leitað var til mín vegna aðgerðarleysi hjá því félagi. Starfsfólk á stórum vinnustað var stillt upp við vegg og látin skrifa upp á nýjan samning með færri vinnutímum. Þær (þetta eru allt konur) leituðu til VR og fengu bara þessi viðbrögð "því miður það er bara ekkert sem við getum gert”.´Í framhaldi varð alvarlegur trúnaðarbrestur sem ég ætla að segja þér betur frá seinna.

Ég held að eina leiðin er að taka hanskann af og mæta þessu liði af fullum þunga.

kv,

GJÓLA

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 12.3.2010 kl. 10:19

8 identicon

Þetta er ljótt að heyra hér á FB Guðrún. Af hverju tókst þú þetta ekki upp á stjórnarfundi hjá okkur?

Bkv,

Kristinn

Kristinn (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 21:00

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Lámarkstaxti á að vera í boði fyrir þá sem þiggja laun hjá launþega samtökum: lífreynslan sem því fylgir toppar alla hagstjórnarfræðinga  sem eru fjöldaframleiddir í þágu auðhringa og ríkistjórna eingöngu. Kunna ekki að leiða út einfaldar stærðaformúlur að mínu mati hafi ekkert verksvit eða almenna þekkingu á eðli flestra hluta. Haga sér eins og þeir eigi launþeganna: hina raunverulegu atvinnurekendur þeirra.

Ef [hag]vöxtur á þjóðartekjum á haus á Íslandi[mælt í evrum] er sá sami og í UK og Hollandi segjum 5% á ári, þá féll gengi um 40% 2007. Og þjóðar tekjurnar í evrum lækkuð að sama skapi um 40% í því samhengi. Til þess að ná sama almenna kaupmætti [í evrum, dollurum] verða þjóðartekjur eða gengið að styrkjast um 5% meira en í UK á ári í 10 ár til ná aftur sömu samburðar lífskjörum og voru milli UK og Íslands.  60% þjóðarinnar búa við 40% of háa híbýla höfuðstóla til 40 ára [40% of háar mánaðarlegar greiðslur], og eru látin binda stærsta hlutfall af launum í heimi í lífeyrissjóð sem á að koma til greiðslu eftir um 35 ár eða um 70 ára þegar meðalaldur er 75 ár.

Almenningur þarf ekki að láta fífl stjórna sér. Meðaltalið hækkar ef topparnir hækka eingöngu. Sem þarf ekki að deila um að hefur gerst frá því síðustu þjóðarsátt upphaf skuldaþrælakerfis hagstjórnafræðinganna hér á landi. 

Hér á einungis að miða umræðu í launþega samtökum við grunninn sem allir geta byggt raunhæfar skoðanir á: það er lámarkið sem 60% lægstu taka að meðaltali.       

Júlíus Björnsson, 13.3.2010 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband