Ræðan mín á Austurvelli 12/12.

Virðing og Réttlæti? Þetta eru stór orð. Hvernig náum við fram réttlæti ? Hvernig fáum við þá virðingu sem við eigum skilið.

Virðing og réttlæti fæst ekki fyrir flugpunkta eða heima í stofu.

Það er fullreynt að stóla á þá sem þiggja dágóðan hlut af launum okkar til að sinna hagsmunagæslu fyrir okkar hönd.

Við fáum ekkert upp í hendurnar gott fólk.

Við verðum að gera þetta sjálf.

Það hjálpar okkur engin.

Við horfum upp á stórfelldan þjófnað í fasteignum landsmanna í formi verðbóta og myntkörfulána.

Hverjir hirða þýfið?

Bankar og Lífeyrissjóðir hafa stórlagað eignastöðu sína með því að nota verðbætur húsnæðislána og stökkbreytt myntkörfulán til að breiða yfir tapið á útrásarbullinu.

Lífeyrissjóðirnir eiga að tryggja okkur lífeyri. En ekki með því að stela af okkur milljónum með vinstri til að borga okkur nokkrar krónur með þeirri hægri.

Heimilin eru okkar mikilvægasti lífeyrir og öryggisnet. Ef sjóðirnir tapa á braski sínu þá eiga fasteignir okkar að vera öryggisnetið sem grípur okkur. OKKUR en ekki banka og lífeyrissjóði.

Við þurfum að afnema Verðtryggingu tafarlaust og setja þak á vexti.

Þetta er eina leiðin til að þrýsta á að peningamálum verði stýrt hér af skynsemi með almanna hag að leiðarljósi í stað þess að gera það með rassgatinu.  Með rassgatinu í þágu útvaldra á kostnað almennings eins og gert hefur verið síðastliðna áratugi.

Verkalýðsforystan skuldar launafólki að berjast fyrir afnámi verðtryggingar. Þetta er óuppgert loforð síðan vísitölutrygging launa var afnumin fyrir rúmlega 25 árum síðan, með einu pennastriki.

Er ekki komin tími til að standa við það loforð?

Stöðugleiki þarf að vera allra hagur ekki bara hins almenna.

Verðtrygging er mannanna verk og það eru engir aðrir sem geta tekið hana af.

Hagfræðingar ASÍ sem styðja þetta krabbamein sem er að éta upp heimilin innan frá spyrja, hvað á að koma í staðinn.

Ég segi: EKKI NEITT ! það er komin tími á að fjármagnseigendur taki ábyrgð á gjörðum sínum.

Það eru þeir sem hafa skapað þann óstöðugleika og það ástand sem við okkur blasir í dag og það eru þeir sem eru varðir á kostnað almennings. Við höfum borgað brúsann alltof lengi.Við höfum borgað brúsann í 25 ár.

Það eru yfir 30 lífeyrissjóðir sem taka við lögbundnu 12% iðgjaldi af launum alls vinnandi fólks.

Af hverju alla þessa sjóði?

Ekki þurfa norðmenn marga olíusjóði svo mikið er víst.

Við borgum 37,2% í skatt.Við borgum 12% í lífeyrissjóð 7% í Tryggingagjald

Við borgum í Stéttarfélagög, Sjúkrasjóð, Orlofssjóði,Starfsmenntunarsjóði,endurmenntunar,símenntunar- og endurhæfingasjóði til SA/ASÍ.

Hvaða nöfnum sem þetta nú allt saman heitir borga launafólk og atvinnurekendur nálægt  60% af heildarlaunum sínum í einhvers konar skatt ef launatengd gjöld eru tekin með í reikningin.

Í síðustu kjarasamningum var samið um enn einn sjóðinn sem heitir endurhæfingarsjóður sem hefur þann tilgang að fækka öryrkjum á kostnað öryrkja.

Þessi sjóður kemur til með að hafa um 3000 milljónir til ráðstöfunar. Hver ætli stjórni þessum sjóð? Gylfi Arnbjörnsson, Vilhjálmur Egilsson og co.

Þetta er enn eitt skrefið í átt að einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar.

Þetta er enn eitt skrefið í átt að því að þeir sem greiða ekki til stéttarfélaga verður gróflega mismunað.

Er ekki komið nóg af sjóðum?

Aðilar vinnumarkaðarinns og lífeyrissjóðirnir eru orðnir Ríki í Ríki sem keppast um stærri og stærri hlut af launum almennings.

Hverjar eru kröfur aðila vinnumarkaðarins í dag, á meðan heimilin standa í ljósum logum?

Kröfurnar eru yfirráð yfir atvinnuleysistryggingasjóði. Sem þýðir að 7% tryggingagjald færist frá Ríkinu yfir til aðila vinnumarkaðarins. Þetta hefur ekkert að gera með hag atvinnulausra heldur völd yfir stærri sneið af kökunni. 

Er ekki komin tími til að vinna fyrir okkur? Okkur sem borgum laun þessara verkalýðsgæðinga.

Ekki var neyslusköttunum mótmælt sem engu skiluðu nema hækkun húsnæðislána !

Ekki kom til greina að skoða skattlagningu lífeyris sem er líklega eina raunhæfa leiðin til að hlífa heimilunum.

Forystusauðir ASÍ styðja verðtryggingu,fagna aðkomu AGS og ríkisábyrgð á Icesave sem verður líklega síðasti naglinn í líkistu velferðar á íslandi eins og við þekkjum hana í dag.

Fyrir hverja er þetta fólk að vinna?

Ég segi NEI við AGS

Ég vil frekar lifa á fiski, en sem máltíð á diski, hjá þessu hyski.

Hér er rekið samfélag útvaldra sem græða á kostnað almennings í landinu. Gróðin er engin snilld og hinir útvöldu eru engir snillingar.

Gróðinn er þýfi. Gróðinn er lögvarinn blóðpeningur.

Hinir útvöldu eru nútímavæddir þjófar og þjófnaðurinn fer fram í skjóli bankaleyndar og þagnarskyldu. Þjófnaðurinn fer fram um hábjartan dag beint fyrir framan nefið á okkur undir verndarvæng ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins.

Verkalýðshreyfingin er að velta yfir 10 milljörðum á ári, rekstrarkostnaður er um 2 milljarðar.

Lífeyrissjóðirnir eru að velta um 300 milljörðum á ári og rekstrarkostnaður um 4 milljarðar.

Það fer um 60% af heildar launum okkar í skatta og önnur launatengd vel falin gjöld.  

Gleymum því ekki að VIÐ almenningur erum ríkið og VIÐ eigum lífeyrissjóðina, og það erum VIÐ sem greiðum í stéttarfélögin.

Það erum Við sem getum breytt þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Konráð Ragnarsson

HEYR HEYR!!!!!!!!!!

Konráð Ragnarsson, 15.12.2009 kl. 10:59

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hlýddi á þessa ræðu þína á staðnum, Ragnar. Þú stóðst þig alveg frábærlega, eins og undirtektir áheyrenda báru vitni um. Áfram Ragnar!

Jón Valur Jensson, 15.12.2009 kl. 11:15

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú ert við sama heygarðshornið frændi og hefur ekkert náð áttum. Þú ert líka eins og margir þínir líka hvattur áfram af fólki sem er upp á kannt við lífið, kerfið eða sjálft sig. Þar sem ég tel mig þekkja innviði verkalýðsmála á Íslandi þá fyllyrði ég að þú ert að fara með tómt bull. Andúð þín á persónunni Gylfa Arnbjörnssyni kemur þessu máli ekkert við og er bara þitt persónulega vandamál. Það gefur þér ekki að neinu leyti tilefni til að fara upp á kassa eða bílpall á Austurvelli og halda svona bullræðu.

Það eina sem ég get tekið undir er að skuldavandi heimilanna er mikill, en það er bara allt önnur saga.

Ætli ég verði ekki strikuð út af bloggvinalistanum núna, ojæja.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.12.2009 kl. 16:38

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góð ræða Ragnar, tek undir hvert orð. 

Hún Hólfríður frænka þín er einkennilega þenkjandi.  Hún getur örugglega fengið að greiða áfram eins og áður til verkalýðsrekenda og fjármagnseigenda, en hún verður að virða rétt þeirra sem vilja fara öðruvísi með sína fjármuni.

Magnús Sigurðsson, 15.12.2009 kl. 17:53

5 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit og athugasemdir.

Knráð og Jón Valur, takk fyrir kærlega.

Hólmfríður Bjarnadóttir frænka mín á Hvammstanga.

Það verður nú langt í það að ég hendi þér útaf blogginu mínu. Ég hef alltaf gaman af pistlum þínum og sýn á verkalýðsmálum.

Og ennþá betra að gestir mínir á blogginu fái að lesa sjónarmið þeirra sem stjórna þessu eins og kóngar í ríki sínu og verja það með öllum tiltækum ráðum og óráðum.

Ég hef enga persónulega andúð á Gylfa Arnbjörnssyni þó svo ég telji hann og hina gæðingana, sem stjórna þessu með honum, eins og einræðisherra. Þá nefni ég helst Guðmund Gunnarsson frænda minn og Sigurður Bessason. Þetta er fámenn klíka umvafin Já-fólki sem sér ekki sólina fyrir bullinu sem upp úr þeim vellur og þú ert einmitt í þeim hópi kæra Fríða frænka.

Þeir eru svo uppteknir af því að evrópuvæða verkalýðshreyfinguna að þeir eru búnir að steingleyma upprunalegum tilgangi sínum sem er hagsmunagæsla fyrir hinn almenna.

Það er eitt að hanga á endalausum evrópuþingum um allt og ekkert meðan heimili félagsmanna standa í ljósum logum. En að taka með sér slökkvitækin á evrópufundina svo við hin sem stitjum eftir getum ekkert gert til að hjálpa er til háborinnar skammar.

Þessir menn sem þyggja milljón á mánuði eða meira skulda launafólki og þjóðinni allri afsökunar og ættu að segja af sér tafarlaust. Þeir fá örugglega vinnu hjá samfylkingunni, daginn eftir.

Ég tel það ekki persónulegt vandamál að gera það sem ég sagðist ætla að gera þegar ég bauð mig fram til stjórnar VR og hlaut yfirburðar kosningu félagsmanna í stærstu kosningum VR frá upphafi. Ég mun halda áfram að segja fólki sannleikan um störf þessara manna og vítavert sinnuleysi þeirra gagnvart þeim lögvarða þjófnaði á eigum fólks sem á sér stað á hverjum degi, í formi verðtryggingar og myntkörfulána.

Það versta er að starfsfólk verkalýðsfélaga sem er í nakvæmlega sömu stöðu og allir hinir þurfa að lýða fyrir þessa umræðu á meðan þau vinna mikið og gott starf, enda innra starf VR til mikilla fyrirmyndar. Það er ekki hægt að kenna starfsfólki verkalýðsfélaga um aumingjaskap forystunnar.

Eftir höfðinu dansa limirnir osfrv.

Ég þakka fyrir gott uppeldi á hverjum einasta degi en ég vona svo sannarlega að það renni aldrei upp sá dagur að frænka mín að norðan verði í forsvari fyrir mína hönd, nokkurs staðar í stjórnkerfinu.

Þakka innlitið frænka, þú ert alltaf velkomin á þennan vef.

Ragnar Þór Ingólfsson, 15.12.2009 kl. 18:01

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Ragnar. Ég náði ekki að hlýða á þessa ræðu en er sammála mörgu sem þar kemur fram. Ég hef lengi verið á móti þessari sjóðasöfnun sem á sér stað bæði hjá VR og Verkalýðshreyfingunni en þó aldrei meir en eftir að ég stýrði einum sjóðnum þeirra í eitt ár. Ekki hef ég neina andúð á Gylfa þó ég sé alveg á móti þeirri pólitík sem þróast hefur í þessu apparati sem frænka þín mælir bót. Ekki í fyrsta skipti sem við Hólmfríður erum alveg á öndverðum meiði varðandi verkalýðs- og Evrópumál. Það lýsir þankagangi vel að halda að mönnum verði hent út fyrir að vera á annarri skoðun og láta hana í ljós. Það er nefnilega ekki leyft í þessum geira. Þar tala menn eftir uppskrift leiðtoganna og hlægja að þeirra bröndurum þá sjaldan þeir eru sagðir. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 15.12.2009 kl. 19:33

7 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Magnús

Takk fyrir það.

Ég held að skyldleikinn sé eitt af því fáa sem við Hólmfríður erum sammála um.

Sæl Kolbrún

Þakka innlit og greinagóða athugasemd.

Hefði ekki getað orðað síðustu tvær setningarnar betur.

Það er ekki pláss fyrir aðrar skoðanir í verkalýðshreyfingunni en þeirra sem henni stýra, Evrópuvæðing hreyfingarinnar er á fullri ferð meðan hinn almenni veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga.

Þetta vítaverða sinnuleysi Gylfa og félaga hafa valdið félagsmönnum okkar miklum skaða. Svo ekki sé minnst á hlut hreyfingarinnar í fjárfestingum lífeyrissjóðanna sem  notaðir voru miskunnar laust til að dæla almannafé í útrásina. 

Ragnar Þór Ingólfsson, 15.12.2009 kl. 20:28

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Frændi og þið öll hin. Þetta með að hann frændi minn henti mér út var nú frekar sagt í hálfkæringi, en alvöru. Það er bara einn sem svo hefur gert og það er hinn þjóðkunni Egill Helgason. Honum rann hins vegar reiðin og opnaði. Þetta sagði mér heilmikið um kappann.

Hitt sem ég hef sagt sem mína skoðun á ESB inngöngu okkar Íslendinga sem ég er meðmælt og það álit að Ragnar Þór Ingólfsson sé á villigötum í sínum málflutningi um verkalýðshreyfinguna og hennar starfsemi svo og lífeyrissjóðakerfið er sagt af fullri alvöru.

Ég er ekki að verja einn eða neinn enda ekki þörf á slíku. Ég tel hinsvegar að þarna sé á ferðinni mikill misskilningur um um það fjölþætta stuðningskerfi sem byggt hefur verið upp til handa launþegum í þessu landi. Og þar tel ég að vanþekking sé stóra vandamálið.

Verkalýðshreyfingin hefur greinilega ekki "markaðssett" sitt stuðningskerfi nægilega vel og það er miður.

Fyrir það má vissulega gagnrýna ASÍ og verkalýðsfélögin í landinu. Það er líka nokkuð ljóst að fjárfestingarstefna Lífeyrissjóðanna í landinu verður endurskoðuð eins og hjá öllum fyrirtækjum sem höndla með fé hér á landi og raunar vítt um heiminn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.12.2009 kl. 00:48

9 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæl Fríða

Þú talar stuðningskerfi verkalýðsforystunnar. Er verkalýðskerfið orðið eins og félagslegt stuðningskerfi? þegar fólk missir vinnu eða vinnugetu? í gegnum t.d. sjúkrasjóði? Er þetta ekki eitt af vandamálum hreyfingarinnar hvað hún er í raun að stofnanavæðast í gegnum sjúkrasjóðina og hina endalausu sjóði sem í kerfinu þrífast.

Er eðlilegt í því samfélagi sem við búum í að þeir sem hafa ekki kost á að greiða í stéttarfélag hafi lakari félagsleg úrræði en hinir. Er það velferðin sem við viljum þ.e. mismunun.

Er eðlilegt að verkalýðsforystan setji All-In á Evrópusambandið. Hvað er plan-B. Hvað ætlið þið að gera ef aðild verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu? Hvernig ætlið þið þá að standa fyrir máli ykkar gagnvart gjaldþrota og eignalausum lýðnum.

Hvernig í ósköpunum getið þið horft framan í fólk og sagt að það sé ekki hægt að afnema verðtryggingu og að myntkörfulánin séu lögleg.

Þessi lögvarði þjófnaður á eignum og jafnvel aleigu almennings er til þvílíkrar háborinnar skammar fyrir málsvara launafólks að það hálfa væri nóg.

Eitt er þó víst að aðgöngumiðinn inn í Evrópusambandið ykkar verður sá dýrasti í sögunni og verður lengi minnst ykkur til skammar.

Að lokum.

Hvernig í ósköpunum er á annað borð hægt að mynda sér afstöðu gagnvart ESB þegar engin samningur liggur fyrir á borðinu? Foreldrar mínir kenndu mér að taka aldrei ákvörðun fyrr en ég væri búin að reikna dæmið til enda. Það er ekkert komið inn í ESB dæmið hjá mér. 

Þakka innlitið Fríða

Kveðja

Raggi Frændi

Ragnar Þór Ingólfsson, 16.12.2009 kl. 08:58

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, hefur send Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra hvatningarbréf á loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn, þar sem áréttað er hversu brýnt ASÍ telji það vera að ná samkomulagi um loftslagsbreytingar fyrir árslok 2009."

Það er spurning hvort margt af því sem verkalýðshreyfingin ástundar verðskuldi lögbundin félagsgjöld frá launþegum.

Magnús Sigurðsson, 16.12.2009 kl. 13:39

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ræðan þín Ragnar er staðan hér í hnotskurn.

Það er barnleikur að reikna það út að venjulegur launþegi sem hefði fengið kauphækkun stað bindingar launa í formi sérlífeyrissparnaðar og annars frádráttar síðustu 20 ár ætti fasteignina sína núna  margra milljóna skulda.

Frænka þín sker sig úr hvað varðar alla Húnvetninga sem ég tengist.

Lífeyrissjóðakerfið á í Íslandi er álitið fáránlegt í öllum Ríkjum EU. Enda einstakt fyrirbæri á Íslandi.

Bólgu tengingar tíðkast í ríkjum EU þar sem íbúðar húsnæði er fjármarkaði á heimamarkaði. Bólga mælir hækkanir áneysluvöruverði og hér í ljósi mikils innflutnings neysluvöru er það þetta nánast það sama að tengja höfuðstól íbúða húsnæðis við verð á erlendum gjaldeyri.

Telja mér trú um að þjóð sem geti ekki fjármagnað sitt íbúðar húsnæði sjálf ásinum launþegamarkaði miðað við okur vexti sem tíðakast hér er útí hróa hött. 

Hinsvegar gerði þessi bólgutenging það kleyft að braska með íbúðir á erlendum verðbréfa mörkuðum í formi skuldabréfa.

Ríki EU sem neyðast til að láta erlenda fjárfest fjármagn endurnýjun á húsnæði sínu svo núna núna seyðið af því næstu öldina. Það eru öll með um  helmingi lægri tekjur á mann en Ísland. 

Bretar t.d. fylgja þróun [25 til 40 ára] fasteignaverðs vaxtaáhættu hluta til á ákvörðunar á sínum heimamarkaði. 

Það er mikið ódýrar fyrir Ísland að sætta sig við að vera utan útjaðars samkeppni fullvinnslu dreifingarnets EU og láta sér nægja að að tekið á móti ferðamönnum þaðan og versla þar inn það sem við viljum. Spillingin sem við frá Meginlandinu þekkjum best: hún er öll búin að fest sig hér í sessi sér í lagi með EES frjálsflæðinu. EU er 8% af íbúafjölda jarðarinnar sem miðar sína hagstjórn við milljóna stórborgir sem hver um sig byggir á mörgum 100.000- 300 undir örefnahagshéruðum.  Ég er ekki hlynntur því að breyta Íslandi í dæmigert EU hérað.

Júlíus Björnsson, 16.12.2009 kl. 21:45

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ragnar.

Skil það vel að það eigi að reka ykkur,

"ég vil frekar lifa á fiski, en sem máltíð á diski, hjá þessu hyski".

Menn hafa nú verið reknir fyrir minna en að vilja éta fisk, sem reyndar má ekki veiða ef hann sefjar hungur fátækra.

En ég vil líka frekar lifa á fiski, en sem máltíð á diski hjá þessu hyski.

En ég er svo heppinn að það er ekki hægt að reka mig, og get því sagt þetta án afleiðinga.

En tek undir með Birgittu, þetta er ræða, ekki orðagjálfur, skil vel að síamstvíburarnir séu orðnir svekktir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.12.2009 kl. 21:51

13 identicon

Flott ræða.

Og þarna voru tíundaðar helstu ástæður þess að ég hef ekki viljað ganga í stéttarfélag í 20 ár.

Eða á ég að ganga í félagsskap sem semur beint við launagreiðandann um beinar greiðslur til sín ? Er það ekki samráð ?  sem telur sig þess umkominn að velja fyrir mig það sem eyða á hluta launa minna í, sem vinnur gegn hagsmunum mínum með því að keppa við samfélagsþjónustuna ? sem berst gegn hagsmunum mínum í verðtryggingu, sem brýtur á félagslegum mannréttindum mínum*, og brýtur á stjórnarskrárvörðum eignarétti mínum í lífeyrissjóðum og er svo tengt stjórnmálaflokkum að það gengur hnífurinn ekki á milli, sem er ógagnsætt og lokað með gríðarsterkri samtryggingu stjórna þess og hefur sem sitt aðalmál að komast yfir fleiri sjóði hjá ríkinu og skapa nýja með vinum sínum hjá SA, enda skapar það tekur fyrir það sjálft. Svo eru það laun sumra af þessum stjórnendum.....

*Mér var þröngvað til þess að greiða félagsgjöld í stéttarfélagi sem ég neitaði að ganga í eftir að hafa verið ráðinn hjá ríkisstofnun undir hótun um að hypja mig ef ég gerði það ekki. Og félagsgjöld eru langt umfram það sem sést á launaseðlum en sú hylming að láta það ekki fara um launaumslagið er vitaskuld eitt af því sem stéttarfélög gera gegn umbjóðendum sínum.

Jón Jósef Bjarnason (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 22:51

14 identicon

Ég er félagsmaður í VR.  Mér svíður sárt hvernig verkalýðsforystan ásamt ASÍ forystunni hefur farið með vald sitt. Þeir eru áskrifendur að mínu veski að sínum háu launum.  Mig langar til að benda Hólmfríði sem skrifar hér á þá staðreynd að Gylfi Arnbjörnsson var settur yfir nefnd sem átti að skoða það (rétt eftir hrunið sl. haust) að frysta neysluvísitöluna a.m.k. tímabundið til að þetta yrði ekki eins sársaukafullt fyrir heimilin.  Og hvað haldið þið að Gylfi hafi komið með þegar nefndin var búin að funda nokkrum sinnum??  EKKERT, EKKERT má gefa eftir í verðtryggingunni vegna þess að það kemur sér illa fyrir fjármagnseigendur. Þetta var niðurstaðan í hnotskurn.

Takk, Ragnar, fyrir að standa vaktina fyrir okkur VR félaga!!

Ragnar, þú og Bjarki standið ykkur vel. Þið eruð fyrir fólkið, hið vinnandi fólk, sem verkalýðselítan hefur fjarlægst með ljóshraða undanfarin ár.  Ég vildi óska þess að mitt félag, VR, myndi fara út úr þessu gjörspillta ASÍ batteríi. Þetta kostar himinháar upphæðir að vera í þessu "Alþýðusambandi" reyndar finnst mér þetta vera öfugmæli því þetta er ekkert "Alþýðusamband".

Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 23:35

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

80% launþega á öllu tímum minnst kallast almúgi, alþýða, pöpull:

Sjómenn og bændur 3% er ekki nógu stór hópur til að dekka hugtakið.

Iðnverkafólk um 19%  er ekki nógu stór til að dekka hugatakið.

Með tækniframförum vísar labour í stærstu stéttina í hugum risanna á meginlandinu.

Þjónustugeirann um 72% þar sem EU uppskafningarnir finnast helst, þessir sem stíga ekki í vitið og gera sér ekki grein fyrir að á mælikvarða EU er þeir byrði á erlendum fjárfestum. Því minna sem fer í innanlandsþjónusta því meira fá erlendir fjárfestar og því minna þarf útflutningur að kosta EU heildina.

Ríkiseinkaframtak er jafn vitlaust [ábyrgðarlaust] og hreint ríkisframtak á öllum sviðum. 

Hugtök skipta um orð þótt þau sjálf haldist alltaf óbreytt.    

Júlíus Björnsson, 17.12.2009 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband