Hagnaður!!

Lífeyrissjóðir eru meðal stærstu kröfuhafa. Hafa þessir menn greitt af BAKK 03 01 skuldabréfaútgáfu sem hefur verið í vanskilum frá því í vor? Þeir sýna fram á hagnað en borga ekki af skuldbindingum sínum. Það er eitt af þeim málum sem þeir minnast á í þessari yfirlýsingu að viðræður við innlenda lánadrottna (lífeyrissjóði) gangi vel en þar tala þeir um lengingu á skuldabréfavafningum.

Lífeyrissjóðirnir töpuðu hundruð milljörðum á þessum snillingum.

Þeir tóku Bakkavör með glæpsamlegum hætti út úr Existu á kostnað kröfuhafa og eigenda.

Ég hef nú nokkrum sinnum áður lesið um skínandi góða afkomu frá þeim Bakkabræðrum m.a. frá Kaupþingi, Existu, Bakkavör en tvö áðurnefnd félög hafa verið sektuð af kauphöll fyrir að gefa upp misvísandi upplýsingar um stöðu.

Er þeim virkilega treystandi?


mbl.is Hagnaður hjá Bakkavör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú getur Lýður klárað Lýðshöllina fyrir austan með glæsibrag.

Sveinbjörn Árnason (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband