Hvað borgum við í skatta ?

Á Íslandi fer um 60% af heildarlaunakostnaði fyrirtækja við eitt stk. Launamann í skatta og launatengd gjöld, ef tekin eru með félagsgjöld í stéttarfélög. Þetta er fyrir utan viðbótarframlag í séreigna lífeyrissjóði.

Borgum við 37,2% í skatt? Hvað er skattur og hvað ekki?

Ef við tökum lögbundið 12% iðgjald í lífeyrissjóð hvernig stendur hlutfallið þá?

Dæmi:

Tekjuskattur er 37,2%(á launaseðli)

Lífeyrissjóður 4%(á launaseðli) +8%(Launatengd gjöld) =12%

Tryggingagjald 7% (Launatengd gjöld)

Stéttarfélag félagsgjald 1%(á launaseðli)

Sjúkrasjóður 1% (Launatengd gjöld)

Orlofssjóður 0,25%(Launatengd gjöld)

Endurhæfingarsjóður 0,13% (Launatengd gjöld)

Starfsmenntunarsjóðir,endurmenntunar- og endurhæfingasjóður SA/ASÍ allt að 0,25% (Launatengd gjöld)

Samtals 58,83% af heildar launakostnaði.

Hvaða nöfnum sem þetta nú allt saman heitir borga launafólk og atvinnurekendur nálægt  60% af launum sínum í einhvers konar skatt ef launatengd gjöld eru tekin með.

Launakostnaður er skilgreindur í ársskýrslum fyrirtækja sem  Laun og launatengd gjöld.

Hver eru launatengd gjöld í Danmörku þar sem greiðslubirgði vegna lífeyrisþega er tekin með í skatt prósentuna?

Forkálfar lífeyrissjóða og stéttarfélags mafíunnar kalla þetta gegnumstreymi og segja eitt af því alversta sem til er. Ath. "Þetta er skoðun þeirra sem fara með völdin yfir framtíðar skatttekjum ríkissjóðs".

Nú ætla lífeyrissjóðirnir að skuldbinda ríkið "okkur fólkið" til framtíðar með því að fjármagna nýtt háskólasjúkrahús,nýjan flugvöll og fleiri framkvæmdir á vegum ríkis og sveitarfélaga. Hverjir borga þessar framkvæmdir aðrir en framtíðar skattgreiðendur?

Þessir sömu lífeyrissjóðir þvertaka fyrir að ríkið leysi til sín skatt af séreignasparnaði vegna þess að það komi svo illa niður á börnum okkar sem þurfa að bera skattbirgði framtíðarinnar.

Ekki höfðu lífeyrissjóðirnir sýnilegar áhyggjur af sömu börnum þegar þeir héldu útrásarkóngunum uppi með því að dæla fjármagni í útrásarfélögin sem varð megin uppistaða innlendra fjárfestinga lífeyrissjóðanna.

Varla hafa lífeyris forstjórarnir hugsað mikið um þessi sömu börn þegar þeir voru við laxveiðar eða í lúxusferðum í boði Baugs, Existu, Fl-group eða bankanna sem sáu um að koma peningunum í "réttar hendur".

Ætli börnin hafi komið upp í huga þeirra sem þáðu 34 milljónir í árslaun, cadillac jeppa, bensín á hann og uppihald hvers kyns?

Blessuð börnin!

Ætli börnin okkar hafi einhvern áhuga á að búa í þessu spillingar bæli? Þau þurfa að halda uppi stórskuldugum eftirlaunaþegum þar sem framtíðarlífeyrir okkar mun varla duga fyrir afborgun á húsnæðis skuldum vegna þeirrar eignaupptöku sem heimilin og almenningur stendur frami fyrir í dag.

Ég hef meiri áhyggjur af því að geta brauðfætt börnin mín og menntað til framtíðar en að þau verði virkir skattgreiðendur. 

Svo á að hækka skatta og halda í verðtrygginguna! 

Eru stjórnvöld gjörsamlega gengin af göflunum?

Er þriðja valdið, Lífeyrissjóðir og SAASÍ  orðið Ríki í Ríki, sem keppast innbyrgðis um að klípa sem mest af launafólki. Ríkið með endalausum gjöldum og hitt ríkið með endalausum sjóðum?

Í síðustu kjarasamningum var samið um enn einn sjóðinn,endurhæfingasjóð sem á að fækka öryrkjum á kostnað öryrkja.

Er ekki komið nóg af sjóðum?

Verkalýðshreyfingin er að velta yfir 10 milljörðum á ári, rekstrarkostnaður er um 2 milljarðar.

Lífeyrissjóðirnir eru að velta um 300 milljörðum á ári og rekstrarkostnaður um 3 milljarðar en líklega yfir 4 milljarðar ef erlend fjárfestingagjöld væru tekin með í reikningin.

Við almenningur erum ríkið og eigum lífeyrissjóðina, dælum fjármagni í stéttarfélögin en höfum því miður ekkert um málin að segja.

Guð hjálpi íslenskri alþýðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Furðulegt, að ekki einn flokkur vilji skoða Verðtrygginguna með afnám í huga.

Annars er ekki nema von, þegar svona menn veljast til að stjórna stærsta Ríkisbankanum, eftir að Hvíta -Birna fékk heppnina með sér og landaði bankastjórastól.

Skuldlausi Finnur

Miðvikudagur 25. nóvember 2009 kl 18:37

Höfundur: ritstjorn@dv.is

Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion-Kaupþings, er grjótharður á því að skuldugir starfsmenn bankans óvinsæla eigi ekki að gegna viðkvæmum stöðum. Skilaboð um að starfsfólk í þröngri fjárhagsstöðu verði rekið eða fært til í starfi hafa verið send út. Þetta bætir ekki móralinn í bankanum sem er í ímyndarkreppu. Þá bætir ekki úr skák að Finnur slapp sjálfur undan risastóru kúluláni frá þeim tíma þegar hann stýrði Icebank og er að því er virðist skuldlaus.
Eins og greint var fyrst frá í DV fékk Finnur 850 milljónir í nafni hlutafélags síns. Finnur seldi félagið þegar honum var sagt upp störfum sem bankastjóra Icebank í árslok 2007. Tæplega 16 milljóna króna skuld vegna vaxtakostnaðar var skilin eftir inni í félaginu.

Sá stálheppni bankastjóri gengur nú að þeim sem voru ekki eins heppnir. Mórallinn í bankanum er nú að sögn kunnugra að ná nýjum og áður óþekktum lægðum.

Hvernig er svo með allt það fé sem tapaðist á sýndarviðskiptum á erlendri grund allt á kostnað Lífeyrissjóða.

Krafan ætti að vera, að allar fjárfestingar bólurnar og rósirnar, verði sett upp á borðin til skoðunar og rýningar.

Síðan mætti spyrja af hverju flest ,,erlendu" fyrirtækin voru í raun í eigu valinna íslendinga.

Miðbæjaríahldið

Bjarni Kjartansson, 26.11.2009 kl. 09:48

2 Smámynd: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Guð hjálpi okkur öllum!

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 26.11.2009 kl. 11:02

3 identicon

Verð að leiðrétta eitt:

Í DK er þrepaskipt skattkerfi, með hærri þrepum en hér eftir breytingar.

Daninn gefur aldrei upp eitt sem nefnist "arbejdsmarked-bidrag" (AM-bidrag) sem er fast 8% sem leggst ofan á tekjur, enginn persónuafsláttur eða neitt. Þetta AM-bidrag er nokkurs konar tryggingargjald. Að auki, þar sem verkalýðsfélögin reka atvinnuleysiskassana og orlofssjóðina, eru gjöldin í þá áttina hærri en hér. Enda líta Danir öfundaraugum á skatt- og lífeyrissjóðskerfið hér.

Sem launamaður í DK í 6 ár, verð ég að undirstrika að það er EKKERT öfundsvert við danska skattakerfið - það er flóknara, dýrara og ýtir meira undir svindl og svínarí en hér - þótt ótrúlegt sé. Okkar er betra þótt það sé meingallað.

Afsakaðu langlokuna, en kjarninn sem ég vildi koma á framfæri er: Í raun og veru geturðu bætt 8% ofan á allar opinberar tölur sem koma frá DK, sama þótt um sé að ræða bótaþega, láglaunafólk eða eitthvað í þá áttina.

Ég er ekki að mæla bót fyrir íslenska kerfið - ég er bara að biðja um að bera okkur ekki saman við DK (þeir viðurkenna sjálfir að kerfið þeirra sé ónýtt).

Gunnar G (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 11:43

4 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit og athugasemdir.

Sammál þér Bjarni, sumir eru "Heppnari" en aðrir.

Guð hjálpi okkur báðum Guðrún.

Sæll Gunnar

Takk kærlega fyrir mjög góða ábendingu.

Ég er alls ekki að hrósa danska kerfinu, var einungis að benda á lönd sem skattleggja þegna sína til að standa undir lífeyrisskuldbindingum í stað þess að reka sér lífeyriskerfi.

Ég er þeirrar skoðunar að íslenska lífeyriskerfið undir stjórn SAASÍ sé hrunið, í besta falli handónýtt. Þessu kerfi verður ekki við bjargandi nema snúa því á rönguna, gegnsæi er versti óvinur mafíunnar ! Ég hef kynnst því í minni baráttu að íslensku lífeyrissjóðirnir berjast hatrammlega gegn öllum breytingum,hagræðingu og sérstaklega gegnsæi.

Þap fer líka rosalega í taugarnar á mér þegar menn tala um lága skatta hér á íslandi 37,2% við erum að borga miklu meira en það. Það er svona helsti punkturinn í grein minni.

Einnig það að fólk áttar sig oft ekki á því hvað verið er að borga með okkur í hina og þessa sjóði sem verkalýðsforystan hefur stofnað til. Suma á kostnað almennra launahækkana. 

Ragnar Þór Ingólfsson, 26.11.2009 kl. 14:53

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ragnar þakka þér fyrir greinilega pistla.  Þú segir  "Ég hef meiri áhyggjur af því að geta brauðfætt börnin mín og menntað til framtíðar en að þau verði virkir skattgreiðendur."  Gættu að því hvernig menntun er áttað, henni er beinlínis ætlað að framleiða hlýðna vaxta- og skattagreiðendur um fram allt annað.

Margir eru haldnir þvílíkri skattablindu að jafnvel nú þegar ljóst er orðið að allur tekjuskattur íslendinga rennur til vaxtagreiðslna ríkisins, þá verja þeir kerfið.

Forkólfar lífeyrissjóðanna eiga eftir falsa tölur út í það óendanlega.  Eða hver mynd afþakkar milljarða greiðslur mánaðarlega frá launafólki til að leika sér með pappírsmarkaði og skammta sér góð mánaðarlaun fyrir það.

Magnús Sigurðsson, 26.11.2009 kl. 15:15

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mér finnst að lánastofnanir eigi að hafa frjálst val hvað varðar verðtryggingu á innlánsfé  T.d. fylgja verði á fasteignum, gulli, launum, eða bólgu. Að öllu öðru leyti sé vextir frjálsir.

Svo gleymist skuldugt fyrirtæki sem greiðir hagnað og vexti, fær þetta í frádrátt frá launum. M.ö.o fyrirtæki sem er ekki að greiða t.d. 14% í vexti að mánaðarveltu gæti borgað hærri laun til að auka hagnað. 

Stjórnsýslan hirðir svo skatta af vaxtagreiðslum almennings og vaxtatekjum.

Viriðisaukaskatt, vörugjöld, tolla, og fasta staðgreiðsluskatta fyrir þjónustu.

Júlíus Björnsson, 26.11.2009 kl. 16:29

7 identicon

Heill og sæll; Ragnar Þór - og, þið önnur !

Ætli sé nokkuð ofreiknað - að ætla, að skattar / beinir sem óbeinir, komi til með að hljóða upp á - vel; á 2. hundrað prósenta, frá ársbyrjun 2010, haldi fram, sem horfir, gott fólk ?

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 20:48

8 identicon

Þetta eru um margt merkilegir útreikningar en ekki tæmandi. Þó ég kjósi að hafa félagsgjöld til stéttafélaga ekki með í þessu dæmi. Þá er það hreint auka atriði.

  • Þá gleymir þú gjöldum sem nema um 300 milljónum á ári sem renna til samtaka atvinnurekenda sem eru greidd með vinnu launamanna. Stór hluti af þessum gjöldum eru t.d. lögbundin. Þetta eru allt gjöld sem greidd eru eftir því hversu há laun fyrirtækin greiða starfsfólki sínu.
  • Þetta eru mun hærri upphæðir en þau gjöld en þau sem stéttarfélögin fá í sína sjóði.  
  • Ef atvinnurekendur greiddu þetta sjálfir úr eigin vasa, væri það allt í lagi. En þetta gjald er afar óeðlilegt svo ekki sé meira sagt

kristbjörn árnason (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband