19.11.2009 | 11:13
Það tókst !
ASÍ og SA tókst að koma hugsanlegri skattlagningu lífeyrissjóða yfir á okkur fólkið.
Þó svo lífeyrissjóðirnir/SAASÍ haldi því fram, að ef þeir fái framtíðar skatttekjur ríkisins/þjóðarinnar lánaðar skili það okkur hærri lífeyri. Það er ekki alveg rétt. Það gæti hinsvegar orðið ef ávöxtun lífeyrissjóðanna verður góð. Þeir hafa nú ekki beinlínis sýnt fram á það með trúverðugum hætti.
Hvað verður búið að tapa miklu af framtíðar skattstofni ríkisins/þjóðarinnar í lífeyrissjóðunum á næstu tveimur áratugum?
Ríkið/þjóðin er að borga 5,5% vexti af Icesave á meðan ríkið/þjóðin lánar framtíðar skattekjur til lífeyrissjóða/SAASÍ sem hafa ávaxtað sig um 2,9% síðustu 10 ár. ( 2,9% miðað við mjög svo ótruverðuga útgáfu sjóðanna á tapinu en mikið á enn eftir að afskrifa )
Staðreyndin er sú,miðað við tryggingafræðilega stöðu sjóðanna, þá eru þeir í hæstu neikvæðu mörkum. Þrátt fyrir að eiga miklar afskriftir eftir á verðlausum eða verðlitlum eignum. Sumar geta þeir þó varið með því að lengja í skuldabréfavafningum eða lána til fyrirtækja sem ekki verða sett í þrot alveg strax, eingöngu til að afskrifa síðar og dreifa þannig tapinu.
Það er kanski helsta skýringin á því hversu hatrammlega valdaklíka atvinnumála ASÍ og SA barðist gegn þessari leið því það setur stórt strik í plön þeirra um að vinna til baka tapið á útrásarbullinu þar sem forkálfar nokkura stærstu sjóðanna voru í aðalhlutverki.
Ég vil óska ASÍ til hamingju með þennan frábæra árangur. Og atvinnurekendum líka þar sem mörg fyrirtæki eru að fá starfmenn sína til að falla frá kjarasamningsbundnum hækkunum.
Ég vil líka hrósa markaðslaunakerfinu "framboð og eftirspurn" sem verkalýðsforystan hefur monntað sig af. Eina raunvörulega öryggisnetið sem almennt launafólk hefur eru Taxtar.
Verkalýðshreyfingin er að velta yfir 10 milljörðum á ári, rekstrarkostnaður er um 2 milljarðar.
Lífeyrissjóðirnir eru að velta um 300 milljörðum á ári og rekstrarkostnaður um 3 milljarðar en líklega yfir 4 milljarðar ef erlend fjárfestingagjöld væru tekin með í reikningin.
Eitt er þó víst að allur þessi kostnaður er greiddur af launafólki og allir þessir fjármunir eru í eigu launafólks og almennings í landinu.
Er ég einn um það að finnast uppskeran heldur rýr?
50 milljarða skattahækkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
( 2,9% miðað við mjög svo ótruverðuga útgáfu sjóðanna á tapinu en mikið á enn eftir að afskrifa )
þetta er einmitt málið! Árinni kennir illur ræðari Íslenska lífeyriskerfið á sér enga hliðstæðu. Eitt er víst að lélegir ræðarar hafa verið að taka ákvarðanir síðustu ár. Margur verður af aurum api. Hvers vegna er ekki skipt um ráðgjafa í ljósi afleiðinganna?
Júlíus Björnsson, 19.11.2009 kl. 13:31
Lyginni er haldið að fólki og er það reyndar ekki sér íslenskt fyrirbrigði. Þeir eru í reynd ekki til sem hafa riðið feitum hesti frá fjárfestingu í langtíma sparnaði sama hvort það er á bankabókum eða lífeyrissjóðum sem er yfirleitt ávaxtaður á hlutabréfamarkaði.
Fárfesting á þeim markaði er eins og fjárhættuspil þú tapar örugglega ef þú ert þar nógu lengi. Póker og gjaldmiðlabrask gefa jafnvel betri ávöxtun því þar eru markmiðin skýr, fjárfestingin stutt og þar sérð þú á eitthvað af spilunum en á hlutabréfamarkaði hafa innherjar algjört forskot eins og dæmin hafa margsannað.
Magnús Sigurðsson, 19.11.2009 kl. 14:52
Hversvegna er gerðar kröfur um að stjórar Seðlabankans Sviss sé úr hópi aðila sem hafa alist upp innan bankageirans?
Svarið hefur ekki með menntun eða fræði gera. Heldur reynslu og það kemur kannsk á óvart reynslu þeirra sem hafa fylgst með verðandi sjóðshaldara árum [áratugum] saman. Fjármál eru mjög einföld í framkvæmd og fræðin eru hluti af sjónarspili til að halda upp ávöxtunarkröfu.
Hinsvegar eru það sérstakar manngerðir sem standast freistingarnar árum saman og mjög sjaldgæfar og mun það aðal ástæða ofurþóknunar.
Þessar sérstöku manngerðir eru alls ekki normal að mati meira en 99% mannkyns. Hinsvegar er að mínu mati öll Íslenska stjórnasýslan og Íslenski fjármálageirinn ósköp normal eða lýðræðislegt þversnið af þjóðinni. Það er meinið. Réttur maður á réttum stað, Menn geta ekki lært að vera annað en þeir eru eða keypt sér nýja sál.
Júlíus Björnsson, 19.11.2009 kl. 16:10
ASÍ og SA eru eins og síamstvíburar að ASÍ vinni fyrir fólkið er að verða hálfhjákátlegt að mínu mati
Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.11.2009 kl. 21:50
Nei, alls ekki! (svar við síðustu spurningunni)
Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.11.2009 kl. 22:09
Heill og sæll; Ragnar Þór - sem og, þið önnur, hér á síðu !
Þessi ágæta grein þín; endurspeglar nauðsyn algjörrar uppstokkunar, á; reyndar,......... samfélaginu ÖLLU, Ragnar.
Ef ekki; með góðu - nú þá bara; með illu, af alefli miklu, gott fólk !
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 22:09
Við hverju er að búast að blóðsugum sem eru búnir að lifa á launum allmennigns og fá endalausan pening og bera enga ábyrgð.
Lífeyrisjóðir eru löggiltir þjófar og það ætti að setja alla starfsmenn þeirra í fangelsi fyrir þjófnað.
Hannes, 20.11.2009 kl. 22:11
að minnsta kosti stjórnarmenn.
Hannes, 20.11.2009 kl. 22:11
Sæll, Ragnar Þór
Mér þætti vænt um, að þú sendir mér línu á kristarn@mi.is kveðja Kristbjörn Árnason. Hér kemur svo þessi grein. Þetta ákvæði er skerðingarákvæði varðandi fjárfestingar lífeyrissjóða. Ég merki þetta ákvæðu með örvurm en þetta er nánast neðst í textanum.
kveðja
VII. kafli. Fjárfestingarstefna lífeyrissjóða.
36. gr. Stjórn lífeyrissjóðs skal móta fjárfestingarstefnu og ávaxta fé sjóðsins með hliðsjón af þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu. Stjórn lífeyrissjóðs er heimilt að móta sérstaka fjárfestingarstefnu fyrir hverja deild í deildaskiptum sjóði. Lífeyrissjóði er heimilt að ávaxta fé sitt með eftirfarandi hætti:
1. Í ríkisvíxlum, ríkisskuldabréfum og skuldabréfum sem tryggð eru með ábyrgð ríkissjóðs.
2. [Í skuldabréfum og víxlum sveitarfélaga og Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. og skuldabréfum og víxlum sem tryggð eru með ábyrgð þessara aðila.]1)
3. Í skuldabréfum tryggðum með veði í fasteign að hámarki [75%]2) af metnu markaðsvirði nema þegar um er að ræða sérhæft atvinnuhúsnæði þá skal hámark þetta vera 35%.
4. Með innlánum í bönkum og sparisjóðum.
5. Í skuldabréfum og víxlum banka, sparisjóða og annarra lánastofnana sem lúta eftirliti [opinbers eftirlitsaðila].3)
6. Í hlutabréfum fyrirtækja.
7. [Í hlutdeildarskírteinum eða hlutum verðbréfasjóða eða fjárfestingarsjóða samkvæmt lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, [eða tilskipun 85/611/EBE um sameiginlega fjárfestingu í framseljanlegum verðbréfum (UCITS-tilskipuninni)]1) en verðbréfasafni að baki skírteinunum eða hlutunum skal skipt á aðra töluliði þessarar málsgreinar með tilliti til takmarkana í 2.–6. mgr.]4)
[8. Í hlutdeildarskírteinum eða hlutum annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu.]4)
[9. ]4) Í öðrum verðbréfum.
[10. ]4) Með gerð afleiðusamninga sem draga úr áhættu sjóðsins.
[Verðbréf skv. 1., 2., 5., 6., 8. og 9. tölul. 1. mgr. skulu hafa skráð kaup- og sölugengi á skipulegum markaði.]5) Með skipulegum markaði er átt við skipulegan verðbréfamarkað innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) [og [ríkja Evrópska efnahagssvæðisins]1)]6) sem starfar reglulega, er opinn almenningi og viðurkenndur með þeim hætti sem [Fjármálaeftirlitið]7) metur gildan. Sé markaðurinn utan ríkja OECD [eða [ríkja Evrópska efnahagssvæðisins]1)]6) skal [Fjármálaeftirlitið]7) hafa viðurkennt hann.
[Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. er heimilt að fjárfesta fyrir allt að [20%]1) af hreinni eign sjóðsins í verðbréfum sem falla undir [1., 2., 5., 6., 8. og 9.]4) tölul. 1. mgr. og ekki eru skráð á skipulegum markaði, enda séu verðbréfin gefin út af aðilum innan aðildarríkja OECD [eða [ríkja Evrópska efnahagssvæðisins]1)].6) Fjárfestingar í óskráðum hlutabréfum eru þó eingöngu heimilar ef engar hömlur eru á viðskiptum með hlutabréfin og ársreikningar hlutafélaganna öllum aðgengilegir. [Nú greiðir bakábyrgðaraðili lífeyrissjóðs, sem nýtur bakábyrgðar ríkis, sveitarfélaga eða banka, inn á skuldbindingu sína við sjóðinn með verðbréfum skv. 1. tölul. 1. mgr. sem ekki eru skráð á skipulegum markaði, og skal sjóðnum þá heimilt að eiga slík verðbréf óháð takmörkunum skv. 1. málsl. þessarar málsgreinar.]8)]3)
[Eign lífeyrissjóðs í einstökum tegundum verðbréfa skv. [2., 5., …2) 8. og 9.]4) tölul. 1. mgr. skal ekki vera meiri en 50% af hreinni eign sjóðsins.]3) [Eign lífeyrissjóðs í hlutabréfum fyrirtækja skv. 6. tölul. 1. mgr. skal ekki vera meiri en 60% af hreinni eign sjóðsins.]2) [Þó skal samanlögð eign skv. 6. og 8. tölul. 1. mgr. ekki vera meiri en [60%]2) af hreinni eign sjóðsins. Eign lífeyrissjóðs skv. 8. tölul. 1. mgr. í sjóðum sem lúta ekki opinberu eftirliti skal þó aldrei vera meiri en 10% af hreinni eign sjóðsins.]4)
[[Samanlögð eign sjóðsins í verðbréfum skv. 2.–9. tölul. 1. mgr. útgefnum af sama aðila, tengdum aðilum, sbr. lög um fjármálafyrirtæki, eða aðilum sem tilheyra sömu samstæðunni skal ekki vera meira en 10% af hreinni eign sjóðsins.]1) Þessi takmörkun skal vera 5% fyrir verðbréf skv. 9. tölul. Samanlögð eign sjóðsins í verðbréfum skv. 1. málsl. og innlánum skv. 4. tölul. 1. mgr. skal ekki vera meiri en 25% af hreinni eign sjóðsins. Eigi er lífeyrissjóði heimilt að eiga meira en 15% af hlutafé í hverju fyrirtæki eða í hlutdeildarskírteinum eða hlutum annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu né meira en 25% af hlutdeildarskírteinum eða hlutum útgefnum af sama verðbréfasjóði eða fjárfestingarsjóði eða einstakri deild hans. [Eigi er lífeyrissjóði eða einstakri deild hans heimilt að hafa meira en 25% af hreinni eign sinni í verðbréfasjóðum [og fjárfestingarsjóðum]9) innan sama rekstrarfélags.]1) Þó er lífeyrissjóði heimilt að eiga stærri hluta en 15% í fyrirtæki sem eingöngu sinnir þjónustuverkefnum fyrir lífeyrissjóðina sjálfa. Lífeyrissjóði er óheimilt að binda meira en 25% af hreinni eign í innlánum sama banka eða sparisjóðs.]4)
Lífeyrissjóður skal takmarka áhættu í erlendum gjaldmiðlum í heild við [50%]3) af hreinni eign sjóðsins.
[Með hreinni eign í 3.–6. mgr. er átt við hreina eign lífeyrissjóðs til greiðslu lífeyris samkvæmt síðasta uppgjöri sem hefur verið kannað eða endurskoðað af endurskoðanda.]2) Takmarkanir í 3.–6. mgr. skulu halda á hverjum tíma.
[Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. er þeim lífeyrissjóðum sem keyptu óskráð bréf tengd húsnæðislánum Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna á árunum 1972 til 1994 heimilt að flokka þau sem skráð bréf skv. 1. tölul. 1. mgr.]3)
>>>[Lífeyrissjóðum er ekki heimilt að fjárfesta eða eiga í fjárfestingarsjóðum skv. 7. tölul. 1. mgr. sem fjármagna sig með lántöku eða skortsölu.]4) <<<<
[Ákvæði þessarar greinar eiga einungis við um samtryggingardeildir lífeyrissjóða [frá og með 1. janúar 2010].9)]1)
Kristbjörn Árnason (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.