Opið bréf til Gylfa.

Sæll Gylfi þar sem þú reynir að svara spurningu minni varðandi það hver átti frumkvæðið að frestun launahækkana, ætla ég að biðja þig um að svara kjarna bloggfærslu minnar sem og nokkrum öðrum spurningum sem ég hef til forystu ASÍ.

Sjálfur tel ég skýringar þínar ótrúverðugar.

Þrátt fyrir að þú sért aðeins búinn að sitja í stól forseta ASÍ í eitt ár er þú væntanlega nú þegar orðinn óvinsælasti forseti sem setið hefur á þeim stalli í sögu Alþýðusambands Íslands. Sem er afrek útaf fyrir sig.

Rekstrarkostnaður verklýðshreyfingarinnar á Íslandi er líklega nálægt 2.000 milljónum á ári og veltan líklega nálægt 10.000 milljónum á ári.

Ég er með 35.000 kr. á mánuði fyrir að sinna stjórnarsetu í VR ásamt því að sinna fullri vinnu. Það er krafa mín og þeirra tæplega 60% félagsmanna sem kusu mig að Gylfi Arnbjörnsson geri grein fyrir þeirri vinnu sem hann þiggur ríflega milljón á mánuði í heildarlaun fyrir. Ég var kosinn í stjórn VR í fyrstu opnu kosningum félagsins þar sem hinn almenni félagsmaður fékk að kjósa sér forystu.

Hver er staðan ?

Kaupmáttur launa er í frjálsu falli og mun rýrna um 15% á næsta ári í það minnsta samkv. Spám.

Af hverju voru ekki sett skilyrði við gerð kjarasamnings og við gerð stöðugleikasáttmálans um stöðugleika heimilanna sem er grunnstoð samfélagsins ?

Verðbætur húsnæðislána eru að éta upp ævisparnað okkar og mun gera það áfram á næsta ári.

Af hverju beitir ASÍ sér ekki fyrir leiðréttingu á stökkbreyttum höfuðstól húsnæðislána eða í það minnsta að sett verði þak á verðbætur til að setja eitthvað öryggisnet fyrir heimilin?

Gengistryggð íbúðarlán og bílalán eru að ganga frá fjölskyldum félagsmanna okkar.

Af hverju í ósköpunum hefur ASÍ ,með alla sína lögfræðinga, ekki látið kanna lögmæti gengistryggðra lána sem virðast hafa verið kolólögleg?

Skuldajöfnunar úrræði stjórnvalda, sem samin voru í höfuðstöðvum ASÍ eru til háborinnar skammar og frestar skelfilegri stöðu heimilanna með því að tengja skuldastöðu, þeirra verst settu, við almenna launaþróun.

Hvernig dettur ASÍ í hug að samþykkja úrræði sem eru til þess fallin að etja saman launafólki þ.e. eiga þeir sem þurfa greiðslujöfnun að mótmæla launahækkunum þeirra sem ekki þurfa slík úrræði ?  

Er eðlilegt að verðbætur á húsnæðislánum okkar séu færðar yfir á reikninga fjármagnseigenda?  

Af hverju gerði ASÍ ekki athugasemdir við það þegar Ríkið mismunaði þegnum þessa lands gróflega með því að moka hundruðum milljarða í peningamarkaðssjóði fjármegneigenda, meðan sparnaður venjulegs fólks sem er bundin í fasteignum er að brenna upp?

Af hverju var stöðugleikasáttmálinn og kjarasamningurinn ekki settur í dóm hins almenna félagsmanns ?

Er eitthvað öryggisnet fyrir alþýðuna ?

Eina öryggisnetið sem sett var fyrir okkar hönd í stöðugleikasáttmála og kjarasamninga voru verðbólgumarkmið í LOK samningstíma. En þá eru samningar lausir hvort sem er.

Öryrkjar taka nú á sig skerðingu frá lífeyrissjóðum á sama tíma og sjóðirnir samþykkja að greiða 0,13% af öllum iðgjöldum í “starfsendurhæfingarsjóð” sem Gylfi verður í forsvari fyrir, en í þann sjóð greiða launþegar 0,13% og atvinnurekendur 0,13% samtals 0,39% af öllum launum. Þetta var ein af forsendum karasamnings og stöðugleika. Þurfum við enn einn sjóðinn sem rekin er sem fé án hirðis af elítu auðvaldsins.

ASÍ hafnaði ályktun til lífeyrissjóða um að fresta skerðingu lífeyris öryrkja.

Þurfum við enn einn sjóðinn þegar gengið er svo harkalega að kaupmætti okkar?

Hver er afstaða ASÍ til Verðtryggingar?

Með von um skjót svör.

Ragnar Þór Ingólfsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Gylfi, settu hrokann til hliðar og hlustaðu!

Birgir Viðar Halldórsson, 10.11.2009 kl. 13:45

2 identicon

Málið er í NEFND er eflaust það svar sem þú færð.  FL-okksræði ASÍ & Samspillingarinnar er ekki að skila launafólki einu eða neinum fjármunum í veskið.  Ykkar tími kemur síðar - koma svo & lengja í lánum...lol....!  Óskiljanlegt að ASÍ skildi samþykkja að það væri þeirra hlutverk að berjast fyrir inngöngu í EB, eitthvað sem ca. 60% af þjóðinni er mótfallið.  Hvernig væri að ASÍ færi að BERJAST fyrir BÆTUM kjörum VERKAFÓLKS???  Það væri óvænt & ánægjuleg nýbreytni hjá félaga Gylfa.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 13:50

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

lítill sem ekki neinn áhugi innan ASÍ að tala máli þeirra lægst-launuðu sem og verkafólksins,  öll umræðan í dag er "hátækni" eða nýsköpun "hátæknistarfa" sem er eflaust gott en það eru fáir sem tala fyrir verkafólkið, munum að þar vantar líka nýsköpun sem og að upphefja "venjuleg" "verkamannastörf" til hærri vega, verður ekki gert með "atgerfisflótta" ASÍ eins og hann kemur mér fyrir sjónir nú.

Jón Snæbjörnsson, 10.11.2009 kl. 14:03

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Gylfi svarar þessu ekki, hann er kominn að kjötkatlinum og þegir á meðan hann þiggur ofurlaun fyrir, best að láta eins lítið fyrir sér fara þegar kálfurinn er kominn á spenann, takk fyrir frábæra færslu enn og aftur.

Sævar Einarsson, 10.11.2009 kl. 14:20

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Allar þessar spurningar brenna á félagsmönnum. Ragnar þú ert sí-vakandi, vinnandi  að réttlæti,hafðu þökk fyrir.  Bíðum og sjáum svörin.

Helga Kristjánsdóttir, 10.11.2009 kl. 14:23

6 identicon

Öryrkjar taka nú á sig skerðingu frá lífeyrissjóðum á sama tíma og sjóðirnir samþykkja að greiða 0,13% af öllum iðgjöldum í “starfsendurhæfingarsjóð” sem Gylfi verður í forsvari fyrir, en í þann sjóð greiða launþegar 0,13% og atvinnurekendur 0,13% samtals 0,39% af öllum launum.

 Þetta var ég ekki búin að heyra og þykir fróðlegt, það litla sem ég var búin að heyra um þetta starfsendurhæfingarprógram var  að mig minnir í tilögum annað hvort heilbr.r eða félagm.r sem ég fékk til yfirlestrar í gegnum þjónustu og þekkingarmiðstöðvar blindra og sjónskertra. Er þetta í tenglsum við það ??? Þær tillögur eru þær arfavitlausustu sem ég hef lengi séð, ef þetta er það sama, hef ekki heyrt meir um það síðan og vissi ekki að væri komið á koppinn. Þó var ég að heyra í fyrradag að einhvern slíkan starfsmann hafi til að mynda verið ráðin hér á Eg til að sjá um þessa starfsþjálfun, en var ekki búin að kanna það nánar, hélt satt að segja að væri einhver þvæla.

(IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 14:34

7 identicon

Ragnar, þú ert ekki einn meðvirkla nýrra stjórnarmanna VR, það er á hreinu. Vildi bara segja þér að þú ert að taka á hirðinni sem kann ekki við það að vera gagnrýnd. Hirðin í verkalýðsfélögunum lætur meðvirklana kynda undir sér í sífellu. Þannig hefur þetta fólk sjálfstraust við að hlúa að sjálfum sér og sérútvöldum vinum sínum. Tökum þetta klan niður.

Sveinbjörn Árnason (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 15:18

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Varla svarar Gylfi þessu frekar en öðru sem skiptir alþýðu þessa lands máli.  Er ekki kominn tími til að losna við sjóðasukkarana af launaská?

Víst það er ekki nokkur leið að láta hluta launanna renna í sjóðina, sama hvað þeim er oft stolið.

Magnús Sigurðsson, 10.11.2009 kl. 15:29

9 identicon

Áfram Ragnar!  Áfram verkalýðshreyfing, verkafólk, vinnandi fólk, vaknið nú og standið upp úr sjónvarpssófanum. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 15:33

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll frændi.

Þú ert með málefnalegasta móti þykir mér. Fjármagnseigendur sem þú talar um er úr öllum geirum samfélagsins og ekki nema sjálfsagt að venda sparnað sé þess kostur. Tek undir með þér í að vernda þurfi líka sparnað húseigenda, en tel samt að það sé félagsmálaráðherra sem eigi að fá þær orðsendingar. Hefur þú vissu fyrir því að lögfræðingar ASÍ hafi ekki skoðað lögmæti gengistryggra lán. Svo er á það að líta að þeir sömu lögfræðingar eru sérfræðingar í vinnurétti og aðrir kannski betur fallnir í að skoða lánasamningana. 

Það er eitt  í viðbót sem ég vil nefna og það er Starfsendurhæfingarsjóðurinn. Hann er að mínu mati til mikilla bóta. Þar er verið að tala um að fólk komist í heilstæða endurhæfingu vegna veikinda og eftir slys. Þú skalt kynna þér það frumkvöðlastarf sem unnið hefur verið á Norðurlandi eystra á þessu sviði. Það verkefni hefur fengið viðurkenningar erlendis frá sem fyrirmyndar módel á þessu sviði.

Mundu; spyrja fyrst og skjóta svo drengur minn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.11.2009 kl. 17:17

11 identicon

Sæll vertu. Hér eru svör við beinum spurningum þínum, annað læt ég liggja á milli hluta.

Hver er staðan ? Kaupmáttur launa er í frjálsu falli og mun rýrna um 15% á næsta ári í það minnsta samkv. Spám.Þetta er ekki allskostar rétt. Kaupmáttur kauptaxta okkar aðildarfélaga mun aukast á samningstímabilinu (2008/2-2010/10) eftir að tryggt var að kjarasamningar halda gildi sínu. Hins vegar mun kaupmáttur almennra launa (markaðslauna) trúlega lækka um 8% á næsta ári og færa okkur aftur til ársins 2004 í kaupmætti. Af hverju voru ekki sett skilyrði við gerð kjarasamnings og við gerð stöðugleikasáttmálans um stöðugleika heimilanna sem er grunnstoð samfélagsins ?

Stöðugleiki heimilanna verður ekki greindur frá stöðugleika kaupmáttar og atvinnu. Með stöðugleikasáttmálanum var komið í veg fyrir hrun kaupmáttar og meira atvinnuleysi en ella stefndi í og þess freistað að tryggja framgang umsaminna launahækkana. Með því voru grunnstoðir samfélagsins varðar í hruninu, en verkefninu er ekki lokið ennþá og því mikilvægt að beina kröftum okkar að áformum stjórnvalda í atvinnu- og skattamálum.

Verðbætur húsnæðislána eru að éta upp ævisparnað okkar og mun gera það áfram á næsta ári. Af hverju beitir ASÍ sér ekki fyrir leiðréttingu á stökkbreyttum höfuðstól húsnæðislána eða í það minnsta að sett verði þak á verðbætur til að setja eitthvað öryggisnet fyrir heimilin?Ekki hefur verið sýnt fram á hvaðan á að taka fjármagn til að fara í svo almenna lækkun skulda, og mikil hætta á því að það séu einmitt félagsmenn okkar (einkum millistéttin) sem yrði að borga þetta með sköttum eða minni lífeyri. Því hefur afstaða ASÍ verið að tryggja réttarstöðu heimila gagnvart bankakerfinu þannig að það þurfi að axla ábyrgð á eigin útlánastefnu út frá þeirri grundvallar hugmynd að miðað verði við greiðslugetu og eignastöðu viðkomandi. Annað verði einfaldlega fært niður.  Gengistryggð íbúðarlán og bílalán eru að ganga frá fjölskyldum félagsmanna okkar. Af hverju í ósköpunum hefur ASÍ ,með alla sína lögfræðinga, ekki látið kanna lögmæti gengistryggðra lána sem virðast hafa verið kolólögleg?Hjá ASÍ starfa tveir lögfræðingar sem sinna verkefnum á sviði vinnuréttar og þjónustu við aðildarsamtökin á því sama sviði. Grannt er fylgst með þeim könnunum sem þegar hafa verið gerðar á lögmæti gengistryggðra lána af til þess hæfum lögfræðingum. Skuldajöfnunar úrræði stjórnvalda, sem samin voru í höfuðstöðvum ASÍ eru til háborinnar skammar og frestar skelfilegri stöðu heimilanna með því að tengja skuldastöðu, þeirra verst settu, við almenna launaþróun. Hvernig dettur ASÍ í hug að samþykkja úrræði sem eru til þess fallin að etja saman launafólki þ.e. eiga þeir sem þurfa greiðslujöfnun að mótmæla launahækkunum þeirra sem ekki þurfa slík úrræði ?  Þeir sem þurfa greiðslujöfnun þurfa ekki að mótmæla launahækkunum vegna þess að greiðslujöfnunarhlutinn endurgreiðist í takt við greiðslujöfnunarvísistölu sem vegur saman kauphækkanir og atvinnustig. Úrræðið etur því ekki launafólki saman en bindur þvert á móti saman hagsmuni af því að draga úr atvinnuleysi samhliða launahækkunum. Er eðlilegt að verðbætur á húsnæðislánum okkar séu færðar yfir á reikninga fjármagnseigenda?  Af hverju gerði ASÍ ekki athugasemdir við það þegar Ríkið mismunaði þegnum þessa lands gróflega með því að moka hundruðum milljarða í peningamarkaðssjóði fjármegneigenda, meðan sparnaður venjulegs fólks sem er bundin í fasteignum er að brenna upp?

Til þessara aðgerða var gripið án nokkurs samráðs við ASÍ. Launafólk eru mikilvægustu eigendur sparifjár í þessu landi og þúsundir þess áttu innistæður í bönkum sem varðar voru að fullu og í peningamarkaðssjóðum sem varðir voru að hluta. Engin ein aðgerð mun hjálpa meira við að vernda sparnað í fasteigum önnur en sú að hemja verðbólgu, skapa atvinnu, auka kaupmátt og skapa um leið markað fyrir fasteignir. ASÍ hefur ætíð litið á íbúðarhúsnæði sem öruggt athvarf fjölskyldunnar samhliða því að geyma sparnað. Hvorutveggja þarf að verja en fjölskylduna fyrst. Þess vegna hefur ASÍ beitt sér fyrir aðgerðum til þess að ná niður greiðslubyrði og aðgerðum sem tryggja niðurfellingu skulda umfram greiðslu- og veðþol.

Af hverju var stöðugleikasáttmálinn og kjarasamningurinn ekki settur í dóm hins almenna félagsmanns ?Vegna þess að stöðugleikasáttmálinn er ekki „kjarasamningur“ heldur sameiginlega yfirlýsing ríkisstjórnarinnar, SA og ASÍ. Umboð ASÍ við gerð sáttmálans var sótt til aðildarsamtakanna. ASÍ fer ekki með sjálfstætt kjarasamningsumboð, en hvert aðildarfélag hafði val um það í febrúar að leita eftir afstöðu sinna félagsmanna með allsherjar atkvæðagreiðslu. Er eitthvað öryggisnet fyrir alþýðuna ? Eina öryggisnetið sem sett var fyrir okkar hönd í stöðugleikasáttmála og kjarasamninga voru verðbólgumarkmið í LOK samningstíma. En þá eru samningar lausir hvort sem er.Það er rangt að eina öryggisnetið felist í verðbólgumarkmiði eins kjarasamnings. Öryggisnet launafólks byggir á áratuga þrotlausri baráttu. Grundvöllur þess felst m.a. í almannatryggingum sem rót eiga í kröfum verkalýðshreyfingarinnar, örorku og eftirlaunalífeyriskerfi sem samið var um á sjöunda áratugnum, öflugu og víðtæku neti sjúkratrygginga í kjarasamningum, sjúkrasjóðum og lífeyrissjóðum. Hreyfingin byggði jafnframt upp verkamannabústaðakerfi sem stjórnvöld rústuðu í lok tíunda áratugarins gegn öflugum mótmælum ASÍ og af þeirri ráðstöfun súpum við seyðið nú. 86% aðild að verkalýðsfélögum gefur hreyfingunni þann styrk sem til þessa hefur þurft.

Öryrkjar taka nú á sig skerðingu frá lífeyrissjóðum á sama tíma og sjóðirnir samþykkja að greiða 0,13% af öllum iðgjöldum í “starfsendurhæfingarsjóð” sem Gylfi verður í forsvari fyrir, en í þann sjóð greiða launþegar 0,13% og atvinnurekendur 0,13% samtals 0,39% af öllum launum. Þetta var ein af forsendum karasamnings og stöðugleika. Þurfum við enn einn sjóðinn sem rekin er sem fé án hirðis af elítu auðvaldsins. ASÍ hafnaði ályktun til lífeyrissjóða um að fresta skerðingu lífeyris öryrkja. Þurfum við enn einn sjóðinn þegar gengið er svo harkalega að kaupmætti okkar?

Hlutverk starfsendurhæfingarsjóðs er að endurhæfa launafólk sem lendir í áföllum og er ætlað að tryggja því endurkomu og áframhaldandi atvinnuþátttöku í stað þess að lenda á örorkubótum eða í langtímaatvinnuleysi. ASÍ hafði í samstarfi við atvinnurekendur, Öryrkjabandalagið o.fl. aðila reynt að fá stjórnvöld til að sinna þessu verkefni án árangurs og því tóku ASÍ og SA frumkvæði að því að leysa þetta mikilvæga verkefni. Sjóðurinn er aldrei mikilvægari en einmitt nú og öll aðildarsamtök ASÍ sömdu um greiðslur til hans við viðsemjendur sína og stjórn hans er skipuð fulltrúum verkalýðsfélaga innan ASÍ, BSRB, BHM og KÍ ásamt fulltrúum SA, ríkisins og sveitarfélaganna. Hver er afstaða ASÍ til Verðtryggingar?ASÍ hefur lagt áherslu á að tryggja hér trúverðugan og varanlegan stöðugleika í verðlagi með þeirri einu færu leið sem við sjáum, og það er að sækja um aðild að ESB og taka upp evru sem gjaldmiðil. Launafólk hefur nú á 25 árum í tvígang mátt upplifa hrun okkar gjaldmiðils, í upphafi níunda áratugarins og aftur nú. Í bæði skiptin glötuðum við fjórðungi eigna okkar og rauntekna sem er algerlega óviðunandi. Á meðan við búum við ótraustan gjaldmiðil og sveiflukennt verðlag hefur verðtrygging tryggt launafólki bæði lægri vexti og jafnari greiðslubyrði þegar upp er staðið, en vandamálið er og mun vera verðbólgan, því hún mun alltaf birtast okkur í lántökukostnaði á endanum.  

Gylfi Arnbjörnsson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 17:33

12 identicon

Gylfi hafðu vit á því að segja af þér spillingarkónin þinn,þú ert rúinn öllu trausti.þú ert ekki að vinna fyrir verkalýðinn í landinu. Segðu af þér.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 17:41

13 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hver er afstaða ASÍ til Verðtryggingar?

  ASÍ hefur lagt áherslu á að tryggja hér trúverðugan og varanlegan stöðugleika í verðlagi með þeirri einu færu leið sem við sjáum, og það er að sækja um aðild að ESB og taka upp evru sem gjaldmiðil. Launafólk hefur nú á 25 árum í tvígang mátt upplifa hrun okkar gjaldmiðils, í upphafi níunda áratugarins og aftur nú. Í bæði skiptin glötuðum við fjórðungi eigna okkar og rauntekna sem er algerlega óviðunandi. Á meðan við búum við ótraustan gjaldmiðil og sveiflukennt verðlag hefur verðtrygging tryggt launafólki bæði lægri vexti og jafnari greiðslubyrði þegar upp er staðið, en vandamálið er og mun vera verðbólgan, því hún mun alltaf birtast okkur í lántökukostnaði á endanum. 
 Duh  Thumbs Down 


Magnús Sigurðsson, 10.11.2009 kl. 17:45

14 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er ljóst, að drullusokkurinn auðvaldssinninn Gylfi Arnbjörnsson kann ekki að skammast sín.  

Fólk verður að gjöra svo vel að fara kanna í fullri alvöru hvort ekki sé hægt að stofna nýja almenna verkalýðshreyfingu. Svona lagað getur ekki gengið öllu lengur og má ekki ganga öllu lengur. 

Jóhannes Ragnarsson, 10.11.2009 kl. 17:58

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Afar fróðleg lesning

Sigurður Þórðarson, 10.11.2009 kl. 18:12

16 identicon

Gylfi var ég ekki búinn að biðja þig um að fara taka þér hvíld? Please, hættu þessu leikriti og segðu af þér. Einnig þyrfti formaður VR að hugsa sinn gang, helst ekki á Svarta Kaffi.

Við þurfum alvöru fólk sem er að vinna fyrir alþýðuna.

Sveinbjörn Árnason (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 18:17

17 identicon

Er þetta Gylfi og klanið í góðra vina hópi, á jólaskrifstofu ESB í Brussel?

Sveinbjörn Árnason (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 18:19

18 identicon

ASÍ hefur lagt áherslu á að tryggja hér trúverðugan og varanlegan stöðugleika í verðlagi með þeirri einu færu leið sem við sjáum, og það er að sækja um aðild að ESB og taka upp evru sem gjaldmiðil.

Ertu ekki að grínast maður?? Að halda að því fram að það sé gjaldmiðill sem þessu stjórnar?? Gjaldmiðill er aldrei betri eða verri en sú stjórn sem er við völd á hverjum tíma er og því er það greinilega yfirlíst stefna Gylfa og hans flokksmanna að þeir geta ekki stjórnað hér á landi, í sjálfu sér gott að fá það staðfest og jafnframt hrikalega sorglegt bara. Hrunið sem varð er ekki krónunni að kenna heldur afleitri hagstjórn en það er krónan sem hins vegar mun bjarga okkur ef okkur er viðbjargandi á annað borð. En meðan við stjónvölin er menn sem hafa þá skoðun að þeir geti ekki stjórnað þá er sennilega rétt að fara biðja fyrir sér.

(IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 18:23

19 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

Gylfi farðu frá

Er ekki rétt að allir beini spurningum sínum til Gylfa forseta ASÍ því hann sér eitthvað sem aðrir sjá ekki tildæmis er hann að fagna núna stöðuleikasáttmála um ekkert , allavega ekkert fyrir hinn almenna ÍSLENDING er í þessum stöðuleikasáttmála nema kannski stöðug og há verðbólga.

Það er ljóst að þetta er skrípaleikur um akkúrat ekkert, hér er bara verið að ala á þrælsótt almennings sem enn er að bíða eftir ekki neinu.

Hvað ætlar hinn almenni að láta þetta viðgangast lengi, hér eru menn að verki sem ég hef hingað til ekki séð vinna fyrir hinn almenna ÍSLENDING ENDA ER ALLTAF SÓL ÞAR SEM ÞEIR ERU.

ASÍ hefur ekkert sagt eða gert sem stuðlað getur að bættri afkomu hins almenna eftir hrun sem bítur einna mest hjá hinum almenna launamanni. Eigna bruni, hækkun lána út fyrir allt velsæmi, öll aðföng hafa hækkað, launa lækkun og margir eru án atvinnu.

Fyrir hverja er þetta fólk að vinna, er það ekki ljóst ekki hinn almenna launamann.

BURT MEÐ FJÓRFLOKKINN, KLANIÐ BURT.

Tekið af amx

Smáfuglarnir vita, að Alþýðusamband Íslands (ASÍ) er gengið í Evrópusambandið ESB), enda stærir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sig af því, að hafa knúið á um, að ríkisstjórn Jóhönnu setti ESB-aðild á oddinn. Nú leggst Gylfi á ICESAVE-árar með ríkisstjórninni og á ruv.is má lesa 14. október:

„Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusamband Íslands, segir sambandið styðja áætlanir og aðgerðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi. Hann segir biturt að vera í þessari stöðu en að við verðum að takast á við ástandið. Til margra ára fóru ríkisstjórnir landsins ekki að ráðleggingum OECD, AGS eða mats- og greiningarfyrirtækja og það einn hluti ástæðunnar fyrir því að við erum í þessum vanda núna. Gylfi segir ákveðinn gæðastimpill á efnahagsáætlun AGS sem hafi bæði alþjóðlega skírskotun og viðurkenningu. http://asi.is/Desktopdefault.aspx/tabid-2/19_read-2021/ 

Er þetta Gylfi forseti FRATESÍ (ASÍ) KJARAÞEFUR?

Lúðvík Lúðvíksson, 10.11.2009 kl. 22:03

20 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta eru gagnmerkar spurningar sem þú setur fram í bréfi þínu Ragnar! en mig langar til að bæta einu við. Í samingaferlinu voru skilaboðin sem var hamrað á út í félögin sem áttu aðild að þessum stöðugleikaófögnuði þau að það væri ekkert um að semja við þessar erfiðu aðstæður! Að mínu viti er það bara alls ekki rétt!

Fyrir það fyrsta áttu verkalýðsfélögin sannarlega að reyna að hafa áhrif á stöðu félagsmanna með því að skipta sér að „stökkbreytingu höfuðstöls húsnæðislána“. Að mínu viti áttu þeir líka að skipta sér að þróun Icesave-ósamkomulagsins. Tækið sem þeir höfðu í höndunum voru lífeyrissjóðirnir.

Ef það var hugmynd ríkisstjórnarinnar að nýta fjármagn lífeyrissjóðanna sem, að sögn var og er að hlaðast upp í bönkunum, til að „koma hjólum atvinnulífsins af stað“ þá var verkalýðsforystan í óskastöðu til að setja fram mótkröfur! Hins vegar er ástæða til að spyrja sig hvort hugmyndin um þessa ráðstöfun líferyrissjóðssparnað landsmanna varð nokkuð til innan raða ríkisstjórnarinnar? Það er nefnilega mjög marg sem bendir til að það hafi verið hugmynd sem hafi orðið til hjá tvíeykinu sem á undanförnum dögum hefur verið kennt við SAASÍ!

En viðbótarspurningin er sú hvers vegna verkalýðsforystan notfærði sér það ekki að þeir héldu á lyklinum að lífeyrissjóðunum til að ná fram kjarabótum fyrir sína félagsmenn með því að hafa áhrif á skuldavanda heimilanna og þróun Icesave-málsins? Að mínu viti voru þeir í lykilaðstöðu til þess!!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.11.2009 kl. 22:41

21 identicon

Heill og sæll Ragnar Þór; sem og þið önnur, hér á síðu !

Ragnar !

Þér; að segja - og ykkur hinum, sýnist mér, sem Gylfi og Hrafn Magnússon, annar Lífeyrissjóða lénsherrann til, ásamt gæðinga hirð þeirra, ættu að sjá sóma sinn í, að viðurkenna, fyrir landsmönnum, hversu hraklega þeir hafa farið með fjármunina, sem þeim var trúað fyrir, og,............. minna mætti þá á, að fremur bæri þeim, að borga okkur út, nú þegar, innistæður okkar - hvað; stórum myndi létta á skulda vandkvæð um margra - í stað þess, að hygla Jóhönnu og Steingrími, með því að láta þessa fjármuni, komast í lúkur, þeirra hjúa.

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 00:42

22 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

Svona snúa þessi félög fólki sem geta ekki staðið á sínu. 

Svona eru þessi félög þau snúa fólki sem eru KANNSKI ekki nógu sterk andlega og hafa KANNSKI ekki þrótt til að berjast fyrir sínu, Ágúst er gott dæmi um mann sem lætur afvegaleiðast því það er svo gaman að fá að vera með aðal. Kannski var barátta Ágústar ekki dýpri en það að komast bara í stjórn VR og halda áfram að vera farþegi í VR eins og annarstaðar.

Tökum lítið dæmi:

 September 2009:Áskorun Ágústar G. um að Gylfi Arnbjörnsson segi af sér formennsku hjá ASí vegna tengsla við Tortóla félög. smellið á linkinn.

Gylfi hefur svarað áskorun minniÁgúst Guðbjartsson

21.-22. október: Á þingi ASÍ var Ágúst Guðbjartson kosinn sem varamaður í miðstjórn ASÍ. Miðstjórn ASÍ

Hvað er þetta að segja okkur ?

Segirðu eða hagar þú þér ekki í sátt við hirðina ertu keyptur eða hækkaður í tign. Á það við Ágúst ? 

Hvar er virðing manns við kjósendur sína sem kusu viðkomandi væntanlega vegna stefnu hans? Það er á svona stundum sem maður efast um hæfi manna og getu eða kannski GETULEYSI ?STÓRA KOSNINGAR LOFORÐ ÁGÚSTAR VAR VR ÚR ASÍ, HANN SITUR NÚ Í MIÐSTJÓRN ASÍ OG KJAMSAR Á KRÆSINGUM HÁBORÐSINS.

Það þarf ekki að segja meira

29.4.2009 | 13:09 skoðið það sem er hér að neðan en Ágúst ritaði þessi nýð um fatlaða, skammarlegt að sjá stjórnarmann í VR gera svona.

fc-vfuqrbmfjxhs-im_internet_streiten.jpg Bloggvinur sendi út skilaboð þar sem hann tjáði hugmyndir sýnar um ákveðin hóp fólks sem ég tilheyri og  bað hann bloggvini sína um álit á þeim hugmyndum.
Eðli mínu samkvæmt ákvað að komenta hjá honum og fékk frekar döpur viðbrögð, svo ég var að gera upp við mig hvort ég ætti að eyða púðri í að svara þessari rökleysu,  þá fékk ég þessa snilldarsetningu frá konunni minni
"Arguing on the internet is like running in the Special Olympics... Even if you win the gold, you're still retarded."
Þetta skrifaði Ágúst á blogg sitt sem hann er nú búin að loka, það er skömm að sjá hvernig hann talar um fatlaða. Þú átt að sammast þín Ágúst

Lúðvík Lúðvíksson, 11.11.2009 kl. 08:57

23 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Við Gylfa Arnbjörnsson vil ég segja.

Guð hjálpi launafólki og fjölskyldum þeirra.

Ragnar Þór Ingólfsson, 11.11.2009 kl. 09:08

24 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þakka þér enn Ragnar.

Mikið er gott að sjá, að allir sem eru í mjúkum fletum hrökkva við.

Það þýðir einfaldlega, að stungan heppnaðist fullkomlega.

Þegar menn beggja vegna borðsins, fara ða verja einn þeirra (sama hvort er SA megin  eða ASÍ megin) er klárt, að menn fara að finna til óöryggis.

Nú hefur komið í ljós, að ASÍ og SA hafa bæði farið gegn afnámi Verðtryggingar og að Lífeyrissjóirnir hafa farið gegn eðlilegri skattlagningu á innborgunum í sjóðina, vegna þess, að þeim finnst þeir viti best um hvað á að gera við peninginn, sem launþegar ættu með rétti að ráða og ráðstafa með FULLTRÚALÝÐRÆÐI  í beinum kosningum.

Svo kemur rúsínan í endanum.

Bankarnir fengu 40% í það minnsta afskrifað af kröfum sem liggja til grundvallar íbúðalána.  Skuldarar 0%.

Nú er runninn sá tími, sem menn verða að grafa eftir rótum ísl menningar um hvað er rétt og hvað er rangt.  Svona innfluttar útleggingar á því duga ekki lengur, í það minnsta ekki mér.

Gjör rétt Þol ei órétt.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 12.11.2009 kl. 09:51

25 identicon

Það er yndislegt að sjá skjálftann sem verk þín framkalla hjá fyrrum áhyggjulausu "elítunni" !!

Þetta fólk hefur alist upp við áhugaleysi/doða alþýðunnar í svo mörg ár og í raun getað gert hvað sem það vill.

Maður sér það á viðbrögðum stjórnmálamanna, verkalýðsforkólfa og annarra ráðamanna að þetta nýja Ísland er ekki eins og þeir kjósa og umhverfið er gjörólíkt því sem þeir hafa alist upp við og þekkja vel, þeir eru villtir !!

Þeir reyna samt í kjánalegri örvæntingu að halda áfram 2007 kjaftæðinu, halda áfram með 50 ára gamlar rullur sem alltaf hafa virkað, svara með frösum sem alltaf hafa virkað...etc.

Þetta fólk er EKKI tilbúið fyrir breytta tíma, það vill ekki breytast og það ÞOLIR ekki að umhverfið sé að breytast. Þetta fólk mun berjast til síðasta blóðdropa til að vernda sín vígi, það er staðreynd !!!

En vita máttu að nú hefur þú hrært það mikið upp í tilveru þessara fyrrum lénsherra að harkalegar gagnárásir frá þeim eru óhjákvæmilegar, eflaust verður öllum soranum úr bókinni beitt og skotmarkið verður mannorð þitt, minnsta misfærsla verður mögnuð upp og allt gert til að draga úr trúverðugleika þínum.

Vonandi eru þó til nógu margir Íslendingar sem hafa þá lágmarks rökhugsun sem þarf til að sjá í gegnum drullumallið sem framundan er !!!

Kveðja frá suður Jótlandi og bið að heilsa stóru systur...

P.S

Keep up the good work..og mundu að aldrei hefur verið meiri þörf fyrir menn eins og þig en einmitt í dag, þ.e.a.s ef möguleiki á að vera fyrir upprisu ærlegs Íslands !

Takk fyrir baráttu þína og augljósan heiðarleika, Ragnar !!!

runar (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 17:15

26 identicon

Ég á bara ekki orð til að lýsa þessum skrifum Ragnars - hef lýst því áður.  Og ekki síður undrun yfir þessu fylgi sem hann fær fyrir sínum rangfærslum frá þessum aðdáendum sínum sem greinilega hafa ekki haft fyrir því að kynna sér málin.  Þið eigið bágt, Ragnar og stuðningsmenn.

Hvaðan hefur Ragnar það að hann hafi hlotið kosningu í stjórn VR tæplega 60% félagsmanna?  Þetta er eins og annað, sem Ragnar hefur verið að rugla um og hefur mikla ánægju að leika á misvitra blaðamenn og Egil Helgason.  Hið rétta er að hann er með tæp 60% af þeim sem kusu  en um 9% félagsmanna sem voru á kjörskrá.  Formaðurinn nýi er með rúmlega 10% af þeim sem voru á kjörskrá.  Þetta er auðvitað ekki lýðræði en ekki við þá sem kosnir voru en við félagsmenn VR er að sakast sem ekki kusu.

Ég hef áður komið með athugasemdir við skrif Ragnars en þetta er mitt síðasta - það er eitthvað ekki í lagi Ragnar.

Hlöðver

Hlöðver Örn Ólason (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 19:19

27 identicon

Hlöðver... ert þú tilbúinn í að yfirfæra þessa hugmyndafræði þína yfir á alþingiskosningarnar ??

Er kannski 30% flokkur aðeins með 5% í raun og því óhæfur til forystu og annarra verka ??

Þessi röksemdarfærsla þín er svo hriplek að ég efast um andlega og líkamlega hæfileika höfundar til að skeina sjálfan sig án hjálpar og leiðsagnar !!!

Ég endurtek upphrópunarmerki mín í fyrri færslu, nei.. þau verða fleiri næst eftir gáfumannapistil Taðversins !!!

Go Ragnar því taðverið er einmitt partur af menginu sem ég fjallaði um !!!

Gott að ljós hans sé hætt að skína, það er öllum til hags !! Sérstaklega hans skoðanabræðrum !!

runar (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 20:44

28 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka öllum innlit og athugasemdir. Þakka einnig þennan mikla stuðning og hlý orð.

Hlöðver

Það eru menn eins og þú sem halda mér gangandi í þessu. Án þinna athugasemda og skoðana hefði ég líklega ekki sama eldmóðinn. Ég hvet þig til að halda áfram að skrifa á bloggið hjá mér... ég hvet þig líka til að bjóða þig fram til forseta. Þá væri þjóðinni fyrst borgið.

Ein spurning ! Hvernig var lýðræðinu háttað í VR áður en við náðum að knía fram fyrstu almennu kosningarnar þar sem hinn almenni félagsmaður gat kosið sér forystu í fyrsta skiptið í sögu félagsins??

Ég skal hressa upp á minnið. Stjórnin handvaldi trúnaðarráð sem í voru 82 einstaklingar sem síðan ásamt handvöldum trúnaðarmönnum kusu stjórn og formann. Þessi valda hringur var rofinn í vor með lýðræðislegum hætti. Hvert var hlutfall atkvæðavægis fyrrverandi stjórnar og formanns. 79 atkvæði af 25.000 ?

Rúnar

Þakka hlý orð og frábæran pistil.

Með kærri kveðju til Jótlands.

Ragnar Þór Ingólfsson, 12.11.2009 kl. 22:40

29 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Bjarni

ég veit að ég er á réttri leið þegar þú ert sáttur, takk.

Hey heyr Óskar.

Ég fyllist ávallt eldmóði við athugasemdir þínar, þó ekki alveg sama eldmóði og hjá Hlölla vini mínum.

Ragnar Þór Ingólfsson, 12.11.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband