Kistulagning ASÍ.

Er það rétt að ASÍ hafi átt frumkvæðið að frestun launahækkana? Hér má sjá minnisblað sem staðfestir að upprunalega hugmyndin kom frá forystu ASÍ.

 

"Í janúar sl. Fóru SA fram á það við ASÍ að fyrirtækin fengju möguleika á sveigjanleika við að efna samningana, þannig að endursamið yrði um tímasetningu hækkana og áfangaskiptingar. Miðað var við að samningarnir yrðu þó komnir að fullu til framkvæmda í lok samningstímans. Settu SA fram hugmyndir í þessum efnum. Þessu svaraði ASÍ með því að setja fram þá hugmynd að öllum launabreytingum 1. mars yrði frestað til 1. júlí og að í júnímánuði yrðu teknar ákvarðanir um framhaldið. Viðræður aðila hafa byggst á þessari hugmynd."

 

Þetta staðfestir að hin gríðarlega spenna sem var á milli SA og ASÍ var ekkert nema leikrit þar sem félagarnir Gylfi og Vilhjálmur voru í aðalhlutverkum. Menn stóðu með kaffibolla í hönd og þrömmuðu framhjá upplýstum gluggum, svo sjónvarpsvélarnar myndu örugglega ná að mynda skrípaleikinn, því það stóð alltaf til að hækka launin

Það eitt að ASÍ hafi svo átt frumkvæðið að frestun launahækkana er í sjálfu sér kistulagning alþýðusambandsins.

 

En hver er staðan ?

Kaupmáttur launa er í frjálsu falli.

Verðbætur húsnæðislána eru að éta upp ævisparnað okkar.

Skuldajöfnunar úrræði stjórnvalda, sem samin voru í höfuðstöðvum ASÍ eru til háborinnar skammar og frestar skelfilegri stöðu heimila með því að tengja skuldastöðu, þeirra verst settu, við launaþróun landsmanna.  

 

Hvað er framundan?

Kaupmáttur launa skerðist að lágmarki um 15% á næsta ári.

Húsnæðisverð lækkar um þriðjung.

Verðbólgan verður ????

Skattar munu hækka.

 

Er eitthvað öryggisnet fyrir alþýðuna ?

Eina öryggisnetið sem sett var fyrir okkar hönd í stöðugleikasáttmála og kjarasamninga voru verðbólgumarkmið í LOK samningstíma. En þá eru samningar lausir hvort sem er.

Öryrkjar taka nú á sig skerðingu frá lífeyrissjóðum á sama tíma og sjóðirnir samþykkja að greiða 0,13% af öllum iðgjöldum í “starfsendurhæfingarsjóð” sem Gylfi verður í forsvari fyrir, en í þann sjóð greiða launþegar 0,13% og atvinnurekendur 0,13% samtals 0,39% af öllum launum. Þetta var ein af forsendum karasamnings og stöðugleika. Þurfum við enn einn sjóðinn sem rekin er sem fé án hirðis af elítu auðvaldsins.

 

Hér með lýsi ég yfir vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson og skora á hann að segja af sér án tafar.

Ragnar Þór Ingólfsson  

Stjórnarmaður í VR.

assholes_931207.jpg

 

 



Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

ja hérna hér - ætlar siðrofinu aldrei að ljúka? þetta er farið að æta upp merg þjóðarsálarinnar...

Birgitta Jónsdóttir, 9.11.2009 kl. 11:07

2 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

Sæll Ragnar, Það vantar jólasveina fyrir Húsasmiðjuna, mæli með Kjaraþef.

Hér með lýsi ég yfir vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson og skora á hann að segja af sér án tafar.

Lúðvík Lúðvíksson

Lúðvík Lúðvíksson, 9.11.2009 kl. 11:59

3 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Gylfa Arnbjörnsson á Evrópuþing jólasveina.

Hér með lýsi ég yfir vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson og skora á hann að segja af sér án tafar. Er Ágúst Guðjónsson ekki nýr í miðstjórn ASÍ, ég man ekki betur en að sá aðili vildi VR úr ÁSÍ. En svona virkar þetta, þegar fólk sem er kannski ekki nógu burðugt fyrir að það lætur kaupa sig. Hef lesið töluvert um meðvirkni, getur verið að þeir sem komast "inn" kói með hirðinni ítrekað?

Sveinbjörn Árnason.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 9.11.2009 kl. 12:02

4 Smámynd: Bjarki Steingrímsson

Ég var á ASÍ þingi. Þar kynntist ég mörgum varðhundum verkalýðsins.Ég spyr mig oft, erum við í verkalýðshreyfingunni að ná nógu góðum málum í gegn fyrir launafólk VR? Ég hef starfað í nokkra mánuði hjá VR, ég held að við verðum að hysja uppum okkur buxurnar og bíta í skjaldarendur og hefja launafólk upp til virðingar og réttlætis.

Bjarki Steingrímsson, 9.11.2009 kl. 12:16

5 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Ragnar Þór þú ert einn af fáum sem gefur mér von að þessi þjóð eigi séns í framtíðinni!Styð þig heilshugar í flestu sem þú skrifar!!

Frábær myndin og skilaboðin(fuglarnir) sem þú settir með í þessari færslu.

Konráð Ragnarsson, 9.11.2009 kl. 12:29

6 identicon

Ég lýsi því yfir að ég hef ALDREI treyst Gylfa Arnbjörnssyni.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 12:31

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

fékk þetta inn á fjésið hjá mér áðan:
Guðmundur Gunnarsson commented on your link:

"Þessi skýring er búinn að liggja fyrir lengi. En Ragnar hefur ætíð valið sér að að reyna að koma höggum á aðra sama hvort einhver einasta forsenda sé til staðar.
 
03. mars 2009

Forseti ASÍ vísar ummælum á bug og birtir bréf sitt opinberlega

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ vísar á bug ummælum Aðalsteins Baldurssonar, formanns Framsýnar, stéttarfélags í Þingeyjarsýslum, um að forysta ASÍ hafi unnið "gegn lýðræðislegri umræðu" í verkalýðshreyfingunni í kvöldfréttum RÚV í gær.  Látið var að því liggja að forseti ASÍ hafi í umræddu bréfi sínu þann 23. febrúar s.l. til formanna nokkurra aðildarfélaga fundið að andstöðu þeirra við frestun á endurskoðun kjarasamninga. Í ljósi þessara ummæla telur hann rétt að birta efni bréfsins opinberlega.

Komið þið sæl.

Viðræður standa yfir við fulltrúa SA um frestun á endurskoðun kjarasamninga og forsendur slíkrar frestunar. Ekki hef ég farið varhluta af gagnrýni ykkar og samninganefnda ykkar á þessi áform, þrátt fyrir að ríkur meirihluti sé fyrir því innan okkar raða að fara þessa leið. Ég hef mikið velt því fyrir mér hvernig hægt sé að nálgast málið og var það m.a. rætt í samninganefndinni okkar í dag.  Ein leið sem hægt væri að fara væri að semja sérstaklega við SA um að þau félög sem vildu ekki fara þessa leið gætu með einhverjum hætti sagt sig frá málinu, í raun afturkallað umboð samninganefndar ASÍ, og gætu þá látið á það reyna að fá launahækkanirnar 1. mars n.k. Ef SA samþykkir að framlengja munu félagsmenn viðkomandi félaga þá fá launahækkanirnar og vera bundinn af kjarasamningi til loka nóvember 2010. Ef SA fellst ekki á það munu samtökin þá væntanlega segja upp kjarasamningum viðkomandi félaga og þau þá vera laus til að hefja viðræður um gerð nýs kjarasamnings með öllum viðbragðsmöguleikum sem á þarf að halda.  Ég viðraði þetta við eitt ykkar á föstudaginn, en taldi rétt að fá viðbrögð frá ykkur öllum.  Slíkt ákvæði gæti í sinni einföldustu mynd hljóða nokkurn veginn svona:

Þeim aðildarfélögum ASÍ sem kjósi að vera ekki aðilar að samkomulagi samninganefndar ASÍ við SA dags. xx. febrúar 2009 er heimilt að segja sig frá því með sérstakri tilkynningu til forseta ASÍ f.h. samninganefndar ASÍ fyrir kl. XX.00 þann XX. febrúar 2009. Samkomulagið tekur þá ekki til þeirra og gildir þá forsenduákvæði kjarasamninga eins og það var frágengið þann 17. febrúar 2008 um kjarasamninga þeirra og báðum samningsaðilum heimilt að segja þeim kjarasamningum upp fyrir lok febrúar 2008.

Auðvitað mætti hugsa sér að þrengja þetta niður í að nefna þessi fimm félög, þar sem önnur félög hafa ekki gert neina athugasemd, en þá væri í raun verið að skilyrða þetta því að öll félögin yrðu að fara sömu leiðina. Ekki væri að mínu mati ástæða til þess að gera það að skilyrði. Ekki veit ég hvort SA væri til í að standa að slíkum breytingum á ákvæðinu. Trúlega yrði þetta að vera sérstakt samkomulag en ekki partur af niðurstöðu samninganefndar ASÍ við SA vegna tengingar forsenduákvæðisins í aðra samninga. Ég hef ekki farið fram með málið af neinum krafti, vildi fyrst heyra afstöðu ykkar til málsins.  Því bið ég ykkur um að velta þessu fyrir ykkur og láta mig vita skriflega með netpósti fyrir hádegi á miðvikudaginn 25. febrúar hvort áhugi er að láta á þetta reyna við SA.

Birgitta Jónsdóttir, 9.11.2009 kl. 13:17

8 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka öllum innlit og athugasemdir.

Takk Birgitta

Hér fer sagan af vitringunum þremur. Gylfa Arnbjörnssyni, Guðmundi Gunnarssyni "rafmagns hagfræðingi" og Sigurði Bessasyni formanns Eflingar.

Allt sem þeir segja og gera er hafið yfir alla gagnrýni. Þeir sem fylgja ekki skoðunum þeirra eins og barðir hundar eru hálvitar sem ekkert vita.

Ég geri út bloggsíðu með gagnrýni minni sem hefur vakið nokkra athygli. Þetta er mitt málgagn. Guðmundur hefur sína bloggsíðu þar sem hann drullar yfir allt og alla sem ekki eru fylgjandi Evrópusinnuðum einstefnum hans og ASÍ. Hann talar um illa gefna lýðræðislega kjörna þingmenn, kolvitlausa þáttastjórnendur og þá sem gagnrýna skoðanir hans og ASÍ eru fádæma fávísir og illa upplýstir.

Guðmundur ætti að tala varlega um lýðræði, miðað við hvernig lýðræðinu er háttað hjá verkalýðsforystunni.

Af hverju barðist ASÍ forystan gegn því að leyfa félagsmönnum að kjósa um þessi mál á sínum tíma? 

Það kom fram á JÁ-Fundi LÍV (landssambandi ísl.verslunarf.) að félagsmenn væru svo vitlausir að þeim væri ekki treystandi til þess að kjósa. Þeir héldu að þeir væru að kjósa um Ice-save.

Guðmundur er yfirfullur af hroka í garð þeirra sem hafa áhyggjur af framtíð okkar og kóa ekki með ASÍ elítunni.

Honum væri farsælast að snúa sér alfarið að rafmagninu.

Ragnar Þór Ingólfsson, 9.11.2009 kl. 13:54

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég kvitta undir vantraust á Gylfa.

Þeir sem kusu Gylfa til forystu bera mikla ábyrgð, því öllum hefði mátt vera ljóst fyrir hvað hann stæði eftir störf hans sem hagfræðingur ASÍ.

Það er vonandi að menn láti þetta sér að kenningu verða og láti með Gylfa lokið því skeiði hjá ASÍ og þeirri firru að hagfræðingar og annað langskólagengið lið sé best til þess fallið að skynja hjartslátt alþýðunnar og vera skjöldur hennar og sverð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.11.2009 kl. 14:13

10 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ég kvitta undir vantraust á Gylfa.

Jón Snæbjörnsson, 9.11.2009 kl. 14:24

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hagfræðingar eiga ekki að stýra launþegahreyfingum. Hagfæðingar eru hinsvegar ómissandi eða í það minnsta gagnlegir við að reikna út launakröfur og afleiðingar þeirra. Yfirstéttardindlar hafa skerta sýn á kjör láglaunafólks eins og margsinnis hefur sannast.

Árni Gunnarsson, 9.11.2009 kl. 14:31

12 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

Lítið dæmi um það hvernig fólk villist af leið.

Það fer verulega í mig þegar fólk eins og Ágúst lætur afvegaleiða sig af forustu ASÍ en Ágúst ætlaði VR úr ASÍ.

 September 2009:Áskorun Ágústar G. um að Gylfi Arnbjörnsson segi af sér formennsku hjá ASí vegna tengsla við Tortóla félög. smellið á linkinn.

Gylfi hefur svarað áskorun minniÁgúst Guðbjartsson

21.-22. október: Á þingi ASÍ var Ágúst Guðbjartson kosinn sem varamaður í miðstjórn ASÍ. Miðstjórn ASÍ

Hvað er þetta að segja okkur ?

Segirðu eða hagar þú þér ekki í sátt við hirðina ertu keyptur eða hækkaður í tign. Á það við Ágúst ? 

Hvar er virðing manns við kjósendur sína sem kusu viðkomandi væntanlega vegna stefnu hans? Það er á svona stundum sem maður efast um hæfi manna og getu eða kannski GETULEYSI ?STÓRA KOSNINGAR LOFORÐ ÁGÚSTAR VAR VR ÚR ASÍ, HANN SITUR NÚ Í MIÐSTJÓRN ASÍ OG KJAMSAR Á KRÆSINGUM HÁBORÐSINS.

Tók þetta af blogginu hjá Ágústi Guðhjartarsyni og ég verð að segja að þessi orð hans eru algerlega óviðunandi gagnvart fötluðum.

Er hægt að bjóða félagsmönnum uppá svona orðalag??????????

Er hægt að hafa svona hugsandi manni í stjórn VR eða ASÍ?????

Hvet ykkur til að lesa þetta hér að neðan. Alger dónaskapur.

http://agustg.blog.is/blog/agustg/

fc-vfuqrbmfjxhs-im_internet_streiten.jpg Bloggvinur sendi út skilaboð þar sem hann tjáði hugmyndir sýnar um ákveðin hóp fólks sem ég tilheyri og  bað hann bloggvini sína um álit á þeim hugmyndum.
Eðli mínu samkvæmt ákvað að komenta hjá honum og fékk frekar döpur viðbrögð, svo ég var að gera upp við mig hvort ég ætti að eyða púðri í að svara þessari rökleysu,  þá fékk ég þessa snilldarsetningu frá konunni minni
"Arguing on the internet is like running in the Special Olympics... Even if you win the gold, you're still retarded."

Lúðvík Lúðvíksson, 9.11.2009 kl. 14:56

13 Smámynd: Jón Svan Sigurðsson

Gylfi Arnbjörnsson, Guðmundur Gunnarsson og Ágúst Guðbjartson. God help us all. VR úr ASÍ núna og tek heilshugar undir vantrausts yfirlýsingu á þessum verðtryggingar postula Gylfa A. Ragnar þú gefur manni von um að VR fari að hypja upp um sig brækurnar

Jón Svan Sigurðsson, 9.11.2009 kl. 15:51

14 identicon

Tek undir vantraustsyfirlýsingu á Gylfa og það þarf virlilega að hreinsa til í ASÍ, út með spillingaröflin, út með Gylfa. Mæli með því að stofnuð verði undirskriftarsíða til þess að bola þessum spillingarkóna út.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 16:21

15 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég hef margoft lýst yfir skömm minni og vantrausti á Gylfa Arnbjörnssyni, Kristjáni í Keflavík, Skúla Thor, Ingibjörgu Err og Guðmundi Gunnarssyni og munar ekki um að gera það einusinni enn. Í mínum huga er þetta lið hyski sem launþegar verða nauðsynlega að reka af höndum sér.

Við stöndum frammi fyrir því að að mjög fámennur hópur fólks hefur tekið almennu verkalýðshreyfinguna í gíslingu. Þessir verkalýðsræningjar eiga það sammerkt að vera algjörlega lausir við að vera verkalýðssinnar, enda vinnubrögð þeirra eftir því.  

Við þessum ófögnuði verður að bregast við af festu. Fólk sem sættir sig ekki við stöðu mála, sem er fjölmargt, verður að fara koma saman og hefja skipulega baráttu gegn Gylfa Arnbjörnssyni, Kristjáni í Keflavík, Skúla Thor, Gvendi í rafmagninu, ingbjörgu Err, Sigurði Bessasyni og öðrum ruslaralýð sem tilheyrir hirð þessara vesalinga.

Hér með lýsi ég því yfir, sem fyrrverandi formaður stéttarfélags í 7 ár, er reyðubúinn til að taka þátt í skipulögðu starfi, sem miðar að því að frelsa verkalýðshreyfinguna undan ofríki auðvaldsklíkunnar sem þar ræður lögum og lofum.

Með baráttukveðju til allra sem láta sér málið varða,

Jóhannes Ragnarsson, Ólafsvík

Jóhannes Ragnarsson, 9.11.2009 kl. 16:49

16 identicon

Þarf að segja nokkuð meira, þegar að maður hefur setið ársfund ASÍ, séð þessa klíku, vanvirðingu hins almenna launþega.Ef þú ekki spilar með okkur í liði átt þú ekki viðreisnarvon.

Ragnar haltu áfram að djöflast, við verðum að trúa því að virðing og réttlæti sigri að lokum.

Þorsteinn Þórólfsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 16:55

17 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Það var SVARTUR dagur fyrir launþega þegar HAGFRÆÐINGURINN Gylfi tók yfir ASÍ battaríið.  Ekki boðlegt hversu illa Gylfi hefur staðið sig í vinnu fyrir launafólk.  Ég hef frá byrjun lýst algjöru vantrausti á Gylfa & ASÍ.  Þjóðar ógæfa að sitja uppi með þetta lið, því það spilar ávalt með SA gegn launþegum sínum.  Ótrúlegt að upplifa slík vinnubrögð ár eftir ár...lol..! Varðhundar ASÍ kerfisins & Samspillingarinnar munu auðvitað slá SKJALDBORG utan um Gylfa, eins og ávalt.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 9.11.2009 kl. 16:57

18 identicon

Ágúst hvernig getur þú ráðist gegn fötluðu fólki? Þú þarft að biðjast obinberlega afsökunar á bloggfærslu þinni, Ágúst skammast þú þín við að ráðast  gegn fötluðum.

Það þarf ekki að segja meira

29.4.2009 | 13:09

 Bloggvinur sendi út skilaboð þar sem hann tjáði hugmyndir sýnar um ákveðin hóp fólks sem ég tilheyri og  bað hann bloggvini sína um álit á þeim hugmyndum.
Eðli mínu samkvæmt ákvað að komenta hjá honum og fékk frekar döpur viðbrögð, svo ég var að gera upp við mig hvort ég ætti að eyða púðri í að svara þessari rökleysu,  þá fékk ég þessa snilldarsetningu frá konunni minni
"Arguing on the internet is like running in the Special Olympics... Even if you win the gold, you're still retarded."

Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 16:59

19 identicon

Ágúst, þetta er ekki það sem við viljum sjá, hvað þá frá aðila í stjórn og miðstjórn verkalýðsfélaga eins og VR og ASÍ, hefur þú hugleittt að biðkast afsganar og afsökunar?

"Arguing on the internet is like running in the Special Olympics... Even if you win the gold, you're still retarded."

Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 17:04

20 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll frændi

Ég sit í stjórn Stéttarfélagsins Samstöðu í Húnavatnssýslum og tel mig vita nokkuð um gang mála á þessum tíma.

Persónulegri óvild þinni og fleiri aðila í garð Gylfa Arnbjörnssonar á ekki að rugla saman við þetta ferli. Á þessum tíma voru atvinnurekendur komnir á fremsta hlunn með að segja upp gildandi kjarasamningum. Endurskoðunarákvæði sem sett var inn að kröfu verkalýðsfélaganna SGS í kjarasamningagerð 2007 kom á þessum tíma í bakið á launafólki. Hefði þetta ákvæði ekki verið inni, hefði ekki skapast tækifæri fyrir SA til að segja samningunum upp. Þarna var verðið að skapa tíma til að ná samningum á grundvelli endurskoðunarákvæðisins og það var fundað í samninganefndum félaganna út um allt land um málið og þar voru ákvarðanir teknar um málsmeðferðina. Það voru því samninganefndir félaganna, en ekki Gylfi Arnbjörnsson sem tóku ákvörðun um hvernig að þessum málum var staðið. Frumkvæðið um frestun hækkana kom ekki frá ASÍ.

Þó vandi sé innan VR þá er ekki ástæða til að óskapast út í allt og alla þess vegna. Leysið ykkar innanhúsvanda, það er sennilega nægilegt verkefni til að fást við.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.11.2009 kl. 17:23

21 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll aftur frændi

Að allt öðru.

Nú er verið að byggja við húsið hennar ömmu á Strandgötunni á Hvammstanga. Það á að vera í sama stíl og sjálft húsið, timburhús á steytum grunni og mér líst bara vel á þetta framtak hjá þessu unga fólki sem þar býr núna. Sendi þér mynd við tækifæri.

Kveðja til ættingja

Fríða frænka

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.11.2009 kl. 17:27

22 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þér finnst sem sé, Hólmfríður, að Gylfi Arnbjörnsson og hans hyski hafi staðið sig vel og séu þar af leiðandi sérlega vel til þess fallin að stjórna vekalýðshreyfingunni? Eða ertu kanske bara samdauna Gylfa, Kristjáni í Keflavík og Skúla Thor?

Varðandi áminnstan innanhúsvanda VR leyfi ég mér að fullyrða að innanhúsvandamál annarra félaga, ekki síst innan Starfsgreinasambandsins, eru jafnslæm og í sumum, ef ekki í sumum tilfellum, mun verri en hjá VR.

Jóhannes Ragnarsson, 9.11.2009 kl. 17:37

23 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka öllum kærlega fyrir innlit og athugasemdir.

Sæl Frænka 

Ég er með aðra sýn á þessa þróun.

Þetta staðfestir að mínu mati, leikritið sem sett var upp fyrir almenning. Og það úrræðaleysi sem blasir við launafólki.

Ástæða þess að ég birti þetta nú, er sú að Gylfi ákvað að bjóða þessa leið til að bíða eftir niðurstöðu þingkosninga. Og tryggja að hans fólk kæmist að í ríkisstjórn, ef ekki hefði hann umboð alþýðunnar til uppsagnar kjarasamninga ef pólitísk niðurstaða kosninga hefði ekki orðið honum að skapi. Ég er ekki einn um að halda þessu fram enda trúi ég orðið ýmsu upp á samtryggingarfólkið.

Kjarni málsins er hinsvegar ekki minnisblaðið.

Án kjarasamningsins hefðum við þó samningsstöðu gegn öllu því óréttlæti sem verið er að demba á íslenskar fjölskyldur í dag.


En það er búið að skrifa undir kjarasamning sem inniheldur enga fyrirvara eða öryggisnet, launafólki í hag.Þessir samningar áttu hinsvegar að tryggja frið á vinnumarkaði, væntanlega til að gefa stjórnvöldum vinnu-frið til að koma okkur inn í evrópusambandið á kostnað umbjóðenda Alþýðusambandsins.

Ragnar Þór Ingólfsson, 9.11.2009 kl. 17:47

24 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæl Aftur frænka

Góðar fréttir! þú mátt endilega senda mér myndir.

Kveðja

Frændi

Ragnar Þór Ingólfsson, 9.11.2009 kl. 17:54

25 identicon

Jæja góðan daginn, góð grein hjá Ragnari vini mínum eins og svo oft áður. Íslendingar nú er sá tími liðinn að við almenningur getum horft á þessa vitleysu öllu lengur. Ágúst ræðst á fatlaða með athugasemd sinni á bloggi sínu, sami aðili vildi VR úr ASÍ. En Ágúst sem er vaknaður að eigin sögn er genginn sjálfur til ASÍ enda nýkominn "inn". Meðvirkni og hjarðhegðunarárátta fólks er eitt helsta vandamál 'islands. Við munum og getum ekki risið upp í endurreisn þegar fólk eins og 'Agúst og fleiri haga sér með því að sleikja uppá við til hirðarinnar. Byltingu strax og tökum fjórflokkinn niður. Við Ágúst vil ég segja, að tala til þroskaheftra/fatlaðara sbr. þú gerir á bloggi þínu, lýsir best hvernig þú getur ráðist að þeim sem ekki geta varið sig, þetta er þér til vansa og ég vorkenni þér, best væri að þú myndir segja af þér stjórnarsetu og skammast þín. Góð grein hjá þér Ragnar og haltu áfram.

Sveinbjörn Árnason (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 18:14

26 identicon

Tek undir vantrausts tillögu á Gylfa og Guðmund, þeir eru ekki að vinna fyrir  mig í það minnsta, heldur þvert á móti. Takk Ragnar fyrir þína vinnu og dugnað í mína þágu og að ég tel mjög margra annara.

(IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 19:28

27 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gylfi er skilgreindur sem fyrir-fólkið í stjórnarskrá EU. Sem er aflvaki nútíma launaeftirgefni, lávörumarkaða risaverksmiðja. Þriggja aðila viðræður fámennar ekki-elítu?

Hinsvegar ef verðþróun veð þess er trygging er látið ráða leiðréttingum 30 ára lána þá gerist það þegar fasteignaverð fellur á heimamarkaði.  Það vextir í krónum  á öllum lánum Lánstofnanna lækka. Þetta kemur í veg fyrir að þær láni í offjárfestingar í nýbyggingum.  Venjulega eru Ríkistjórnir sem fella verð á fasteignum heimillanna ekki vinsælir í þeim löndum þegar vextir á slíkum lánum taka mið af fasteigna verði. Ísland er náttúrlega til fyrirmyndar með að verðtryggja fasteigna lán heimila við meðalverð á neysluverði á mörkuðum. Olíu og vínberum t.d.

Júlíus Björnsson, 10.11.2009 kl. 00:20

28 identicon

Heill og sæll; Ragnar Þór - sem og, þið önnur, hér á síðu !

Næsta skref; í þjóðfrelsisbaráttu okkar, ætti að vera, að senda valin kunna menn, austur til Hvíta- Rússlands, og þeir könnuðu, hvort Lukashenko, ætti ekki einhver þungavopn og sprengjur, til útvegunar, til þess að við gætum hafið raunhæfar aðgerðir, hér heima fyrir.

Mér er, fyllsta alvara, gott fólk.

Við höfum; allt að vinna. Heiður - orðstí og æru, sem baráttuþrek.   

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 02:14

29 Smámynd: Halldór Halldórsson

Mín vegna mætti Gylfi Arnbjörnsson taka pokann sinn hjá ASÍ.  Hugsanlega myndi þá létta nokkuð beinum flokksáróðri frá Samfylkingunni innan ASÍ, en ég er þó ekkert viss.

En það er líka langt síðan ég sá að málflutningur Ragnar Þórs Ingólfssonar er hagsmunum VR alls ekki til framdráttar; hvorki félagsins né okkar félaganna, sem borgum honum stjórnarlaun.  Ég vil því í sama baráttuanda og Ragnar notar:

Hér með skora ég á Ragnar Þór Ingólfsson að hann segi sig úr stjórn VR án tafar!

Halldór Halldórsson, trúnaðarmaður í VR

Halldór Halldórsson, 10.11.2009 kl. 08:46

30 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka þeim fjölmörgu sem styðja mig í þessu.

Halldór 

Það var loks að við getum verið sammála um eitthvað þ.e. Gylfa. 

Ég er ekki yfir gagnýni hafin,ekki frekar en þeir sem ég er að gagnrýna.

Ég ætla ekki að svara áskorun þinni með einhverjum hroka, það getur vel verið að ég þurfi að lýta í eigin barm.

Ragnar Þór Ingólfsson, 10.11.2009 kl. 09:29

31 Smámynd: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Sæll Ragnar,

Ísland er orðið að stærsta Alcatraz í heimi þar sem Gylfi er einn gangavörðurinn. Hann er mjög duglegur að laða til sín fanga með nammipokann sinn og dæmi um það er Kristinn Örn sem gengur núna eins og kona í miðausturlöndum, einu skrefi fyrir aftan hann og andmælir honum aldrei.

Ég vil VR úr ASÍ og það strax.

Guðrún Jóhanna

stjórnarmaður í VR

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 10.11.2009 kl. 09:36

32 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ragnar, þú stendur þig einstaklega vel. Það er löngu tímabært að Gylfi taki pokann sinn. Að hlusta á þá trúbræður Gylfa og Vilhjálm Egilsson í stóriðjuspuna fær mann til að efast um að þeir séu með hreint mjöl í pokahorninu.

Sigurður Hrellir, 10.11.2009 kl. 10:24

33 identicon

Takk fyrir Ragnar, þú stendur þig vel. Það er löngu tímabært að ASÍ skilji hvað verkalýðsbarátta gengur út á.  Undanfarin ár hafa þessir kallar getað hallað sér afturábak og ekki þurft að gera neitt.  Sem félagsmaður í VR þá óska ég eftir að VR segi sig úr ASÍ.

ASÍ er rándýrt batterí með alltof hátt launað í vinnu.  Gylfi Arnbjörnsson er einn helsti talsmaður víðtækrar verðtryggingar á íbúðalán.

Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 11:43

34 identicon

Takk fyrir frábært starf innan VR. Eftir því sem ég get best séð er af nógu að taka. Þetta gefur mörgum von að sjá að fólk getur farið inn í ákveðið apparat án þess að spillast. Það að halda í sín gildi Ragnar og aðrir er það mikilvægasta í stöðunni svo að fólk haldi í trúna á að hér sé einhverju hægt að breyta. Svo er líka gott að vita að þú munt ekki láta hrósið stíga þér til höfuðs.

Takk aftur

Jóhann

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband