Varðhundar Verkalýðsins !

Það leikrit sem við höfum orðið vitni að undanfarna daga og vikur varðandi frið á vinnumarkaði,stöðugleikasáttmálann og kjarasamninginn er með hreint ólíkindum.

Ef við lítum heilstætt á málin er þolinmæði launafólks gjörsamlega á þrotum gagnvart ASÍ og Ríkisstjórninni.

Gylfi fagnar því að kjarasamningar halda ??

Kjarasamningar halda til nóvemberloka 2010 og engir fyrirvarar nema verðbólgumarkmið í LOK samningstímans??

3,5% launahækkun!!! Hvað verður kaupmáttur "sem er í frjálsu falli" búinn að lækka á næstu 12 mánuðum?

Af hverju tekur verkalýðsforystan ekki á eftirtöldum málum?

1.Verðtryggingin.

2.Kaupmáttarrýrnunin.

3.Skammarleg úrræði á höfuðstólshækkunum húsnæðislána og greiðsluvanda heimilana.

4.Sinnuleysi og umburðarlyndi verkalýðsforystunnar á peningamokstri og afskriftum til handa fjármagnseigendum og kúlulánabröskurum á kostnað skattgreiðenda.

5.Sinnuleysi og umburðarlyndi verkalýðsforystunnar á bensínskatti,sykurskatti og áfengisskatti,sem engu skilaði, sem fer beint í neysluvísitöluna.

6.Skammarleg úrræði stjórnvalda á skuldavanda heimila með greiðslujöfnun og enn einni vísitölunni. Er það hægt, að tengja greiðsluvandan við launavísitölu, ef laun hækka, hækka skuldir? ASÍ þegir þunnu hljóði!

ASÍ fagnar Icesave sem jafngildir skuldaklafa sem margir af okkar færustu hagfræðingum telja útilokað að greiða.

ASÍ fagnar aðkomu AGS sem er með öllu óskiljanlegt miðað við forsendur samkomulagsins.

ASÍ ætlar að reka okkur eins og lömb til slátrunar inn í Evrópusambandið!

Hvernig á fólk að geta tekið upplýstar ákvarðanir um ESB aðild þegar okkar aðal hagsmunagæsla er búinn að því fyrir okkar hönd, ásamt því að jarðsyngja heimilin og launafólk með því að verja úrhelta kjarasamninga sem gerðir voru árið 2007, fyrirvaralaust?

Það versta sem gat gerst í stöðunni var að samningar héldust og launafólk tekur á sig stórfellda kaupmáttarrýrnun næstu 12 mánuði,og þarf svo að semja upp á nýtt. Best væri að byrja STRAX!

Verkalýðshreyfingin er með allt niðrum sig og rúin trausti.

Við eru nokkur úr Stjórn VR sem ætlum að leggja til að kosið verði um aðild okkar að ASÍ í opinni kosningu félagsmanna VR.

Ég sat ársþing ASÍ og mér leið vægast sagt eins og sirkusapa með spiladós.

Þessu er greinilega stjórnað af þremur mönnum sem vísa öllum tillögum frá sem falla þeim ekki í geð, eða falla ekki að öllu ofangreindu.

Þessir varhundar heita Gylfi Arnbjörnsson, Guðmundur Gunnarsson og Sigurður Bessason.

Öllum þeim sem dirfist að vera ekki sömu skoðunar og þeir eða hafa svo mikið sem gagnrýnt aðferðir þeirra og leiðir, eru hálfvitar sem ekkert vita í sinn haus.

Guðmundur Gunnarsson hefur gengið hvað lengst í þeim efnum, kallað þingmenn illa gefna og þá sem dansa ekki með ASÍ elítunni,eins og sirkusapar í bandi, lýðskrumara sem allt þykjast vita.

Guð hjálpi launafólki, fjölskyldum þeirra og heimilum í höndum þessara manna.

Hér með dirfist mér að gagnrýna þessa kónga sem sitja með sína 800 og 900 þúsund kalla í laun plús fríðindi í hljýjunni efst í fílabeinsturninum,og jarðsungu launafólk með síðustu kjarasamningum og stöðugleikasáttmála.

Ég vona svo sannarlega að dagar VR innan st-ASÍ séu taldir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Ragnar þetta er mjög skiljanlegt. Auðvitað er Gylfi Kjaraþefur Arnbjörnsson ekkert annað en hagsmunagæsluaðili ríkisstjórnar Samspillingar og Vinstri Snú Snú.

Það er væntanlega þetta sem var verið að tryggja með stöðuleikasáttmálanum að verðbólga sé stöðug og há, það er ljóst að Gylfi forseta ASÍ er ekki í nokkru sambandi við hinn almenna ÍSLENDING.

En auðvitað er Gylfi Karaþefur í góðu sambandi við Samspillinguna, það fer ekki á milli mála. Hvernig getur jafn innvinglaður jólasveinn eins og Gylfi borið hag launafólks umfram sína eigun. Gylfi er orðinn þreyttur á getuleysi sínu innan Samspillingar klansins, honum langar þangað inn. Þá er gott fyrir Kjaraþef að kóa fyrir hagsmunum ríkisstjórnar Jóhönnu. Frasarnir og leikrit Gylfa Kjaraþefs í viðtölum er meiningarlaust. En sett fram til almennings svo ekki komi nú alvöru kall í þetta embætti. Verkalýðsforingi sem myndi standa fyrir málefnum hins almenna launamanns er þörf á en auðvitað standa Jóhanna og nú Steingrímur í vegi fyrir því.

Til hamingju Ragnar með varðhundinn Ágúst Guðhjartarsson. Ágúst var frambjóðandi L-listans, sem vildi opna félagið. Ágúst hefur viljað ASÍ úr vR. Ágúst gagnrýndi og vildi   afsögn Gylfa úr ASÍ vegna tengsla hans við Tortóla félög. Nú er Ágúst kominn sem varamaður í miðstjórn ASÍ ! ! ! Það er búið að "rétta" Ágústi farþega bein. Nú kjamsar Ágúst á beininu og býður eftir því að mæta í skapgerðarmat hjá forystu ASÍ. Þetta er Ísland í dag. Ágúst er sannur Íslendingur stendur ekki fyrir neitt. Er bara tækifærissinni sem hefur svikið kjósendur sína.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 28.10.2009 kl. 10:23

2 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Til hamingju Ragnar með varðhundinn Ágúst Guðhjartarsson. Ágúst var frambjóðandi L-listans, sem vildi opna félagið. Ágúst hefur viljað ASÍ úr vR. Ágúst gagnrýndi og vildi   afsögn Gylfa úr ASÍ vegna tengsla hans við Tortóla félög. Nú er Ágúst kominn sem varamaður í miðstjórn ASÍ ! ! ! Það er búið að "rétta" Ágústi farþega bein. Nú kjamsar Ágúst á beininu og býður eftir því að mæta í skapgerðarmat hjá forystu ASÍ. Þetta er Ísland í dag. Ágúst er sannur Íslendingur stendur ekki fyrir neitt. Er bara tækifærissinni sem hefur svikið kjósendur sína.

Ágúst Guðhjartarsson.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 28.10.2009 kl. 10:25

3 identicon

Algerlega sammála þér Ragnar, þetta er alveg með ólíkindum.

(IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 11:01

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þakka góða grein.

Vandinn er sá, að það vantar fólk sem er í sambandi við taktinn í hjarta þjóðarinnar.

við áttum nokkra hér áður og fyrr meir.  Einar Oddur var einn þeirra.

Ef einhvertíma hefur verið gjá milli þjóðar og stjórnar er hún nú bæði djúp og breið. 

Kaupmáttur launa hefur hrunið miklu miklu meir en vísitölur segja til um.

Hvers vegna hafa ,,félagarnir" í ASÍ ekki látið skoða misræmið sem er á milli þess, sem venjulegt fólk, sem fer útí búð að kaupa nauðþurftir, finnur á pyngju sinni og útreiknuðum vísitölum???

Svo er kominn tími á, að VR liðar komi sér saman um hvernig beri að skoða  Verðtrygginguna og önnur þau reiknilíkön, sem notuð eru í umræðunni. 

Ljóst er, að komið er á einhverskonar samkomulag milli aðila, að standa vörð um stöðuna í lífeyrissjóðunum og þeim stofnunum vinnandi manna, sem í eru sjóðir.  Bendi  á,a ð þar eru faldar miklar hættur.

Hverjum hefði dottið í hug, að hægt væri að stela TRYGGINGAR OG BÓTASJÓÐUM TRYGGINGAFÉLAGANA??

Svo er annað, hvernig í dauðanum gátu stjórnendur lífeyrissjóðanna fengið heimild til, að lána útrásarvíkingunum fúlgur fjár illa varðar, bæði vegna innlendra starfsemi sem og í formi ,,erlendrar fjárfestingar".??

Þetta var ekkert nema leiktjöld og fulltrúar vinnandi fólks á blússandi túr með þotufólkinu.

Mibbó

fulltrúi heiðarlegrar Íhaldsstefnu frá miðri síðustu öld.

Bjarni Kjartansson, 28.10.2009 kl. 11:02

5 identicon

Sæll Ragnar.

Hefur þú hugsað út í það að til er óvinnufært fólk sem er skert mánuð eftir mánuð og á sér enga von  um leiðréttingu, það er fólkið með breiðu bökin, sem flöttust út vegna vinnu !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 11:04

6 identicon

Þú þarft að koma þér áfram, við þurfum nýjan Gvend Jaka, einhvern sem raunverulega er fulltrúi verkafólks, vinnandi fólks.

Núverandi höfuð ASÍ er vægast sagt ósannfærandi sem fulltrúi almennings eða vinnandi fólks.  Hann og gamli IMF þjónninn eru eins og elskhugar, saman í fjölmiðlum og slitnar ekki slefan milli þeirra. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 11:27

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Ragnar frændi.

Það er því miður illskásti kosturinn í stöðunni að kjarasamningar haldi. Ég hef ekki orðið vör við þessa miklu reiði verkafólks og að þolinmæðin gagnvart ASÍ og reikisstjórninni sé almennt á þrotum. Auðvitað eru skoðanir fólks skiptar á stjórn og stjórnarandstöðu eins og alltaf..

Verðtryggingin hefur verið vandamál um árabil og ég tel að hún sé á útleið innan skamms þegar við göngum í ESB.

Kaupmáttarrýrnun er staðreynd og það vitum við öll. ASÍ hefur lagt áherslu á að kjarasamningar haldi og þar með hækkun persónuafsláttar un næstu áramót.

Afgreiðsla ICESAVE var nauðsynleg svo lánalínur erlendis frá opnuðust, frá IMF (AGS) og öðrum. Auk þess eru allar líkur á að ICESAVE skuldin verði "ekki nema svipur hjá sjón"

Í dag er verið að taka fyrir okkar mál hjá IMF. Talið er að lán frá sjóðnum megi lækka og er það vel.

Ég hef verið fylgjandi aðild að ESB í allmörg ár og er þess fullviss að hag þjóðarinnar sé betur borgið innan sambandsins, en utan. Að tala um lömb til slátrunar er algjört öfugmæli í mínum huga.

Ég er þér algjörlega ósammála að verkalýðshreyfingin sé með allt niðrum sig.

Var ekki á þingi ASÍ svo ég sleppi þeim lið, en tek ekki ungir með þér um þetta þríeyki. Tel að þarna sé á ferðinni ákveðin paranoja ykkar í litlum hóp gagnvart þessum þeim mönnum.

VR innan eða utan ASÍ tel ég ekki vera á dagskrá nú.það eru aðrir og stærri hlutir í húfi fyrir okkur sem þjóð.

Svo eitt að lokum frændi. Það hefur aldrei verið happasælt að gagnrýna an þess aðkoma með tillögur til úrbótar. Persónuleg andúð þín og nokkurra annarra í garð ákveðinna einstaklinga, hefur ekkert með verkalýðsmál að gera. Hún er einungis ykkar vandi, en ekki annarra.

Komi fram tillögur frá ykkur sem eruð í andófinu, þá verða þær að sjálfsögðu ræddar. Skammir og skætingur hafa aldrei verið vænlegar til árangurs.

Kveðja að norðan frá lífsreyndir frænku.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.10.2009 kl. 11:36

8 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit og athugasemdir.

Takk fyrir það Sigurlaug.

Þakka innlit Bjarni og góð orð. Hverjum hefði dottið í hug, að hægt væri að stela TRYGGINGAR OG BÓTASJÓÐUM TRYGGINGAFÉLAGANA??

Nákvæmlega!!

Þórarinn 

Ég er sko búin að hugsa um þetta.

Ég studdi tillögu Guðmundar Inga Kristinssonar um að skora á lífeyrissjóðina að hætta við skerðingu lífeyris á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum. Í það minnsta að gefa öryrkjum og þeim sem lenda í þessu, svigrúm til að ráðfæra sig og andmæla.

ASÍ varhundunum var þetta ekki um geð og var þetta því fellt.

Það er með hreint ólíkindum hvernig komið er fram við þá verst settu og lít ég á það sem algjört forgangsmál okkar sem erum þarna inni að leiðrétta þann hlut. Það verður eitthvað að koma í staðin áður en farið er svona leið. Það verðr hinsvegar ekki gert í gegn um ASÍ svo mikið er víst.

Mér býður við, eftir allt sukkið sem var í gangi hjá lífeyrissjóðunum að ráðast með þessum hætti á öryrkja.

Gullvag:

Þakka gullhamrana :) 

Það verður forgangsverkefni að koma okkur úr þessum vonlausa félagsskap eða hjónabandi öllu heldur.

Ragnar Þór Ingólfsson, 28.10.2009 kl. 11:38

9 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæl Frænka.

Ég hef verið að vinna með Hagsmunasamtökum Heimilana sem er ólaunað hugsjónastarf margra frábærra einstaklinga sem hafa lagt gríðarlega vinnu við að opna augu alþingis og verkalýðsforystunnar á vandamálum sem steðja að heimilum þessa lands. Þar hafa ótal margar hugmyndir að lausnum verið ræddar og bornar fram.

Hvorki Ríkisstjórnin né verkalýðsforystan hefur nokkurn áhuga á að hlusta á aðrar raddir en þeirra eigin. Það hef ég kynnst af eigin raun persónulega sem og í gegn um HH.

Spurningar:

1. Hvað á að gera ef ESB verður fellt í þjóðarafgreiðslu?

Eru stjórnvöld og ASÍ að koma launafólki og heimilunum vísvitandi svo illa fyrir að þau sjái sér ekki annan leik á borði en að kvitta undir ESB samninginn með byssustingin í bakinu.

Hvert er back up planið??

Ég er búin að þaga yfir þessum vinnubrögðum ASÍ alltof lengi.

2. Af hverju er ASÍ ekki búin að láta reyna á eða kanna gríðarlega lagaóvissu um gengistryggðu lánin?

3. Af hverju þetta gríðarlega umburðalyndi gagnvart greiðslum ríkis í peningamarkaðssjóði, væntanlegar niðurfellingar skulda og skattaafslátt eignarhaldsfélaga og kúlulánabraskara á meðan ekkert má gera fyrir heimilin.

4. Skattahækkanir á heimilin og fyrirtækin hljóða upp á 63 milljarða á næsta ári ????

Hvernig gengur það dæmi upp.

5. Af hverju má ekki afskrifa brenglaðan höfuðstól húsnæðislána þegar verið er að afskrifa hjá þeim sem bera hina raunvörulegu ábyrgð.

Er það vegna AGS ? sem er grundvallar plagg evrópusinna. 

Að lokum Hólmfríður þá sárvantar fólki málsvara og hann er svo sannarlega ekki að finna hjá ASÍ.

Ég ber virðingu fyrir skoðunum þínum og reynslu þú ert ekki eina skyldmennið sem ekki hefur verið sammála mér og á ég von á því að frændi minn Guðmundur Gunnarsson eigi eftir að svara mer fullum hálsi ef hann er ekki of hás eftir gargið á Villa hjá verkalýðsfélagi Akranes.

Með kveðju norður.

Litli frændi sem er rennblautur bak við eyrun  

Ragnar Þór Ingólfsson, 28.10.2009 kl. 11:57

10 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Eins og ávalt tek ég heilshugar undir alla þá gagnrýni sem þú setur fram á ASÍ - sú stofnun er svo sannarlega ekki að vinna fyrir verkafólk svo mikið er víst og hefur verið augljóst síðustu 15 árin eða svo..!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 28.10.2009 kl. 13:13

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

ASÍ varð gagnslaust umbjóðendum sínum daginn sem hagfræðin var sett þar í öndvegi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.10.2009 kl. 13:59

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka góðan pistil og einnig fyrir það að eiga í þér góðan vökumann.

Tek svo heils hugar undir knappa og hnitmiðaða athugasemd Axels Þórs. Þarna greip hann á stóru hugmyndafræðilegu vandamáli.

Árni Gunnarsson, 28.10.2009 kl. 14:30

13 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Ragnar,

ASÍ kolfellur á prófinu hjá þér. Ótrúlegt hvernig þeir hafa samsamað sig valdinu. Þeir horfa á okkur hin með gleraugum valdsins. Hrunið hefur kennt okkur margt og meðal annars að mikillar endurnýjunar er þörf á mannskap og siðferðisþrótti. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 28.10.2009 kl. 17:14

14 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit og athugasemdir.

Jakob :

Takk fyrir það, alltaf gott að eiga góða að.

Axel:

Ég gæti ekki orðað þetta betur. Hvar er t.d. Ásmundur Stefánsson niðurkomin í dag.Þessir menn eru í engu sambandi við umbjóðendur sína en það sést best á almanna rómi og púi þegar Gylfi kveður sér hljóðs.

Þakka þér Árni við skulum setja þetta í dóm félagsmanna. Ef að verkalýðsforystan treystir okkur á annað borð til að taka sjálfstæðar ákvarðanir, ekki var okkur treystandi fyrir því að kjósa um stöðugleikasáttmálann. 

Sæll Gunnar Skúli 

Já ASÍ kolfellur á mínu prófi og gerði það fyrir löngu síðan. Það er doktorsritgerð á ensku ( tengslanet valda á íslandi) sem er linkur á síðunni minni sem skýrir hug minn best.

Einfaldast væri að sniðganga þetta falda vald.

Kveðja

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 28.10.2009 kl. 17:59

15 identicon

Sæll Ragnar, vonandi nær tillaga ykkar um að félagsmenn VR fái að kjósa um  framtíð   VR í ASí.

Spái því að Bjarki-þú-Bergur og Guðrún vilji láta félagsmenn kjósa um það, þau standi við það sem L-listinn vildi gera, opna félagið. Margir voru óánægðir með Gunnar Pál. Er ansi hræddur að restin setji sig í stellingar. Varðhundar hirðarinnar. Kveðja S.Ragnar

Sveinbjörn Árnason (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 20:00

16 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þakka fyrir frábæran pistil sem inniheldur þarfa gagnrýni. Tek undir öll atriðin sem verkalýðsforystan ætti að vera að taka á í stað þess að lofsyngja Icesave-ósamkomulagið og ESB-umsókn. Núverandi verkalýðsforysta er að vinna með fjármagnseigendum gegn verkalýðnum. Það gefur sennilega bestu vísbendinguna um það hvaða elítu þeir tilheyra sjálfir!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.10.2009 kl. 21:54

17 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir góða pistla

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.10.2009 kl. 23:04

18 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll frændi.

Ég vil taka undir með þér með það frábæra starf sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa og eru að vinna. Strax í febrúar var Alþingi farið að leita álits hjá HH svo ég mundi ekki taka svo til orða að ríkisstjórnin vildi ekkert að þeirra tillögum vita.

Þjóðinni verður rækilega kynntur sá samningur sem næst við ESB áður en gengið verður til atkvæða um hann og ég hef ekki trú á að íslendingar hafni skynsamri leið til bættra lífskjara.

Þú ert með mjög mikið ofstæki í garð ASÍ og mér finnst jafnvel örla á hatri í garð einstaklinga sem þar eru við stjórnvölinn. Slíkt er ekki vænlegt til rökræðna og ég sé ekki tilgang í að halda þeim áfram á þeim forsendum. Guðmundur Gunnarsson frændi þinn er oft mjög stóyrtur og ég tek hans yfirlýsingum ætíð með vissum fyrirvara.

Kveðja úr sveitinni. Fríða frænka

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.10.2009 kl. 01:48

19 Smámynd: Sævar Einarsson

Þann heiðursmann og öðling Guðmundur J. Guðmundsson sem var ævinlega kallaður "Gvendur Jaki" átti ég samtal við á baráttufundi verkalýðsfélagsins Samstöðu á Blönduósi 1990/91 ef ég man rétt og fannst mér hann afar viðkunnanlegur hreinn og beinn og kom hreint fram og sagði sínar meiningar og var ekkert að fara leynt með þær. Það er ég ansi smeykur um að væri hann lifandi í dag þá fengju þessar lyddur og lúsablesar sem kalla sig verkalýðsformenn tóninn, annað eins samansafn af "gungum og druslum" fyrirfinnst ekki, eru með 10 - 20föld laun verkamanns fyrir að semja um 3% hækkanir ... og eða minn til að hrófla ekki við "stöðuleikasáttmálanum" ? Verkafólk sameinumst og berum út þessa svokölluðu foringja sem eru ekki að gera neitt annað en að afsemja fyrir okkur, út með þetta lið og það í gær ! Gylfi Arnbjörnsson er ekki að gera NEITT af viti, hann situr að kjötkötlum stjórnvalda(enda hans bestu vinir) og svo fagnar ASÍ fagnar Icesave ? FAGNAR ? ! Og það besta af öllu besta ... ASÍ fagnar aðkomu AGS gríðarlega ? Bankinn sem er rekinn sem handrukkari fyrir Breta og Hollendinga og er farinn að skipta sér af innanríkismálum margra landa og þar á meðal Íslandi, nei takk, ég segi út með Gylfa og það í gær og kröftugan mann í brúnna sem hagar sér ekki svona. Gvendur Jaki væri búinn að láta í sér heyra svo fólk á Langanesi myndi heyra þegar hann væri að ræða við þá hér í Reykjavík.

Sævar Einarsson, 29.10.2009 kl. 04:51

20 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta er eintóm sýndarmennska og illa leikin. Setulið launþega samtök virka eins og gæslu hirðar fjámagnsfesta í efnhag Íslenskra heimila. Þetta er sígildur spuni hvernig á að tilkynna fólkinu um þetta, er ekki best ,... svo þetta komi ekki út, ...

Það er búið að skera niður ráðstöfunartekjur launþega um 36% og í ljós þess að fasteignverð stefnir í 50% afföll þá enda launin í 50% skerðingu um 2011.

Lettum gengur ekkert að koma bólguvísutölutenginguna af sínum heimilum. Enda löngu komnir í EU.

Hugmyndin með EU sem snýr að efnahagsmálum er sú að allur stjórnsýslu kostnaður sem hægt er að sameina hjá sjálfstæðum efnahagslögsögum undir  miðstýrðu Seðlabankaeftirliti einn stað í stofnanir þaulreyndra fagmanna á Brusselsvæðinu, deilist á Meðlimi og kemur þetta vel út fyrir hæfan meirihluta. Hinsvegar virðist mörgum nýjum Meðlimun erfit með að skilja það sér í lagi þeim vanþroskuðu að mati EU að þeir geta skorið niður hjá sér allt um 80% annað er tvíkostnaður og lækkað með því skatta til stóriðjuvera sinna í innri-lokaðri samkeppni og sameiginlegri gegn 92 % restinni af heiminum.

Lissabon samningur skilgreinir með lögum EU sem stórveldi á alþjóða hermála sviði þar sem gömlu yfirráðin yfir Atlandhafi er endurvakinn. Hlutdeildarkostnaðurinn [ekki frjáls] eykst að sama skapi og þeir meðlimir sem vilja vera fullir þátttakendur njóta ávinnings að auknum störfum beinum og óbeinum við framleiðslu. Svo á líka að ganga hart að Meðlimum að fella út allar undanþágur sem voru veittar með á aðildarþroskaferlinu með lánafyrirgreiðslum og á samsvarandi hagræðingaraðstoð stóð.  Þjóðverja sjálfir missa sínar undanþágur vegna sameiningar við fall Berlínar múrsins 2015.  

Malta fékk undanþágur á sínum tíma er nú með 2008 með 30.000 Dollar tekjur þegar Ísland var 45.000 dollar á mann: skrítið en þessar tekjur hafa ekkert aukist á aðildarferlinu sem síðasta þjóðarsamsæri gegn almenningi startaði. Upphaf bólgu tryggingar í stað fasteignar lágbólgu til lengri tíma á húsnæðislánanafnvexti.

Ofgreindir sem þú nefndir hefðu verið kallaðir franskbrauðsdrengir fyrir nokkrum árum.  Algjörar geitur Raggi minn.

Hvers vegna meiriháttar framamenn innan EU líða ekki að Meðlimir rýri virði gjald miðils síns er að það veldur spennu [þenslu vegna verðbólgu á almannamáli] í kauphöllum viðkomandi og laðar að erlenda fjárfesta nokkuð sem gengur ekki upp í lokaðri innri-stöðuleika samkeppni sjálfábyrgra efnahagslögsaga með óbreytt lífskjarahlutföll m.t.t. gengis Meðlima við innlimun.   Þeir sem vilja selja börnin sín og barnabörnin sín í stóriðjur alþjóðafjárfesta framtíðarinnar eiga láta okkur hin í friði.

Júlíus Björnsson, 29.10.2009 kl. 05:03

21 Smámynd: Sævar Einarsson

Tek mér Bessastaðarleyfi til að pósta inn færslu frá http://skulablogg.blog.is/blog/skulablogg/entry/971403/ hingað:

Ágætu bloggvinir, fékk sendan tölvupóst sem Gunnar Tómasson hagfræðingur sendi upp á Íslands strendur. Gunnar hefur verið mjög gagnrýninn á að stjórnvöld hafa þverskallast við að horfast í augu við vandann og hagað sér að hætti okkar 2007.

Í þessu bréfi tjáir einn virtasti hagfræðingur Bandaríkjanna sig um stöðu Íslands. Hann segir blákalt að við séum gjaldþrota. Þrátt fyrir að allar helstu fréttastofur landsins hafi fengið bréfið frá Gunnari s.l nótt sjá þau enga ástæðu til að fræða okkur almenning um það. Þetta kallast þöggun og stríðir gegn upplýstri umræðu sem er almenningi nauðsynleg. Hverjum gagnast þessi þöggun?

Hér er bréf Gunnars;

 

Ágætu alþingismenn.
Í fyrradag spurði ég James Galbraith, einn virtasta hagfræðing Bandaríkjanna, um álit hans á því mati AGS (sjá IMF Survey 21. október sl.) að erlend skuldsetning Íslands að jafngildi 310% af vergri landsframleiðslu væri þjóðarbúinu ekki ofviða.
Galbraith svaraði um hæl (í minni þýðingu; enskur texti að neðan):
„Það segir sig sjálft: það er fáránlegt að ímynda sér að Ísland eða eitthvað annað land geti tekið á sig gjaldeyrisskuldir sem jafngilda 300 eða 400 prósent af vergri landsframleiðslu (VLF) og forðast greiðsluþrot. Ef skuldir væru 400 prósent og vextir aðeins þrjú prósent þyrfti afgangur á viðskiptajöfnuði og hliðstæður samdráttur innlendrar neyzlu að vera 12 prósent af VLF án nokkurrar greiðslu af höfuðstól. En auðvitað myndi enginn vilja eiga lágvaxta íslenzk skuldabréf vegna áhættunnar á vanskilum.

Ef stjórnvöld reyndu að axla slíka skuldabyrði myndu vinnufærir einstaklingar flytja af landi brott.  Útkoman yrði lýðfræðileg eyðilegging Íslands að viðbættu greiðsluþroti.  Staðan er því ekki síður alvarleg en sú sem kom upp vegna stríðsskaðabóta í Versalasamningnum eða Morgenthau áætluninni fyrir Þýzkaland 1945.  Samningurinn leiddi til óðaverðbólgu en áætlunin var ekki lögð til hliðar fyrr en ljóst varð að hún myndi leiða til brottflutnings eða útrýmingar mikils hluta þjóðarinnar sem lifði af stríðið.

Eins er það augljós skrípaleikur að leggja slíka skuldabyrði á litla þjóð, fyrst með svikum og síðan með hótunum.

Eins og málum er háttað er það siðferðileg skylda Íslands gagnvart alþjóðasamfélaginu að sækja svikahrappana til saka eftir því sem landslög leyfa.  Hitt er fyrir stjórnvöld erlendra ríkja, sem brugðust skyldum sínum við bankaeftirlit, að ákveða hvernig deila skuli tapinu sem af því hlaust milli reikningshafa og skattborgara sinna.

Þér er heimilt að koma þessum skoðunum mínum á framfæri við aðra.”
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingur

Ísland er gjaldþrota

Sævar Einarsson, 29.10.2009 kl. 05:17

22 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

Verkalýðsforustan er svo gott sem komin á endastöð, það tók Ögmund ekki nema 21 ár að átta sig á því að verkalýðsforustan er einna helst að snúast um sjálfan sig og þá sem þar eru inni.

Nú er von á að Gylfi forseti fari að einangrast, því nú verður borin uppí sú tillaga að VR fari úr ASÍ og mun Bjarki bera þessa kröfu upp kl 18 í kvöld. Það verður fróðlegt að sjá hvað kom útúr þessari kröfu Bjarka en ég hallast einna helst að hún hafi verið feld af varðhundum verkalýðs í VR.

Bjarki Steingrímsson varaformaður VR var í útvarpinu í morgun, ég held að sá aðili geti breytt miklu í framtíðinni. Við þurfum alvöru fólk til að taka til í verkalýðsklaninu. Mér líst vel á Bjarka, hann segir skoðun sína umbúðalaust.

Bjarki Steingrímsson

varaformaður VR

Nýir vendir sópa best.

Það er ljóst að þetta er skrípaleikur um akkúrat ekkert, hér er Gylfi og co bara að ala á þrælsótta almennings sem enn er að bíða eftir ekki neinu.

Hvað ætlar hinn almenni að láta þetta viðgangast lengi, hér eru menn að verki sem ég hef hingað til ekki séð vinna fyrir hinn almenna ÍSLENDING ENDA ER ALLTAF SÓL ÞAR SEM ÞEIR ERU.

ASÍ hefur ekkert sagt eða gert sem stuðlað getur að bættri afkomu hins almenna eftir hrun sem bítur einna mest hjá hinum almenna launamanni. Eigna bruni, hækkun lána út fyrir allt velsæmi, öll aðföng hafa hækkað, launa lækkun og margir eru án atvinnu.

Fyrir hverja er þetta fólk að vinna, er það ekki ljóst ekki hinn almenna launamann.

BURT MEÐ FJÓRFLOKKINN, KLANIÐ BURT.

Til hamingju VR með varðhundinn Ágúst Guðhjartarsson. Ágúst var frambjóðandi L-listans, sem vildi opna félagið. Ágúst hefur viljað ASÍ úr vR. Ágúst gagnrýndi og vildi   afsögn Gylfa úr ASÍ vegna tengsla hans við Tortóla félög. Nú er Ágúst kominn sem varamaður í miðstjórn ASÍ ! ! ! Það er búið að "rétta" Ágústi farþega bein. Nú kjamsar Ágúst á beininu og býður eftir því að mæta í skapgerðarmat hjá forystu ASÍ. Þetta er Ísland í dag. Ágúst er sannur Íslendingur stendur ekki fyrir neitt. Er bara tækifærissinni sem hefur svikið kjósendur sína.

Svona eru þessi félög þau snúa fólki sem er ekki nógu sterkt andlega og hefur ekki þrótt til að berjast fyrir sýnu, Ágúst er gott dæmi um mann sem lætur afvegaleiðast því það er svo gaman að fá að vera með aðal. Kannski var barátt Ágústar ekki dýpri en það að komast bar í stjórn VR og halda áfram að vera farþegi í VR eins og annarstaðar.

 

Ágúst Guðhjartarsson. FARÞEGI

Lúðvík Lúðvíksson, 29.10.2009 kl. 09:44

23 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka öllum innlit og athugasemdir.

Takk Jakobína og Rakel.

Sæl Frænka

Ríkisstjórnin hefur hvorki hlustað né tekið nokkurt tillit til krafna HH.

Hún hefur hinsvegar tekið samtökin inn í umræðuna til að skapa sér "falsfrið".

Varðandi ESB. EF... við förum þar inn, eftir 4,5,6 ár. hvernig verður ástatt hjá heimilunu á þeim tímapunkti?

Ég er ansi hræddur um að ein teskeið af sykri verði flokkuð undir lífsgæði á þeim tímapunkti miða við þau úrræði sem þegar hafa verið samþykkt.

Það ekkert hatur í mínum hug. Ég veit hvernig þessir kóngar tala um mig niðri í ASÍ. Þar er talað af mikilli lítilsvirðingu fyrir skoðunum okkar sem erum á öðru máli en hin heilaga þrenning. 

Mitt markmið er að koma af stað bindandi kosningu meðal félagsmanna VR um aðild okkar að ASÍ og Stöðugleikasáttmálanum. Við gætum hent aðild að ESB á kjörseðilinn líka. Hvernig lýst þér á það frænka að við sem eigum sjóðina og stéttarfélögin fáum það á hreint í eitt skipti fyrir öll hvort þetta séu bara fúlir á móti að bulla eða vilji hins almenna.

Lýðræðislegra getur það ekki orðið.

Sævarinn

Guðmundur J var stórmenni í öllum skilningi. Gott að fá smá íslenskukenslu á bloggið hér.

Ragnar Þór Ingólfsson, 29.10.2009 kl. 14:20

24 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Ég styð Bjarka Steingrímsson varaformann VR, einnig tel ég að þú Ragnar eigir að halda áframa að upplýsa um stöðu lífeyrissjóðsins. Ég held að Ágúst stjórnarmaður í VR sé einnig  að vinna vel   fyrir félagsmenn VR.  L-listinn var boðinn til að opna VR ogfór fram með siðbót og gagnsæi. Ég treysti þessu fólki mjög vel þeim  Bjarka, Ragnari og Ágústi til að standa sig gagnvart kjósendum sínum. Þeir láta ekki afvegaleiða sig frá stefnu L-listans sem boðinn var fram af kröftugu fólki sem vill breytingar í VR og hjá lífeyrissjóðnum sínum. Gangi ykkur vel.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 29.10.2009 kl. 15:30

25 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Áfram L-listinn.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 29.10.2009 kl. 15:30

26 identicon

Takk fyrir þetta Ragnar

Greinilega eru enn til menn sem hugsa ekki bara um sjálfan sig

og ert þú í þeim hópi

Berjumst saman

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 15:54

27 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

Það er rétt það verður að ræsta vel í húsakynnum ASÍ og síðan að leggja þá stofnun niður því sannarlega er það ekki sjáanlegt að ASÍ og Gylfi séu að vinna fyrir hinn almenna launþega. Varðandi Ágúst þá er sárt að sjá mann afvegaleiðast á fyrstu mánuðum sínum í stjórn VR vonandi sér hann að sér og kannski hættir í stjórn VR. Þetta er nánast það versta sem ég hef séð í svikum við hinn almenna VR félaga því Ágúst tók það sérstaklega fram að VR úr ASÍ væri sitt mál sem hann ætlaði að klára, sorglegt mjög sorglegt.

Lúðvík Lúðvíksson, 29.10.2009 kl. 16:21

28 identicon

Heill og sæll; Ragnar Þór - sem og, þið önnur, hér á síðu !

Um; Gylfa Arnbjörnsson - Guðmund Gunnarsson og Sigurð nokkurn Bessa son, þarf ekkert að hafa mörg orð.

Þeir eru; og hafa verið leiguliðar - sem taglhnýtingar Samfylkingarinnar, innan sinna samtaka - svona; álíka geðfelldir og trúverðugir, og fulltrúar Þriðja ríkisins, innan raða þeirra Goebbels, á sínum tíma.

Eini munurinn er sá; að Gylfi - Guðmundur og Sigurður, eru hrægammar, á vegum Fjórða ríkis Nazista nútímans, í ESB, gott fólk - ykkur; að segja.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 21:04

29 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Gott innlegg hjá Óskari.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 29.10.2009 kl. 21:07

30 identicon

Heyr heyr.

Ég stend fast við bakið á þér Ragnar, frábær vinna sem að þú ert að gera fyrir hinn almenna VR mann.

 Að sjá hina heilögu þrenningu á ársfundinum vaða yfir allt og alla,  slá á puttana á þeim sem að ekki eru á sömu skoðun.

"Við eru nokkur úr Stjórn VR sem ætlum að leggja til að kosið verði um aðild okkar að ASÍ í opinni kosningu félagsmanna VR."

Á mínum vinnustað þarf ekkert að kynna fyrir fólki hvernig að ASÍ hagar sér gagnvart almúganum.

Vonandi að kosið verði í opinni kosningu sem fyrst, við þurfum nauðsynlega að komast út úr þessum spilltu öflum

Þorsteinn Þórólfsson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband