Með fulla körfu af fúleggjum.

Ofurlaun lífeyris forstjóra,háar þóknanir banka og stjórnarmanna voru réttlættar með gríðarlegri ábyrgð,þekkingu og reynslu í fjárfestingum. Snillingarnir sem stjórna af miklum móð, kerfi sem væri ónýtt ef innsýn þeirra í frumskóg fjárfestinga nyti ekki við. 

Menn nefndu til sögunnar talnadæmin þ.e. að forstjóri sem fær 35 milljónir í árslaun og skilar 0.5% betri ávöxtun er að skila sjóðsfélögum 1.300 milljóna betri tekjum osfrv.

Staðreyndin er sú að lífeyrissjóðir hafa lögum samkvæmt mjög takmarkaðar heimildir til fjárfestinga. Gríðarlegt fjármagn á markaði sem er afar smár með litla sem enga fjölbreytni. Innlend hlutabréf og önnur verðbréf þurfa að vera ,lögum samkvæmt, skráð í kauphöll íslands. Flest félög og skuldabréfaútgáfur sem skráðar voru í kauphöll íslands tengdust útrásar elítunni og fjárglæpum þeirra. Kauphöllin var því eins og full karfa af fúleggjum.

Hver var svo öll snilldin?

Eignastýring fór að mestu fram hjá bönkunum sem tóku til sín háar þóknanir og gátu í sumum tilfellum stýrt ávöxtun með því einu að kaupa og selja til þess eins að auka þóknanir og stýra ávöxtun.

Það sem vekur meiri athygli er að skráð verðbréf í kauphöll íslands ásamt markaðsskráðum innlendum hlutabréfum er megin uppistaða flestra sjóða samkvæmt lögum. þetta þýðir að ef við tækjum fjárfestingakosti sjóðanna sem þessir snillingar fengu milljónatugi við að velja úr og settum simpansa þeirra í stað, bindum fyrir augu og réttum dartpílu til að kasta í fjárfestingaskífuna, yrðu yfirgnæfandi líkur á því að simpansanum hefði vegnað betur en ofurlaunuðum forstjórunum.

Meðalraunávöxtun lífeyrissjóða sem taka við 12% iðgjaldi, síðustu 10 árin eða frá því að lögin um skyldutryggingar lífeyrisréttinda tóku gildi er rétt innan við 3% miðað við forstjóra útgáfuna af tapinu, sem er ótrúverðug í meira lagi.

Verðtryggðir Lífeyrisreikningar stærstu bankanna þriggja Kaupþings,Íslandsbanka og Landsbankans stóð í 5.97% meðal raunávöxtun yfir 10 ára tímabil.

Þetta er um 100% munur.

Við hljótum að taka að ofan fyrir öllum forstjórunum sem stýrðu öllum þessum sjóðum.

Nokkrir stærstu sjóðanna unnu náið saman í fjarfestingum sínum og sat t.a.m. Gunnar Páll í stjórn Kaupþings fyrir þrjá þeirra að minnsta kosti. Einnig má skoða hreyfingar 20 stærstu hjá Kauphöll Íslands þar sem glögglega má sjá hvernig ákveðnir sjóðir unnu saman með því að selja og kaupa í sömu félögunum.

Til hvers að vera með alla þessa sjóði ef þeir eru í raun að gera það sama.

Það sem aðskilur sjóðina í fjárfestingum er hversu vinveittir þeir eru einni valdaklíkunni framyfir aðra. Ákveðnir sjóðir tóku stöðu með eignarhaldsfélögum eigenda Íslandsbanka á meðan aðrir tóku stöðu með Kaupþingi og tengdum félögum,aðrir með Baugi osfrv. Þekkt dæmi þegar fólk sækir um vinnu og þarf að skipta um lífeyrissjóð til að fá starfið jafnvel þó ekki sé verið að skipta um starfsgrein.

þetta eru hlutir sem eiga ekkert sameiginlegt með markmiði sjóðanna sem er að verja hagsmuni sjóðsfélaga fyrst og fremst.

Í einu af ótal mörgum viðtölum mínum við aðila sem tengjast kerfinu, kemur alltaf í huga mér einn háttsettur starfsmaður eignastýringar stóru bankanna sem orðaði svo skemmtilega: Við tókum þyrlu í staðin fyrir limmósíur við bókuðum 6 stjörnu hótel í staðin fyrir 5 stjörnu, skipti engu máli því við fáum þetta margfalt til baka. Þetta var orðin hálfgerður ferðaklúbbur forstjóranna, og við vorum að keppast við hin fjármálafyfirtækin að bjóða þeim í betri ferðir.... þetta var orðið algjört rugl !

Grunnhugtak viðskiptafræðinnar er að geyma ekki öll eggin í sömu körfunni.Lífeyrissjóðirnir voru með fulla körfu af fúleggjum.

Ekki voru lífeyrissjóðirnir með sólarvarnir fyrir útrásarsólinni sem skildi eftir sig sviðna jörð alls staðar sem hún skein og hún skein glatt á sjóðina.

Ragnar Þór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ragnar, ég er ekki viss um að simpönsum hefði endilega vegnað betur, en það er ekkert sem gefur til kynna að þeim hefði vegnað verr og þeir hefðu verið mun ódýrari í rekstri því bananar voru á mjög góðu verði allan þennan tíma. 

Svo er það hitt að innan um eggjaskurnin í Kauphöllinni leynast fúlegg enn, þrátt fyrir það láta launþegar 12% af tekjum sínum renna til lífeyrissjóða og það þótt ekki sé búið að skipta elítunni út fyrir ódýra simpansa. 

En svona er þetta bara, fólk er fífl.

Magnús Sigurðsson, 16.9.2009 kl. 13:31

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Í guðanna bænum halda áfram að standa vaktina og berja á þessum siðblindu aðilum...!  Beita sér fyrir því að "lögum & reglum lífeyrissjóðanna" sé breytt við fyrsta tækifæri..!  Einn breyting verður að tengjast því að atvinnurekendur (SA) geti alls ekki skipað sýna menn í nefndir lengur.  Einnig verður að komast á ábyrgðartenging þannig að hægt sé að reka burtu framkvæmdastjóranna sem stýrðu sjóðunum og stjórnum fyrir "hrikaleg afglöp í starfi" - í raun glæpsamleg hegðun út frá mínum sjónarmiðum.  Ég vona innilega að rannsókn Evu Jolly staðfesti að aðkoma lífeyrissjóðanna t.d. tengt Kaupþing, Exista, Bakkavör & öðrum fyrirtækjum stenst engann veginn "góðri stjórnsýslu...!"  Forza réttlætið, standa vaktina og knýja fram breytingar á "lögum & reglum", á meðan það er ekki gert, þá er vonlaust að losna við þetta drasl úr stjórnum sjóðanna.  Við - þjóðin - eigendur sjóðanna eru fyrir langa löngu búinn að fá okkur fullsödd af hvernig farið er með þetta fé OKKAR...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 16.9.2009 kl. 13:42

3 identicon

Heill og sæll; Ragnar Þór, æfinlega - sem og, aðrir hér á síðu !

Tími; ofgnóttar íslenzkrar þolinmæði, á að vera, fyrir róða - fyrir löngu síðan.

Tími uppgjörsins; á að vera hafinn, piltar !!!

Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri og áður /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 01:50

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Almenn stað reynd raunávöxtunarkrafa upp á 5% á alþjóðamælikvarða í ljósi reynslusögunnar  skilst alltaf hjá öðrum en áhugamönnum sem raunávöxtunarkrafa að meðaltali með tilliti langtíma ávöxtunar skammtímabréfa þar sem ekki er miðað við heimilisfasteigna veðverðtryggu en hverfula neysluþátta veðsverðtrygging með tilliti til veðanna á löngum tíma sér í lagi.

10 menn fá 41% raunávöxtun [að meðaltali] og 90 menn fá  1% raunávöxtun [að meðaltali] þá fá 100 að meðaltali 5% raunávöxtun.

Grunn utanbókarskilningur er nauðsynlegur til að fá að taka réttindapróf finnst mér.

Alþjóðafjárfestar sækja í bananna lýðveldi, til að deila við simpansa náttúrulega.

Meðalraunávöxtun 2,5 til 3,0 er mjög góð heildarmeðaltals raunávöxtun hvað varðar lífeyrisjóð og dekkar vel þegar fólksfjölgun er um 1,77%. Gjaldrot almennings óþekkt hvað varðar afborganir af heimilinu inn ramma eðlilegra vaxta og verðtryggingarforsenda.

Hinsvegar var meðaltals raunávöxtun allra eigna eða sjóða einkabankanna neikvæð um tugi prósenta?   

Hitler reyndi að breyta sögulegum lögmálum, illa menntaðir Íslendingar reyndu að breyta bankalögumálum.

Gleymdu meðaltalinu kannski vegna þess að því fylgir minni áhættusækni. 

Kannski voru aðilar bara að hugsa um sig og sendu almenningi puttann? 

Lámarks undanbókarlærdómur í hlutfalla eða prósentuútreikningi í huganum 24 tíma á sólarhring tileinkar fólks sér hardla á fertugsaldri þegar fræðatöku lýkur.    

Þetta er ein afleiðing grunnskólalaganna um 1972.

  Brota brot. Deila og drottna.  Íslendingar kunna ekki að deila í huganum. Nema gagnfræðingarnir helst fyrir 1972. 

Júlíus Björnsson, 17.9.2009 kl. 15:59

5 identicon

Ágúst Guðlaugsson í stjórn VR vill Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ, burt. Gylfi var þáttakandi í einhverjum Tortóla félögum. Á Gylfi að segja af sér? Mér finnst persónulega að Gylfi eigi ekki að segja af sér. Það eru mikið fleiri en hann sem ættu að segja af sér. Mér finnst t.d. að Kristinn Örn "óvart" formaður VR ætti að segja af sér. sjá hér... http://visir.is/article/20090918/FRETTIR01/723382342 Ekki finnst mér neitt hafa áunnist með tilkomu nýrra aðila í stjórn og formann VR, engin mótspyrna við stjórnvöld. Engar tillögur, ekkert. Kristinn Örn formaður er að mínu mati einhver lélegasti forystumaður verkalýðsfélags fyrr og síðar. Hvað hefur Kristinn gert eftir að hann óvart komst í formennsku í verkalýðsfélaginu VR-ekkert, jú reyndar lokaði blogginu sínu,þegar hann uppgötvaði að hann hefði sigrað kosningarnar. Hann var neyddur til að lækka laun sín og hann þóttist ætla að opna bókhald VR. Það hefur ekki verið gert. Kristinn er hinn þöggli aðili sem lætur gömlu stjórnaraðila og "skugga" stjórna sér. Ég villtist inn á fund hjá VR um daginn. Ég verð að segja að formaður VR á að sitja og helst þegja á fundum, því fæst orð bera minnstu ábyrgð. Ekkert vitrænt kemur frá honum, hann er alltaf sammála síðasta ræðumanni. Kristinn Örn hefur ákveðið að vera "góður" fyrir gömlu VR aðilana og kóa síðan með Ágústi Guðlaugssyni og félögum. Ef við ætlum að byggja upp Nýtt Ísland, þurfum við menn eins og Gylfa Arnbjörnsson sem þorir þegar aðrir kóa.

Sveinbjörn Árnason (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 19:52

6 identicon

Sæll Ragnar,
þú ert að gera góða og þarfa hluti ég borga sjálfur LV og svíður hvernig búið er að fara með OKKAR peninga.... mér finnst það verði líka að fjarlægja atvinnurekendur úr stjórnum lífeyrissjóða með sínar sjálftökukrumlur

Steinn Sig (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 19:56

7 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Jesús minn, hvað Kristinn Örn er áttavilltur í dag. Kristinn Örn heldur áfram að basla í málefnum VR og kóar með "Skugga" . Nú þykist flugrekstrarneminn Kristinn Örn vera hlynntur kæru Ragnars Þórs & Bjarka Steingrímssonar, varaformanns VR. Best væri fyrir Kristinn Örn að stilla sér upp á næsta flugvelli og breyta sér í flugvallar vindpoka. Flugvallar vindpokar gefa flugmönnum vísbendingar um styrk og í hvaða vindátt vindurinn blæs hverju sinni. VR á bágt í dag, með vonlausan forystumann við stjórn. Það er alltaf erfitt að spila með báðum liðum. Ekki finnst mér neitt hafa áunnist með tilkomu nýrra aðila í stjórn og formann VR, engin raunveruleg mótspyrna við ónýt stjórnvöld. Engar tillögur, ekkert. Kristinn Örn formaður er að mínu mati einhver lélegasti forystumaður verkalýðsfélags fyrr og síðar. Hvað hefur Kristinn gert eftir að hann óvart komst í formennsku í verkalýðsfélaginu VR-ekkert, jú reyndar lokaði blogginu sínu,þegar hann uppgötvaði að hann hefði sigrað kosningarnar. Hann var neyddur til að lækka laun sín og hann þóttist ætla að opna bækur VR. Það hefur ekki enn verið gert. Kristinn Örn er hinn þöggli aðili sem lætur gömlu stjórnaraðila og "skugga" stjórna sér. Ég villtist inn á fund hjá VR um daginn. Ég verð að segja að formaður VR á að sitja og helst þegja á fundum, því fæst orð bera minnstu ábyrgð. Ekkert vitrænt kemur frá honum, hann er alltaf sammála síðasta ræðumanni. Kristinn Örn hefur ákveðið að vera "góður" fyrir gömlu VR klíkuna og síðan kóar hann með Ágústi Guðnassyni og félögum. Ef við ætlum að byggja upp Nýtt Ísland, þurfum við menn eins og Ragnar Þór Ingólfsson og Bjarka Steingrímsson sem þora þegar aðrir kóa.

kristinnnn65jpg

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 22.9.2009 kl. 20:29

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

VR er þjónustustofnun launafólks, laungreiðendur er hinsvegar ekki vanir að þjóna launmönum heldur skammta þeim laun og hagsmunir fara oft ekki saman utan vinnutíma.

Framlag atvinnurekanda hækkar það ekki meðaltalið upp úr öllu valdi sem launþegum er sagt að sé besti mælikvarðinn hvað þeir hafi það gott.

Svipuð laun er það sem skapar samstöðu í öllum launþegafélögum og mesta virkni að mínu mati.

Júlíus Björnsson, 22.9.2009 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband