Eru þetta lánakjör yfirstéttarinnar ?

Fékk þetta skjal sent í nafnlausum tölvupósti. Það er ekki sama hvort maður heitir Jón, Séra Jón eða Sigurjón.

Skjal þetta var keypt hjá Sýslumanninum í Reykjavík og var sent frá þeim í tölvupósti nákvæmlega eins og það er og kostaði skjalið 150kr. skjalið sem er opinbert gagn er nr. 411-S-010052/2008 og getur hver sem er sannreint þessar upplýsingar í síma 569-2400 fyrir 150kr.

13/6

Ég fékk þetta sannreynt í morgun af þeim aðila sem sendi þetta á mig vegna ábendinga um að skjalið gæti verið falsað. Er búin að sjá upprunalega póstinn og er sannfærður um áreiðanleika hans.

Ath.Nýtt skjal frá fasteignaskrá og upplýsingar um höfund skuldabréfsins.

Nýtt skjal með öðru 30 milljón króna láni og vaxtalausu Búnaðarbanka láni frá árinu 2000. Væri ekki dásamlegt að fá vaxtalaus lán í dag.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þetta er skuldabréf eða skuldaskjal sem þinglýst hefur verið á eignarhluta Sigurjóns í Granaskjóli. Slík skjöl eru innfærð í veðmálabækur , í Reykjavík eru þær

hjá Sýslumanninum í Reykjavík. ÞAR GETA ALLIR SKOÐAÐ VEÐmÁLABÆKURNAR.

Það er mikilvægt að fólk viti það.Það er hægt að skoða skuldaskjöl nomenklatúrunnar þar. Það er líka mikilvægt fyrir þá sem vilja kynna sér lánakjör NBI þetta er m.a. mikilvægt vegna þeirra sem eiga rétt á sömu kjörum á grundvelli jafnræðisreglu en NBI er stofnun í eigu ríkisins.Það vísu hvergi til nema sem eigandi að skuldapappírum á íslensk heimili sem áður voru í eigu Þrotalandsbankans. Vísið því til skuldakjara Nómenklatúrunnar þegar samið er við bankann ykkar. 

Einar Guðjónsson, 12.6.2009 kl. 19:11

2 Smámynd: AK-72

Áhugavert.

AK-72, 12.6.2009 kl. 19:29

3 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Einar 

Hvernig er jafnræðisreglan?

Á ég lögbundinn rétt á sambærilegum kjörum?

Er þetta gjörningur nýja bankans?

Ragnar Þór Ingólfsson, 12.6.2009 kl. 19:36

4 identicon

Það eru greinilega mistök í þessu skjali. Það stendur að vextir reiknist frá 2028. En hvað veit maður?? Það er auðvelt þegar maður er bankastarfsmaður að gera svona "reginmistök" en að sýsli hafi samþykkt þetta er óskiljanlegt. Og 3,5% vextir pa., verðtryggðir er ekki svo slæmt, útsöluverð á lánum!! Eitthvað missti ég af þeirri útsölu. Það kemur samt sem áður á óvart að þetta á sér stað eftir hrun. Kannski var þetta launauppbót eða eitthvað. Þetta mál er allt hið dularfyllsta!!

Inga (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 19:42

5 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Rak augun í dálkin sem segir "vextir reiknast frá" 20.11.2028.

Sem er nokkrum dögum frá gjalddaga 20 ára bréfsins.

Ragnar Þór Ingólfsson, 12.6.2009 kl. 19:49

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er eflaust ekki makalaust !

Óskar Þorkelsson, 12.6.2009 kl. 20:35

7 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Svakalega fín kjör á þessu.

Vilhjálmur Árnason, 12.6.2009 kl. 20:39

8 Smámynd: Hannes

Rosalega væri ég til í að fá lán á þessum kjörum myndi endurjarmagna íbúðina á staðnum.

Hannes, 12.6.2009 kl. 20:45

9 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Finnst líka athyglisverð þessi "prentvilla" um vextir reiknist frá.  Skjalið hefur verið þinglýst, og því stendur þessi meinta ritvilla.

Fyrsti vaxtagjalddagi 3,5% (sic) á að vera 20.nóv 2009, en þeir vextir eru 0

Sigurjón getur því borið því við, rétt eftir 77 ára afmælisdaginn sinn, að lánið beri vexti í einn dag.

Sýnir enn og aftur hroðvirknisleg vinnubrögð allra þeirra sem að máli koma.

Sveiattann!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 12.6.2009 kl. 20:49

10 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Leiðrétting:  Sigurjón verður auðvitað 62 ára þega lánið fellur, en sá sem samdi skjalið 77 ára.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 12.6.2009 kl. 20:53

11 identicon

Komið þið sæl; Ragnar Þór - sem þið önnur, hver geymið hans síðu, og brúkið

Jú: ég mátti til, að koma áleiðis, til spjallvina, hversu hryðjuverk Sjálfstæðis- og Framsóknarflokka, ásamt Samfylkingu; meðvirkri, hafa leikið land okkar - fólk og fénað grátt, gott fólk.

Þakka þér; eljusemi alla, sem einurð, Ragnar Þór, sem jafnan.

 

Með beztu kveðjum - sem æfinlega /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 20:56

12 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ef þetta er satt og rétt þá er þetta hreint út sagt hneyksli!

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 12.6.2009 kl. 21:01

13 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Þarf vitna við?

Andrés Kristjánsson, 12.6.2009 kl. 21:11

14 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Hvers virði var eignin sem var veðsett?

Konráð Ragnarsson, 12.6.2009 kl. 21:19

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég er ekki viss um að 2028 hafi nokkhvern tíma verið ritvilla og þess vegna hefurðu fengið skjalið sent.

Kannski getur almenningur fengið svona lán hjá NBI til að gera upp húsnæðislánin sín með áföllnum verðbótum?  Það sakar allavega ekki að reyna.

Magnús Sigurðsson, 12.6.2009 kl. 21:46

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er magnað!

Sigurður Þórðarson, 12.6.2009 kl. 21:50

17 Smámynd: Vilhjálmur Sveinn Björnsson

Mér finnst nú allti lagi að benda á að sá sem semur gjörningin fyrir Sigurjón er lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson er hann ekki mágur fyrirverandi viðskiptaráðherra Samfylgingarinar Björgvins S.

Vilhjálmur Sveinn Björnsson, 12.6.2009 kl. 21:50

18 Smámynd: Héðinn Björnsson

Nú er um að gera að prennta þetta út og fara og heimta sambærileg kjör.

Héðinn Björnsson, 12.6.2009 kl. 22:29

19 identicon

Lög nr. 37/1993: 

11. gr. Jafnræðisreglan.
Við úrlausn mála skulu stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti.

Óheimilt er að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða, byggðum á kynferði þeirra, kynþætti, litarhætti, þjóðerni, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, þjóðfélagsstöðu, ætterni eða öðrum sambærilegum ástæðum.

Kristófer (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 22:30

20 identicon

Krisófer (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 22:33

21 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hafðu þökk fyrir

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.6.2009 kl. 23:17

22 identicon

Ég hélt að maður væri hættur að hneykslast en samt halda þeir endalaust áfram að yfirbjóða hvern annan með nýjum svikráðum við þjóðina!

TH (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 23:58

23 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég get engan veginn skilið þetta öðruvísi en að vextir byrji að reiknast daginn sem greiða á lánið.  Verðbólgan verður þá búin að éta það upp.  Þetta er rán.

Helvítis fokking fokk og er þá vægt til orða tekið.

Anna Einarsdóttir, 13.6.2009 kl. 00:08

24 identicon

Virðist svolítið mikið um "eðlilegar skýringar" þessa dagana, það voru nefnilega gerð "mistök" :-o  Hef einhverja hluta vegna trú á því að eigum eftir að sjá mikið af svona "eðlilegum mistökum" á næstunni.

Hvarflar náttúrulega ekki að mér að nokkur hafi fengið 20 ára lán þ.s. vextir reiknaðar í ALVEG heilan dag (af 7.300 dögum).  Á Íslandi, ekki fræðilegur möguleiki að gæti gerst.  Ekki einu sinni fyrir hrun.  Hvað þá eftir hrun, gjörsamlega óhugsandi!  Getur ekki verið annað en "eðlileg mistök"

Og svo HANDSKRIFAÐ að veðið í eignarhlut Sigurjóns.  Hvarflar ekki eitt einasta augnablik að mér að eignin sé 100% í eigu konunnar.  En samviskusamir fjölmiðlamenn munu örugglega kanna málið.  Eða hvað???

ASE (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 00:09

25 identicon

Þetta er nú meira ruglið. Lán til 20 ára, vextir reiknast frá 2028, ein afborgun, gjalddagi fyrstu afborgunar 2009 en afborganir á ári 0. Átti sem sagt að borga lánið upp á einu ári vaxtalaust en "til vara" að hafa það til 20 ára, vaxtalaust? Skil þetta ekki.

Þórhildur (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 00:21

26 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Þetta er auðvitað til háborinnar skammar!!!!!!  Vonandi verður þetta skjal sent aðilum sem geta ógilt slíkan samning ......    Voru þessir menn ekki búnir að stela nægilega miklu fyrir hrun?????    Fá þeir að halda áfram?????

Katrín Linda Óskarsdóttir, 13.6.2009 kl. 00:23

27 identicon

Hinir bankarnir hljóta að bjóða sambærileg kjör á lánum til einstaklinga, þeir eru allir í eigu sama aðilans.

Toni (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 00:32

28 identicon

Minnuga rekur kannski minni til þess að illa gekk að koma Sigurjóni út úr bankanum eftir hrunið eða öllu vildi Ella alls ekki sjá af stráknum sínum. Sigurjón virðist hafa náð fjarska góðum lánasamningi við sjálfan sig eftir erfiðar samningaviðræður. Guð má vita hvaða aðra lausa enda hann hefur hnýtt.

Ég spyr: Hvenær fer þessi maður í fangelsi?

TH (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 00:37

29 Smámynd: Elfur Logadóttir

Dettur engum í hug að mögulega sé skjalið ekki rétt?

Elfur Logadóttir, 13.6.2009 kl. 01:07

30 identicon

Vill minna á 11.gr stjórnsýslulaga um jafnræði þegna í þessu landi. Ef ríkisstofnun gerir slíkan samning við hugmyndasmið Icesave þá eigum við hin rétt á því að kaupa okkar hús á sömu kjörum!

11. gr. Jafnræðisreglan.

Við úrlausn mála skulu stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti.

Óheimilt er að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða, byggðum á kynferði þeirra, kynþætti, litarhætti, þjóðerni, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, þjóðfélagsstöðu, ætterni eða öðrum sambærilegum ástæðum.

Látum ekki fáa taka allt.

Kristofer (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 01:26

31 identicon

Það eru allir sammála um það hérna að það sé ekkert rétt við þetta skjal Elfur.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 01:29

32 Smámynd: Elfur Logadóttir

ok. en ég meinti að það væri falsað, ekki að það væri óeðlilegt.

Elfur Logadóttir, 13.6.2009 kl. 01:31

33 identicon

Skoðið undirskriftina og þá sjáiði hvort þetta sé feik eða ekki.

Eirikur (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 01:41

34 identicon

Spurningin er hvort ekki sé hægt að stefna NBI fyrir það að gera upp á milli aðila skv. 11. gr. Stjórnsýslulaga hvað varðar slík húsnæislán. 

Kristófer (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 01:55

35 identicon

Kæra Elfur Logadóttir, ég svo sannarlega sakna þeirra daga sem ég hefði trúað því í eina sekúndu á þetta skjal væri falsað.

Allt þangað til fyrir nokkrum árum (ca. 2006) trúði ég að við værum óspilltasta þjóð í heimi, að kunningjasamfélagið sæi um að halda okkur á mottunni, því hver vill vera úthrópaður sem skúrkur í litlu samfélagi!!!  Þó bláeygð væri þá gerði ég mér samt grein fyrir því að væri gagnlegt að "þekkja mann og annan" en komst aldrei, né sóttist í, að komast inn í þá klíku.  En ég trúði að við værum eftir sem áður samfélag "smákónga", þ.e. að allir væru jafn miklir kóngar, hvort sem skúruðu gólf eða ráku fyrirtæki þó vissulega gæti fólk leyft sér mismikið.  En trúði að ef Íslendingur sagði eitthvað þá gætir þú treyst því, því hver vill vera staðinn af því að ljúga eða stela þar sem allir þekkja alla? 

Ég hef hins vegar skipt um skoðun, og því miður held ég réttilega, því miður held ég að hafi verið allt allt allt of bláeygð allt allt allt of lengi.  Var reyndar ekki ein um það, en lítil huggun í dag :-o

Svo svari þér frá mínum innstu hjartans rótum, þá hefur það aldrei eina einustu sekúndu, eða sekúndubrot, hvarflað að mér að þetta skjal væri falsað eða að einhver "mistök" hafi átt sér stað.  Það væri mér sönn ánægja ef hefði rangt fyrir mér og það myndi stór auka trú mína á "homo Islandus" en því miður hef nákvæmlega nær enga trú á því.  Því miður.

ASE (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 02:21

36 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Elfur, þetta er auðvitað rétt ábending og líklega auðvelt að fá úr því skorið.

Þetta skuldabréf  er of ótrúlegt ......... til að geta verið satt!

Þangað til legg ég til að við notum sömu taktíkt og þeir:  Let them deny it!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.6.2009 kl. 07:06

37 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Hér er ekki um að ræða bloggsíðumál.  Þú verður að senda þetta til þar til bærra yfirvalda.

Pjetur Hafstein Lárusson, 13.6.2009 kl. 08:04

38 identicon

Þess má geta að jafvel þó Sigurjón greiddi 3,5% vexti af þessu láni gæti hann snúið sér við, sett þessar 40 millj. inn á verðtryggðan reikning með þeim ágætu vöxtum sem eru í boði núna og fengið umtalsverðan hagnað. Ef Sigurjón næði að jafnaði 5% vöxtum mundi hann tvöfalda höfuðstólinn á 14 árum.

Ólafur Garðarsson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 08:58

39 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Magnað!

Arinbjörn Kúld, 13.6.2009 kl. 09:57

40 Smámynd: Elfur Logadóttir

ASE. Ég get tekið undir með þér að samfélagið sem við bjuggum í var rotið í botn - og við þurfum að halda gríðarvel á spöðunum ef við ætlum að geta breytt því til frambúðar. Ég er skeptísk á flesta hluti, líka orð og gjörðir ráðamanna og sérstaklega gömlu viðskiptaelítunnar, en ég sé ekki betur en að átt hafi verið við skjalið.

Það getur vel verið að í grunninn sé þetta skjal sem útlistar Sigurjón sem skuldara og Sigurð G. sem höfund, en ég þori að veðja að 1. vaxtadegi er breytt eftir að skjalið hefur verið skannað inn í tölvu. Eins hefur dagsetningu undirritunar skjalsins verið breytt líka. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að ég tel grunsemdir mínar réttar, ein þeirra er "áferð" tölustafanna í 1. vaxtadegi og önnur er vísitalan sem tilgreind er. Það notar enginn vanur höfundur skuldabréfa gamla vísitölu. Vísitalan 315,5 er vísitala septembermánaðar 2008. Þriðja ástæðan væri þá "áferð" mánaðarins í dagsetningu undirritunar skuldabréfsins.

Því verður hins vegar ekki neitað að þessar breytingar eru vel gerðar og það þarf mikla rýni og svolitla þekkingu á aðferðum til þess að sjá muninn.

Elfur Logadóttir, 13.6.2009 kl. 10:08

41 Smámynd: Elfur Logadóttir

Ég geri einnig athugasemdir við að Fjárvörslureikningur sé tilgreindur sem lánveitandi þar sem fjárvörslureikningar eru almennt notaðir til þess að geyma annarra manna fé. Hins vegar ætla ég ekki að útiloka að það sé rétt, þó mér finnist það ótrúlegt.

Elfur Logadóttir, 13.6.2009 kl. 10:09

42 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sigurður G Guðjónsson annar af höfundum þessa skjals segir í grein í Pressunni í dag;

"Eva Joly lítur á alla bankamenn og útrásarvíkinga sem glæpamenn."

Ennfremur segir hann; "Lögfræðingar, sem leyfa sér að andmæla vinnulagi því sem Joly vill að hinn sérstaki saksóknari viðhafi, eru af hennar hálfu afgreiddir sem leiguþý afbrotamanna; afbrotamanna sem eigi að vera bak við lás og slá hvað sem líður almennt viðurkenndum og lögfestum reglum sakamálaréttarfars. Vill dómsmálaráðherra axla ábyrgð á gerðum og verkum Joly þegar sá hefndarhugur sem hún og fylgismenn hennar hér á landi ala nú á, er af þjóðinni runnin?"

Trúverðugleiki þessa skjals fer að verða verulega áhugaverður í ljósi þessara skrifa Sigurðar.

Magnús Sigurðsson, 13.6.2009 kl. 11:10

43 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Að gefnu tilefni.

Skjal þetta var keypt hjá Sýslumanninum í Reykjavík og var sent frá þeim í tölvupósti nákvæmlega eins og það er og kostaði skjalið 150kr. skjalið sem er opinbert gagn er nr. 411-S-010052/2008 og getur hver sem er sannreint þessar upplýsingar í síma 569-2400 fyrir 150kr.

Kveðja

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 13.6.2009 kl. 11:23

44 Smámynd: Elfur Logadóttir

En þú fékkst það samt sent í nafnlausum tölvupósti?

Mig grunar að Sýslumaðurinn í Reykjavík eigi eftir að græða marga 150 krónu peninga á mánudaginn þegar menn sækja sér afrit af skjalinu til að sannreyna það.

Elfur Logadóttir, 13.6.2009 kl. 11:47

45 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Ég fékk þetta sannreynt í morgun af þeim aðila sem sendi þetta á mig vegna ábendinga um að skjalið gæti verið falsað. Er búin að sjá upprunalega póstinn og er sannfærður um áreiðanleika hans.

Ragnar Þór Ingólfsson, 13.6.2009 kl. 11:58

46 Smámynd: Haraldur Baldursson

Burtséð frá vaxtagjalddaganu, sem er hreint ótrúlegur ef rétt reynist, þá stóð ég í þeirri meiningu að Fjármálaeftirlitinu bæri að fylgjast með þeim kjörum sem lántakendum er boðið. Ef kjörin eru út úr kortinu taldi ég það skyldu FME að rannsaka það. 3,5% hljóta að teljast vera langt út fyrir það sem nokkrum er boðið.

Aftur að vaxtagjalddaganum (það er ekki hægt annað). Ef þetta er skráð svona á pappírnum, þá er þetta réttur Sigurjóns að standa á þessu fastari fótunum að svona skuli þetta meðhöndlað. En órétturinn er ískyggilegur.

Haraldur Baldursson, 13.6.2009 kl. 11:59

47 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það þarf enginn að segja mér að þetta sé prentvilla. Þetta er dæmi um endalausa tæra snilld útrásarvíkinganna við að hafa fé af almenningi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.6.2009 kl. 12:03

48 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þetta er makalaust!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.6.2009 kl. 12:23

49 identicon

Ekkert bendir til að átt hafi verið við skjalið. Stafirnir í 1. vaxtadegi eru alveg eðlilegir og "áferð" mánaðarins í dagsetningu undirritunar skuldabréfsins er einnig alveg eðlileg.

Einnig er eðlilegt að miðað sé við tveggja mánaða vísitölu. Skuldabréf sem ég er með er einmitt þannig. Þetta á einnig við þegar greitt er af skuldabréfi, núna er notuð vísitala aprílmánaðar þó greiðslan sé 1. júní.

Tal Elfar um "mikla rýni og svolitla þekkingu á aðferðum" og "Það notar enginn vanur höfundur skuldabréfa gamla vísitölu" eru tóm þvæla.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 12:29

50 Smámynd: Elfur Logadóttir

Ef bréfið er óbreytt frá þeirri útgáfu sem liggur hjá Sýslumanninnum í Reykjavík þá vil ég vekja athygli á eftirfarandi atriðum (hvaða áhrif sem það hefur á skoðanir manna á skjalinu):

1. Kröfuhafi er fjárvörslureikningur 3 hjá NBI, sem væntanlega þýðir að það er ekki Landsbankinn sjálfur sem er að lána, heldur aðili sem ekki vill láta nafn síns getið á skuldabréfi. Annars hefði ekki verið leitað til utanaðkomandi hæstaréttarlögfræðings til útgáfu skuldabréfsins og annars væri ekki tilgreining á fjárvörslureikningi.

2. Auðkenning fjárvörslureikningsins er SA 3109. Rétt er að vekja athygli á samræmi milli upphafsstafa Sigurjóns Árnason (SA) og fæðinganúmers hans (3109) og þessarar auðkenningar.

3. Ef skjalið er óbreytt, þá gæti hér verið um lánveitingu Sigurjóns til hans sjálfs að ræða, sem þá væntanlega er gerð í öðru af tvennum tilgangi: Réttlæta flutning af fé inn á einkareikninga Sigurjóns og/eða setja veðsetningu á eignina til þess að minnka hreina eign á Íslandi.

Ég endurtek einu sinni enn, ef skjalilð er óbreytt (sem ég er skeptísk á), þá myndi ég telja að rétt væri að senda ábendingu um tengsl auðkenningar fjárvörslureikningsins og lántakanda til sérstaks saksóknara eða skattrannsóknarstjóra, ef ske kynni að gjörningurinn brjóti gegn lögum.

Elfur Logadóttir, 13.6.2009 kl. 12:35

51 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jæja það er bara svona.  Er ekki orðið tímabært að spyrja "lögfræðingurinn" sem fer mikinn í Pressunni í dag að útskýra í hverju "mistökin" eru fólgin?

Magnús Sigurðsson, 13.6.2009 kl. 12:40

52 Smámynd: Elfur Logadóttir

Alveg rétt Sveinn, ég var búin að gleyma seinkuninni á vísitölunni - tek það til baka sem vísbendingu :)

Elfur Logadóttir, 13.6.2009 kl. 13:06

53 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Setti inn upplýsingar um höfund skuldabréfsins og skjal frá fasteignaskrá sem staðfestir raunvöruleika bréfsins.

Ragnar Þór Ingólfsson, 13.6.2009 kl. 13:14

54 identicon

Frábær fyrirsögn Ragnar.   Svona byrjaði ICESAVE hugmyndin ......... www.grapheine.com/bombaytv/movie-uk-9508c232f5311d0fab26c08d68299e5b.html

S.Ragnar (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 13:26

55 Smámynd: Elfur Logadóttir

Það var og. Ég verð að láta af skeptík minni hér, greinilega.

Næsta spurning hlýtur þá að vera, hvert er efni skilmálabreytingarinnar sem gefin er út 3. desember 2008 og svo hin spurningin: Hver er eigandi fjármunana sem teknir eru af fjárvörslureikningnum og lánaðir til Sigurjóns, sbr. athugasemd mína ofar (SA 3109 = Sigurjón sjálfur?)

Elfur Logadóttir, 13.6.2009 kl. 13:37

56 identicon

Mér fallast hendur og langar best til að gráta, þvílík svikamyllla.

(IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 13:38

57 Smámynd: Elfur Logadóttir

viðbótarfréttir á mbl.is:

"Sigurjón lánaði sjálfum sér fé"

Þar er staðfest að Sigurjón var að lána sjálfum sér fé úr einkalífeyrissjóði sínum sem hann var með í fjárvörslu á þessum reikningi.

Þar kemur einnig fram að skilmálabreytingin var breyting á fyrsta vaxtadegi. Því vek ég athygli á því að skilmálabreytingin átti líka við bréf sem var með veði í annarri fasteign, skyldu sömu mistök hafa verið gerð þar?

Enn vakna því spurningar: 

1. Er Sigurjón með þessu að losa fé úr lífeyrissjóði án þess að þurfa að borga af því skatta.

2. Hversu hátt er lánið sem útbúið var með veði í hinni fasteigninni?

3. Skyldi hann ætla að skulda sjálfum sér í 20 ár til þess að endurgreiða kúluna þá með 3,5% ársvöxtum, til þess að geta þá tekið út lífeyrinn sinn og greitt af honum 40% skatta?

Eða er maðurinn kannski í raun búinn að losa út lífeyrissjóðinn sinn án þess að greiða af því lögbundna tekjuskatta.

Elfur Logadóttir, 13.6.2009 kl. 15:10

58 Smámynd: Haraldur Baldursson

Getur hann ekki síðan fallið frá innheimtu seinna.
Komist að samkomulagi við sjálfan sig um skuldarniðurfellingu ?

Haraldur Baldursson, 13.6.2009 kl. 15:20

59 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæl Elfur

Spurning, Af hverju í ósköpunum þarf maðurinn að lána sjálfum sér ??????

Hann er með prívat lífeyrissjóð ( Lífeyrissjóðir eru EKKI aðfararhæfir.) Lánar sjálfum sér tuttugu ára kúlulán sem hann getur svo framlengt við sjálfan sig eftir þörfum.

Hver á kröfuna?  Lífeyrissjóður ? Lífeyrissjóður Sigurjóns?

Eitthvað hljóta menn að hafa á samviskunni ef þeir þurfa að lána sjálfum sér með þessum hætti til að koma í veg fyrir að missa húsið eða losna við að greiða skatta ?. Skrá 50% á frúna mánuði á undan skuldabréfaútgáfunni og lána sjálfum sér í gegnum ”eigin ” óaðfararhæfan lífeyrissjóð ef skýring Sigurðar reynist rétt.

 

http://www.hvitbok.vg/Frett/9395/

Hér má sjá alveg ótrúlega eignasögu 15 milljóna króna benz bifreiðar hans.

Kveðja

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 13.6.2009 kl. 15:21

60 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Haraldur

Einmitt, spurning hvort það sé málið.

Ragnar Þór Ingólfsson, 13.6.2009 kl. 15:28

61 identicon

Þau eru mörg mistökin sem eru gerð á íslandi,mistök vegna láns BIRNU,vegna hækkunar á bensíni og olíu,allstaðar einhver mistök,æææ.

Magnús Steinar (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 15:47

62 identicon

Já mistök hjá Sigurjóni.  Góður bíll S klassinn........................

 www.hvitbok.vg/Frett/9395/

S.Ragnar (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 15:53

63 identicon

Sæll Ragnar, þú ert fróður um lífeyrssjóðina. Getum við almenningur lánað okkur útá eignir okkar í gegnum lífeyrissjóðina.

 Er Sigurjón ekki bundin við eina milljón á ári eins og almenningur?

kv.S.Ragnar

S.Ragnar (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 16:00

64 identicon

S.Ragnar (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 18:26

65 Smámynd: Kristinn Ingi Jónsson

Var að senda þér upplýsingar um samskonar lán á Bjarnarstíg 4 upp á 30.000.000

Kristinn Ingi Jónsson, 13.6.2009 kl. 18:31

66 identicon

Sigurjón á ekki þennan sjóð einn, það eru rúmlega 2500 manns sem eiga í þessu sjóði!

Þessi sjóður er í vörslu nýja landsbankanns!

það sést að sama kennitala er á lánaskjali Sigurjóns og sjóðnum!

smellið á linkinn þá opnast blað frá LI um þenna sjóð:

www.landsbanki.is/markadir/sjodir/einblodungar/?orderbookid=15028

þessar upplýsingar eru á síðu landsbankans, þar kemur fram að hve margir sjóðsfélagar eru og kennitala sjóðsins, sem er sú sama og á skuldabréfi Sigurjóns?!

– Fullgildur séreignarsjóður
– Viðbótariðgjald er séreign og erfist skv. erfðalögum
– Sjóðurinn var stofnaður árið 1999
– Stærð sjóðsins í janúar 2009 var 1,335 m.kr.
– Fjöldi sjóðsfélaga í janúar 2009 var 2.514
– Kennitala sjóðsins er 570299-9219
– Reikningsnúmer sjóðsins er 111-26-502960
– Lífeyrissjóðanúmer 932

runar (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 19:51

67 identicon

Nú væri gaman að heyra frá einhverjum af þessum 2.513 öðrum sjóðsfélögum, hvað þeim finnst um ávöxtun þessa sjóðs?

hver er staða þessa sjóðs í dag?

Runar (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 19:55

68 identicon

Runar (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 20:12

69 identicon

Þetta er ekki einu láninn hanns skoðið þetta..

http://www.hvitbok.vg/Frett/9404/

Kristofer (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 20:23

70 identicon

Annar flötur á þessu máli;

þessi sjóður sem Sigurjón fékk lánað úr, sem Bankastjóri,   er seldur sem sjóður sem fjárfestir eingöngu 100% í erlendum hlutabréfum.

Maðurinn er að taka sér fé úr sjóði sem er búið að skilyrða til annara hluta,  

þetta hlýtur að flokkast undir fjárdrátt í starfi, hvað segja lögfróðir menn?

Runar (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 20:38

71 identicon

Annað sjálfs-lán hjá fyrverandi ICESAVE bankastjóra?

Hús Sigurjóns Þ. Árnasonar á Bjarnarstíg í Reykjavík er einnig með samskonar láni og hús hans á Granaskjóli.  Veðskuldabréf sem hvílir á eign Sigurjóns að Granaskjóli hefur verið töluvert í fréttum í dag, en  Sigurjón á annað hús   á Bjarnarstíg í Reykjavík þar er samskonar lán  og á Granaskjóli, en upphæð veðskuldabréfsins á Bjarnarstíg er 30 milljónir króna en 40 milljónir kr. á Granaskjóli. 

Kröfuhafi er sá sami Fjárvörslureikningur #3 NBI hf. SA kt 570299-9219 Austurstræti 11. 101 Reykjavík. 

Að  auki er hann með 6 milljón króna lán útgefið árið 2000 af Búnaðarbanka Íslands það lán ber enga vexti á Bjarnarstíg!

www.hvitbok.vg/Frett/9404/

Runar (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 20:45

72 identicon

Kristinn 18;31 : Bjarnarstíg 4 það er athyglisvert því að það er gamla heimilsfang Sigurjóns þar sem móðir hans Snjólaug býr núna. Hvað er í gangi?

Váli (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 21:34

73 identicon

Hvar er Valtýr Sigurðsson með handjárnin og kylfurnar?

Læstur inni í skáp?

TH (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 22:41

74 identicon

Samkvæmt fjárfestingarstefnu sjóðsins (skráð nafn hans er "Fjárvörslureikningar Landsbréfa", kt. 570299-9219) fjárfestir hann eingöngu í erlendum hlutabréfum.

"Með Fjárvörslureikningi er eingöngu fjárfest í erlendum hlutabréfum, í gegnum hlutabréfasjóðinn Landsbanki Global Equity Fund (LGEF)." (landsbanki.is)

Þó virðist sjóðurinn í kjölfar hrunsins hafa ávaxtað iðgjöld sjóðsfélaga tímabundið á innlánsreikningi:

"Fjárvörslureikningur (erlend hlutabréf)

Inngreidd iðgjöld eru ávöxtuð á innlánsreikningi þar til leyst hefur verið úr þeim hnökrum sem eru á gjaldeyrisviðskiptum." (landsbanki.is)

Sjóðurinn er því án efa að brjóta gegn eigin fjárfestingarstefnu með gerningi Sigurðar G.

Þess utan segir í 36. gr. laga um lífeyrissjóði að stjórn lífeyrissjóðs skuli "ávaxta fé sjóðsins með hliðsjón af þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu."

Ávöxtun skuldabréfsins a tarna er harla með bestu ávöxtun sem í boði var þegar það var gefið út. Ég vona að einhverjir góðir starfsmenn FME lesi þessi skrif þín.

Það er rétt sem bent er á að ofan, verið er að misnota sjóðinn með því að Sigurjón tekur gríðarmikið fé út úr honum á miklum vildarkjörum, fær síðan alla sína inneign greidda út þegar hann nær 60 ára aldri og borgar með henni þessa einu afborgun.

---

PS. Skilmálabreytingin frá 3. des 2008 er örugglega til þess að leiðrétta dagsetningarnar varðandi vexti og afborgunina.

Ingólfur (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 00:11

75 identicon

Voru fjárfestingar sjóðsins sem sagt ekki í samræmi við uppgefna fjárfestingarstefnu? Mér finnst ég hafa heyrt þetta áður. Sjóður 9.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 00:47

76 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Hvar er lögreglan nú?? Að eltast við almúgann??

Björgvin Gunnarsson, 14.6.2009 kl. 03:07

77 identicon

það var að berast frétt beint frá Tortola.............. 

www.grapheine.com/bombaytv/movie-uk-bd54dc9c5c28919a6bae67b0886c1677.html

S.Ragnar (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 20:59

78 identicon

það var að berast frétt beint frá Tortola.............. 

 www.grapheine.com/bombaytv/movie-uk-bd54dc9c5c28919a6bae67b0886c1677.html

S.Ragnar (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 21:00

79 identicon

Sæll Ragnar og kærar þakkir fyrir þinn kjark og þor.

Eitt í viðbót sem er ekki um þetta mál en þó viðbjóðslega líkt... Finnur Kaupþingsbankastjóri segir í fréttum að líklega skorti lagarök til að afturkalla gjörning stjórnar Kaupþings um niðurfellingu skulda starfsmanna rétt fyrir hrun en hummm....

Er virkilega til lagaheimild sem heimilaði stjórninni að fella niður skuldirnar??? Veit það einhver??

Valgerður Lísa Gestsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 23:45

80 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Ég tek ofan "hat & staf" fyrir þessum TÖFRAMANNI Sigurjón, hann er svo sannarlega enginn "meðal JÓN....." - aðrar eins BARBABRELLUR hafa ekki sést hérlendis síðan á STEINÖLD.......

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 15.6.2009 kl. 00:10

81 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka öllum innlit og athugasemdir.

Það er búið að vísa sjóðsstjóra sjóðsins sem veitti þessi lán úr starfi.

http://visir.is/article/20090614/VIDSKIPTI06/337831348/-1

Var að bæta inn afriti úr fasteignaskrá vegna Bjarnastígs en þar má finna annað lán upp á 30 milljónir og eitt frá Búnaðarbankanum sem ber enga vexti.

Eru þetta lánakjör yfirstéttar?

Getum við tekið sambærileg lán út úr séreignasjóðum okkar eða er Sigurjón ekki bundinn sama milljóna þakinu og við hin?

Þakka frábær viðbrögð.

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 15.6.2009 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband