Icesave og verkalýðshreyfingin.

Það er lýsandi fyrir ástandið í þjóðfélaginu að okkar helsta hagsmunagæsla hefur ekki tekið afstöðu til nokkura stærstu mála sem upp hafa komið. Jú það er eitt mál. Evrópusambandið.

Hver verður fórnunarkostnaðurinn fyrir málstað sem fáir skilja.

Verðtryggingin er að sliga heimilin og hefur gert síðan sama forysta tók vísitölutryggingu launa úr sambandi árið 1983 og var verðtrygging lána látin standa. Ég ætla öðrum eftir að rökstyðja þessa rökleysu hér en þessi gjörningur er talin af mörgum okkar fremsu hagfræðingum þmt. Gunnari Tómassyni ein mestu hagstjórnarmistök Íslandssögunnar.

Mér finnst því broslegur málflutningur ASÍ um stöðugleika og stöðugleikasáttmála þegar ákveðinn hópur  innan okkar samfélags hefur beinan hag af óstöðugleika og því engin samfélagslegur hvati til að viðhalda honum sem slíkum.

Icesave.

Hvernig er hægt að samþykkja svona lagað án þessa að vita nákvæmlega hversu mikið við þurfum að borga? Hvað liggur svona mikið á ? Ætlar verkalýðsforystan að samþykkja skuldaánauð á umbjóðendur sína ofan á alla þá skerðingu og hamfarir sem skollið hafa á einstaklinga og fjölskyldur þessa lands.

Verður aðgöngumiðinn í Evrópusambandið það dýru verði keyptur að við ráðum aldrei við að borga hann.

Hagsmuni hverja er verið að verja ?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Verðtryggingin er að sliga heimilin og hefur gert síðan sama forysta tók vísitölutryggingu launa úr sambandi árið 1983 "

Hvaða forystu ertu að tala um? Voru það ekki þáverandi stjórnvöld sem tóku launavísitöluna úr sambandi þrátt fyrir mikil mótmæli verkalýðsforystunnar.

sæmundur (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 20:58

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Varðandi Icesafe: Forsenda endurreisnarinnar er að fá frið fyrir því máli. Ef við neitum að borga punktur þá mun það senda skilaboð til erlendra aðila sem verða ekki misskilin og verslun og viðskipti einsog við þekkjum það verður fyrir bí. Stjórnleysi mun taka við sem er þrátt fyrir allt ekki okkur í hag. Þetta er svo augljóst. Mér finnst stjórnarandstaðan hafa hleypt þessu máli of langt frá sér. Einsog í fótboltanum þegar maður ætlar að þvæla og missir boltann í staðinn of langt frá sér. Réttlætið verður að vinna annarsstaðar.

Samningarnir koma ESB ekkert við nema óbeint. Ef við borgum ekki munu hinsvegar ESB þjóðir beita því apparati á okkur enda eigum við þar enga til að verja okkar hagsmuni eða tala máli þeirra.

Varðandi verðtrygginguna þá hef ég verið andvígur henni svo lengi sem ég man eftir. Þetta er ein af þessum séríslensku ráðstöfunum sem alltaf koma í bakið á okkur þegar til lengri tíma er litið.

Gísli Ingvarsson, 10.6.2009 kl. 19:05

3 Smámynd: Einar Oddur Ólafsson

Er ekki rétt að þú byrjir á því að spyrja félaga þína í stjórn VR þessarar spurningar.Og ekki veit ég betur en að einn stjórnaliði VR sé varaþingmaður flokks sem vill mjög gjarnan komast í EB.Eins og maðurinn sagði best er að reyta illgresið úr eigin garði áður en maður bankar upp hjá nágrannanum.

Einar Oddur Ólafsson, 10.6.2009 kl. 23:23

4 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæmundur

Verkalýðsforystan kvittaði undir þetta eftir að hafa sannfært umbjóðendur sína um að þetta væri líklega besta leiðin. Eitthvað var þessu mótmælt jú en hvað geta 100 þús, manna hagsmunasamtök svo sem gert ef á þeim er brotið.

Gísli 

Ég hef aldrei talað um það að borga ekki. Hinsvegar finnst mér glórulaust að gera slíkan samning sem hefur álíka gengisóvissu og gengislánin sem eru að sliga heimilin og bera vexti sem eru í engu samræmi við vexti í Evrópu og á viðlíka lánum við svona aðstæður. Ég hefði frekar viljað bjóða þær eignir sem til eru ásamt öllu því fjármagni sem viðsemjendur okkar komast yfir í skattaskjólum útrásarvíkinganna, þar með myndi umtalsverður rannsóknarkostnaður sparast. Ég er þeirrar skoðunar að við berum ekki ábyrgð á þessum skuldum. Dómstólaleiðin hefði verið mun skárri kostur fyrir okkur að mínu mati.

Gott að við erum sammála um verðtrygginguna.

Einar Oddur

Ég hef ekki tekið endanlega afstöðu til evrópusambands aðildar eins og svo margir enda er ég einn af þeim sem skrifa ekki undir neitt nema vita nákvæmlega hvað ég er að fara út í. Við vitum einfaldlega ekki ennþá hvað er í boði og því finnst mér ótímabært að gefa það út.

Vegna mjög svo sterkrar afstöðu verkalýðsforystunnar í slíku máli þar sem tvær sögur fara af ágæti annars ágætrar hugmyndar þá finnst mér þetta vera svona  "all-inn" áætlun með ekkert plan-B ef þetta verður fellt.

Verkalýðsforystan verður að taka mið og vinna í brýnasta vandanum sem eru heimilin og fólkið okkar sem lægst hafa kjörin. það verða margir búnir að gefast upp áður en við verðum komin nálægt þröskuldi evrópusambandsins.

Svo þurfum við að hlusta á hræðsluáróður um bankahrun og 19.aldar lífskjör ef við Cóum ekki með skoðunum stjórnmálamannana sem margir hverjir eru helstu sökudólgar ástandsins sem við búum við í dag. Er það nú málflutningur svo ekki sé meira sagt.

Ég hef einfaldlega tekið þá ákvörðun að hugsa þetta út frá mínu sjónarhorni en ekki þeirra sem bera ábyrgð á bullinu.

Varðandi meðstjórnendur mína. Þeir mega hafa sínar skoðanir, mínar eru ekki til sölu þ.e. ég ætla ekki að breyta minni skoðun á málinu þó ég verði í minnihluta.

Ragnar Þór Ingólfsson, 11.6.2009 kl. 08:30

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er spurning með hvaða augum stöðuleikinn er litinn.

Þú hittir naglann á höfuðið þegar þú spyrð; "Ætlar verkalýðsforystan að samþykkja skuldaánauð á umbjóðendur sína ofan á alla þá skerðingu og hamfarir sem skollið hafa á einstaklinga og fjölskyldur þessa lands." 

Á þessum grunni byggir verkalýðsforustan stöðuleika sinn og hefur gert lengi í gegnum verðtrygginguna. 

Magnús Sigurðsson, 11.6.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband