12.5.2009 | 09:38
Ofurlaun forstjóramafíu lífeyrissjóðanna.
Forstjórar lífeyrissjóða eru allt í einu dottnir úr umræðunni og því tímabært að skerpa á því máli örlítið.Nú fara sjóðirnir að halda aðalfundi og því mikilvægt fyrir sjóðsfélaga að mæta og láta þessa huldumenn "forstjóra sjóðanna" svara fyrir glórulausar fjárfestingar og peningamokstur í útrásarvitleysuna ásamt því að svara fyrir ofurlaun,lúxusferðir,mútur og ábyrgð stjórnenda á því ástandi sem blasir við landsmönnum sem þurfa að hreinsa upp brunarústirnar með ævisparnaði sínum einan að vopni.
Það er með hreint ólíkindum að það þurfi 33 lífeyrissjóði til að sinna 330 þúsund manna samfélagi.þ.e. einn lífeyrissjóð með tilheirandi kostnaði á hverja 10.000 einstaklinga sem hér búa.
Það er því ekki úr vegi að tilkynna að umræddur bloggari og stjórnarmaður í VR ætlar að leggja fram tillögu á aðalfundi Lífeyrissjóðs Verslunarmanna sem haldin verður mánudaginn 25. maí næstkomandi um að laun forstjóra sjóðsins verði lækkuð niður fyirir laun forsætisráðherra sem eru um 995 þús.kr. á mánuði sem verði launaþak æðstu stjórnenda sjóðsins. Einnig að bílafríðindi verði afnumin enda óþolandi að ofurlaunaþegar geti ekki borgað rekstur á eigin bifreið. Einnig þarf að gera grein fyrir öllum þeim lúxusferðum sem farið var í, sem og "einstökum laxveiðitúrum hingað og þangað"eða eins og Þorgeir Eyjólfsson orðaði það svo skemmtilega:
Á árunum 2005 til og með 2008 tóku forstjóri og starfsmenn eignastýringar LV alls þátt í fjórtán kynnisferðum fyrirtækja. Um jól hafa forstjóri og starfsmenn eignastýringar þegið eftir atvikum minniháttar tækifærisgjafir frá sumum viðskiptaaðilum sjóðsins. Hvað aðrar ferðir varðar hefur forstjóri sjóðsins í undantekningartilvikum, einu sinni til tvisvar á ári, þegið boð í veiði innanlands.
Það verður afar fróðlegt að heyra hvað forstjórinn telur vera minniháttar tækifæris gjafir enda laxveiðtúrar tvisvar á ári "undantekningartilvik" og ofurlaunin eðlilegasta mál.
Forstjóra laun lífeyrissjóða.
1. Þorgeir Eyjólfsson framkv.stjóri LV 30.000.000
2. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri 21.534.000
3. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR og LH 19.771.000
4. Ólafur Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Stafa var með 19.048.011
Í ljósi þess að ábyrgð stjórnenda var á endanum akkúrat engin þá væri ráð að endurskoða laun þeirra í samræmi við valdamestu stöðu þjóðarinnar enda eru það völdin sem þessir gæðingar sækjast eftir. VÖLDIN sem þeir hafa í skjóli eftirlaunasjóða okkar.
Það sem fer óendanlega í taugarnar á mér er að við sem eigum þessa peninga höfum ekkert með það að segja hvernig þeim er varið. Það er litið á okkur sem gagnrýnum kerfið sem ÓVINI og með ólíkindum hvernig gagnrýni á sjóðina er svarað af þeim sem þar stjórna enda ítökin í atvinnulífinu gríðarleg. Stærstu sjóðirnir vinna svo saman í skjóli Landsambands Lífeyrissjóða með diggum stuðningi SA og ASÍ okkar helstu hagsmunagæslu.
Í ljósi þessa þarf að taka þetta kerfi og endurskoða það rækilega enda erfitt að sjá út frá hagfræðilegum sjónarmiðum hvernig þetta söfnunarkerfi gengur upp, þá sér í lagi út frá því að raunávöxtunarkrafa er 3,5% til 40ára sem einfaldlega gengur ekki upp miðað við sveiflur á markaði, framleiðslu og verðmætasköpun ef tekið er mið af þeim lagalega fjárfestingaramma sem sjóðirnir starfa eftir.
Setjum kostnað við forstjóra Lífeyrissjóðs Verslunarmanna í samhengi við raunveruleikan sem blasir við hinum almenna sjóðsfélaga og í samhengi sem við skiljum.
Þorgeir Eyjólfsson keyrir um á Cadillac Jeppa í boði sjóðsfélaga lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Jeppinn 2008 | Áætlað á mánuði. | |
Jeppi Cadillac á rekstrarleigu | 84 mánuði | 247.200 |
Tryggingar | 16.666 | |
Eldsneyti m.v. 15þús.km. | 31.666 | |
Viðhaldskostnaður | 10.000 | |
Samtals | 305.532 | |
Fjöldi láglaunafólks til að greiða Jeppan | 16,21 |
það þarf 16 einstaklinga sem gera ekkert annað en að borga lúxusjeppan undir rassgatið á forstjóranum.
Árslaunin eru 30.000.000 fyrir utan fríðindi þ.e. 2,5 milljónir á mánuði.
Lágmarks laun verkafólks í dagvinnu | 157.000 | |
Greiðsla í Lífeyrissjóð á mánuði 12%. | 18.840 |
Fjöldi láglaunafólks til að greiða forstjóralauni. | 132,7 | 2.500.068 |
Það þarf 133 einstaklinga á lágm.launum | ||
sem gera ekkert annað en að greiða launakostnað | ||
forstjórans í stað þess að safna sér fyrir lágm.framfærslu | ||
eftir að vinnuskyldu líkur og aðra 16 til að greiða af Jeppanum og rekstur á honum. | ||
|
Athugasemdir
Það þarf að gera þá kröfu, að þeir komi með heiðarlegt uppgjör á sjóðunum, þar sem engu er slegið á frest. T.d. held ég að þeir séu enn ekki búnir að bókfæra tap vegna skuldabréfa frá félögum og bönkum sem eru í greiðslustöðvun.
Einnig eiga þeir eftir að gera upp gjaldeyrisskiptasamningana.
(Hvernig er það, er leyfilegt samkvæmt lögum um lífeyrissjóði að taka stöður í gjaldmiðlum?).
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 09:54
Það verður grætilega sýnilegt núna í samdrætti og kreppu hversu siðlaust þetta er. Skefjalaus sjálftaka sem þessi er bare ekki í boði lengur. Verst að þetta skuli vera liðið á bólutímum eins og við erum nú búin að yfirgefa.
Það verður áreiðanlega erfitt fyrir þá greyin að aðlagast lægri launum... en sökum staðfastrar baráttu þinnar Ragnar munu þeir verða að gera það.
Ég tek ofan fyrir krafti þínum og einurð.
Haraldur Baldursson, 12.5.2009 kl. 10:02
Gott að það væru fleiri eins og þú sem vaða í það að vinna gegn spillingu og sjálftöku hinna "stóru". Núna er tíminn til að leiðrétta allt óréttlætið og þannig verður nýtt ísland byggt upp.
Gangi þér vel Ragnar.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.5.2009 kl. 10:58
Ákaflega skemmtilegir útreikningar hjá þér.
En frá lífeyrissjóðsmafíunni, þá eru ofurlaun og hlunnindi líka á öðrum stöðum. Það verður spennandi að vita hvort núverandi stjórnarmeirihluti standi við orð sín og lækki laun ýmissa manna hjá "ríkisfyrirtækjum" svo þau verði ekki hærri en ráðherralaun. Sumir menn þurfa að lækka um mörg lágmarkslaun.
Magnús Bergsson, 12.5.2009 kl. 13:16
Sæll Sveinn
Ég er ansi hræddur um að það komi ekki heiðarlegt uppgjör frá þessum gæðingum, heldur feli þeir tapið og dreifi á nokkur ár eða áratug með svipuðum hætti og þeir gerði þegar hið svokallaða .com hrun varð 2000-2001 en þá var tapinu dreift á þrjú ár og þ.e. hrunið árið 2000 þýddi neikvæða raunávöxtun sjóðanna árið 2000, 2001 og 2002. Þeir hafa einungis fært niður að hluta tap á skuldabréfaeignum sínum og gjaldeyrisbraskið kostaði okkur sjóðsfélaga LV 15 milljarða sem eru staðfestar tölur. Þetta voru löglegir en að sjálfsögðu glórulausir afleiðusamningar sem gerðir voru við Glitni á sínum tíma og hafa ekki enn verið reiknaðir inn í bókhaldið eða öllu heldur eru þeir að reyna að fá bankana til að skuldajafna tapið á gjaldeyrisbraski á móti töpuðum kröfum lífeyrissjóðanna á skuldabréfaeignum í gjaldþrota bönkunum. Með öðrum orðum að tap sjóðsins færist yfir á skattgreiðendur, (okkur) allt til að láta bókhaldið lýta betur út.
Þvílíkir glæpamenn...
Takk Haraldur
Ekki myndi ég ráða þessa menn í vinnu svo mikið er víst.
Þakka innlit og athugasemd Katrín, sjáumst í baráttunni.
Sæll Magnús
Ég hef aðeins orku í að atast í lífeyrissjóðunum og ætla öðrum um að fara ofan í saumana á ríkisbákninu.
Væri ekki réttast að borga reiðhjól undir forstjóra LV, hann gæti tekið þátt í hjolað í vinnuna, enda býr hann rétt hjá vinnuni sinni.
Takk fyrir mig.
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 12.5.2009 kl. 16:02
Þú ert bara snillingur Ragnar - kærar þakkir fyrir að þora að kafa í þennan pytt:) Þetta er mál sem verður að taka á.
Birgitta Jónsdóttir, 12.5.2009 kl. 16:55
Þetta er rétt Ragnar
En gaman væri að sjá hvaða tillögur þú hefur gert um kaup formanns VR sem var 990 þús
Eins væri gaman að sjá hvaða tillögur þú hefur gert um stjórnarlaun í VR
Bæði Kristinn og þú sjálfur töluðu um að Gunnar Páll væri á alltof háum launum
Svo hversu trúverðugur ertu?
sæmundur (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 21:38
Ég styð heilshugar tilögu þína Ragnar. Þessi spilling er óviðunandi.
Hilmar Gunnlaugsson, 13.5.2009 kl. 11:01
Þvílíkt rugl og þvæla þessi grein þín. Ég myndi fara farlega í að setja alla lífeyrissjóðina undir sama hatt og þó að forsvarsmenn VR hafi farið offari í oforlaunum og bulli hafa ekki allir forsvarsmenn lífeyrissjóða gert það og eiga ekki skilið að mannorð þeirra sé svert á þennan hátt.
Sigrún (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 11:54
Takk fyrir það Hilmar.
Sæl Sigrún
þeir sjóðir sem taka við iðgjaldi eru 37 talsins en 33 þeirra eru í landsambandi lífeyrissjóða. Það er sjálfsagt fullt af heiðarlegu fólki sem þar vinnur en yfir allt er kerfið gjörspillt og handónýtt.
Það væri gaman ef þú getur nefnt mér dæmi um fyrirmyndar lífeyrissjóð þar sem siðferði og varfærni var í hávegum höfð. Ég hef kynnt mér starfsemi flestra þeirra og er meira en tilbúin til að benda þér á hluti sem betur máttu fara.
Þar sem ég virðist vera illa haldin af þvælu og ruglunni í þínum augum þá væri fróðlegt fyrir lesendur bloggsins og sérstaklega mig að heyra rökstuddar athugasemdir við ætlaðar rangfærslur mínar.
Kveðja
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 13.5.2009 kl. 14:16
Sæll Ragnar.
"Yfir allt er kerfið gjörspillt og handónýtt" segirðu. Þetta rýrir málflutning þinn. Svona sleggjudómar segja allt sem segja þarf. Ég þekki vel til nokkurra lífeyrissjóða þar sem hið heiðarlegasta fólk starfar í forsvari og hefur unnið sitt starf af heilindum, varkárni og haft siðferði að leiðarljósi. Eg er sammála því að VR þarf að taka til innanhúss hjá sér en þú mátt ekki dæma alla sjóði út frá því sem þar hefur átt sér stað þar sem þú hefur greinilega ekki þekkingu á öllum lífeyrissjóðum.
Sigrún (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 20:21
Sigrún, Ragnar er EKKI að gagnrýna almennt starfsfólk lífeyrissjóða, heldur ofurlaun forsvarsmanna þeirra sem hafa tvær til þrjár milljónir í fastakaup á mánuði auk bílahlunninda, risnu og annarra gæða sem ekki koma fram á launareikningi.
Þér er svo eiginlega skylt, eftir þínar athugasemdir, að fræða okkur hin áhugasömu um hvern þann lífeyrissjóð sem greiðir forsvarsmanni sínum hófleg laun án yfirmáta duldra hlunninda. Það væri ekki bara góð auglýsing heldur líka góð leiðbeining, því margir vildu einmitt greiða skylduframlagið sitt í slíkan lífeyrissjóð.
Kolbrún Hilmars, 13.5.2009 kl. 22:39
Ragnar, þú nefnir 75 milljóna framlag VR til ASÍ. Að mínum dómi ætti VR að ganga úr ASÍ svipað og Félag ísl. hjúkrunarfræðinga er að gera úr BHM og það bara fyrir 14 milljóna framlag á ári.
Ef hjúkrunarfræðingar telja sig geta nýtt sínar 14 milljónir betur fyrir félagsmenn á eigin forsendum, hvað skyldi þá VR geta gert fyrir heilar 75?
Kolbrún Hilmars, 13.5.2009 kl. 22:47
Þakka þér fyrir þennan pistil Ragnar
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.5.2009 kl. 00:20
Sigrún
Sleggjudómar! Í gegnum landsambandið vinna lífeyrissjóðir sem ein heild,niðurfærsla á tapaðri skuldabréfaeign var ákveðin sameiginlega osfrv. enn hafa nokkrir stærstu lífeyrissjóðirnir ekki fært niður tap á skuldabréfum til gömlu bankanna þar sem þeir reyna ennþá að skuldajafna tap á afleiðusamningum sem er í raun algjörlega glórulaust og skekkir stöðu þeirra töluvert. Það þýðir að við sem erum enn að safna, greiðum í hluta af okkar iðgjaldi til þeirra sem taka út sem er gegn samþykktum og lögum. Hinsvegar eru endalausar undantekningarklausur sem gera sjóðunum kleift að fara í kringum hlutina.
Enn og aftur kalla ég eftir þessum fyrirmyndarsjóð þínum sem við getum öll horft til við uppbyggingu og endurskipulagningu á hinum.
Þetta er ekki gagnrýni á starfsfólkið heldur gagnrýni á æðstu stjórnendur.
Kolbrún
Persónulega tel ég þessum peningum betur varið hjá mæðrastyrksnefnd heldur en hjá ASÍ. Ég á í raun afar erfitt með að sjá hagsmuni launafólks þar inni. Ég er hjartanlega sammála þér með að VR ætti að segja sig úr ASÍ og ég mun að öllum líkindum koma með tillögu þess efnis innan tíðar.
Jakobína
Takk fyrir innlitið og athugasemdina.
Kær kveðja
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 14.5.2009 kl. 08:56
Sæll Ragnar
Þetta var fín tillaga sem þú komst með og gaman sjá þig snúast á sveif með mér í skoðun á ASÍ.
Þetta er nokkuð mikið ferli sem þyrfti að fara í gang til að segja VR úr ASÍ.
VR er t.d ekki bein aðili að ASÍ heldur í gegnum Landsambandið.
Regluverk ASÍ er líka nokkuð sérstakt og t.d eru lög ASÍ æðri lögum þeirra sambanda sem eru í ASÍ.
En það að skoða þetta vel og það þarf að fara af stað umræða innan VR um veru okkar í ASÍ.
Ágúst Guðbjartsson, 14.5.2009 kl. 11:27
Takk fyrir þetta Ragnar.
Hvernig eru fulltrúar valdir á aðalfundi lífeyrissjóðanna, ég hef aldrei fengið fundarboð og séu þeir auglýstir sem vel má vera að sé þá fer það alltaf framhjá mér því ég les yfirleitt aldrei auglýsinar í blöðum. ??????
(IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.