28.3.2009 | 10:41
Starfslokasamningur VR formanns.
Hvað eru ofurlaun? Hvað er starfslokasamningur?Hvar drögum við mörkin?
Kanski er maður svo vitlaus að skilja ekki þessi hugtök sem svo oft hafa hljómað undanfarin ár. Maður verður að staldra aðeins við og setja hlutina í samhengi. Enda verðum við öll hálf meðvirk og aftengd í öllu þessu milljóna tali daginn út og daginn inn.
Ég man þegar pabba var sagt upp vinnu fyrir um 13árum síðan en þá hafði hann unnið fyrir sama fyrirtækið í yfir 25 ár. Aldrei veikur,aldrei of seinn og fékk launahækkanir samkvæmt kjarasamningum enda hugtakið markaðslaun ekki til í þá daga. Eftir 25ára starf hjá sama fyrirtæki fékk hann að hætta samdægurs en fékk 3 mánaða uppsagnarfrest greiddan.Mér fannst þetta alltaf eitthvað svo ósanngjarnt en svona var þetta nú bara.
Í dag er fólk að missa vinnu í stórum stíl og verður fyrir meiriháttar kjaraskerðingu. Þeir sem missa vinnu þurfa í flestum tilfellum að vinna sinn upsagnarfrest hvort sem þeim líkar betur eða verr.
Hún var því merkileg fréttin sem ég las í DV um starfslokasamning við Gunnar Pál fráfarandi formann VR. Ekki ætla ég að fara sérstaklega yfir hans störf en vildi staldra aðeins við þennan samning ef hann er á rökum reistur sem ég reikna passlega með.
Eftir að hafa setið aukaársfund Samfylkingari..... ég meina ASÍ sem áheyrnarfulltrúi og hlusta á ESB predikun í nokkra klukkutíma sem er eitt helsta kosningamál samfylkingarinnar var eitt mál sem stóð uppúr á þesum fundi sem var ályktun sem ALLIR fundargestir,sama úr hvaða flokkum þeir komu, voru algerlega sammála um. Yfirlýsingin var svohljóðandi "Tími Ofurlauna og starfslokasamninga er liðinn".
Hvað eru ofurlaun og hvað eru starfslokasamningar? Semja menn um starfslok þegar þeir byrja að vinna? Hvar er línan sem skilur á milli?
Samkvæmt fréttum DV var starfslokasamningurinn sem fráfarandi stjórn gerði við Gunnar Pál eitthvað um 7 milljóna króna virði. Þetta virkar kanski ekki svo brjálæðislegt miðað við alla geðveikina sem í gangi var á góðæristímum. Setjum þetta samt í samhengi sem við venjulega fólkið skiljum.
Verkamaður með um 200.000 kr. á mánuði er 3 ár að vinna sér inn fyrir þessari upphæð.
Með þessari upphæð er hægt að greiða 4 einstaklingum atvinnuleysisbætur í heilt ár.
Hvernig getur verkalýðsforystan barist á móti ofurlaunum og starfslokasamningum þegar hún er sjálfri sér verst í þeim efnum.Ofurlaun í lífeyrissjóðskerfinu hafa verið mikið í umræðunni enda sitja forkálfar verkalýðsforystunnar þar í stjórnum og ákveða forstjóra og stjórnarlaun. Mál Gunnars er því ekkert einsdæmi. Sem stjórnarformaður í lífeyrissjóði verslunarmanna fær hann 172.500 krónur á mánuði fyrir að sitja stjórnarfundi. Þetta er 20% hærri upphæð en við ætlumst til að sjóðsfélagi lifi mánuðinn af eftir atvinnumissi.
Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur? Af hverju eiga þessir menn svo miklu betra skilið en við hin?
Verkalýðsforystan þarf að fara í alvarlega naflaskoðun.
Athugasemdir
Það er hér ákall til ríkisstjórnarinnar að gera eitthvað í þessum málum. Endilega öll að kvitta fyrir
Þú nefnir kr. 200.000 krónur í mánaðarlaun verkamanns ?
Hver eru mánaðarlaunin sem Verslunarmannafélagið (VR, Kringlunni) er búið að semja fyrir starfsfólk á afgreiðslukössum - gjaldkerum - stórmarkaða ?
Hver akkúrat samdi um þessi laun ? Nöfn takk.
Oft er starfsfólk á þessum kössum mállaust; skilur ekki viðskiptavininn. (Veldur ábyggilega streitu og vanlíðan hjá viðkomandi starfsmanni). Hér má sjá lög og reglur á markaði fyrir námsfúsa verkalýðsforingja, en þannig er að við þurfum öll að fylgja reglum. Ekki bara sumir.
En hver ber ábyrgð á því að atvinnurekendur geta ráðið starfsfólk sem ekki skilur mælt mál ?
Hver skyldi hagur atvinnurekanda vera að geta sótt á stafsmanna-markað sem er mállaus ? Nú eða ráðið 16 ára börn sem gjaldkera ? Hver ?
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 11:42
Sumir eru einfaldlega jafnari en aðrir - líka í stéttarfélögunum.
Arinbjörn Kúld, 28.3.2009 kl. 12:32
"Gunnar Páll Pálsson, fráfarandi formaður VR, mun fá um það bil 1.150 þúsund krónur á mánuði í hálft ár eftir að hann lætur af störfum sem formaður félagsins"
Já góðan daginn ! hann ætti að eiga fyrir salti í grautinn ! djöfulsins viðbjóður sem svona gjörningur er.
Sævar Einarsson, 28.3.2009 kl. 13:10
Starfslok eiga að vera sanngjörn og þetta er ekki nokkur sanngirni í þessum loka greiðslum til Gunnars og það á að girða fyrir svona vitleysu. Sanngjarnt væri að greiða honum miðgildi þeirra launa sem félgasmenn greiða í sjóðin, ( þessir snillingar ættu að vera færir um að finna það út)
það ætti að vera tengt við starfsreynslu sá tími sem tilgreindur væri sem uppsagnarfrestur og eftir 20 ár hjá sama vinnuveitanda ætti það að vera eitthvað meira en 3 mánuðir. Það var ljótt að sjá þegar fyrirtæki eins og kaupþing var að losa sig við fólkið sem var komið yfir sextugt í formi hagræðingar og átti kannski ekki eftir nema 1 ár í ellistyrkin og svo var ráðið inn lið gjörsamlega blautt á bak við eyrun, stráklingar sem ekki kunnu að binda eigin bindishnút eða smástelpur sem voru ekkert nema meikið svo ekki sáust svipbrigði.
(IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 13:20
Hef ekki lesið þessa frétt en hver eru rökin fyrir því að GP fái uþb. 1.150 þús á mánuði í hálft ár eftir að hann hættir?
Var þetta fyrirfram umsamið eða er þetta einhverskonar kveðjugjöf frá félagsmönnum?
Þórður Björn Sigurðsson, 28.3.2009 kl. 15:11
Ofurstarfsloka samningar eða ofurmarkaðasamningar: er þeir að vilja 90% Íslendinga í dag frekar en í 1000 ár. Nei, segi ég. Ísland er 300.000 manna efnahagseining sem sökum fjarlægðar við ofurmarkaðseiningarinnar nýtur ekki sömu hagkvæmi kvað varðar kostnaðar lækkanir vegna flutnings og framleiðslu og þær. Hagkvæmast er Íslendingum að fullvinna og sérhæfa sig í gæða þjónustu og framleiðslu á öllum tímum. Til þess að meðalþjóðartekjuarnarnar í fyrra 25% hærri en að meðaltali í Evrópu Sameiningunni geti orðið en hærri í framtíðinni og tryggi öllum jafnar há tekjur í í lúxus forréttinda og velferðar samfélagi samanborið við aðrar efnahagseiningar heimsins.
Til þess að þarf að leggja áherslu á að selja inna á sem flesta markað hágæðavörur: minnkar áhættu og verðsveiflur.
Hætta erlendum lántökum og upplýsingaskyldu [Seðlabanka Íslands] gagnvart Seðlabanka Evrópu Sameiningarinnar: Innleitt um 1994 samfara langtíma aðildarsamningnum un innlimun inn í Evrópu Sameininguna sem áróðursmeistararnir nefna í daglegu tali: Samninginn um Evrópskt efnahagsvæði. Við sem erum þrælarnir [80% þjóðarinnar] bætum ekki lífskjör okkar á því að borga lántökur stjórnmálamanna og gervi einkafyrirtækja við græðum á því að lána öðrum. Verðbréfahallar útbú Evrópu Sameiningarinnar er of stór skattur [umboðsaðli skuldsetningarinnar] fyrir ör efahagseininguna Ísland.
Fákeppni eða færri en 21 fyrirtæki í sömu grein er stórhættuleg þar hún er í framkvæmd ekkert annað en þegjandi samkomulag aðila um skiptingu að þeirra skapi. Einn þjóðarbanki undir ströngu regluverki hvað varðar mannaráðningar, kostnað og þjónustu með þarfir hátekjurekstrarsamfélagsins er besti eða arðbærasti kosturinn fyrir þá hátekjurekstrarmarkaðageira sem eiga grundvöll til heilbrigðrar samkeppni í örefnahagseiningunni Íslandi: 21 eða fleiri sjálfstæðir í keppni.
Lokun land landmæra er nauðsynleg til að vernda Ísland fyrir óæskilegum innflutningi frá heimunum umhverfis.
Leynd gagnvart Íslenskum opinberum sjálfstæðum eftirlitsaðilum á engan rétt á sér þegar um heilbrigða innan ríkissamkeppni er að ræða. Þótt slíkt þurfi ekki að gilda gagnvart útlendingum sem sérhæfa sig í ofurmarkaðaeiningum.
Hækka lámarksframfærslulaun með lögum á hverjum tíma og leggja niður launþegasamtök og fjölga sjálfstæðum atvinnurekendum sem eru á staðnum. 25 byggingarvöru og 25 blómabúðir og 25 lyfsölur og 25 veitingastaðir og 25 matvöruverslanir: eru 125 sjálfstæðir fyrirmyndar atvinnu rekendur og einingar sem skapa störf fyrir þá sem sem nú eru í óarðbærum langtímaskólageymslum.
Reynsla siðir og hefðir eiga vera forsendur hámörkunar hagnaðar á hverjum tíma hver efndahagseingin hefur sínar forsendur.
Íslenskur siðferðilega heilbrigður almenningur á alþjóðamælikvarða er síðan aðildarsamningurinn um innlimun í Evrópusameininguna var undirritaður [ca 1993] hefur þurft að búa við niðurlægingu og eignaupptöku af hendi tækifærisinna sem réttlæta svik sín einum róm með tilvísun í orð eins og ábyrgð, markaði og leynd. Útþenslu stefna Evrópu Sameiningarinnar er búin að vera til staðar síðan 1957 og var endalega viðurkennd með stjórnarskrágrunninum í Lissabon. Selabankakerfi Evrópu Sameiningarinnar er stjórnarskrárbundið og ég tel að óeðlilegar lánalínur hafa opnast 1994 á meginlandinu vegna væntanlegrar innlimunar Íslands og Norður Atlandshafsvæðisins þá búist við að fullnægjandi heilþvottur mynda tryggja atkvæði þjóðarinnar um 2011. Alheimskreppan hefur sett strik í reikninginn og mun Evrópu Sameiningin gera ráð fyrir formlegri beiðni um 2018. Enda hafa hennar aðilar hér á landi tryggt henni óbeint eignarhald [ákvörðunartöku bak við tjöldin] á Íslenskum forréttindum.
Allt þetta spillingar fjármagn Evrópu Sameiningar er hin raunverulega ástæðu fyrir þeirri heimsku sem ríkir hér í daglegri umræðu.
Auðvitað er allar ákvarðanir sem skaða hagsmuni þjóðarheildarinnar eða eru á skjön við velsæmi hennar óréttlætanlegar og það er þingmannanna að setja skorðu við því með lögum. [Heimskustu tækifærisinnarnir?]
Júlíus Björnsson, 28.3.2009 kl. 15:31
Þekkja þeir þetta hjá ASÍ?
Kristbjörn Árnason, 28.3.2009 kl. 15:52
Heill og sæll; Ragnar Þór, sem þið önnur, hér á síðu hans !
Ragnar Þór ! Þakka þér; sem margfaldlega oftar, að vekja athygli okkar, á þessum viðvarandi sóðaskap, sem enn líðst, og það í boði Jóhönnu og Steingríms - að ógleymdum Hallellujah kór Gylfa Arnbjörnssonar ASÍ eiganda, að sjálfsögðu.
Margir góðir punktar aðrir, eins og hjá Júlíusi Björnssyni, meðal annarra.
Vek einnig; athygli ykkar, á afbragðs góðu viðtali Markúsar Þórhallssonar, við Véstein Gauta Hauksson spjallvin okkar, í Síðdergisútvarpi Sögu, gærdegis, gott fólk !
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem oftar og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 15:58
Verkalýðsforystan er og hefur verið gjörsamlega lömuð undanfarin ár, þeir sem þar hafa stjórnað ættu að skammast sín,því þeir hafa engan veginn sinnt sínu hlutverki.Þessi gjörningur með Gunnar Pál er bara enn ein vitleysan sem okkur er boðið uppá.
Hallur Eiríksson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 22:33
Ég var að vinna hjá fyrirtæki sem hafði fullt af fólki af erlendu bergi brotnu í vinnu. Það var og er í verksmiðjuvinnu. Ég hafði sambandi við VR og spurði hvort þetta væri eðlilegt? ... Svörin voru óljós vægast sagt !
Málið er, fyrirtækið vildi hafa þá í VR því það félag var það eina sem aldrei færi í verkfall. Það sem meira er, þetta fólk er í dag á byrjunarlaunum 18 ára þrátt fyrir að hafa unnið í 2-4 ár hjá fyrirtækinu og öll að sjálfsögðu langt yfir þeim aldri.
Mátti til með að minnast á þetta svona í framhjáhlaupi í von um að þú komir þessu fólki í rétt félag og hjálpir því að fá leiðréttingu sinna kjara. Ekki hefur VR gert það hingað til, en það var undir forystu Gunnars Páls.
Hef reyndar ekki heyrt hvað tilvonandi fyrrverandi formaður míns verkalýðsfélags kemur til með að fá í starfslokasamning, en fjandin sjálfur, hann á ekki skilið neitt eftir sínar gjörðir varðandi lífeyrissjóðinn okkar !
Ef eitthvað er, þá ætti hann að fá sem svarar lægsta launataxta VR í 3 mánuði. Þá veit hann hvað hann hefur verið að semja um ! Það er algjört hámark að mínu mati !
Sigurbjörg, 29.3.2009 kl. 01:14
Ég held að þetta styrki allt sem þú hefur verið að segja, viðauki við þá spillingu sem þú hefur fjallað um.
http://skjarinn.is/einn/islenskt/spjallid-med-solva/blogg/
Dísa (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.