Tengslanet valda á Íslandi.

Var að setja inn tengil á Networks of power eftir Herdísi Dröfn Baldvinsdóttur. En þar er hægt að hlaða þessu meistaraverki á pdf. formi.

Ritgerðin sem er síðan 1998 er á ensku og fjallar um sögu valda á íslandi frá aldamótum og tengsl þessara valda frá pólitík inn í fyrirtækin,bankana,verkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóðina.

Einnig er farið ítarlega í myndun valdanetsins og hlutverk hvers og eins.

Hvalreki ! þeirra sem hafa áhuga á að kynna sér valdastrúktúr íslands fyrr og síðar.

Skyldulesning fyrir þá sem þjást af frjálsri hugsun.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Það þarf ákveðið hugrekki í að byrja.

Hverrar blaðsíðu virði þegar maður er búinn.

Ragnar Þór Ingólfsson, 23.3.2009 kl. 17:58

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Verði þér að góðu Ragnar "Bravehart".

Hef ekki kjarkinn, læt því duga að ylja mér við minningarnar um "Á slóð kolkrabbans" (1991) og "Bankabókin" (1994) eftir Örnólf Árnason.

Umdeildir reyfarar síns tíma en ef ég man rétt sláandi líkar niðurstöður og komu síðar fram í lærðum skýrslum.  Oft er sannleikurinn því lyginni líkastur og tekur stundum öllum reyfurum fram.

Magnús Sigurðsson, 23.3.2009 kl. 23:31

3 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Sæll Ragnar, þetta hleðst ekki inn hjá mér en ég trúi þér 100 % þegar þú segir að þetta sé skyldulesning. Getur verið að álagið hafi verið svona mikið á síðunni ?

Lilja Skaftadóttir, 24.3.2009 kl. 01:34

4 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit.

Lilja.

Ég prufaði linkin í gær og hann hikstaði (var stopp) í um eina mínútu svo datt þetta inn. Gæti verið álag.

Halltu áfram að reyna, það verður þess virði.

Ragnar Þór Ingólfsson, 24.3.2009 kl. 08:19

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

vald.org er með áhugaverðar bækur sem auðvelt er að hlaða niður. Fjalla um svipað efni og eru á ástkæra ylhýra ef einhver hefur áhuga.

Arinbjörn Kúld, 25.3.2009 kl. 02:55

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Snilld! Þar sem ekki er til alvöru rannsóknarblaðamennska á Íslandi, þá er virkileg þörf fyrir svona bækur.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.3.2009 kl. 16:21

7 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Arinbjörn

Hann Jóhannes er einn af þeim sem þora og sker sig úr meðal.... á hann einhverja jafningja?

Sigurbjörg

Ég plantaði mér aftast í salnum þar sem ég var áheyrnarfulltrúi á fundinum. Annars fannst mér hann alltof pólitískur fyrir minn smekk og hefði viljað sjá minni áherslu á ESB sem verður hvort sem er kosningamál sem fer í þjóðaratkvæðagreiðslu og meiri áherslu á brýnar lausnir á vanda heimilana. Hafði á tilfinningunni að ég væri á flokksþingi samfylkingarinnar

Annars dauðlangaði mig að hitta á þig. Við verðum að biða þar til næst sem verður vonandi fljótlega.

Guðmundur

Sammála, þarna er á ferð sönn rannsóknarblaðamennska og að mínu mati afar mikilvægar heimildir sem kenna á við æðstu menntastofnanir hér á landi sem og annars staðar. 

Ragnar Þór Ingólfsson, 26.3.2009 kl. 23:43

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta kom inn hjá mér 1, 2 og 3! en 306 blaðsíður uxu mér í augum. A.m.k. núna. Ég efast þó ekki um að þetta er þörf og fróðleg lesning en ég verð því miður að láta hana bíða betri og rýmri tíma

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.3.2009 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband