Nú fer vonandi að draga til tíðinda.

Fjármálaráðherra skipar umsjónaraðila með lífeyrissjóðum í rekstri og eignastýringu hjá Landsbankanum.
 
Það sem gerðist í Landsbankanum var að sjóðirnir fóru ekki að lögum um dreifingu fjárfestinga og virðast hafa fjárfest umfram leyfilegar hámarks heimildir í einstökum félögum.
 
Það sem á vonandi eftir að koma í ljós við rannsókn sjóðanna er að þeir voru vísvitandi látnir taka á sig tap annara "deilda" bankans sem ég hef heimildir fyrir.
 
Nú er lag að Ríkisstjórnin skipi tímabundið umsjónaraðila yfir rekstur allra hinna lífeyrissjóðanna svo FME og sérstakur saksóknari geti tekið af allan vafa um rekstur lífeyrissjóða í heild sinni. 
 
Það er alveg á hreinu miðað við þær "Nafnlausu" upplýsingar sem ég hef fengið um þessi mál að þetta mál Landsbankans eru aðeins smámunir miðað við það sem hefur viðgengist í lífeyrissjóðskerfinu undanfarin ár og áratugi. 
 
"Fjármálaráðherra hefur að tillögu Fjármálaeftirlitsins skipað Íslenska lífeyrissjóðnum, Lífeyrissjóði Eimskipafélags Íslands, Lífeyrissjóði Tannlæknafélags Íslands, Eftirlaunasjóði FÍA og Kili lífeyrissjóði umsjónaraðila sbr. 1. mgr. 46. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þessir lífeyrissjóðir eru í reksti og eignastýringu Landsbankans.

Tillögur Fjármálaeftirlitsins um skipan umsjónaraðila eru fram komnar í kjölfar rannsóknar eftirlitsins á því hvort viðkomandi sjóðir hafi gerst brotlegir við lög nr. 129/1997 varðandi starfsemi á árinu 2008. Fjármálaeftirlitið hefur vísað málinu til frekari rannsóknar sérstaks saksóknara sem í dag hóf opinbera rannsókn á hinum meintu brotum."

 Hér getur þú tekið þátt í skemmtilegum leik um áróðursherferð lífeyrissjóðanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Langaði bara til að kvitta og segja þér að ég er svo ánægð með þig og það þarfaverk sem þú ert að vinna að ég er eiginlega orðlaus yfir dugnaði þínum og eljusemi! Þú ert ein af hetjunum mínum þessa dagana. Ég vona að þeir séu fleiri en þú sjálfur sem segja þér hvað þú ert að vinna mikilvægt og gott starf

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.3.2009 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband