Viltu vinna milljarð!

Þetta er alvöru herferð lífeyrissjóðanna sem keppast við að kaupa trúverðuleika með heilsíðuauglýsingum dag eftir dag.

Lífeyrissjóður verslunarmanna byrjaði daginn fyrir kosningar í VR með heilsíðuauglýsingu í Mogganum.

Gildi er með heilsíðuauglýsingu í fréttablaðinu mánudaginn 16 mars. 

Stafir er með heilsíðauglýsingu í fréttablaðinu þriðjudaginn 17 mars.

Og stóra spurningin er:

Hvaða sjóður kemur næst.

A. Frjálsi Lífeyrissjóðurinn

B. Stapi Lífeyrissjóður

C. Sameinaði Lífeyrissjóðurinn

D. Lífeyrissjóður Verslunarmanna "aftur"

 

Ekki þarf að auglýsa neitt um réttindi Lífeyrssjóðs starfsmanna ríkisins því að lífeyrir þeirra er ríkistryggður.

Hér er dæmi um rekstrarkostnað nokkura stærstu Lífeyrissjóðanna.

 

 

Rekstrarkostn.

Launakostn.

Stöðugildi

Forstj.laun

Lsj. starfsmanna ríkisins 

815.281.000

245.000.000

38,4

19.771.000

Lífeyrissj. Verslunarmanna

424.426.000

269.000.000

27,5

30.000.000

Gildi lífeyrissjóður

367.750.000

188.373.000

23

21.534.000

Sameinaði Lífeyrissjóðurinn

237.346.000

135.463.000

16

16.768.000

Stapi Lífeyrissjóður

173.494.000

86.000.000

11,6

12.917.000

Stafir

153.420.084

94.290.790

10,5

19.048.011

 

 

 

 

 

Samtals.

2.171.717.084

1.018.126.790

127

120.038.011

 

Þetta eru 6 sjóðir af 37 sjóðum sem taka við iðgjaldi. Hafa ber í huga að margir þeirra eru smáir og umsýsla þeirra er í höndum bankanna.

 

 

Hvert er svarið ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Þakka þér Ragnar fyrir að taka að þér óeigingjarnt hugsjónastarf að upplýsa og draga fram ýmsa þætti í starfsemi lífeyrissjóðanna. Í huga okkar allra hafa lífeyrissjóðirnir haft vissa friðhelgi, trúin á að verkalýðshreyfingin passaði uppá þá vegna þess að þetta væru peningar skjólstæðinga þeirra.

Þetta hefur breyst þegar nú kemur í ljós að fjárfestingarstefna margra þeirra var glannaleg og að formaður LÍV var í innsta búri Kaupþings og þar að auki í lánanefnd þar. Þessi tvöfeldni hefur kannski þróast vegna þess að við félagsmenn höfum ekki veitt þeim nægilegt aðhald. Burt með burgeisa úr forstjórastólum.

Hvet þig til að halda áfram, góðu verki.

Sigurbjörn Svavarsson, 17.3.2009 kl. 14:04

2 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Það var eins og mig grunaði.

Í dag er heilsíða í fréttablaðinu frá frjálsa Lífeyrissjóðnum.

Þar er talað um góða ávöxtun sjóðsins. Það merkilega er að um er að ræða nafnávöxtun þannig að óhætt er fyrir þá sem greiða í þennan sjóð að draga frá c.a. 18% frá þessari ávöxtun til að fá rétta tölu út.

Síðan vísa þeir í egnastöðu sjóðsins sem er álíka trúverðug og meydómur tveggja barna móður í vesturbænum.

Hvaða sjóður verður með heilsíðu á morgun.

Ég veðja á:

B. Stapi Lífeyrissjóður

Ragnar Þór Ingólfsson, 18.3.2009 kl. 08:33

3 identicon

Sæll Ragnar,

Ég er svo dauðslifandi fegin að þú sért núna kominn í stjórn VR og ég vona þú/þið munið hiklaust senda mál úr ykkar félagi til sérstaks saksóknara sjáið þið misnotkun á fé sjóðsfélaga (lífeyrissjóð o.fl.)

En er ég að skilja þetta rétt, er viðbótarlífeyrissparnaður EKKI ríkisstryggður? Ef það er satt þá ætti maður að hætta að borga í þetta SAMSTUNDIS!

Aldís (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 09:05

4 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Gildi er með heilsíðu í mogganum í dag.

Sem gæti þýtt að heilsíða frá Stafir verði í mogganum á morgun og Frjálsi á föstudag með heilsíðu í mogganum.

Ragnar Þór Ingólfsson, 18.3.2009 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband