16.3.2009 | 12:40
Blekkingar Lífeyrissjóða kafli 2.
Það virðist allt vera hrunið nema eignir lífeyrissjóðanna.
Nú keppast lífeyrissjóðir við að lýsa yfir óbreyttum lífeyrisréttindum eða smávægilegum skerðingum lífeyrisréttinda. Þetta má lesa úr heilsíðuauglýsingaherferð þeirra, sem er í fullum gangi, fyrst lífeyrissjóður verslunarmanna, svo Gildi sem birtir heilsíðu auglýsingu í blöðunum í dag.
Miðað við framsetningu auglýsingana er um að ræða ótrúlega góða afkomu miðað við ástand markaða vegna bankahrunsins. Áberandi er í málflutningi þeirra að erlendar eignir lífeyrissjóðanna séu vel tryggðar í hinum ýmsu fjárfestingasjóðum um allan heim en hafa þó aðallega orð á þessari meintu gæfu sjálfir. Einnig virðist innlend skuldabréfaeign sjóðanna í tæknilega gjaldþrota fyrirtækjum og gjaldþrota bönkum vera afskrifaðar lítið sem ekkert.
Hvernig er þetta hægt?
Jú við getum tekið dæmi með upphæðum sem við asnarnir skiljum.
Lífeyrissjóðurinn á 20.000kr. króna ávísun í bókhaldinu. Þeir vita hinsvegar að sá sem gaf út tékkan á ekki fyrir honum. þ.e. innistæðan er líklega ekki nema um 3.500kr.
Hvað er hægt að gera? Ef sjóðurinn afskrifar tékkan strax og lágmarkar tapið með því að fá það litla sem hægt er að fá út úr honum, lækka heildareignir þeirra stórlega.Þar sem lífeyrissjóðirnir eru í mikilli sjóðssöfnun og fá mun meira inn í sjóðina en þeir greiða út, geta þeir beðið með þessar afskriftir eins og þeim sýnist eða svo lengi og þurfa þykir. Alveg þangað til að útgreiðslur verða hærri en iðgjöld sem má ætla að gæti orðið eftir um 15-20 ár.
Það er því betra að sleppa því að afskrifa tékkan og geyma í bókhaldinu sem 20.000 kr. meðan innistæðan fyrir honum lækkar og lækkar, eða þar til á endanum að hún verður verðlaus. Svo verður hann afskrifaður þegar hagnaður af hlutabréfum eða öðrum fjárfestingum verður nægilega mikill til að ná jafnvægi í bókhaldinu og tapinu þar með dreift án þess að sjóðsfélagar taki eftir.
Af hverju að standa í þessum feluleik?
Lífeyrissjóðirnir standa nú í mikilli trúverðuleika og álits herferð til að missa ekki mjólkurkýrnar sem við sjóðsfélagar erum, og greiðum í þessar peningahýtur sem aldrei fyrr.
Lífeyrissjóðirnir hafa verið valdamestir í íslensku viðskiptalífi undanfarin áratug. Þeir sem þar stjórna vilja með öllum ráðum halda fengnum hlut enda sjóðunum til helminga stjórnað af hákörlum atvinnulífsins.Sjóðirnir eru enn mjög valdamiklir enda þeir einu sem hafa eitthvað laust fé í formi iðgjalda til að fjárfesta í gjörspilltu og siðlausu atvinnulífi. Það er því eðlilegt að þessi völd verða varin með kjafti og klóm hvað sem það kostar, enda skiptir kostnaður ekki máli þar sem hann kemur úr vösum sjóðsfélaga.
Framsetning auglýsinga eru að upplagi eins þ.e. sýna fram á að eignir í dag séu litlu minni en eignir í fyrra sem er eitt helsta efni herferðarinnar. Þetta er gert með mjög villandi hætti.
Gildi.
Eignir í árslok 2007 238 milljarðar Eignir í árslok 2008 209 milljarðar.
Lífeyrissjóður Verslunarmanna.
Eignir í árslok 2007 269 milljarðar Eignir í árslok 2008 249 milljarðar.
Þetta hljómar sem frekar lítill munur og kanski það fyrsta sem manni dettur í hug að sjóðirnir hafi bara sloppið nokkuð vel frá þessu öllu saman. En við skulum skoða hvernig þetta er gert.
Fegrun bókhaldsins.
Inn í þessum tölum eru iðgjöld sjóðsfélaga fyrir árið 2008 sem eru sett fram sem bankainnistæður og sundurliðað síðar. þetta eru um 5 milljarða munur hjá Gildi en 12,1 milljarður hjá LV.Síðan taka þeir sjóðsfélagalánin og skrifa upp verðbætur á þeim í botn. Þannig að stór hluti af fegrun bókhaldsins kemur úr okkar eigin vösum.
Hlutabréf er ekki hægt að afskrifa á morgum árum. Eftir að sjóðirnir töpuðu um 95% af öllu innlendu hlutafé, enda fjárfestu þeir nær eingöngu í fjármálalífinu og fyrirtækjum sem voru annáluð fyrir vafasama kaupréttarsamninga ofurlaun og ofurlán án ábyrgða, þurfa þeir að beyta allri sinni talna og bókhaldsþekkingu og auglýsa svo með okkar peningum til að hylma yfir þetta glórulausa sukk og er það gert á okkar kostnað.
Verðbréf og skuldabréf er hægt að afskrifa á mörgum árum.
Séreignarsjóðir hjá lífeyrissjóðunum voru reknir á sama hátt og uppsafnaður lífeyrir vegna áunna réttinda við 67 ára aldur og eiga þær eignir að vera vel tryggar í hinum ýmsu sjóðum.
Á sama tíma tala þessir sömu menn um hversu erfiðlega gangi að losa um eignirnar vegna markaðsaðstæðna því lítið fáist fyrir þessar annars svo mjög verðmætu eignir við núverandi aðstæður og seljanleiki á mörkuðum sé lítill sem enginn. Á meðan keyra þeir upp verðbætur á húsnæðislánum sjóðsfélaga til að fegra tapið á innlendum hlutabréfum.
Úr yfirlýsingu frá Landssamtökum Lífeyrissjóða:
Tillögur um fyrirframgreiðslu á séreignarsparnaði þurfi að taka mið af því að ekki sé hægt að greiða séreignarsparnað út nema búið sé að selja verðbréf sem fjárfest hefur verið í. Til þess að hægt sé að selja fjárfestingar og breyta í laust fé þurfi einhver kaupandi að vera til staðar. Í dag sé seljanleiki á verðbréfamörkuðum lítill sem enginn og því verulegum vandkvæðum bundið að selja fjárfestingar sjóðanna.
Ef opnað er fyrir útgreiðslu á séreignarsparnaði án þess að hugað sé að því að breyta fjárfestingum í laust fé sé hætta á að fjárfestingar sjóðanna lækki, þó að ekki takist að selja nema lítinn hluta þeirra. Raunveruleg hætta sé á að eignaverð myndi lækka verulega og ekki væri hægt að greiða sjóðfélögum séreign sína út. Inneign allra sjóðfélaga myndi skerðast, óháð því hvort þeir óski eftir fyrirframgreiðslu.
Úr grein sem birtist í Morgunblaðinu 15. febrúar 2009 eftir þá Arnald Loftsson, framkvæmdastjóra Frjálsa lífeyrissjóðsins, Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins, Marinó Örn Tryggvason, forstöðumann eignastýringar fagfjárfesta hjá Kaupþingi og Tryggva Guðbrandsson, framkvæmdastjóra íslenska lífeyrissjóðsins,
Við erum fremst í skrúðgöngu alheimsefnahagshrunsins
Alls staðar blasir sama ástandið við. Hrun á olíu,álverði og stálverði vegna þess að framleiðendur í Asíu sem og annars staðar í heiminum eru farnir að draga til baka fyrirframpantanir á hráefni og eru að búa sig undir það versta.Fraktskip heimsflotans sem áður voru yfirfull eru farin að sigla á milli hafna heimsins hálf tóm. Svissneska bankakerfið er á barmi hruns með öllu tilheyrandi, og svo mætti lengi telja.
Meðan á þessu stendur prenta Bandaríkjamenn peninga eins og enginn sé morgundagurinn, dæla fjármagni í góðar og mis vonlausar peningahýtur, til að halda þegnum sínum uppi á kostnað allra þeirra sem eiga eitthvað undir með dollaranum. Með hverjum prentuðum peningaseðli, rýrnar verðgildi þeirra seðla sem fyrir eru í umferð. Með öðrum orðum verðbólga í sinni tærustu mynd sem er jú vel þekkt fyrirbrigði á Íslandi.
Nýjasti björgunarpakki Bandaríkjamanna samanstóð af litlum 90.000 milljörðum og hvetja bandarísk stjórnvöld nú framleiðendur til að kaupa sem minnst af hráefni erlendis frá. Hættan er sú að þegar markaðir í Asíu, sem eiga allt undir í framleiðslu, hrynja gæti dollarinn þar af leiðandi hrunið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ekki hafa Kínverjar nú verið svo ýkja hrifnir af Kananum nema þá helst vegna þeirra gríðarlegu viðskipta sem dollarinn færir þeim.
Hvað hefur allt þetta að gera með Lífeyrissjóði á Íslandi?
Hin eiginlega stoð pappírspeninga- og bréfa hagkerfisins þ.e.framleiðsla, verslun,vinnuframlag o.s.frv. er að hruni komin um gjörvalla heimsbyggðina hljóta böndin að beinast að sýndarveruleikahagkerfinu sem trónir yfir hinni eiginlegu vermætasköpun. Ef rétt reynist þá er sú stoð afar veik, ef framleiðslan á að vera hinn margfrægi gullfótur þessa sýndarmennskubrjálæðis, þá væri nær að nota orð eins og líkþorn. Í besta falli tánögl.
Hvað gerist þegar kemur að skuldadögum og innlausna þessara sýndareigna?
Á einhverjum tímapunkti þarf að núllstilla og leiðrétta sýndarmennskubrjálæðið sem pappírs- og bréfa hagkerfið er orðið. Hagkerfi sem byggir á hugmyndafræðinni: þú skuldar mér og ég skulda þér í formi samninga og bréfa sem einskis virði eru þegar á reynir.
Þegar hrunið á hlutabréfum, sem eru hlutir í fyrirtækjum sem fyrir utan bankana eru þau einu sem skila einhverjum eiginlegum verðmætum eru ekki lengur verðmæt hversu mikil raunveruleg verðmæti eru þá eftir í sýndarveruleikahagkerfinu?
Eru Lífeyrissjóðirnir að Brenna Inni með eigur okkar og ævisparnað til að kaupa sér frið og tiltrú svo viðhalda megi völdum útvaldra sem viðgengist hefur um áratuga skeið í kringum þessar peningahýtur?
Er það sama að gerast með erlendar eigur sjóðanna, (sem telja um 30% af uppsöfnuðum ævisparnaði okkar eða um 480 milljarða króna) og gerðist þegar lífeyrissjóðirnir lögðu nær allt hlutafé sitt undir í fjármálasukk bankanna með tilheyrandi óbjóði og töpuðu yfir 340 milljörðum króna eða yfir 95% af öllu innlendu hlutafé. Sparifé launþega sem var nýtt til að veðja á rangan hest.
Veðmálin með íslensku krónuna komu svo endanlega í veg fyrir að gríðarlegur gengishagnaður yrði innleystur með sölu erlendra eigna við fall fjármálakerfisins á Íslandi. Nú þegar stoðir fjármálakerfa annarra landa eru að hruni komnar, verða erlendar eigur okkar líklega á endanum verðlausar ef ekki verður gripið til aðgerða strax ef það er ekki orðið of seint nú þegar.
Hvert er raunverulegt verðgildi innlendra og erlendra eigna lífeyrissjóðanna?
Bankarnir voru helstu ráðgjafar lífeyrissjóðanna.Það vita allir hvernig fór fyrir þeim.
Hversu lengi eigum við að trúa og trúa ?
Hversu miklu þarf að tapa svo fólk átti sig á alvarleika málsins ?
Margt af því sem við erum mötuð á í dag er hafið yfir alla almenna skynsemi.
Miðað við þann gríðarlega kostnað sem kostar að reka kerfið ásamt því hvernig er fjárfest, gengur dæmið ekki upp.
Avöxtun sjóðanna hefur verið eins og flóð og fjara undanfarin ár eða allt frá því að lágmarks trygging launa var bundin í lög árið 1998. Árið 2000-2001 var síðasta stóra hrun, hið svokallaða .com hrun og var gríðarlegt tap á eignum sjóðanna afskrifað á tveimur til þremur árum. Nú 2008 er hrunið margfalt stærra en tapið virðist minna ???
Hvað gerist næst? Hvenær verður næsta hrun?
Er ekki betra að losna við verðtrygginguna og fá að eignast fasteignir okkar, sem er okkar mikilvægasti lífeyrir, í friði fyrir þeim sem stjórna okkar eigin peningum. Þetta getur einungis endað á einn veg við óbreytt ástand.
Við endum okkar ævikvöld, búin að greiða fasteignir okkar upp mörgum sinnum á lífsleiðinni, fáum lífeyrisgreiðslur með viðbættum greiðslum frá tryggingastofnun þar sem lágmarksréttindi geta ekki dugað fyrir lágmarks framfærslu á sama tíma verðum við enn að borga af íbúðarlánum.
Er þetta það sem við viljum?
Ragnar Þór Ingólfsson
Er asni sem enga prófgráðu hefur en með kjánaskap sínum gleypir ekki við öllu sem forstjórarnir segja.
Athugasemdir
Alveg frábær skrif hjá þér og hvað mig varðar þá hef ég skrifað nokkrar færslur um lífeyrissjóðina og hverslags bákn það sé, sjá t.d hér takk fyrir ýtarleg skrif.
Sævar Einarsson, 16.3.2009 kl. 13:07
Hvernig förum við að því að breyta þessu?? Er það ekki næsta spurning sem þarf að fá svör við.?
(IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 13:56
Með því að reka alla í stjórn lífeyrissjóðanna með lagasetningu og leggja allt það fé sem er í þessum sjóðum í seðlabankann, það myndu sparast hundruð milljóna ef ekki milljarðar á hverju ári sem fer í "stjórnunar" og "rekstarkostnað" hjá þessu drasli, djöfull held ég að topparnir séu búnir að moka út gríðarleg miklum peningum úr þessum sjóðum til vina og vandamanna fyrir utan fáránleg ofurlaun sem þeir skammta sér.
Sævar Einarsson, 16.3.2009 kl. 14:03
Getum við reiknað með að það sé ekki flóknara en þetta sem gera þarf??
Einhvern vegin held ég að þetta sé nú örlítið flóknara, en gaman væri að heyra frá lögfróðum aðilum hvað hægt er að gera. Mér finnst bara alveg merkilegt hvað hinir löglærðu eru eitthvað hræddir við að láta álit sitt í ljós ef það stangast eitthvað á við það sem fjármálamarkaðurinn telur eðlilegt að vinna eftir.
(IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 14:17
Takk fyrir innlitið.
Ég skrifaði grein um hugmyndir að breytingum miðað við það lagaumhverfi sem sjóðirnir starfa eftir í dag en til þess að ná fram þeim breytingum sem nauðsynlega þarf til að bæti kerfið þarf endurskoðun á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Hér eru nokkrar hugmyndir.
Kveðja
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 16.3.2009 kl. 14:57
Ertu enn að borga í lífeyrissjóð Ragnar?
Ef svo er losaðu þig undan því í flestum tilfellum má finna leiðir til þess, allavega tímabundið.
Magnús Sigurðsson, 16.3.2009 kl. 15:20
Sæll Magnús
Forsendan fyrir því að breyta kerfinu, í það minnsta að reyna er að gefast ekki upp á því.
Það eru enn töluverð verðmæti eftir í sjóðunum sem ég kæri mig ekki um að þessir aðilar fari með.
Fari svo að þessu verði ekki breytt eða við bjargandi mun ég beita mér fyrir öðrum lausnum sem ég er að vinna í. Sem er lífeyrissjóður sem ég vil borga í og er núverandi kerfi óviðkomandi.
Ragnar Þór Ingólfsson, 16.3.2009 kl. 15:25
Gangi þér vel með breytingarnar Ragnar, en ég vil benda þér á að það er ekki nýtt að sjóðir gufi upp, sérstaklega ef þeir eru í almenningseigu. En þegar fólk stoppar greiðslur þá þarf kerfið að endurskoða viðhorf sitt til greiðendanna.
Magnús Sigurðsson, 16.3.2009 kl. 15:44
Þú hefur með dugnaði þínum og áhuga heldur betur hrist upp í þessu kerfi,haltu áfram á sömu braut því það á eftir að skila árangri.Þú átt allan minn stuðning.
Hallur Eiríksson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 15:45
Sæll Magnús
Takk fyrir það, annars er ég sammála þér með þá leið að hætta að greiða. Enda oft besta leiðin til árangurs að sniðganga valdið. Mér er hinsvegar ekki sama um þá sem sitja eftir.
Svo er allt annað mál hvort við eigum að vera í þessari miklu sjóðssöfnun eða ekki.
Þakka stuðninginn Hallur.
Kveðja
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 16.3.2009 kl. 15:52
Sæll Ragnar,
Ef ég hefði jafn mikinn frítíma og þú þá myndi ég taka mig til og benda á allar þær rangfærslur og vitleysur þú lætur út úr þér í gagnrýnni þinni á lífeyrissjóðina.
Ótrúlegt hvað það er hægt að fólk til að trúa hverju sem er - bara með því að segja það sem það vill heyra.
Hættu núna áður en þú gerir þig að meira fífli. Þeir sem þekkja til þessara mála hlæja að þér strákur
Gunar (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 16:28
Gunar, það vill svo til að sumt fólk gerir sig að fífli með því að halda áfram að borga í lífeyrissjóð umhugsunarlaust eftir að sjóðurinn gufaði upp. En svo eru sumir sem velta því fyrir sér hvort 12% lögbundin greiðsla er eitthvað sem betra væri að sleppa við.
Magnús Sigurðsson, 16.3.2009 kl. 17:00
Sæll Gunar ég reikna nú með að þú hafir ætlað að setja inn Gunnar
Gott að lífeyrissjóðirnir hafi loksins fengið málsvara hér a blogginu mínu, verst af öllu að þeir sem lofa þá og syngja koma nær undantekningarlaust ekki undir réttu né fullu nafni.
Það hlýtur að vera ákveðin vísbending.
Annars er þetta ekki spurning um frítíma. Í mínu tilfelli er um að ræða persónulega reynslu af kerfinu í bland við lélega sjónvarpsdagskrá á kvöldin ásamt ótal ábendingum frá góðu fólki.
Ég er viss um að þú kæmist að sömu niðurstöðu og ég ef þú kannaðir málið vel.
Það er afar ánægjulegt og gott ef fólk getur skemmt sér yfir skrifum fíflsins, ekki veitir nú af á þessum síðustu og verstu að geta hlegið.
Fíflið er hvergi nærri hætt svo mikið er víst og það eru einmitt menn eins og Gunnar sem stappa í mig stálinu og berja mig áfram í baráttunni gegn óréttlætinu.
Ein spurning til Gunars:
Eignahlutur LV í Exista var í árslok 2007 1,8% en rétt fyrir hrun í október 2008 var hluturinn komin í 3,99% samkv. kauphöll Íslands um tuttugu stærstu.
Þar sem ekki hefur heyrst hóst né stuna frá LV vegna eignarnáms Bakkabræðra á brunarústum Exista og Bakkavarar sem LV átti gríðarlega mikið undir í.
Hverjir voru seljendur hluta í Exista sem Lífeyrissjóðurinn keypti af og á hvaða gengi voru viðskiptin?
Ef þú getur komið þessu áfram fyrir mig til þeirra sem eru skellihlæjandi af fíflinu yrði ég afar þakklátur.
Hlakka til að heyra frá þér. Þér er alveg óhætt að skrifa undir fullu nafni enda IP-talan þín skráð hjá mér.
Kveðja
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 16.3.2009 kl. 17:15
Þakka þér fyrir Ragnar.
Mikið líkar mér illa svona komment eins og frá Gunari sem er svo lítill að þora ekki að koma fram undir nafni.
Þetta er afar vel framsett hjá þér og skiljanlegt.
Miklu betra að stíga skrefið fram og fá þetta á hreint, en að standa í þessum feluleik.
Keep it up !
Einar Örn Einarsson, 16.3.2009 kl. 19:39
Hvar á maður svo sem að byrja að svara þessari grein. Það er svo mikið af rangfærslum og mistúlkunum að það væri heilmikið verk að einfaldlega kenna þér af hverju þú hefur rangt fyrir þér. Þú notar t.a.m. hugtakið gullfótur undir kringumstæðum sem eiga alls ekki við um gullfótinn, getur google-að t.d. gold standard. Þú kallar einu virku áhættustýringu lífeyrissjóða (fyrir utan samval eigna) veðmál (framvirkir gjaldmiðlasamningar). Lífeyrissjóðir töpuðu svona miklu af hlutabréfaeign sinni vegna þess að lögum samkvæmt mega þeir ekki eiga nema svo og svo mikið í erlendum hlutabréfum og þeir verða að eiga í skráðum eignum. Hvaða eignir mynduðu úrvalsvísitöluna íslensku? Jú, 90% úrvalsvísitölunnar +/- 10% voru fjármálafyrirtæki. Hvar eru þau í dag? Gjaldþrota. Var þá eitthvað við þessu að gera? NEI! vegna þeirra skorða sem löggjafinn setur. Ef þú vilt virkilega benda á einhvern sökudólg í þessum efnum þá skaltu benda á ríkið fyrir að hafa ekki skilgreint "heimamarkaði" sjóðanna sem öll norðurlöndin eða jafnvel alla evrópu, svo þeir hefðu getað dreift áhættu miklu betur milli landa og eigna.
Svo er það nú léleg rökræðulist að reyna að gera lítið úr andstæðingi sínum líkt og þú gerir við gunar hér að ofan. Aukin heldur dregur það ekki úr réttmæti þess sem sagt er hvort ritari ritar undir nafni eður ei. Þannig lagað, er jafnvel líklegra að fá sannleikann fram í skjóli nafnleyndar, ekki satt? Ég skil vel að fólki svíði hvernig eignarýrnun lífeyrissjóðanna er en staðreyndin er sú að ALLAR eignir hafa rýrnað í verði nema þá kannski ríkisskuldabréf og lífeyrissjóðir mega ekki eiga 100% í ríkisskuldabréfum lögum samkvæmt.
Eitt að lokum því ég veit að þú munt líklega reyna að svara fyrir þessa undarlegu hugmynd þína um hvað veðmál er. Þegar sjóðir eiga eignir í öðrum gjaldmiðlum en skuldbindingar þeirra eru í þykir við hæfi að verjast gengissveiflum. Það er gert með framvirkum samningum. Sé það ekki gert ÞÁ er sjóðurinn farinn að taka stóra áhætta varðandi hreyfingar gjaldmiðla og ÞÁ er verið að veðja á að gjaldmiðlamarkaðurinn hreyfist ekki eða hreyfist í rétta átt. ÞÁ og AÐEINS ÞÁ!
Með kærri kveðju, jeje
Jeje (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 20:38
Alveg er það merkilegt hvað gagnrýnendur Ragnars voga sér ekki að skrifa undir fullu nafni; hefur einhver þeirra lagt í að kvitta með fullu nafni undir málflutning sinn? Mér er spurn, því það hef ég ekki séð hingað til.
Nafnleysi er iðulega einkenni þeirra sem hafa vondan málstað að verja. Ég skora á einhvern þessara einstaklinga að undirrita skrif sín - annars blasir við að þeir skammast sín fyrir vitleysuna sem þeir láta frá sér, og málflutningurinn er þá eftir því marktækur.
Baráttukveðjur til Ragnars, sem fyrr, fyrir óeigingjarnt starf sem hleður utan á sig á degi hverjum,
Jón Agnar Ólason, 16.3.2009 kl. 21:12
"Lífeyrissjóðir töpuðu svona miklu af hlutabréfaeign sinni vegna þess að lögum samkvæmt mega þeir ekki eiga nema svo og svo mikið í erlendum hlutabréfum og þeir verða að eiga í skráðum eignum. Hvaða eignir mynduðu úrvalsvísitöluna íslensku? Jú, 90% úrvalsvísitölunnar +/- 10% voru fjármálafyrirtæki. Hvar eru þau í dag? Gjaldþrota. Var þá eitthvað við þessu að gera? NEI!"
Þetta er fyndið hjá jeje, En vandin er bara sá jeje að lífsj. viðurkenna ekki tapið, heldur fara í feluleik með það í bókhaldinu, eins og kettir að klóra yfir skítinn úr sér, afsakið orðbragðið.
(IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 22:05
Alveg er það magnað að Jón Agnar skuli agnúast út í nafnleysi mitt fremur en að svara innihaldi póstsins. Getur verið að hann hafi ekki lesið innihaldið? Getur verið að hann geti ekki svarað því? Getur verið að hann sé hræddur um að verða að hætta að vera reiður, verða að finna sér einhvern annan til að beina reiðinni að en lífeyrissjóðum?
Jeje (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 22:07
Nafnaleynd á sér fullan rétt og ég hlæ af þeim sem halda að það sé eitthvað meira að marka þá sem skrifa undir einhverju nafni eða Andrés Önd, hvað ætli það séu til margir Guðmundur Guðmundsson, Jón Jónsson eða Andrés Önd ? og fyrir þá sem fatta ekki samlíkinguna þá verða þeir að eiga það við sjálfa sig.
Sævar Einarsson, 16.3.2009 kl. 22:08
Svarað þú mér Sigurlaug hvaða sérfræðiþekkingu þú hefur til að meta það hvort lífeyrissjóðir séu í feluleik með tap sitt eða ekki? Má vera að þeir séu einmitt að fylgja þeim reglum sem þeim eru settar? Getur verið að þú sért hér að trúa manni sem veit ekki um hvað hann talar?
Jeje (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 22:09
Sæl eða sæll JeJe
Þakka innlit og athugasemd.
Er ég að gera lítið úr Gunar... ? sem kallar mig fífl og skemmtikraft, ég get ekki séð betur en ég taki undir með honum... málið er að ef þú ætlar að kalla menn fífl,lygara eða öðrum illum nöfnum sem ég flokka undir sem óæskileg hér, geri ég þá kröfu um að menn geri það undir fullu nafni, ekki fyrir mig þar sem ég er með IP-tölur þeirra sem hér skrifa heldur vegna þeirra sem lesa blogið mitt.
Varðandi "gjaldeyrisvarnarsamninga" eins og þið kallið þetta, voru ákaflega athyglisverðir í ljósi þess að helstu ráðgjafar sjóðanna þ.e. bankarnir veðjuðu allir gegn henni. Lífeyrissjóður verslunarmanna tapaði yfir 15 þúsund milljónum á slíkum samningum árið 2008. Hvorki ég né margir aðrir sem um þetta skrifa geta séð hvað þessir samningar eigi skylt við áhættulitlar eða langtíma fjárfestingar. Ég kalla þetta veðmál, mér er nokkuð sama hvað þú kallar þetta.
Ég get tekið undir með þér að regluverkið varðandi fjárfestingar hafa vissulega sett lífeyrissjóðunum skorður og er partur af vandamálinu en eitt er víst að ekki gerðu lífeyrissjóðirnir mikið til að breyta þessu okkur sjóðsfélögum í hag. Þeir voru hinsvegar fljótir eftir bankahrunið að rúlla í gegnum þingið lagabreytingu sem gefur þeim auknar heimildir til að eignast fasteignir okkar og fjárfesta mun meira í hlutabréfum í skráðum og óskráðum félögum.
Það er alveg makalaust hversu málstaður ykkar lífeyrissjóðs talsmanna er merkilegur vegna t.d. þess að ég minntist á Gullfót sem var notaður í líkindatali í pistlinum og er eins langt frá kjarna málsins og hugsast getur.
Kjarni málsins í skrifum mínum er fegrun bókhalds sjóðanna og villandi framsetning þeirra á tapi sem er eingöngu til þess fallið að slá ryki í augu fólks sem greiðir í góðri trú. Þeir sem hafa stjórnað þessum sjóðum hafa notað þá til eigin framdráttar um árabil eins og fjölmörg dæmi eru til um og því óþolandi að horfa upp á þetta. Þeir nota svo fjármagn sjóðsfélaga í herferð sinni fyrir auknum trúverðugleika.
Ég væri ekki að þessari hörðu gagnrýni ef þeir kæmu hreint fram við okkur!!
Vonandi fæ ég spurningu frá þér hvaða fjölmörgu dæmi ég hef um að stjórnendur sjóðanna hafa notað þá, sér til framdráttar.
Sæll Jón Agnar
Takk fyrir það. Þessi nafnlausu skrif eru eingöngu til þess fallin að stappa í mig stálinu og hvetja mig áfram.
Ragnar Þór Ingólfsson, 16.3.2009 kl. 22:18
Þegar erlendir fjármálagreinendur stóðu agndofa yfir fjármálasukki útrásarhálfvitanna og sögðu það stefna lóðrétt til helvítis-þá hlógu íslenskir ráðherrar og sögðu að útlendingar skildu barasta ekki íslensk séní. Líklega væru þeir svona óskaplega þjáðir af öfundsýki og vanmetakennd.
Líklega verður þú núna Ragnar minn að brjóta odd af oflæti þínu og biðja þá Gunar og jeje að skýra út fyrir þér og okkur hinum alla snilldina sem þú misskildir í bókhaldi lífeyrissjóðanna.
Árni Gunnarsson, 17.3.2009 kl. 00:12
Hvaða sérfræðiþekkingu hefur þú jeje til að dæma það ragnt eða villandi sem Ragnar og við hin höfum mörg okkar tekið undir????
Ég sjálf hef ekki nokkra "gráðu" á herðunum til að burðast með, sem betur fer liggur mér við að segja, því mér sýnist á öllu að þessir með stóru gráðurnar séu þeir sem settu þetta þjóðfélag á hausin, og nú sé komið að þeim sem kunna að nota almenna heilbrigða skynsemi.
Því þó að hlutirnir líti voða vel út í tölvunum og eða bókunum, að þá er það ekki alltaf að gera síg þegar á hólminn er komið.
(IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 00:51
Hef aldrei sem nú ,eftir hrunið,áttað mig á þeim skara sem við eigum í mannauði, mín "glóra" er að skynja það og fagna.
Helga Kristjánsdóttir, 17.3.2009 kl. 01:36
Jeje er greinilega röggfastur sérfræðingur sem lætur ekki venjuleg fífl vaða uppi með moðreyk.
Mig langar til koma því strax að, af því Jeje krefur fólk um sérfræðiþekkingu, að ég hef þá sérfræðiþekkingu að vera læs.
Þess vegna skildi ég það hérna um árið þegar LA gufaði upp í Stoke og ég skildi líka bréfið frá ÍL sem þeir sendi mér í desember s.l. um að sjóðurinn hefði rýrnað um 21% í leið VI, minni leið og þeirri sem átti að vera öruggust. Ef ég les á milli línanna í því bréfi þá sýnist mér rýrnunin vera minnst 30%. En það má vera að þar sé um að kenna málfari þess sérfræðings sem skrifaði bréfið að ég hafi það á tilfinningunni.
En það sem mér finnst einkennilegast í þessu öllu er að en hafa sérfræðingarnir hjá ÍL ekki séð ástæðu til að segja upp störfum og þarf ekki að vera læs til að komast að þeirri niðurstöðu að það kunni að vera viðeigandi. Jafnframt hefur löggjafinn ekki en afnumið 12% skildugreiðslur launa til sjóða sem gera ekki hreint fyrir sínum dyrum.
Magnús Sigurðsson, 17.3.2009 kl. 08:18
Þakk öllum innlit og athugasemdir.
Títtnefndur JeJe
Ég giska á að JeJe sé tryggingastærðfræðingur sem vinnur fyrir sjóðina. Þeir hafa tekið þessari gagnrýni mjög persónulega af einhverjum ástæðum, kanski er eitthvað að fela???
Þú talar um þvílíkar rangfærslur að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
Ég skal byrja með því að spyrja þig nokkura spurninga.
Hvað finnst þér um kostnað við rekstur lífeyrissjóðanna sem er varlega áætlaður um 4.000 milljónir á ári ?
Hvað finnst þér um launakjör forstjórana og fjárfestingar þeirra sem eru að upplagi nákvæmlega eins?
Hvað finnst þér um það hvernig stjórnendur sjóðanna hafa notað þá til að komast til valda sem hefur viðgengist um áratugaskeið enda hafa sjóðirnir ákvörðunarvald um hverjir fá að eignast og reka fyrirtækin og hverjir ekki. Þetta ákvörðunarvald birtist m.a. í formi stjórnasetu í stærstu fjármálastofnunum landsins þar sem stjórnarmenn sjóðanna sitja í bankastjórnum og ráðstafa völdum til vildarfyrirtækja og vildarvina.
Þekkt dæmi um óheftan aðgang fyrirtækis að fjármagni úr sjóðum lífeyrissjóðs og banka í hans eigu, er dæmi Víglunds Þorsteinssonar eiganda og stjórnarformanns BM-Vallár og fyrrverandi stjórnarformanns Lífeyrissjóðs Verslunarmanna og stjórnarmanns í Glitni en hann sat þar fyrir hönd lífeyrissjóðanna. Þetta væri ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að BM-Vallá hefur ekki skilað ársskýrslum til RSK síðan 1995, sem er jú grunnforsenda eðlilegra lánveitinga við mat á greiðslugetu og áreiðanleika fyrirtækja, fyrir utan að vera ólöglegt. Ætli þeir hafi verið beittir dagsektum fyrir vikið?BM-Vallá hefur meðal annars keypt Smellin einingaverksmiðju,Sementsverksmiðju ríkisins,Límtré,vírnet ofl.ofl.
Hvað finnst þér um að atvinnurekendur sitji sem ráðandi afl í stjórnum sjóðanna. Ekki findist þeim gæfulegt að launafólk hefði ráðandi afl í stjórnum fyrirtækja?
Hvað finnst þér um fjölskyldutengsl stærstu fjárfestinga Lífeyrissjóðs Verslunarmanna?
Hvað finnst þér um yfirlýsingar sjóðanna sem segja að eignir í séreignasjóðum séu verðlitlar og óseljanlegar á mörkuðum en eru í raun að tala um heildina þar sem fjárfestingar séreignasjóða er partur af heildinni.
Af hverju neitar LV að gefa mér upplýsingar um sundurliðun á skuldabréfaeign sjóðsins?
Hvað finnst þér um þessa yfirlýsingu?
Þorgeir Eyjólfsson forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna:“Rekstrarkostnaður LV hefur ætíð verið með því lægsta sem gerist meðal lífeyrissjóða landsins og var til dæmis 0,05% í hlutfalli af eignum á árinu 2007”.
Eignir voru í árslok 2007 rúmir 269 milljarðar. Þá ætti rekstrarkostnaður 0,05% einungis að vera 135 milljónir.
Úr ársreikningi LV 2007.
Lífeyrissjóður Verslunarmanna.
Fjárfestingargjöld
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 221.211.000
Rekstrarkostnaður
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 203.215.000
Samtals Rekstrarkostnaður 424.426.000
Þar af:
Launakostnaður 270.000.000
Þorgeir Eyjólfsson framkv.stjóri 30.000.000
Stöðugildi eru 27,5
Ég gæti haldið áfram endalaust en ég læt þetta duga í bili.
Ragnar Þór Ingólfsson, 17.3.2009 kl. 09:09
Fyrst, til að taka af allan misskilning. Ég hef enga gráðu á bakinu, ég er enginn sérfræðingur. Ég er líka ekki að þenja mig og fullyrða út í loftið. Ég er einungis að reyna að hvetja fólk til að gagnrýna það sem gagnrýnivert er. Á þeim tíma sem mótmælin hafa staðið yfir hefur of miklu púðri verið eitt í það sem skiptir ekki máli. Átti Davíð að víkja? Auðvitað! En átti Jóhanna Sigurðardóttir að þvinga hann til þess með þessum hætti? Auðvitað ekki! En það má ekki gagnrýna hana því hún er hluti af þessu "nýja Íslandi" sem er eitthvað óskilgreint fyrirbæri sem allir túlka á sinn hátt. Á nýja Íslandi virðist það ætla að verða lenska að suma megi gagnrýna en aðrir eru hafnir yfir gagnrýni. Jafnvel, að hægt sé að kenna þeim sem vissulega hafa brotið af sér um hvað sem er. Katrín Oddsdóttir laganemi flutti ræðu eina þar sem túlkun hennar á stjórnarskrá lýðveldisins var ekkert annað en skrumskæling til þess fallin að afla ræðumanni vinsælda. Og þegar hún var gagnrýnd voru mennirnir sem það gerðu rakkaðir niður.
Ég viðurkenni það fúslega að það er margt gruggugt á seyði í Lífeyrissjóðunum því miður. En ég er ekki tilbúinn að trúa hverju sem Ragnar segir um þetta mál án þess að heyra fleiri hliðar. Það er vissulega vafasamt að Þorgeir Eyjólfsson eigi son sem er háttsettur í Kaupþingi, það er vafasamt að Þorgerður Katrín eigi mann sem er háttsettur í Kaupþingi, það er vafasamt að forsetinn eigi dóttur sem vinnur fyrir Baug. Það er margt gruggt og oft ógeðfellt sem nú er að koma upp á yfirborðið og ég treysti því og vona að menn fái refsingu við hæfi. En ég fer mjög varlega í að trúa mönnum eins og Ragnari sérstaklega miðað við færslu hans "Hver svíkur hvern?". Þar hefur hann einfaldlega uppi ósannindi. Ætli það séu ósannindi í þessari grein líka?
En að meginmálinu, efni þessarar greinar.
Ragnar: ,,Varðandi "gjaldeyrisvarnarsamninga" eins og þið kallið þetta, voru ákaflega athyglisverðir í ljósi þess að helstu ráðgjafar sjóðanna þ.e. bankarnir veðjuðu allir gegn henni. Lífeyrissjóður verslunarmanna tapaði yfir 15 þúsund milljónum á slíkum samningum árið 2008´´
Bankarnir höfðu eigið fé í íslenskum krónum. Bankar þurfa að hafa eiginfjárhlutfall (CAD) yfir 8% samkvæmt Basel II annars eru þeir í raun gjaldþrota (FME hvers lands tekur væntanlega á því). Þeir þurftu að verja eigið fé sitt í krónum en megnið af þeirra eignum var erlendis, til að tryggja verðmæti erlendra eigna í dag fara þeir í framvirkan samning í stöðu sem var andstæð lífeyrissjóðunum. Lífeyrissjóðirnir aftur á móti vildu tryggja erlenda sjóðstreymið sitt í krónum í framtíðinni. Þess vegna passaði þessi staða vel. Auðvitað urðu þeir ekki að fara í framvirka samninga, það er bara ódýrara en að kaupa gjaldeyri beint. Aukin heldur er ég ekki viss um að lífeyrissjóðir megi kaupa og eiga mikið magn af gjaldeyri. Það hvort lífeyrissjóðir græði eða tapi á áhættuvörn skiptir ekki máli því tilgangur áhættuvarnar er ekki að græða (eins og þú virðist halda). Þegar áhættuvörn hækkar í verði er það vanalega vegna þess að sú eign sem verið er að verja lækkar í verði, þegar áhættuvörn lækkar í verði er það vegna þess að undirliggjandi eign hækkar í verði. Þetta minnkar sveiflurnar (vanalega mælt sem staðalfrávik) sem gerir rekstur sjóða fyrirsjáanlegri sem er gott.
,,Hvorki ég né margir aðrir sem um þetta skrifa geta séð hvað þessir samningar eigi skylt við áhættulitlar eða langtíma fjárfestingar.´´
Það hvort þú skiljir áhættuvörnin sem felst í þessu eða hvort ,,margir aðrir´´ skilji það ekki heldur hefur enga þýðingu um það hvort þetta sé áhættuvörn eða ekki. Áhættuvarnir eru ekki í eðli sínu langtímafjárfestingar heldur TRYGGING á verðmæti langtímaeigna. Þú heldur áfram að borga brunatryggingu á húsinu þínu jafnvel þó það brenni ekki eða hvað? Yrðirðu ánægður ef húsið þitt brynni þar sem það sannaði að það borgaði sig að tryggja það? Nei auðvitað ekki. Þetta er trygging og skal skoða sem slíkt.
,,eitt er víst að ekki gerðu lífeyrissjóðirnir mikið til að breyta þessu okkur sjóðsfélögum í hag.´´
Veistu það fyrir víst eða ertu bara að segja þetta? Geturðu vísað í heimildir máli þínu til stuðnings? Höfðu lífeyrissjóðir tök á því að breyta þessu?
,,Þeir voru hinsvegar fljótir eftir bankahrunið að rúlla í gegnum þingið lagabreytingu sem gefur þeim auknar heimildir til að eignast fasteignir okkar og fjárfesta mun meira í hlutabréfum í skráðum og óskráðum félögum.´´
Ég hef sagt í lengri tíma að einmitt þær aðstæður sem við búum við núna séu kjörlendi fyrir lélega lagasetningu. Ég ætla ekki að taka afstöðu til þessara tilteknu laga þar sem ég hef ekki lesið þau en já, það er miklu meira en líklegt að þessi lög séu léleg.
,,að er alveg makalaust hversu málstaður ykkar lífeyrissjóðs talsmanna er merkilegur vegna t.d. þess að ég minntist á Gullfót sem var notaður í líkindatali í pistlinum og er eins langt frá kjarna málsins og hugsast getur.´´
Gott og vel tek það til baka. En ég er enginn sérstakur talsmaður lífeyrissjóða, ég vil fyrst og fremst að gagnrýni beinist að einhverju sem er rangt, og það er af nógu að taka félagi.
,,Þeir sem hafa stjórnað þessum sjóðum hafa notað þá til eigin framdráttar um árabil eins og fjölmörg dæmi eru til um og því óþolandi að horfa upp á þetta. Þeir nota svo fjármagn sjóðsfélaga í herferð sinni fyrir auknum trúverðugleika.´´
Þarna er ég þér mjög sammála, það er t.d. óafsakanlegt hvernig samþykkt var að fella niður skuldir lykilstarfsmanna Kaupþings í skjóli lífeyrissjóðanna. Þarna ertu farinn að gagnrýna eitthvað gagnrýnivert. Hvernig bókhaldið er fært er bara einfaldlega í samræmi við þau lög sem sjóðunum eru sett. Ef bókhaldið er það ekki og þú hefur sannanir fyrir því þá finnst mér sjálfsagt að það sé skoðað og menn dæmdir fyrir brot sín.
,,Vonandi fæ ég spurningu frá þér hvaða fjölmörgu dæmi ég hef um að stjórnendur sjóðanna hafa notað þá, sér til framdráttar.´´
Hvaða fjölmörgu dæmi hefurðu um að stjórnendur sjóðanna hafa notað þá sér til framdráttar. Hérna erum við sko að tala saman, um eitthvað sem raunverulega skiptir máli, um eitthvað sem getur raunverulega verið glæpsamlegt.
Árni Gunnarsson:
,,Þegar erlendir fjármálagreinendur stóðu agndofa yfir fjármálasukki útrásarhálfvitanna og sögðu það stefna lóðrétt til helvítis-þá hlógu íslenskir ráðherrar og sögðu að útlendingar skildu barasta ekki íslensk séní. Líklega væru þeir svona óskaplega þjáðir af öfundsýki og vanmetakennd.
Líklega verður þú núna Ragnar minn að brjóta odd af oflæti þínu og biðja þá Gunar og jeje að skýra út fyrir þér og okkur hinum alla snilldina sem þú misskildir í bókhaldi lífeyrissjóðanna.´´
Árni Gunnarsson beitir hér þeirri leiðu rökræðulist að gera mér upp skoðanir. Ég setti lengi vel spurningamerki við FL-group ævintýrið og Baugs ævintýrið. Heimur Árna skiptist hins vegar í "þeir" og "við" og ég féll greinilega í "þeir" grúppuna þar sem ég gleypti ekki í einu og öllu við því sem ragnar sagði. Mér finnst sjálftekja bankamannana vera ógeðfelld, mér finnst Icesave vera skandall, mér finnst hagstjórn sjálfstæðisflokks hafa verið vonlaus o.s.frv. Ég er rétt eins og þú, mér blöskrar ástandið. Mér finnst jafnvel verra þegar svo á að fara að stinga á kýlið og það er gert með þessum hætti. Mótmælin snerust um að fá SANNLEIKANN upp á yfirborðið og hann vil ég fá. En þá er það líka krafa að mótmælendur hafi sannleikann að leiðarljósi, fullyrði aldrei neitt nema að hafa gögn eða rökstuðning. Þessi hjarðhegðun fólks er með ólíkindum. Fyrst flykktist fólk bakvið bankamennina og núna er flykkst á bakvið þann sem hefur hæst um sóðaskapinn. Sannleikurinn skiptir greinilega engu máli heldur hvernig hann er matreiddur.
,,Hvaða sérfræðiþekkingu hefur þú jeje til að dæma það ragnt eða villandi sem Ragnar og við hin höfum mörg okkar tekið undir????
Ég sjálf hef ekki nokkra "gráðu" á herðunum til að burðast með, sem betur fer liggur mér við að segja, því mér sýnist á öllu að þessir með stóru gráðurnar séu þeir sem settu þetta þjóðfélag á hausin, og nú sé komið að þeim sem kunna að nota almenna heilbrigða skynsemi. ´´
Eins og ég sagði hér að ofan þá hef ég enga gráðu á mínum herðum. Það er hins vegar ekki ég sem fer með fullyrðingarnar hér. Vil líka benda þér á rökvillu, þú segir að þeir sem hafi haft stóru gráðurnar séu þeir sem settu þetta land á hausinn það þýðir hins vegar ekki að það sé gráðunum að kenna. Þú ert að lesa orsakatengsl út úr tölfræðilegu rugli. Ef allir þeir sem hefðu sett landið á hausinn væru dökkhærðir, væri þá dökkt hár vísbending um lélegt fjármálalæsi? Nei, auðvitað ekki.
Magnús Sigurðsson:
,,Jafnframt hefur löggjafinn ekki en afnumið 12% skildugreiðslur launa til sjóða sem gera ekki hreint fyrir sínum dyrum.´´
Þarna er ég sammála þér, auðvitað ætti fólki að vera í sjálfsvald sett hvort það sparar fyrir ævikvöldið eða ekki og þá hjá hverjum það sparar. Reyndar, ef ég veit ekki betur þá eiga allir að geta flutt sig í Söfnunarsjóðinn. Ég er sjálfur þar og ég held að þar sé minnsta sukkið, ekkert verið að sleikja bankamannarassa þar :)
Ragnar:
,,Ég giska á að JeJe sé tryggingastærðfræðingur sem vinnur fyrir sjóðina. Þeir hafa tekið þessari gagnrýni mjög persónulega af einhverjum ástæðum, kanski er eitthvað að fela???
Ég er ekki tryggingastærðfræðingur. Giskaðirðu á það vegna svars míns við grein þinni ,,Hver svíkur hvern?´´ Hún er nú líka soldið vandræðaleg fyrir þig. Kannski er eitthvað að fela hjá sjóðunum, þá vona ég að það verði tekið á því. Og það er vonandi að þegar tekið verður á því þá verði það ekki fjölmiðlasirkus eins og í kringum Baugsmálið. Það er nú meira hvernig einn maður getur togað í strengi.
,,Hvað finnst þér um kostnað við rekstur lífeyrissjóðanna sem er varlega áætlaður um 4.000 milljónir á ári ?´´
Ég vil byrja á að hrósa þér fyrir að setja spurninga í link, það er mjög þægilegt og góð venja því miður kann ég það ekki. Allavega, mér finnst það of mikið 4.ma., ég er hlynntur sameiningu sjóða. Ég myndi vilja sjá 5-10 sjóði á Íslandi. Mér finnst einn sjóður vera of lítið mér finnst fleiri en 10 vera of mikið. Ég held að með þessum hætti sé hægt að ná niður rekstrarkostnaði. Það verður hins vegar að vera einhver flóra sjóða sem fólk getur valið úr. Þá gæti t.d. verið einn sem fjárfestir einungis í verðtryggðum innlánsreikningum seðlabanka íslands, einn sem fókuserar á ríkisskuldabréf og ríkisvíxla og svo nokkrir sem eru blandaðir.
,,Hvað finnst þér um launakjör forstjórana og fjárfestingar þeirra sem eru að upplagi nákvæmlega eins?´´
Ég skil ekki alveg spurninguna ertu til í að útskýra?
,,Hvað finnst þér um það hvernig stjórnendur sjóðanna hafa notað þá til að komast til valda sem hefur viðgengist um áratugaskeið enda hafa sjóðirnir ákvörðunarvald um hverjir fá að eignast og reka fyrirtækin og hverjir ekki. Þetta ákvörðunarvald birtist m.a. í formi stjórnasetu í stærstu fjármálastofnunum landsins þar sem stjórnarmenn sjóðanna sitja í bankastjórnum og ráðstafa völdum til vildarfyrirtækja og vildarvina.´´
Mér finnst það vafasamt og vítavert. Þetta verður að skoða og ef upp kemst um eitthvað misjafnt verður að sækja menn til saka. Þetta með Víglund er skandall.
,,Hvað finnst þér um fjölskyldutengsl stærstu fjárfestinga Lífeyrissjóðs Verslunarmanna?´´
Til í að útskýra ég skil ekki alveg?
,,Hvað finnst þér um að atvinnurekendur sitji sem ráðandi afl í stjórnum sjóðanna. Ekki findist þeim gæfulegt að launafólk hefði ráðandi afl í stjórnum fyrirtækja?´´
Mér finnst skipan verkalýðsforkólfa í sjóðina vera forkastanleg. Það ætti að vera kosning á ca. 3-4 ára fresti, þá verður þokkaleg endurnýjun en þó smá starfsrými (tekur fólk tíma að komast inn í störf o.s.frv.)
,,Hvað finnst þér um yfirlýsingar sjóðanna sem segja að eignir í séreignasjóðum séu verðlitlar og óseljanlegar á mörkuðum en eru í raun að tala um heildina þar sem fjárfestingar séreignasjóða er partur af heildinni. ´´
Er eitthvað vafasamt við það? Er það ekki bara rétt? Þú selur ekki mikið í þessu árferði.
,,Af hverju neitar LV að gefa mér upplýsingar um sundurliðun á skuldabréfaeign sjóðsins?´´
Það eru líklega upplýsingar aðgengilegar fyrir fruminnherja fyrst og fremst sem ætlað er að koma í veg fyrir misnotkun á upplýsingum á fjármálamarkaði. Finnst þér óeðlilegt að slíkar hömlur séu til staðar? Jújú mér finndist allt í lagi að þetta yrði allt gefið upp kannski í hálfs árs og ársuppgjöri en ef markaðsaðilar vita nákvæmlega í hverju sjóðurinn á þá vita þeir hvað menn þar eru að hugsa og þá eru þeir auðveld skotmörk.
,,Hvað finnst þér um þessa yfirlýsingu?
Þorgeir Eyjólfsson forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna:“Rekstrarkostnaður LV hefur ætíð verið með því lægsta sem gerist meðal lífeyrissjóða landsins og var til dæmis 0,05% í hlutfalli af eignum á árinu 2007”.´´
Mér sýnist hún vera fremur tíbísk fyrir ársreikning. Ertu viss um að hann miðar ekki við meðalstöðu sjóðsins? Þú miðar í það minnsta við lokastöðu hans. Það væri eðlilegra að taka t.d. meðaltal af upphafsstöðu og lokastöðu. Ferð nú varla að hengja þig í þetta. Ef þú miðað við uppgefna tölu í fjárfestingagjöldum þá er þetta samt bara 0,08% og 0,16% ef þú bætir rekstrarkostnaði við (sem er samt sem áður ekki eðlilegt). Jafnvel þó þú miðir við 0,16% þá er það mjög lítið.
https://personal.vanguard.com/us/funds/vanguard/core
Þetta er síða hjá einu stærsta sjóðastýringafyrirtæki heimsins. Þar gefa þeir upp eins árs ávöxtun, 5 ára meðaltal og 10 ára meðaltal rétt eins og íslensku lífeyrissjóðirnir gera. Þarna sérðu líka expense ratio upp á 0,19% fyrir þennan sjóð á meðan meðaltalið í greininni er 1,2%. Þetta er blandaður sjóður, 60% Bandarískt index og 40% bandarísk ríkisskuldabréf. Eignaflokkar eru færri en samt eru þeir með hærra expense ratio en LIVE, þetta er miklu stærri sjóður en Live = lægra expense ratio og þeir eru að kaupa í hlutabréfavísitölum sem grunnskólabarn getur gert. Þannig að hvað á mér að finnast um þessa yfirlýsingu?
Jeje (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 15:06
Kæri JeJe
Gott að vera komin á málefnalegan grundvöll með þér.
Varðandi gjaldeyrisskiptasamninga. það er með öllu óskiljanlegt af hverju lífeyrissjóðirnir sóttust ekki frekar eftir því að fá auknar heimildir til að fjárfesta í innlendum ríkistryggðum skuldabréfum með raunávöxtun sem er líklega með því hæsta sem þekkist í heiminum og ríkistryggð, í stað þess að fjárfesta í erlendum verðbréfasjóðum,mis áhættusömum, og jafna út gengisáhættuna með gjaldeyrisskiptasamningum. Þetta er ekkert annað en óþarfa áhættusækni og óþarfa veðmálastarfsemi. Það er ekkert sem fær mig til að breyta þeirri skoðun minni. Erlendir sérfræðingar hafa haft á orði að Íslenskir lífeyrissjóðir hafi verið alltof áhættusæknir, sérstaklega í ljósi þess að besta ávöxtunin er beint fyrir framan nefið á okkur.
Varðandi sameiningu sjóða þá er mjög æskilegt að þeir verði fleiri ein einn svo við fáum einhverja samkepni og val. Varðandi hugmynd þína um skiptingu um að einn sjóður fjárfesti í ríkistryggðum bréfum og annar í einhverju öðru gengur ekki upp miðað við það lagaumhverfi sem sjoðirnir starfa eftir, ekki nema að þú sért að vísa í séreign. Ég er sammála þér að við eigum að hafa mun meira val um hvernig þessum peningum er ráðstafað.
Launakjör forstjóra og fjárfestingar.
Þegar ég var að skoða hreyfingar fjárfestinga á innlendum hlutabréfum LV á milli mánuða, 8 mánuði fyrir hrunið, þar sem ég var að skoða hvort sjóðurinn hafi gert eitthvað til að verja sig fyrir hugsanlegu hruni á fjármálamörkuðum eins og þeir höfðu gefið í skyn í yfirlýsingum sínum. Ég fékk sendar opinberar upplýsingar frá Kauphöll Íslands um tuttugu stærstu sem eru tuttugu stærstu eigendur tuttugu stærstu fyrirtækjana sem eru skráð í kauphöllini. Ég komst að því að hreyfingar nokkurra stærstu sjóðanna voru nákvæmlega eins á milli mánaða sem fékk mig til að hugsa hvort þörf væri á öllum þessum forstjórum og sjóðum sem væru í raun að gera það nákvæmlega sama og fjárfesta eins.
Varðandi fjölskyldutengslin.
Gunnar Páll Pálsson formaður VR og stjórnarformaður LV var í stjórn Kaupþings og samþykkti niðurfellingar ábyrgða lykilstarfsmanna og sat í lánanefnd bankans sem meðal annars samþykkti 500 milljarða króna lánveitingar til stjórnenda,eigenda og vildarvina bankans, konan hans Ásta Pálsdóttir er lykilstarfsmaður hjá Kaupþingi samkv. FME frá júlí 2003 Þorgeir Eyjólfssonar Forstjóra LV Kona hans er starfsmaður Kaupþings, sonurinn Lýður Þorgeirsson starfar samkvæmt enska starfsheitinu VP - Investment Banking at Kaupthing Bank.
Eða svo segir hann sjálfur og dóttir Þorgeirs er á fruminnherjalista, sem vara.stj.maður hjá Lýsingu sem er í eigu Exista en Guðrún Þorgeirsdóttir vinnur sem framkv.stjóri áhættustýringar hjá Exista sem var stærsti eigandi Kaupþings,LV var einn stærsti eigandi Exista,Kaupþing og Bakkavör.
Guðmundur B. Ólafsson Lögmaður VR Nanna E. Harðardóttir, forstöðumaður í Kaupþing banka, er eiginkona Guðmundar hún starfar við útlánaeftirlit Kaupþings (sem er innan áhættustýringar) og er sambærileg staða og Tryggvi Jónsson var í í Landsbankanum.Þau tvö voru svo á lista Morgunblaðsins yfir þá starfsmenn sem talið var að hefðu fengið lán sín afskrifuð hjá Kaupþingi.
Ótrúleg tilviljun þar sem þessir aðilar tengjast stærstu fjárfestingum LV. Ég spurði fyrst að því í des 2008 hvort einhverjir þessara aðila hafi notið vildarkjara eða niðurfellingu ábyrgða í bankanum. Svar hefur ekki enn borist.Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar um að fá svör já eða nei.
Það sem ég á við um yfirlýsingar sjóðanna vegna séreigna er að meðan þeir segja eignir séreigna verðlitlar segja þeir sömu eignir í lögbundna afar verðmiklar, vísa hér í hugsanlegt misræmi vegna áræðanleika verðmæta eigna við endurskoðum ársreikninga.
Varðandi yfirlýsingar og framsetningu rekstrarkostnaðar er ekki til þess fallin að gefa rétta mynd af kostnaðnum þar sem sjóðsfélagar eiga að vera virkir og fylgjast með því hvað verið sé að sýsla með ævisparnað okkar þá verður að setja fram tölur og upplýsingar á "íslensku" þannig að fólk skilji hvað verið er að segja.
Þakka annars áhugaverð og góð skoðanaskipti.
Kveðja
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 17.3.2009 kl. 21:54
Já þessi tengsl eru öll mjög vafasöm. Þetta einfaldlega verður að skoða. Vonandi mun sérstaki saksóknarinn fá bolmagn til að sinna öllum þeim þörfu verkefnum sem bíða hans.
Jeje (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.