Takk kærlega fyrir mig.

Þakka öllum þeim sem kusu í VR kosningunni kærlega fyrir stuðninginn og vil ég nota tækifærið og óska nýjum formanni, meðstjórnendum og L-lista, innilega til hamingju.

Þetta þýðir að litla lífeyrissjóðsmálið fékk góða kosningu til stjórnar í VR og er því baráttan rétt að byrja.

Kær kveðja og bestu þakkir fyrir mig.

Ragnar 

 

Kosning um formann í einstaklingsbundinni kosningu

 

 

Fjöldi atkvæða

% af greiddum atkvæðum

Kristinn Örn Jóhannesson

2651

41,9 %

Lúðvík Lúðvíksson

1904

30,1 %

Gunnar Páll Pálsson

1774

28,0 %

Tek ekki afstöðu

409

 

Kosning um þrjá stjórnarmenn í einstaklingsbundinni kosningu

 

 

Fjöldi atkvæða

% af greiddum atkvæðum

Ragnar Þór Ingólfsson

2394

59,6 %

Óskar Kristjánsson

1774

44,2 %

Ágúst Guðbjartsson

1695

42,2 %

Hallur Eiríksson

1690

42,1 %

Jón Hrafn Guðjónsson

1633

40,7 %

Kristófer Jónsson

1484

37,0 %

Gunnar Böðvarsson

1372

34,2 %

Tek ekki afstöðu

2724

 

(Rétt er að geta þess að þegar niðurstaðan var kynnt framboðum/frambjóðendum var hlutfall atkvæða þeirra sem voru í einstaklingskjöri til stjórnar ranglega reiknað. Það breytti þó engu um niðurstöðuna.  Þessi mistök hafa verið lagfærð hér að framan.)

Kosning um lista með framboðum 4 stjórnarmanna og 82 í trúnaðarráð

 

 

Fjöldi atkvæða

% af greiddum atkvæðum

L listi lýðræðis fyrir VR

3189

62,9 %

A listi trúnaðarráðs og trúnaðarm. VR

1879

37,1 %

Tek ekki afstöðu

1670

 

    

Samkvæmt framanskráðu og niðurstöðu sem varð á Nýársfundi trúnaðarráðs og trúnaðarmanna VR vegna kosningar varamanna í stjórn teljast eftirtalin vera réttkjörin skv. 20. gr. laga félagsins og hefst kjörtímabil þeirra á aðalfundi VR fyrir árið 2009 sem haldinn verður 2. apríl nk.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

glæsilegt og til hamingju.. ég veit að þú munt láta gott af þér leiða Ragnar. 

Óskar Þorkelsson, 11.3.2009 kl. 15:13

2 identicon

Innilega til hamingju

thi (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 15:29

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Til hamingju með glæsilega og mjög svo verðskuldaða kosningu.

Jóhann Elíasson, 11.3.2009 kl. 15:37

4 identicon

Frábært og innilega til hamingju með þetta.

(IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 15:42

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til hamingju, til hamingju, til hamingju. 

Ég er ekki viss um að fólk geri sér almennt grein fyrir því hve mikill sigur þetta er, því formenn VR voru búnir að koma hlutunum þannig fyrir að kraftaverk þurfti til að velta þeim og hirð þeirra úr sessi.

En það tókst og kraftaverkið varð að veruleika.

Þetta ætti að sýna fólki - og ekki bara VR félögum - að þótt það virðist óyfirstíganlegt er hægt að gera ótrúlegustu hluti ef samtakamátturinn og vilji til breytinga er fyrir hendi.

Þátttakan veldur hins vegar vonbrigðum en kemur ekki á óvart.

Til hamingju aftur, bæði með þitt kjör og annarra.

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.3.2009 kl. 15:45

6 Smámynd: Ágúst Guðbjartsson

Sæll Ragnar og til hamingju aftur.

Það fór um mig svona smá Framsóknar formanns fílingur þegar ég sá póstinn frá VR um endurreiknaða niðurstöðu sem síðasti maður inn í stjórn.

Það var varla að ég þorði að skoða póstinn en þetta er frábært og nú munum við láta gott af okkur leiða.

Ágúst Guðbjartsson, 11.3.2009 kl. 15:55

7 identicon

Til hamingju Ragnar.  Gott að sjá að þú lokar ekki blogginu þínu eins og nýkjörinn formaður.  Hvað hefur hann að fela?

http://vrkristinn.blog.is/blog/vrkristinn/

Jónas (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 15:57

8 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Til hamingju með frábæra kosningu, réttlætið sigraði í dag.

Baráttukveðja til allra sem í dag voru kosnir til stjórnar VR

Ragnar Borgþórs, 11.3.2009 kl. 16:02

9 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Ragnar, óska þér - Ágústi Guðbjartssyni og öðrum flottum frambjóðendum VR innilega til hamingju með kosninguna - VR (virðing & réttlæti..), þið eru vægast sagt "frábærir frambjóðendur" og eigð eftir að gera góða hluti fyrir samfélagið og félagsmenn VR.  Ég vil einnig óska VR til hamingju með nýjan formann og ég er sannfærður um að hann muni standa sig í sýnu starfi & gera góða hluti.  Ég vona INNILEGA að ykkur takist að REKA þennan Þorgeir sem hefur séð um "skelfilegar fjárfestingar lífeyrissjóðs VR" - hann hefur skammtað sjálfum sér ca. 30 milljónir á ári, auk þess að "troða ættingjum & vinum á spennan" - það væri rosalega flottur leikur hjá nýrri stjórn VR að láta taka á þessum lífeyrissjóðsmálum!  Ég vona einnig að þið farið í að "breyta lögum & reglum lífeyrissjóðanna" þannig að sjóðirnir fari "virkilega í að vinna í þeim málefnum sem við þegnar sjóðsins viljum", þar á meðal byggingu á íbúðum fyrir eldri borgara, fjárfesta í leiguhúsnæði sem þið leiguð út til okkar félagsmanna og margt annað sem skiptir máli.

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 11.3.2009 kl. 16:05

10 Smámynd: Ibba Sig.

Þetta eru fín úrslit og ég óska þér til hamingju með þetta Ragnar.

Ég tel að smánarleg útkoma A-listans sé tilkomin vegna stuðnings þessa fólks við Gunnar á Nýársfundinum þar sem hann fékk yfir 70% atkvæða. Hann dregur fólkið með reynsluna með sér í fallinu. 

Vona að ný stjórn hjá VR beiti sér fyrir breytingu á lögum í þá átt að auðveldara verði fyrir fólk að komast til áhrifa og jafnvel að kosið verði um hluta trúnaðarráðs þannig að þar verði hæfilegt sambland af reynslumiklu fólki sem og nýju liði. 

VR fólk hefur hér sýnt með afgerandi hætti að fólk vill breytingar og ætlar ekki að líða spillingu og óhóf. 

Ibba Sig., 11.3.2009 kl. 16:29

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Til hamingju Ragnar, svona kosningaúrslit auka bjartsýni á að einhverju verði hægt að breyta.

Magnús Sigurðsson, 11.3.2009 kl. 16:34

12 identicon

Til hamingju risaeðlan mín, haltu áfram að stækka og stækka þú veist heiðarleiki og bjartsýni er besta næring allra manna stollt   MAMMA 

dagny guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 16:39

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ragnar Þór, til hamingju með þessa góðu kosningu.  

60% atkvæða af greiddum er afgerandi sigur því þessi 18 þúsund sem ekki nýttu sér atkvæðaréttinn segja með því "mér er alveg sama" svo ekki geta þau heldur talist mótfallin kosningaúrslitunum. 

Kolbrún Hilmars, 11.3.2009 kl. 16:40

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Til hamingju Ragnar. Þetta er ótrúlegar stórt skref í baráttunni. Hleypur kjarki í aðra sem eru að berjast. Almenningur er búin að fá nóg af spillingunni og vonin um heiðarlegra samfélag styrkist við svona sigur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.3.2009 kl. 16:42

15 identicon

Glæsilegt hjá thér Ragnar Thór ! Ynnilega til hamingju... Kvedja Erna Bragadóttir

Erna Kristín Bragadóttir (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 16:50

16 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Glæsileg kosning, innilega til hamingju. Er hægt að fá skýrari skilaboð um að sjóðsfélagar vilja breytingar? Afgerandi úrslit og frábær niðurstaða.

Jón Agnar Ólason, 11.3.2009 kl. 16:50

17 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Til hamingju með félaga þína í LV. Þeir hafa skilið alvöru málsins. Þú áttir þetta skilið fyrir einarða framsentningu góðs málstaðar. Það hlýtur að vera styrkur fyrir þig að hafa þá á bak við þig núna.

Gísli Ingvarsson, 11.3.2009 kl. 16:58

18 identicon

Já merkilegt bloggið bara lokað hjá nýja formanninum í VR hmmmmmmmmm. Ég er að reyna að skilja þetta með það  með það hverir eru varamenn í stjórn. Voru þeir kosnir af gömlu klíkunni um sl. áramót?

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 17:13

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Innilega og hjartanlega til hamingju.  Þetta er góður dagur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2009 kl. 17:15

20 identicon

Innilega til hamingju með sigurinn kæri bróðir.   Nú er greinilega kominn tími breytinga í samfélaginu.  Ég trúi staðfastlega að þú haldir áfram  að leggja þitt af mörkum.  Frábær úrslit.

Vigdís Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 17:24

21 identicon

Innilega til hamingju.  :)

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 17:37

22 identicon

Mín var ánægjan að taka þátt í þessari kosningu.

Arnþór (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 17:39

23 identicon

Eg óska þér og öllum öðrum nýjum aðilum til hamingju með kosninguna.

Heyr, heyr. Nú höfum við í VR sýnt tekið af skarið og sýnt fram á að við viljum breytingar og tökum ekki í mál hagsmunatengsl og pot lengur.

Tekur undir að mín var ánægjan að taka þátt í kosningunni.:):):)

Áslaug Einarsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 18:14

24 identicon

Heill og sæll; Ragnar Þór - sem þið önnur; hér á síðu hans !

Til heilla mikilla; sem lukku allrar, með sigurinnn, yfir einum fúaraftanna, innan Verzlunarmannafjelags Reykjavíjur, ykkur Kristni Erni, sem öðrum siðbótarmönnum, þar innan búðar, til handa.

Mikilvægur áfangi; í baráttunni, við spillingaröflin.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 18:15

25 identicon

Hamingjuóskir, Ragnar. Þetta sýnir að einörð og velupplýst barátta skilar árangri. Og hugsanlega sýnir þetta líka að fólk kýs fremur heiðarleika og upplýsingar en klæki og útúrsnúninga.

Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 18:16

26 identicon

Þakka þér fyrir þína baráttu Ragnar, við erum mörg sem fylgjumst með þér og þínum skýra málflutningi.

Þú ert einn af boðberum nýja Íslands.  Haltu ótrauður áfram þó ekki væri nema vegna afkomenda okkar.

Burt með siðleysi spillingarinnar og upphefjum heiðarleika siðgæðis á nýja Íslandi.

Pétur Einarsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 18:28

27 Smámynd: Sigurbjörg

Ég vil óska þér svo og okkur öllum VR félögum til hamingju með þennan mikla sigur !  Þetta er merkur áfangi og verður okkur til góðs  

Sigurbjörg, 11.3.2009 kl. 18:36

28 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hjartanlega til hamingju Ragnar!

Þó svo að ég sé ekki félagsmaður í VR þá set ég mitt traust á þig í lífeyrismálum okkar.

Gangi þér og ykkur sem taka við félaginu allt í haginn.

Kveðja af sjónum.

Einar Örn Einarsson, 11.3.2009 kl. 18:39

29 identicon

Innilega til hamingju Ragnar, þú stóðst þig eins og hetja.

Hallur Eiríksson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 19:03

30 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Til hamingju Ragnar ég hef þá bjargföstu trú að réttlætið sigri að lokum, þetta er eitt skref sem vonandi brýtur ísinn og ryður brautina fyrir fleiri nauðsynlegum breytingum.

Hallgrímur Guðmundsson, 11.3.2009 kl. 19:53

31 identicon

Til hamingju Ragnar, nú kemur þú þínum málum á dagskrá.

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 20:02

32 identicon

Sæll Ragnar.

Til hamingju með glæsilegan sigur. Ég efast ekki um að þú eigir eftir að standa þig vel fyrir okkur félagsmenn. Sjáumst á mánudagskvöld á vinnufundinum hjá VR.

Verð að fá að bera hönd yfir höfuð mér og fá að mótmæla þeim fullyrðingum og ásökum að ofan að ég hafi verið spillt og siðlaus í starfi mínu í trúnaðarráði síðustu 6 ár!

Virðing og réttlæti,

Hildur Mósesdóttir

Hildur Mósesdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 20:05

33 Smámynd: Birgir Þórarinsson

til hamingu og megið þið öll ganga til góðra verka..

Birgir Þórarinsson, 11.3.2009 kl. 20:59

34 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hjól réttlætisins eru farin að snúast. Nú megum við ekki sofna á verðinum. Það er nóg eftir gott fólk, ormagryfjan er að opnast og hana þarf að hreinsa út.

Arinbjörn Kúld, 11.3.2009 kl. 22:56

35 identicon

Vildi bara óska þér til hamingju með þetta. Djö. er ég ánægður með þessa kosningu alla.

Keep up the good work og ekki falla í pyttinn og láta okkur þurfa að skipta þér/ykkur út.

Arnar (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 23:15

36 Smámynd: Laurent Somers

Til hamingju Ragnar, þú ert vel að þessu kominn

Laurent Somers, 11.3.2009 kl. 23:32

37 Smámynd: Jónína Óskarsdóttir

Hjartanlega til hamingju. Þú hefur staðið þig vel! Ég óska þér góðs gengis áfram í baráttunni!

Jónína Óskarsdóttir, 12.3.2009 kl. 00:21

38 identicon

Innilega til hamingju. Núna þarf eitthvað að fara gerast með ASÍ og þá mafíu alla.

Valsól (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 00:54

39 Smámynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Til hamingju.

Gunnar Þór Gunnarsson, 12.3.2009 kl. 09:17

40 identicon

Innilegar hamingjuóskir, var ein af þeim sem kaus þig, trúi á að miklar breytingar verði, er hætt við að ganga úr VR

hafdis harðardóttir (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 13:53

41 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Bestu óskir þetta er örugglega byrjun á farsælum ferli.

Helga Kristjánsdóttir, 13.3.2009 kl. 00:26

42 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Til lukku.  Samt, ég hlýt að vera eitthvað tregur því ég er ekki að ná þessum prósentum í einstaklingsbundinni kosningu, fæ út samtals 300,0%.  Segir að "... hlutfall atkvæða þeirra sem voru í einstaklingskjöri til stjórnar ranglega reiknað ... [þ]essi mistök hafa verið lagfærð hér að framan."

  

Ragnar Þór Ingólfsson

2394

59,6 %

Óskar Kristjánsson

1774

44,2 %

Ágúst Guðbjartsson

1695

42,2 %

Hallur Eiríksson

1690

42,1 %

Jón Hrafn Guðjónsson

1633

40,7 %

Kristófer Jónsson

1484

37,0 %

Gunnar Böðvarsson

1372

34,2 %

Tek ekki afstöðu

2724

N/A

300,0%???

Snorri Hrafn Guðmundsson, 17.3.2009 kl. 01:04

43 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Snorri

300% útskýrist af því að hver kjósandi mátti kjós 3 einstaklinga til stjórnar.

Kveðja

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 17.3.2009 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband