Svar við yfirlýsingu lífeyrissjóðs verslunarmanna.

Vegna viðtals í Silfrinu í dag vill undirritaður koma eftirfarandi ábendingum á framfæri:

Vegna yfirlýsingar Lífeyrissjóðs Verslunarmanna Vill Ragnar koma eftirfarandi á framfæri:

Í Silfri Egils, sunnudaginn 8. mars 2008, kaus viðmælandi Egils að blanda fjölskyldum forystumanna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á miður smekklegan hátt inn í málflutning sinn gegn stjórnendum og starfsemi lífeyrissjóðsins. Jafnframt voru settar fram margar fullyrðingar sem eru efnislega rangar og til þess fallnar að draga upp ranga mynd af því sem um var rætt.

Hvaða "margar"  fullyrðingar voru rangar ? Að það þurfi 133 einstaklinga á lágmarkslaunum sem ekkert gera annað en að borga forstjóralaunin. Og aðra 16 sem gera ekkert annað en að greiða undir glæsibifreið forstjórans og rekstur á honum?

Voru það fullyrðingar um rekstrarkostnað sem er tekin beint úr ársreikningum eða fullyrðingar um virði verðbréfa séreignasjóða sem er tekin úr þeirra eigin yfirlýsingum um virði þeirra?

Þegar ég minnist á að sjóðurinn væri rekin eins og fjölskyldufyrirtæki er ég að benda á að kona hans og börn gegna mikilvægum störfum eins og stjórnunarstörfum hjá fyrirtækjum sem sjóðurinn átti hvað mest undir í og er fullkomlega eðlileg spurning sem og tengingar aðalstjórnenda VR í sama fyrirtæki.

ÓTRÚLEG TILVILJUN! Kjáni ég að vera velta þessu fyrir mér og leyfa mér að halda að vildarsamningar hafi verið hjá flestum lykilstarfsmönnum bankans, nema hópnum sem ég nefni, og ábyrgðir voru felldar niður, af Gunnari Páli og stjórn bankans.

Því er alfarið vísað á bug að fjölskyldutengsl hafi haft áhrif á fjárfestingar sjóðsins t.d. í Kaupþingi en eiginkona undirritaðs hóf störf í Búnaðarbanka Íslands árið 1997, þ.e.a.s. þegar bankinn var enn í eigu ríkisins og eiginkona Gunnars Páls, stjórnarformanns lífeyrissjóðsins, var ráðin til almennra starfa í Kaupþingi áður en hann tók sæti í stjórn bankans. Að starf sonar undirritaðs sem sérfræðings í fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings hafi áhrif á ákvarðanatökur starfsmanna á eignarstýringarsviði lífeyrissjóðsins varðandi einstakar fjárfestingar er fullkomlega fráleitt og á ekki við nokkur rök að styðjast.

Ekki er spurningu minni um vildarsamninga svarað hér frekar en fyrri daginn, var ég að spyrja að því hvort störf sonar hans sem sérfræðings í fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings hafi haft áhrif á ákvarðanatökur starfsmanna á eignarstýringarsviði lífeyrissjóðsins?? Er ekki alveg með á nótunum þarna enda þetta svar fullkomlega fráleitt og á ekki við nokkur rök að styðjast.

Þar sem verið er að gera eignarhlut Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í Kaupþingi tortryggilegan vegna fyrrgreindra "meintra" tengsla ber að árétta að hann var svipaður eða minni en annarra stórra lífeyrissjóða. Þannig átti Lífeyrissjóður verzlunarmanna 2,64% í Kaupþingi samkvæmt hlutaskrá 9. október 2008 en Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 3,38% og Gildi lífeyrissjóður 2,70% á sama tíma.

Þann 2. september 2008 átti Lífeyrissjóður Verslunarmanna 3,2% í Kaupþingi, bendi á viðskipti með Kaupþingsbréf frá september byrjum fram að hruni sem eru meira en lítið áhugaverð, bréfaeign í Exista voru í árslok 2007 1,8% en var komin í 3,99% rétt fyrir hrunið. Eign LV í Bakkavör fór úr 5,6% í 6,43% yfir sama tímabil.

Ég bendi þeim sem hafa áhuga á að kynna sér hreyfingar á bréfaeign sjóðsins að fá upplýsingar frá Kauphöll Íslands sem kallast tuttugu stærstu sem eru opinber gögn um tuttugu stærstu eigendur tuttugu stærstu fyrirtækja innan kauphallarinnar. Lífeyrissjóður Verslunarmanna var því langstærsti eigandi Kaupþings miðað við aðra lífeyrissjóði í gegnum krosseignatengsl tengdra félaga.

Lífeyrissjóðirnir lúta sem aðrar fjármálastofnanir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Ársreikningar lífeyrissjóðanna eru gerðir upp samkvæmt reglum og fyrirmælum FME. Hrun viðskiptabankanna í október 2008 og óvissa í íslensku efnahagsumhverfi í kjölfarið hefur haft í för með sér niðurfærslu á skuldabréfaeigninni og afskriftir á stórum hluta innlendrar hlutabréfaeignar sjóðsins. Fullyrðingar í viðtalinu um að slíkt hafi ekki verið framkvæmt í ársuppgjöri LV eru því rangar. Eftir sem áður er meginhluti eigna lífeyrissjóðsins í traustum verðbréfum sem munu halda verðgildi sínu og bera góða ávöxtun til framtíðar. Eins og áður hefur komið fram í opinberum upplýsingum frá lífeyrissjóðnum átti sjóðurinn ekki óveðtryggð skuldabréf/víxla nokkurra fyrirtækja sem verið hafa í fréttum að undanförnu t.d. Stoða, Landic Property, Nýsis, Milestone, Baugs, Teymis, 365, Kögunar, Mosaic Fashions og Atorku. Skuldabréf eftirtaldra útgefenda, í eigu sjóðsins, voru til varúðar færð niður að hluta og/eða öllu leyti; Exista, Fl Group, Samson og Eimskip. Ekki var talin ástæða til að færa varúðarafskriftir vegna skuldabréfa eftirtalinna útgefenda; Skipti (Síminn), Tryggingamiðstöðin, Landsvirkjun, RARIK, Alfesca, Bakkvör, Orkuveita Reykjavíkur og HB Grandi.

Hver er skipting skuldabréfaeignar sjóðsins á milli fyrirtækja?

Ég sendi þeim þessa spurningu ásamt fyrirspurn um gjaldeyrisskiptasamninga sjóðsins. Þeir neituðu að gefa mér þessar upplýsingar og vísuðu í lög um upplýsingaskyldu. Meðan þessar upplýsingar liggja ekki fyrir, skiptir engu máli hvaða fyrirtæki Þorgeir gefur upp, heldur upphæðirnar sem eru í gangi. Áttu þeir skuldabréf í Exista fyrir 5 milljarða og í Landsvirkjun fyrir milljón ??  Bendi á að VR gaf mér upp allar upplýsingar um verðbréfaeignir og gjaldeyrisskiptasamninga VR en ekki Lífeyrissjóðurinn ???

Vegna sterkrar stöðu lífeyrissjóðsins fyrir kreppuna og virkrar dreifingar eigna munu lífeyrisgreiðslur og réttindi haldast óbreyttar frá síðustu áramótum. Þetta eru góðar fréttir, ekki síst í ljósi þess að frá 1997 hafa lífeyrisréttindi sjóðfélaga verið hækkuð um 21,1% umfram verðlagsbreytingar.

Á þessu tímabili var hlutfall iðgjalds af launum hækkað um 20% eða úr 10 í 12%. Lífeyrisréttindi voru hækkuð um 7% árið 2006 sem var eitt mesta uppgangstímabil í sögu verðbréfa, restin skráist á lagabreytingu sem tók gildi árið 1998 sem tryggði sjóðsfélögum lágm. tryggingu lífeyris. Lögin: Lágmarkstryggingavernd sem lífeyrissjóður veitir miðað við 40 ára inngreiðslutíma iðgjalds skal fela í sér 56% af þeim mánaðarlaunum sem greitt er af í mánaðarlegan ellilífeyri ævilangt frá þeim tíma sem taka hans hefst, þó ekki síðar en frá 70 ára aldri, sbr. 14. gr. Fyrir þann tíma gátu lífeyrissjóðir sem voru yfir 90 talsins afskrifað áunnin réttindi launafólks með einu pennastriki ef þeir voru illa reknir. Þó sjóðir hafi verið mun fleiri í þá daga er kostnaður við sjóðina í dag mun meiri þótt færri séu.

Að sjóðurinn hafi sýnt aðra hæstu ávöxtun meðal lífeyrissjóðanna síðustu árin er grundvöllurinn að hækkun réttindanna.Tryggingafræðileg staða sjóðsins um sl. áramót var neikvæð um 7,2% sem er innan þeirra marka sem lög mæla fyrir um og kom því ekki til lækkunar réttinda og lífeyris um síðustu áramót. Rekstrarkostnaður LV hefur ætíð verið með því lægsta sem gerist meðal lífeyrissjóða landsins og var til dæmis 0,06% í hlutfalli af eignum á árinu 2008.

Eignir voru í árslok 2008 rúmir 248 milljarðar. Þá ætti rekstrarkostnaður 0,06% einungis að vera um 149 milljónir. Þegar launakostnaður einn og sér er yfir 270 milljónir getur þetta ekki staðist, enda gufar þessi raunkostnaður ekki upp í bókhaldstilfæringum, svo mikið er víst.

Þorgeir Eyjólfsson forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna:“Rekstrarkostnaður LV hefur ætíð verið með því lægsta sem gerist meðal lífeyrissjóða landsins og var til dæmis 0,05% í hlutfalli af eignum á árinu 2007”.

Eignir voru í árslok 2007 rúmir 269 milljarðar. Þá ætti rekstrarkostnaður 0,05% einungis að vera 135 milljónir.

Úr ársreikningi LV 2007.

Lífeyrissjóður Verslunarmanna.

Fjárfestingargjöld

Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 221.211.000

Rekstrarkostnaður

Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 203.215.000

Samtals Rekstrarkostnaður                                                        424.426.000

Þar af:

Launakostnaður                                                                          270.000.000

Þorgeir Eyjólfsson framkv.stjóri                                                     30.000.000

Stöðugildi eru 27,5

 

Hvað ætli Þorgeir sé með í laun sem hlutfall af þjóðarframleiðslu eftir skatta og afborganir lána ?

Líklega væri útkoman ekki mjög há.

 Ef það væri keppt í villandi framsetningu talna væri Þorgeir Eyjólfsson líklega Íslandsmeistari. Þessi framsetning er fullkomlega fráleit og á ekki við nokkur rök að styðjast.

Ranglega var fullyrt af viðmælanda í viðtalinu að bygging og rekstur íbúða fyrir aldraða rúmist innan fjárfestingaheimilda lífeyrissjóða samkvæmt lögum. Lífeyrissjóðir mega einungis eiga fasteignir að því marki sem þarf vegna reksturs þeirra. Fullyrðingar um annað eru rangar.

Úr 36gr. Laga um fjárfestingastefnu lífeyrissjóða.

(10) 1) Þó er lífeyrissjóði heimilt að eiga stærri hluta en 15% í fyrirtæki sem eingöngu sinnir þjónustuverkefnum fyrir lífeyrissjóðina sjálfa. Þetta er að sjálfsögðu túlkunaratriði en sjóðirnir hafa ekki lagt sig mikið fram við að sinna þessum þörfum sjóðsfélaga svo mikið er víst.

Meginniðurstöður ársreiknings eru lífeyrissjóðirnir skyldaðir að lögum að birta opinberlega. Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur birt auglýsingu um starfsemi sjóðsins árlega í áratugi. Framsetning upplýsinga í texta tölum og mynd var í ár með hliðstæðum hætti og undanfarin ár. Vangaveltur um að auglýsing sjóðsins hafi eitthvað með yfirstandandi stjórnarkosningu í VR að gera eiga sér enga stoð.

Eitt sem ég hef reynt að gera í málflutningi mínum er að benda á að fólk er ekki fífl! Það sem Þorgeir er að benda á,  er sú einskæra tilviljun að Auglýsingin sem sjóðurinn birti daginn fyrir kosningar í VR með villandi framsetningu talna og fegrun bókhalds. Þetta er mátulega trúðverðug skýring og dæmi hver fyrir sig.

Það er miður að umfjöllun um svo mikilvæg málefni sem hér um ræðir og varða lífeyrisréttindi tugþúsunda sjóðfélaga, byggi ekki á traustari grunni en ummæli í framangreindu viðtali bera vitni. Vitanlega á gagnrýnin umræða um stefnu og störf stjórnenda Lífeyrissjóðs verzlunarmanna fullan rétt á sér. Sjóðfélagar sem hagsmuna eiga að gæta í lífeyrissjóðnum eiga á sama tíma kröfu til þess að til slíkrar umræðu sé vandað og að hún styðjist við rök og málefnalegar forsendur.

Ég vísa þessum ummælum til föðurhúsana eiga þau meira við um lífeyrissjóðana en þá gagnrýni sem á þá dynja þessa dagana.

Þorgeir Eyjólfsson forstjóri

Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

Ragnar Þór Ingólfsson

Verslunarmaður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Guðbjartsson

Þú færð að ræða þessi mál á morgun þegar þú verður komin í stjórn VR við þá fjóra stjórnarmenn VR sem skipa sæti VR í stjórn LV.

Benedikt Vilhjálmsson, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir,Jóhanna E. Vilhelmsdóttir og Gunnar Páll.

Þrjú verða allavega en í stjórn VR eftir morgundaginn.

Ágúst Guðbjartsson, 10.3.2009 kl. 11:26

2 identicon

Ég verð nú að segja að þetta svar sjóðisins er mun lélegra en ég átti von á, og þeir í raun staðfesta allt sem þú hefur látið á þeim dynja með því einu að fara eins og köttur í kringum heitan graut og koma sér hjá því að svara beinum spurningum, því það eru viðbrögð þeirra sem hafa eitthvað að fela.

Til hamingju Ragnar

(IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 11:32

3 identicon

Þú svaraðir mér ekki Ragnar. ég sýndi fram á í síðustu færslu að þú laugst. þú værir góður í pólitík. Lestu síðustu færsluna mína yfir. Ég er búinn að rekja samtöl okkar og það sést greinilega að þú ferð með ósannindi. Börn hans eða maki gegna ekki lykilstöðum.

Helgi (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 12:06

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Haltu áfram að knýja á Ragnar, þeir eru allavega farnir að svara og það kemur sá tími að útúrsnúningar duga ekki.

Magnús Sigurðsson, 10.3.2009 kl. 12:21

5 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Helgi

þú ert væntanlega að vísa í skilgreiningu FME um lykilstarfsmenn.

Gott að hafa einhvern hér inni sem talar máli sjóðsins. Búin að breyta þessu yfir í stjórnunarstöður enda Guðrún Þorgeirsdóttir framkvæmdastjóri hjá Exista og á fruminnherjalista sem varastj.maður hjá Lýsingu og er þannig í lykilstöðu fyrirtækis sem er í eigu Exista og fellur undir mína skilgreiningu á lykilstjórnanda. Lýður Þór starfar sem sérfræðingur hjá fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings. Hann skilgreinir sig sjálfur samkvæmt enska starfsheitinu  VP - Investment Banking at Kaupthing Bank. Sem hlýtur að teljast nokkuð gott og mikið starf.

Nú kallar þú mig lygara. Nú þætti mér afar vænt um að þú farir með þinn málflutning eitthvað annað nema að þú sért tilbúin að koma undir fullu "réttu" nafni og starfheiti. Þar sem það eru klárlega fleiri mótsagnir í málflutningi lífeyrissjóðsins heldur en hjá mér. Ef þetta voru þá allar athugasemdirnar hjá þér varðandi þetta stóra mál þá er nú fokið í flest skjól.

Heitir þú nokkuð Þorgeir?

Ragnar Þór Ingólfsson, 10.3.2009 kl. 12:27

6 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Það er greinilegt að mótrök skósveina Þorgeirs & félaga eru afar rýr fyrst málflutningurinn samanstendur af hártogunum og útúrsnúningum. Annað hvort eru viðkomandi aðilar algerlega úti á þekju varðandi aðalatriði málsins eða þeir eru vísvitandi að þyrla upp ryki til að byrgja öðrum sýn.

Það greinilegt að titringur er farinn að gera vart við sig hjá ákveðnum "toppum" hjá sjóðnum og er það vel; nógu lengi hafa þeir fengið að sitja óáreittir að kjötkötlunum og það á kostnað sjóðsfélaga. Farnist þér sem allra best í framhaldinu, Ragnar, og sláðu hvergi af gagnrýninni. Þessu er fólk búið að bíða eftir.

Ragnar í stjórn VR!

Jón Agnar Ólason, 10.3.2009 kl. 14:06

7 identicon

Legg líka til að fólk skoði í þessari skýrslu LIVE erlend hlutabréf.

Ef ég man rétt þá jukust eignir úr 83milljörðum í 86 milljarða.  Þetta var á bilinu 3-4% ávöxtun.  Bíðið nú alveg hæg!  Hefur ISK ekki veikst um amk ca. 60-65% á síðasta ári?

Er þá ekki verið að segja okkur að LIVE hafi tapað nærri 60% af eignum sínum erlendis m.t.t veikingar ISK?    Hvað segja fréttamiðlar okkur að erlendir lífeyrissjóðir hafi tapað miklu?  Var það ekki á bilinu 10-25%?

 Hvers vegna svona mikið tap?  Nú í ofan á lag þá færir LIVE 15 milljarða í varúðarráðstöfun vegna gengisskiptasamninga.  Erlenda hlutabréfa eignin er s.s. á rýrna niður í 71 milljarð eða um auka 20%.   

Ég spyr hvers vegna tapar LIVE svona miklu á erlendri eign sinni?  Hvernig leit eignasafnið út?

Er ekki rétt að rannsaka þetta örlítið?

Ólafur Gylfason (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 16:58

8 identicon

Ragnar.

Vona að þér takist að komast í stjórnina og fáir tækifæri til að knýja fram þær breytingar sem þarf.  Þetta er óþolandi gjörsamlega og hefur verið í mörg ár bara versnað.  Þessir menn haga sér eins og Bubbi Kóngur í ríki sínu.

Þórður (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 17:08

9 identicon

Sæll Ragnar, 

Sá viðtalið við þig í Silfri Egils og fannst þú standa þig með sóma, sem og einnig í svörum þínum hér að ofan!  Þú færð mitt atkvæði í VR-kosningunni!

Baldvin Haukur Júlíusson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 18:28

10 identicon

ertu að grínast? Lestu það sem skrifaði í síðustu færslu þinni. Þú sakar heila fjölskyldu um að hafa fengið vildarkjör og spyrð ekki hvort heldur hversu mikið þeir hafa fengið þótt þú hafir ekkert sem bendir til þess að þau hafa fengið eitthvað. Ég bendi þér á þetta og þú segir að ég sé að miskilja og þú sért að benda á fjölskyldu Þorgeirs sem ástæðu LV að þrjóskast við að kæra KB banka. Í silfrinu á 42mín spyrð þú hvað þessi fjöslskylda hefur fengið í vildarkjör.

Þarna ert þú að segja ósatt viljandi. samkvæmt mínu kokkabókum gerir það þig að lygara.  

ég kalla lykil starf þegar maður getur tekið stærstu ákvarðanir bankans. 

Helgi (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 18:29

11 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Helgi

Eigum við ekki að leyfa þorgeiri og fjölskyldu að svara spurningunni um vildarkjörin áður en þú ferð offari með þessum lygaáróðri þínum, þar sem þú vísar í túlkun á orðalagi sem ég skriafði í grein í Janúar síðastliðinn þar sem þessu var óbeint beint til þessara aðila en beint að Guðmundi lögmanni VR og Nönnu konu hans sem starfar hjá Kaupþingi sem voru á lista morgunblaðsins yfir aðila sem fengu niðurfelldar skuldir. það er með hreint ólíkindum hvað þú nennir að eyða tíma í þetta orðalag þessarar færslu síðan í janúar. Þetta er svo langt frá kjarna málsins að það hálfa væri nóg, er þetta ekki gott dæmi um áróðursherferð lífeyrissjóðsins sem er sorglega slappur að mínu mati.

Ég hafði hug á að endurskoða þessa færslu og breyta orðalagi en er hættur við það og læt hana standa og stend við hana 100% þökk sé dónaskap þínum hérna, ég er nú þegar búin að taka ábendingum þínum og breyta orðalagi á einni færslu þar sem þú skrifaðir á málefnalegum nótum en nú segi ég stopp.

Enn og aftur bið ég þig að skrifa undir réttu og fullu nafni ásamt starfsheiti þar sem þú ert komin í þetta skítkast, ekki kalla ég Þorgeir lygara þrátt fyrir ótal mótsagnir og misvísandi túlkanir á tölulegum staðreyndum.

Ég er með IP töluna þína og kæri mig ekki um svona nafnlausar svívirðingar á blogginu mínu. Því bið ég þig í síðasta skipti að koma fram undir réttu nafni eða ég neyðist til að loka á athugasemdir frá þér. 

Kær kveðja

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 10.3.2009 kl. 18:48

12 Smámynd: Frikkinn

Fór að kjósa í dag , fannst dáldið merkilegt að það var boðið upp á "aðstoð" við að kjósa , afþakkaði pent og spurði hvort þetta væri sovétskur kjörklefi. Og þá veltir maður fyrir sér hvort kosningin sé leiðbeinandi .    Baráttukveðja

Frikkinn, 10.3.2009 kl. 19:31

13 identicon

Ég styð þig Ragnar,þú hefur hreyft við kerfinu og þeim sem því stjórna.

Gangi þér vel. Kv.Hallur

Hallur Eiríksson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 22:28

14 identicon

Heill og sæll; Ragnar Þór, sem þið önnur - hér á síðu hans !

Athyglisverð lesning; sem kemur þó ekkert á óvart. Hinn velmegunarbólgni Þorgeir Eyjólfsson, og hans slekti, þarf að hypja sig, sem fyrst.

Annars; ........ er keppikefli mitt; helzt, Ragnar minn, að þessum sjóða skröttum verði lógað (það er; sjóðunum sjálfum - ekki starfsfólkinu), og greiðendur fá hverja krónu endurgreidda.

Mætti ekki; nota húsnæði Lífeyrissjóðanna, sem endurhæfingar búðir, fyrir frjálshyggjuhjarðir Sjálfstæðisflokks - Samfylkingar og Framsóknar flokks - og svo einhverjar skonsur, fyrir Kommúnista hreyfingu Steingríms J. Sigfússonar - enn eins, fjölmargra velunnara sjóða sukksins, gott fólk ?

Meiri; andskotans viðbjóðurinn !

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 01:41

15 identicon

Er ekki með atkvæðisrétt sjálf, en sonur minn er búin að kjósa rétt

(IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 09:45

16 identicon

Sæll Ragnar. Ég óska þér alls hins besta í kosningunum. Eftir að hafa hlustað á þig í sjónvarpinu á sunnudaginn og séð hvernig framkvæmdarstjóri LV reynir að klóra sig í gegnum ávirðingar þínar með því að nota heimasíðu lífeyrssjóðsins sem sína eigin, sendi ég honum tölvupóst.

"Gott kvöld Þorgeir.
Sem greiðandi í lífeyrissjóðinn hef ég ekki þá þann sama aðgang að heimasíðu
lífeyrssjóðsins og þú, þ.e. að koma mínum skoðunum á framfæri. Eða er þessi
vefur bara fyrir starfsmenn lífeyrssjóðsins að svara , að því sem þeim finnst,
ávirðingum frá sjóðsfélugum?? Og fyrst þú lagðist svo lágt að svara viðkomandi
aðdróttunum viltu þá ekki upplýsa okkur, þá sem borga í lífeyrssjóðinn, á
heimsíðu lífeyrissjóðsins hvað þú ert með í laun á mánuði, heildarlaun með
bifreiðahlunnindum og öllu tilheyrandi. Fyrst þú getur notað heimasíðu
lífeyrssjóðsins míns til þess að svara aðdróttunum þá ætti þér að vera í lófa
lagi að svara þessari litlu spurningu.
.

"Gott kvöld Þorgeir.
Sem greiðandi í lífeyrissjóðinn hef ég ekki þá þann sama aðgang að heimasíðu
lífeyrssjóðsins og þú, þ.e. að koma mínum skoðunum á framfæri. Eða er þessi
vefur bara fyrir starfsmenn lífeyrssjóðsins að svara , að því sem þeim finnst,
ávirðingum frá sjóðsfélugum?? Og fyrst þú lagðist svo lágt að svara viðkomandi
aðdróttunum viltu þá ekki upplýsa okkur, þá sem borga í lífeyrssjóðinn, á
heimsíðu lífeyrissjóðsins hvað þú ert með í laun á mánuði, heildarlaun með
bifreiðahlunnindum og öllu tilheyrandi. Fyrst þú getur notað heimasíðu
lífeyrssjóðsins míns til þess að svara aðdróttunum þá ætti þér að vera í lófa
lagi að svara þessari litlu spurningu. "

Hann hefur ekki ennþá haft fyrir því að svara þessari fyrirspurn minni. En í framhaldi af svari hans á heimasíðu lífeyrissjóðsins okkar hefur þú ekki farið fram á að fá að birta andsvar við hans svari á heimasíðunni okkar ??? Mér þætti gaman að vita það

Kv. thi.

thi (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 10:27

17 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka öllum innlit, athugasemdir og frábæran stuðning.

Frikkinn: Sovétskir körklefar.. Góður!!

Hallur: Takk sömuleiðis, þú átt fullt erindi þarna inn og átt allan minn stuðning.

Óskar:Hvar væri ég án Óskars, þetta hefði verið slattanum lélegra og leiðinlegra hefði athugemda þinna ekki notið við sem og kveðjur þínar sem hafa stappað í mig stálinu þegar á móti blæs..

Og Sigurlaug, alltaf ertu óþreytandi að peppa mig upp í þessari baráttu minni. Enda þessi stuðningur og velvilji það sem knýr mann áfram, að ég hélt í fyrstu, vonlausu baráttu gegn þessum hákörlum sem virðist vera að skila sér í mun opnari umræðu um þessi mál.

thi.

þetta er mjög góð athugasemd hjá þér.

Ég hef ekki farið fram á að fá andsvör mín birt á heimasíðum lífeyrissjóðs verslunarmanna né landsambands lífeyrissjóða þó að þessir aðilar hafi notað þann vettvang óspart í andsvörum sínum og ítrekað gert lítið úr málflutningi mínum.

Ég er þeirrar skoðunnar að ef það á að nota þessar heimasíður skal það vera gert í opinni umræðu sjóðsfélaga en ekki sem einkamálgagn forstjóranna.

Þetta er mjög góð ábending sem vert er að skoða betur.

Kveðja

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 11.3.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband