20.2.2009 | 10:43
Hagfræðin með augum asna.
Lífeyrissjóðir:
Nú er mikið í umræðunni að erlendar eignir sjóðanna séu traustar og vel tryggar í hinum ýmsu fjárfestingasjóðum hingað og þangað um heiminn. Þá hafa þeir sem fjárfesta ævisparnaði fólks helst einir á orði, þessa meintu gæfu og verðmæta sem þær eignir bera.
Þegar innleysa á sparnaðinn tala þeir hinsvegar um hversu erfiðlega gangi að losa þessar eignir vegna markaðsaðstæðna því lítið fáist fyrir þessar mjög svo verðmætu eignir við núverandi ástand því seljanleiki á mörkuðum sé lítill sem engin.
Ástandið:
Framleiðsla og verðmætasköpun.
Algert hrun blasir við í framleiðslu í Asíu og talið er að ástandið þar verði litlu skárra en í bílaiðnaðnum. Engin treystir neinum þ.e. fyrirtæki sem voru með 60-90 daga krít hjá framleiðendum sem þeir höfðu skipt við til fjölda ára og áratuga þurfa nú að fyrirfram greiða vörur eða tryggja með himinháu álagi og okurvöxtum.
Þetta á ekki bara við um Ísland heldur alla heimsbyggðina.
Við erum fremst í skrúðgöngu alheims efnahagshrunsins.
Allstaðar blasir sama ástandið við. Olíutunnan komin undir 35 dollara,hrun á álverði og stálverði vegna þess að framleiðendur í Asíu sem og annars staðar í heiminum eru farnir að draga til baka fyrirframpantanir á hráefni og búa sig undir það versta. Framkvæmdir í Dubai hafa dregist gríðarlega saman og útlit fyrir samdrátt og frestun stórra verkefna, og þá er nú mikið sagt. Fraktskip heimsflotans sem áður voru yfir full eru farin að sigla á milli heimsins hafna hálf tóm. Svissneska bankakrefið er á barmi hruns með öllu tilheyrandi, og svo mætti lengi telja.
Áhrifa er farið að gæta á hruni bílaiðnaðarins svo um munar sem hefur svo dómínó áhrif út í aðra framleiðslu. Hættan á alheimskreppu er því mjög raunveruleg því þegar fjármagn til vörukaupa þrítur koma hin eiginlegu sýndarverðmæti bréfaeigna og peninga í ljós.
Ef spár ganga eftir mun vantraust jarðarbúa á banka og fjármálakerfi heimsin verða algert og ekki var það nú mikið fyrir, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Meðan á öllu þessu gengur prenta Bandaríkjamenn peninga eins og engin sé morgundagurinn, dæla þeir fjármagni í góðar og mis vonlausar peningahítur, til að halda uppi þegnum sínum á kostnað allra sem eiga undir með dollar. Því með hverjum prentuðum pening, rýrist verðgildi hinna sem fyrir eru í umferð verðbólga sem er þekkt fyrirbrigði á Íslandi svo ekki sé meira sagt.
Nýjasti björgunarpakki Bandaríkjamanna var uppá litla 90.000 milljarða og hvetja þeir bandaríska framleiðendur til að kaupa sem minnst af hráefni erlendis frá. Þeir sem hafa einhvern skilning á fjölda framleiðslu fjármagns vita að þessi leið er engu betri en að pissa í buxurnar til að halda á sér hita.
Hættan á þessu er sú að þegar markaðir á Asíu, sem eiga allt undir í framleiðslu, hrynja gæti dollarin þar af leiðandi hrunið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum því ekki hafa Kínverjar verið svo íkja hrifnir af Kananum nema þá helst vegna þeirra gríðarlegu viðskipta sem dollarinn færir þeim.
Hvað hefur allt þetta að gera með Lífeyrissjóði á Íslandi?
Þar sem hin eiginlega stoð pappírspeninga-og bréfa hagkerfisins þ.e.framleiðsla, verslun,vinnuframlag osfrv. Er að hruni komið um gjörvallan heim. Hljóta böndin að beinast að því sýndarveruleika hagkerfi sem trónir yfir hinni eiginlegu vermætasköpun. Ef rétt reynist þá er sú stoð eins og tannstöngull sem heldur uppi 40ft. gám miðað við stærð pappírspeninga-og bréfa hagkerfisins.
Ef framleiðslan á að vera þessi margfrægi gullfótur þessa sýndarmennskubrjálæðis þá væri nær að nota orð eins og líkþorn, í besta falli tánögl í því samhengi.
Hvað gerist þegar kemur að skuldardögum og innlausna þessara sýndareigna?
Á einhverjum tímapunkti þarf að núllstilla og leiðrétta þetta sýndarmennskubrjálæði sem pappírs- og bréfa hagkerfið er orðið. Hagkerfi sem er í raun ekkert annað en, þú skuldar mér og ég skulda þér, í formi samninga og bréfa sem einskis eru virði þegar á reynir.
Þegar hin raunverulega undirstaða lífsgæða og verðmætasköpunar er að hruni komin hljóta menn að spyrja hvað sé á bak við allar þessu gríðarlegu eignir sem hinir og þessir sjóðir eiga úti um allan heim. Þegar hrunið á hlutabréfum, sem eru hlutir í fyrirtækjum sem fyrir utan bankana eru þau einu sem skila einhverjum eiginlegum verðmætum eru ekki lengur verðmæt hversu mikil raunveruleg verðmæti eru þá eftir í sýndarveruleikahagkerfinu?
Eru Lífeyrissjóðirnir að Brenna Inni með eigur okkar og ævisparnað til að kaupa sér frið og tiltrú til að viðhalda því stöðuga valdalýðræði sem viðgengist hefur um áratuga skeið í kringum þessar peningahítur?
Er það sama að gerast með erlendar eigur sjóðanna, sem telja um 30% af uppsöfnuðum ævisparnaði okkar eða um 480 milljörðum króna, og gerðist þegar lífeyrissjóðirnir löggðu nær allt hlutafé sitt undir í fjármálasukk bankana með tilheyrandi óbjóði og töpuðu yfir 340 milljörðum króna eða yfir 95% af öllu innlendu hlutafé sparifé launþega með því að veðja á rangan hest.
Veðmálin með íslensku krónuna kom svo endanlega í veg fyrir að gríðarlegur gengishagnaður innleystist við sölu erlendra eigna við fall fjármálakerfisins á Íslandi. Nú þegar stoðir fjármálakerfa annara landa eru að hruni komnar, verða erlendar eigur okkar líklega á endanum verðlausar ef ekki verður gripið til aðgerða strax.
Ætla sjóðirnir að halda í erlendar fjárfestingar sínar þar til þær verða verðmætar aftur?
Það gæti þýtt að falsávöxtun þessara eigna gæti Ólíklega en hugsanlega tekið mörg ár ef ekki áratugi að ná ofmetnu verðgildi sínu í dag á meðan þjóðinni blæðir.
Hvert er raunvörulegt verðgildi innlendra og erlendra eigna lífeyrissjóðana?
Úr yfirlýsingu frá Landssamtökum Lífeyrissjóða:
Tillögur um fyrirframgreiðslu á séreignarsparnaði þurfi að taka mið af því að ekki sé hægt að greiða séreignarsparnað út nema búið sé að selja verðbréf sem fjárfest hefur verið í. Til þess að hægt sé að selja fjárfestingar og breyta í laust fé þurfi einhver kaupandi að vera til staðar. Í dag sé seljanleiki á verðbréfamörkuðum lítill sem enginn og því verulegum vandkvæðum bundið að selja fjárfestingar sjóðanna.
Ef opnað er fyrir útgreiðslu á séreignarsparnaði án þess að hugað sé að því að breyta fjárfestingum í laust fé sé hætta á að fjárfestingar sjóðanna lækki, þó að ekki takist að selja nema lítinn hluta þeirra. Raunveruleg hætta sé á að eignaverð myndi lækka verulega og ekki væri hægt að greiða sjóðfélögum séreign sína út. Inneign allra sjóðfélaga myndi skerðast, óháð því hvort þeir óski eftir fyrirframgreiðslu.
Úr grein eftir Arnald Loftsson, framkvæmdastjóra Frjálsa lífeyrissjóðsins, Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins, Marinó Örn Tryggvason, forstöðumann eignastýringar fagfjárfesta hjá Kaupþingi og Tryggva Guðbrandsson, framkvæmdastjóra Íslenska lífeyrissjóðsins.
Greinin birtist í morgunblaðinu 15 febrúar.2009
Þetta eru sömu mennirnir og segja okkur að tap lífeyrisjóðanna sé einungis 2,3% að nafnvirði.Meðan eignir gömlu bankanna teljast vera um 25% upp í skuldir. Hafa ofmetnar eignir þeirra því rýrnað um minnst 75%. Bankarnir voru helstu ráðgjafar lífeyrissjóðanna.
Hversu lengi eigum við að trúa og trúa ?
Hvað þarf að tapa miklu svo fólk átti sig á alvarleika málsins ?
Margt af því sem við erum mötuð á í dag er hafið yfir alla almenna skynsemi.
Af hverju í ósköpunum er fólki ekki gefið það lýðræðislega val að taka út séreignasparnað sinn sem bankar og lífeyrissjóðir tældu fólk í á forsendum sem eru löngu brosnar.
Það er með öllu óskiljanlegt hvað þessir menn geta gengið langt með því að skamta hluta af okkar eigin peningum með hægri, meðan þeir hirða uppsafnaða eign okkar í fasteignum með vinstri.
Við eigum ekki að vera hrædd við að segja okkar skoðanir á hlutunum þó við þekkjum ekki málin í þaula eða teljum okkur ekki hafa menntun til.
Ef höfum raunverulegan skilning á því hversu mikið við fáum fyrir íslenskan 5.000 krónur seðil þá er það eitt og sér er nægjanleg prófgráða til að hafa eitthvað um málin að segja. Þessi grunn þekking er ekki til staðar hjá mörgum sem allt þykjast vita um eiginleg verðmæti.
Horfum á hlutina út frá frjálsri hugsun og raunverulegum gildum og látum ekki völd fárra villa okkur af leið með bóklærðum útúrsnúningum og talnafléttum.
Guð blessi Ísland og ekki veitir af.
Ragnar Þór Ingólfsson
Er asni sem enga prófgráðu hefur en með kjánaskap sínum gleypir ekki við öllu sem forstjórarnir segja.
Athugasemdir
Frábær grein hjá þér. Gætum við mögulega selt bréf í Þýskalandi og keipt gull í Sviss ? Bjargað Sviss og mögulega Þískalandi. Hvernig eignir eru þetta. Ef það væri bara svo einfalt. En vá hvað það sést vel hvað þetta kerfi er sjúkt. við breytum því saman. Og gerum flotta hluti.
Vilhjálmur Árnason, 20.2.2009 kl. 11:05
Þetta er mjög þörf hugvekja. Ég er sammála þér um að ástandið sé mun alvarlegra en fólk gerir sér grein fyrir. Ég bjó í Svíþjóð í 19 ár, 1981-2000, og upplifði bankakreppuna þar á árunum 1992-1995. Hún olli mjög erfiðu ástandi, kaupmáttar- og eignarýrnun. Verst fóru þeir út úr kreppunni sem skulduðu mikið, og fjölmargir einstaklingar og fjölskyldur töpuðu aleigunni vegna hruns á fasteignamarkaði, erfiðs atvinnuástands og tekjumissis. það skelfir mig að hugsa til þess að íslenska hrunið er hlutfallslega 30 sinnum stærra en það sem varð í Svíþjóð. Svíar sóttu um aðild að ESB í kjölfar bankahrunsins, m.a. vegna þess að þeir álitu að sænskt efnahagskerfi væri of lítið til að standast ólgusjói alþjóðlegrar fjármálastarfsemi eitt og óstutt. Við gætum dregið lærdóm af þeim. Hitt er ljóst að erfiðleikar okkar verða mun meiri en ella ef við leitum ekki vars og skjóls vinaþjóða og bandamanna. Þá eigum við ekki að gefa þeim langt nef með vanhugsuðum aðgerðum eins og að fara að veiða stórhveli.
Ólafur Ingólfsson, 20.2.2009 kl. 11:23
Það voru nú hinir sprenglærðu fræðingar sem komu okkur í þennan svikavef sem öll þjóðin er nú flækt í meira og minna. Kannski munum við þessir ólærðu með brjóstvitið koma okkur út úr honum?
En svo virðist sem mjög margir leppar bankanna og spillingaraflanna keppist við að fegra ástandið með lygum og hálfsannleik í stað þess að sýna stöðuna eins og hún er.
Þeir sem þora að segja sannleikann verða að halda honum á lofti áfram. Það er betra að taka út áfallið strax og hugsanlega hægt að gera eitthvað. Annars verður það höggið enn þyngra þegar ekki verður hægt að fela hlutina lengur.
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 11:25
Já þú ert asni og það fer ekki á milli mála
En það er stundum þannig með þá sem eru asnar að þeir segja sannleikan.
Þetta er flott þér baráttan heldur áfram.
Ágúst Guðbjartsson, 20.2.2009 kl. 11:36
Asnar eru þarfadýr, sem sést vel á þessari grein þinni.
Með þökk
mibbó
Bjarni Kjartansson, 20.2.2009 kl. 11:48
er farin að sjá að skrif þín er raunverulegur harmleikur, ég er farin að fá hnút í magan ,þarf bara í megrun léttast svona um tíu kíló svo ég passi í kústaskápin
dagny guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 13:39
Stórkostlegur pistill hjá þér Ragnar og stendur fyllilega undir þessu hástigi lýsingar minnar.
Samfélag okkar er orðið vígvöllur þar sem þjófar og rænimgjar hafa farið hamförum við að sölsa undir sig eigur fjölskyldna og einstaklinga ásamt sameiginlegum auðævum þjóðarinnar. Þetta hafa þeir gert með atbeina stjórnmálamanna okkar á Alþingi og í ráðuneytum og þeir hafa gert þetta nánast fyrir opnum tjöldum og fyrir augum okkar. Allir þessir gerningar hafa svo verið lofaðir í hástert með óskiljanlegum kjaftavaðli og útskýringum á nýju tungumáli sem engum er ætlað að skilja.
Nú stendur keisarinn- sameiginlegt tákn þessa athæfis kviknakinn og afleiðingarnar ættu að vera öllum ljósar. Þó er enn reynt að drepa öllum aðalatriðum á dreif með endurteknum kjaftavaðli á tungumálinu óskiljanlega.
Fullar líkur sýnast nú vera á því að allir aðalleikararnir í þessum óhugnanlega farsa fái endurráðningu í næstu kosningum til Alþingis. Og reyndar eru margir þeirra enn að störfum í eigin þágu og sinna umbjóðenda.
Og á nokkuð metnaðarfullum launum.
Árni Gunnarsson, 20.2.2009 kl. 14:39
Ragnar hvar vilt þú geyma peninganna sem eru í eign lífeyrisþega.
Íslendingar eru ekki þeir einu sem þurfa að geyma fé til elliárnana olíusjóður norðmanna er mjög stór er hann betur geymdur og hvernig þá við verðum að reyna að gera hlutina á þann besta veg sem mögulegt er hver er hún ?
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 20.2.2009 kl. 15:18
Ég hætti fyrir stuttu síðan að borga í viðbótarlífeyrissparnað minn. Sé ekki ástæðu til þess að styrkja þetta bull. Henda pening í litla ljóta kalla sem munu aldrei skila mér andvirðinu tilbaka þegar ég fer á eftirlaun. Enn meiri ástæða að borga eftir lestur þessara greinar. Til hvers að rýra lífsgæðum okkar í dag einungis til þess að halda þessi batteríi gangandi degi lengur...sá dagur mun koma að þeir geta ekki kjaftað sig út úr þessu og að horfa verði framan í raunveruleikann.
Á meðan nýt ég þess að vera til í dag eða bara leggja peninginn undir koddann og ráðstafa honum sjálf.
Aldís B. (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 15:39
Íslenska vandamálið er að mínu mati mjög slæmt má að mestu leyti rekja til breyttra menntunar kröfur um 1973 þegar ákveðið var að leggja Landspróf niður.
Áður var raðað niður í bekki frá forskóla aldri eftir greind eða hæfni til forsendu utanbókarlærdómar.
Af hundrað nemendum fór um 40 að meðaltali með hærri greind í það sem kallað voru betri bekkir [undanfari Landsprófs til æðri stjórnstarfa]. Um 50 meðalgreindir fóru í miðlungs bekki og um 10 í tossa bekk.
Þetta má kalla síu kerfi átti að tryggja þá hæfustu til stórra ákvarðanna síðar.
Svo má bæta því við að um aldamótin 1800 stóðu skattpíndir Íslendingar fyrir því að taka um tvö menntunarkerfi: heldrimanna og alþýðu. Sökum skyldleika og fátækar og fullkomins orðaforða alþýðu manna á Íslandi, var ákveðið að taka einungis upp heldrimanna kerfið handa öllum. Það er ljóst að með grunnskóla lögunum 1972 var farið yfir í alþýðukerfið erlenda. Heldrimanna kerfið var það gott að eldri kynslóðir búa að því að flestir án framhaldskóla menntunar er skarpir með afbrigðum hvað dómgreind varðar. Sumar Evrópu þjóðir hafa ennþá þessa síu [Frakkar sía úr 10% í embættismannakerfi ríkisins] aðrar leysa það með rándýrum einkaskólum.
Um flesta hagfræðinga ["Sósíal workers" með meirapróf] er það sega að þeir koma oftast úr neðri hluta þeirra greindra yfir meðallagi. Það eru undatekningar á öllum reglum.
Gáfur er meðfæddir hæfileikar, greind er ein þeirra og utanaðbókalærdómur önnur: samanber söguna un Hans Klaufa.
Greind er almennur [hlutlaus: nátengdur kaldri rökhyggju] greiningarhæfileiki. Sá greindari getur flokkað þá minna greindari eftir orðræðu þeirra en getur varla greint þá sem honum eru greindari.
Því má líkja við að því meiri sem greindin er því fleiri eru víddirnar.
Ragnar Þór ég vildi frekar sjá þig í því að taka ákvarðanir um lífeyrismál en flesta nútíma Íslenska Háskólamentaða fræðinga tæplega meðalgreind.
Svo kallaðir erlendir yfirgreindar aðilar [embættismenn] treysta ekki Íslensku yfirbyggunni, að mínu mati og skiptir Seðlabanki engu máli í því sambandi.
Nettó gróði Íslensku efnahags einingarinnar mun vera um 7000000 á ári eða um 26000000 milljónir á fjögurra manna fjölskyldu: sem fer í að borga skatta og þar með talið vaxtaskatta [með milligöngu kaupahallar m.a] til ESB Banka [undirseðlbanka Seðlabanka Evrópu] og til Íslensks ofurstjórnsýslukerfi með tilsvarandi fjármálageira og skuldsettum einkafyrirtækjum og fræðingum.
ESB yfirgreindir aðilar telja forréttinda stéttina Íslensku alltof stóra miðað við íbúatölu efnahagssvæðisins Íslands. Malta [fyrrverandi nýlenda Breta]hvers íbúatala er um þriðjungi hærri en sú Íslenska er með þrisvar sinnum lægri þjóðartekjur en Íslendingar, en hefur Heilbrigðisgeira sem er sá fimmti besti í heiminum [þökk verkskiptingu:hliðskipun ESB?] en samkvæmt okkar upplýsingum erum við með þann í fimmtánda sæti. Íslendingar forgangsraða skattpeningum öðruvísi.
ESB hefur á okkur arðbært eignarhald og tekur okkur inn formlega fyrr en yfirbyggingin hér er í líkingu við þá á Möltu. Með öðrum orðum hagfræðingar á ríkisjötunni óttast með réttu um sinn hag. Ég ætla ekki að strita fyrir þeim eða mínir afkomendur [ESB ætla ekki að hleypa undirmáls fjármálamönnum Íslendinga inn í stöðugleika fjármálageira ESB] Ef Íslendingar ætla ekki að endurskipuleggja hjá sér félagsgerðina færa valdið: fjármagnið til lýðsins þá stendur þeim til boða að helga sig að hefðbundnum atvinnuvegum innan eða utan skattheimtu ESB. Fræðingar með lámarksgreind hald ekki þjóðinni upp á froðusnakki. Það verður ekki í askanna látið. Sveltur sitjandi kráka en litla gula hænan bakar kökuna sem er dæmi um greind.
Auðvitað á alltaf að vera þekkur læknir í forsvari heilbrigðimála þjóðarinnar með ráðuneyti og stjórntæki sem tryggja honum bestu upplýsinga við gerð áætlana. Síðan eiga eftirlits aðilar [lagasmiðir:þingmenn] okkar að passa upp á að hann sé inn fjármálageirans eða gæti jafnræðis varðandi kjördæmi ákveðið eftir landsvæðum [tekjum landsvæða] jafnmargir frá jafn tekjumiklum svæðum. Þetta gæti verið þegnskaparskylda 5 mánuð á ári [menn halda þeim tekjum sem þeir höfðu í síðust vinnu og rétt til að ganga til hennar aftur]. Aðal vinnan væri hjá ráðuneytunum og hjá framkvæmdavöldum ráðherranna sem Forseti velur og allir hafa jafnan kosningarétt þegar kemur að kjöri hans. Þetta er mikið skilvirkara og ódýrrar kerfi og því stöðugra og arðbærara fyrir lýðinn. Tryggir að við getum hirt arðinn af því að vaxtaskatta aðrar þjóðir. Lítil arðbær fyrirtæki og heimili geta öll verið skuldlaus þeim þarf að fjölga umtalsvert, þá er allt vandamál hagfræðinganna úr sögunni.
Júlíus Björnsson, 20.2.2009 kl. 16:01
Frábær grein hjá þér, finnst samt ekki nóg að hún birtist bara hér á blogginu, vil sjá þig senda hana á eitthvert dagblaðanna, og svo líka í landsmálablöðin. Því ég t.d kaupi bara Austurgluggan, og mæli með því að þú hafir samband við ritstjórnan þar hana Steinunni og óskir eftir birtingu á grein þinni. Ef þú vilt get ég líka gengið í það mál fyrir þig. það þarf að koma svona upplýsingum sem víðast. KV að austan.
(IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 17:52
Heill og sæll; Ragnar Þór, sem og þið önnur, hér á síðu hans !
Ódeigur ertu; sem fylginn þér, í málafylgju allri, Ragnar minn, enda,..... mun ei af veita.
Tek undir; með Árna Gunnarssyni, sem mörgum annarra, hér hjá þér, Ragnar Þór.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 23:11
Þakki innlit og athugasemdir, gott að finna þessi jákvæðu viðbrögð.
Vilhjálmur.
Ég er ekki viss um að við fáum mikið fyrir þessar eignir. Eins og glögglega kemur í ljós með nýjasta útspili lífeyrissjóðs Verlsunarmanna að gefa út tapið rétt fyrir kostningar sem er neikvæð ávöxtun upp á 11.8%.
Svona er þetta sett upp hjá þeim og auglýst í mogganum.
LÍFEYRISRÉTTINDI ÓBREYTT
Árið 2008 var ár áfalla á fjármálamörkuðum innanlands og erlendis. Þrátt fyrir fall viðskiptabankanna og verðfall á eignum hefur þó náðst að verja meginhluta af eignasafni sjóðsins. Þannig námu eignir 249 milljörðum í árslok 2008 samanborið við 269 milljarða árið áður. Ávöxtun á árinu 2008 var neikvæð um 11,8%. Hins vegar er hrein raunávöxtun til lengri tíma jákvæð hvort sem litið er til fimm eða tíu ára tímabils.
Skýring Ragnars
Endalausir talnaútúrsnúningar. Eignir 249 milljarðar eru eignir með greiddum iðgjöldum 2008 sem eru áætlað um 16 milljarðar en útgreiðslur námu 5 milljörðum.
Neikvæð ávöxtun sjóðains 11,8% ef við bætum við verðbólgu sem var á sama tímabili 18,6% er neikvæð raunávöxtun sjóðsins 30,4%.
Neikvæð ávöxtun 11,8% er eins fjarri lagi og meydómur portkvenna.
Það sem þeir eru að ger er að fegra bókhaldið rétt á meðan kosningar standa yfir. Þeir meta erlendar eignir sjóðsins með + raunávöxtun, skrifa ekki niður töpuð skuldabréfalán nema að litlum hluta, taka ekki inn í dæmið tap á gjaldeyrisskiptasamningum vegna "Óvissu um gildi þeirra ????" það er löngu komið í ljós að þessum samningum verður ekki breytt, á meðan innleysa þeir gengishagnað á erlendum eignum sínum. þessar eignir geta þeir afskrifað á mörgum árum meðan þeir taka við iðgjöldum staurblindra og auðtrúa sjóðsfélaga.
Það versta af þessu öllu er sú staðreynd að búið er að uppreikna tekjur af verðbótum húsnæðislána, skuldabréfalána sem þýðir að hluti af þeirri fegrun bókhaldsins kemur beint úr okkar eigin vösum þ.e. eignahlutur okkar í fasteignum er notaður til að fegra tap á bréfabraski sjóðsins.
Ég á ekki til eitt einasta aukatekið orð yfir þessu útspili þeirra og sýnir svo ekki verður um villst hvers konar siðleysi og valdníðsla þrífst í þessum sjóðum!
Ólafur.
Sammála, þegar þú líkir þessu við stærð vandans í Svíþjóð fer hrollur um mig.
Hugsið ykkur vandamálið hér er um 30sinnum stærra. Hvað er 30sinnum verra en að missa aleiguna. Reiknikunnátta mín nær ekki svo langt.
Theodór.
Algjörlega sammála. Við verðum að fá sannleikan og stöðuna eins og hún er uppá borðið, öðru vísi getum við aldrei unnið okkur út úr þessu.
Ágúst, Bjarni og Dagný.
Þakka innlitið.Einhver þarf að standa í þessum asnaskap.
Takk Árni.
Eftir höfðinu dansa limirnir enda sýnist mér lífeyrissjóðirnir ná fram öllu sem þeir vilja á alþingi.
Ragnar Þór Ingólfsson, 22.2.2009 kl. 15:42
Sæll Jón
Þetta er mjög góð spurning.
Hef sjálfur horft til norska olíusjóðsins sem hefur strangar siðareglur í fjárfestingum sínum. Þeir hafa samt verið gagnrýndir og ýmislegt sem betur mætti fara hjá þeim, enda erfitt að búa til hið eina og sanna fullkomna og spillingarlausa kerfi, við getum þó tekið margt frá þeim til fyrirmyndar.
Hér er mín skoðun á þessu.
Rekstrarkostnaður og fjárfestingargjöld lífeyrissjóða á Íslandi er vel á 4 milljarð króna á ári hverju.
Með því einu að sameina og hagræða í kerfinu væri hægt að lækka rekstrarkostnað um að lágmarki helming og þannig stórbæta réttarstöðu heimavinnandi kvenna sem missa fyrirvinnu og byggja þjónustuíbúðir fyrir aldraða sjóðsfélaga á stærð við Nordica Hótel sem myndi skila sanngjörnum leigutekjum til sjóðsfélaga frá fyrsta degi í stað þess að sjóðsfélagar þurfi að selja undan sér fasteignir á misgóðum markaði, jafnvel á undirverði, til að komast framar á biðlistum eftir kústaskápum á yfirfullum elliheimilum. Fjárfesting í steypu er verðtryggð án þess að bitna á sjóðsfélögum.
Sjóðirnir standa misvel og bjóða upp á misjafnlega góðar tryggingar fyrir sína sjóðsfélaga. Í dag hafa sjóðsfélagar áunnið sér misgóð áunnin lífeyrisréttindi og væri hægt að stiðjast við þær upplýsingar og reikna inn í nýjan sameiginlegan sjóð eða sjóði með sama hætti og gert er þegar sjóðsfélagi skiptir um lífeyrissjóð. Það sem ég tel verða flóknara við hugsanlegt sameiningarferli eru misjöfn réttindi sem sjóðsfélagar hafa í hinum og þessum sjóðum, örorkubyrgðin er hærri hjá þessum sjóði en ekki hinum, sjóðir eru ýmist með aldurstengda eða jafna ávinnslu réttinda osfrv. Þetta eru hinsvegar smámunir miðað við ávinning sjóðsfélaga í heild sinni með hagræðingu og gagnsæi.
Einnig er gríðarlega mikilvægt að opna bókhald sjóðanna upp á gátt og setja strangar siðareglur í fjárfestingum þeirra, meðal annars að leggja blátt bann við fjárfestingum í félögum og sjóðum sem hafa ofurlaunastefnur og kaupréttasamninga, banna fjárfestingar í fyrirtækjum sem brjóta á réttindum launafólks osfrv. Ef sjóðir eða fyrirtæki verða uppvís af slíku er einfaldlega selt í þeim eða lán gjaldfelld. þau félög verða þá einfaldlega að leita annað eftir fjármagni. Fjármagnið sjálft, siðareglur og gegnsæi myndu eitt og sér verða mun meira aðhald þeirra fyrirtækja sem sækja í fjármagnið en áður hefur þekkst þ.e. Sýnilegt hvaða fyrirtækjum sjóðirnir eru að lána osfrv. Þá geta önnur fyrirtæki í sama geira og viðkomandi fyrirtæki sem lánað er til gert athugasemdir og þar af leiðandi veitt hvort örðu nauðsynlegt aðhald og hvata til að vinna með hagsmuni sjóðsfélaga að leiðarljósi.
Með þessari einföldu hugmynd eru peningarnir að vinna fyrir þá sem eiga þá. Einnig finnst mér mikilvægt í þessu samhengi að ávöxtunarkrafa sjóðsins verði í meðallagi.
Aftur að hagræðingar og sameiningarferlinu sem vissulega verður flókið, en ef viljin er fyrir hendi ætti ekkert að standa í vegi fyrir þessari hugmynd, nema helst forstjórar og stjórnendur sjóðanna sem munu að öllum líkindum berjast á móti þessari þróun með kjafti og klóm enda eru dæmi þess við sameiningar sjóða að forstjórar hafi verið keyptir út með himinháum starflokasamningum eða nokkura ára uppsagnarfresti fyrir að “sleppa takinu”. Það getur verið miklum vankvæðum bundið að fá menn til að sleppa takinu á gullkálfinum og völdum enda sitja flestir forstjórar lífeyrissjóða eins og ormar á gulli og finna því sjálfsagt öllu til foráttu að sameinast.
Það er því ekki að furða að í flestra augum eru sjóðirnir álíka fjarri okkur eigendana og karlin í tunglinu. Við þurfum að opna þetta meira og fá lífeyrissjóðina nær fólkinu því flestir hafa ekki hugmynd um hvað þar fer fram, hvað þá hverjir stjórna. Þetta er jú sameign okkar allra en ekki peningahítur forstjóravaldsins,vildarvina og vildarfyrirtækja stjórnenda.
Vonandi svara þetta spurningu þinni.
Kveðja
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 22.2.2009 kl. 15:59
Sæl Aldís
Það eina rétta í dag er að greiða ekki í séreign. Þegar sá dagur kemur að séreignasjóðirnir bjóða upp á 100% innlögn á ríkisverðtryggða innlánsreikninga með löngum binditíma þá verð ég fyrstur til að byrja aftur. Þann dag munu Armani klæddir sölumenn séreignasjóða hverfa af yfirborði jarða. Það eitt að fólk hafi lífsviðurværi eitt og sér við að koma á samningunum og selja inn til banka og lífeyrissjóða hlýtur að segja ýmislegt um hverju eftir sé að slægjast.
Kæri Júlíus.
Vei ekki hvar ég á að byrja. Ég þarf nú iðulega að lesa pistla þína oftar en einu sinnum yfir til að ná öllu í rétta samhengið enda stútfullir af fróðleik. Ég er sammála þér í öllu sem þú hér ritar enda aðhylltist ég kenningum og skilgreiningu Zeitgeist hópsins um menntakerfi heimsins á sínum tíma eins og ást við fyrstu sín. Enda ótrúlega aðgengilegar og common sence ískar með afbrigðum.
Hef ótrúlega gaman og gagn af þessum pælingum þínum.
Takk fyrir.
Sigurlaug.
Takk fyrir ábendinguna. Ég hef stundum sent þessa pistla mína áfram, hef mátulega trú á hlutleysi fjölmiðla almennt, Egill Helga bauð mér í Silfrið í byrjun árs, Reykjavík Síðdegis hafa hringt í mig endrum og eins. Eyjan hefur birt tvo eða þrjá pistla. Agnes tók fyrir ofurlaun forstjórana, veit samt ekki hvort það var eftir minni grein um málið töluvert fyrr eða ekki.
Ég hef hinsvegar ákveðið að halda mér við bloggið en ef fólki finnst þetta eiga heima í öðrum miðlum, þætti mér afar vænt um að fá þetta áframsent. Þó ekki væri nema tölvupóstur frá vini til vina, því við verðum að fara að opna augun fyrir þessum ósköpum eða öllu heldur náttúruhamförum. það gerum við helst maður á mann og milli vina. Öll svoleiðis hjálp er mjög vel þegin.
Takk aftur Sigurlaug. Berum út boðskapinn okkar allra vegna.
Sæll Málfagri Óskar.
Það er ekki að spyrja að því, maður fyllist allur af eldmóð við hrós þitt eins og vanalega enda væri maður sjálfsagt löngu hættur að berja hausnum við ískaldan steininn ef ekki væri fyrir þrjósku og manísku sem mér var í vöggugjöf færð.
Það er mér mikil hvatning öll þau jákvæðu viðbrögð sem ég fæ við skrifum mínum.
Þakka öllum kærlega fyrir.
Kveðja
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 22.2.2009 kl. 16:37
ESB innlimaði þá 1995.
Júlíus Björnsson, 24.2.2009 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.