17.2.2009 | 12:04
Eru eignir Lífeyrissjóða að brenna upp?
Eignir lífeyrissjóðanna 1.658 milljarðar í árslok 2008.
Í Ljósi þess sem á undan er gengið vil ég vekja athygli á grein minni um útgreiðslu úr séreignasjóðum landsmanna síðan 11 febrúar.
Nú vilja lífeyrissjóðirnir benda á að lítið fáist fyrir erlendar og innlendar eignir sjóðanna og að stór hluti þeirra sé í raun ill eða óseljanlegar á markaði. sjá grein frá landsambandi lífeyrissjóða " Séreign er ekki laust fé ".
Þar er talað um binditíma fjárfestinga í séreignasjóðum. En við uppgjör sjóðanna kom í ljós að þeir stunduðu skammtíma brask með hlutabréf.
Hver ætli umsýslukostnaður bankana við kaup og sölu verðbréfa hafi verið stór hluti af tapi séreignasjóða með hliðsjón af því að umsýslukostnaður verðbréfaviðskipta getur verið allt að 2% af heildarverðmæti viðskipta hverju sinni? þ.e. að bankarnir gátu stjórnað ávöxtun sjóða með því einu að kaupa og selja bréf, eftir því hvað þeir vildu mikið fyrir sinn snúð.
Leið lífeyrissjóðanna var valin
Nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um skyldusparnað tekur tillit til óska lífeyrissjóðanna um greiðslu úr séreignarsjóðum. Mun skemmra er gengið við greiðslu úr sjóðunum en upphaflega var lagt upp með.
Eigendum séreignarsparnaðar gefst kostur á að fá eina milljón króna greidda út, til að bregðast við fjárhagsvanda. Ekki verður um eingreiðslu að ræða heldur fær fólk sparnað sinn greiddan á sex til níu mánuðum, samkvæmt frumvarpinu, sem til stóð að kynna í þingflokkum í gær.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir ljóst að niðurstaðan sé önnur en lagt var upp með í byrjun. Þorri landsmanna á ekki háar upphæðir í séreignarsparnaði en þetta ætti að nýtast fólki engu að síður." Steinunn segist hafa vonast eftir að eigendur sparnaðarins gætu fengið eingreiðslu en "það hafi ekki gengið eftir þar sem sjóðirnir treystu sér ekki til að greiða sparnaðinn út með þeim hætti". Hún vonast til að fólk nái að greiða upp óhagstæð lán eins og yfirdrátt og greiðslukortaskuldir, sem ætti að koma sér vel hjá mörgum.
Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, starfaði í vinnuhópi fyrri ríkisstjórnar sem fjallaði um útgreiðslu séreignarsparnaðar. Mér sýnist þetta vera með allt öðrum hætti en fyrst var áætlað. Það er skammt gengið svo ekki sé meira sagt. Ég held að þetta muni ekki breyta mjög miklu hjá fólki."
Ragnar:
Þessar yfirlýsingar eru enn ein mótsögnin í málflutningi lífeyrissjóðanna þar sem þeir benda með hægri höndinni á að eignir þeirra séu traustar og lítið tap hafi verið á fjárfestingum þeirra meðan þeir veifa þeirri vinstri um að innlausn á eignum séreignasjóða sé verðlausar.
Eru þá lífeyrissjóðirnir ekki að fresta því óumflýjanlega þegar þeir þráast við að niðurfæra verðlitlar eignir sínar og eru hugsanlega búnir að stórtapa með því að brenna inni með eignir frekar en að selja þær á raunvirði sem fer ört lækkandi. Við sáum öll hvernig fór fyrir sjóðunum sem reyndu hvað þeir gátu að halda uppi gengi bréfa í bönkunum og keyptu í stað þess að selja. Ekki endaði sú sjóferð vel. Ég er því ansi hræddur um að sjóðirnir séu með skip sín langt út á ballarhafi með erlendar eignir sínar um borð og þora ekki í land með tóm skipin. Einhvern tíman verða skipin vélarvana og reka á land með miklum skell, og ónýtan skips flotan í fjörum landsins.
Við skulum ekki gleyma því að með þessum samþykktum geta sjóðirnir notað iðgjöldin sem streyma inn sem aldrei fyrr, til að greiða út séreignasparnað í áföngum og sitja svo uppi með verðlausu eignirnar fyrir þá sem eru að greiða í sjóðina í góðri trú.
Sem lífeyrisgreiðandi er ég væntanlega að kaupa bréf á miklu yfirverði. Er það eitthvað skárri kostur? Það er þá alveg eins gott að fá fram raunverulegt verðgildi þeirra eigna sem þeir meta svo hátt í bókum sínum, færa þær niður í raungildi sitt ef eitthvað er og greiða svo út í stað þess að ljúga að sjóðsfélögum, að búið sé að niðurfæra eignir sjóðanna.
á www.live.is
"Eignir séreignardeildar LV eru ávaxtaðar samhliða eignum samtryggingardeildar. Því er afkoma deildanna hin sama og vísast til upplýsinga um afkomu sjóðsins á fyrstu 10 mánuðum ársins í fréttum hér á síðunni frá 11.12.08 og 4.11.08. Inni í þeim útreikningum var búið að gera ráð fyrir afskriftum vegna skuldabréfa fyrirtækja."
Benda má á ársreikninga flestra lífeyrissjóða þar sem fjárfestingar lífeyris og séreignasjóða eru þær nákvæmlega sömu.
Athugasemdir
Höfundur þessa pistils hefur vakið athygli mína á honum. Þakka ég fyrir það. Hér er stutt athugasemd, sem ég skrifaði um þetta efni fyrir rúmri viku.
Sigurbjörn Sveinsson, 17.2.2009 kl. 12:28
Frjálsi var að reyna við mig í gær. Það er enn haldið að séreignalífeyrissjóður gagnis manni á efri árum. Ég er ekki kynnt mér nægilega mikið um það sem lífeyrissjóðirnir hafa verið að gera, en braskað hafa þeir, það er víst.
Ólöf de Bont, 17.2.2009 kl. 12:31
Þakka innlitið Sigurbjörn.
Hér er svar mitt við annars ágætri og vel rökstuddri ábendingu Sigurbjarnar.
Sjá svar.
Kveðja
Ragnar
Sæl Ólöf
Nú reyna sölumenn séreignasjóða að ná sér í fjármagn með kjafti og klóm, oftar en ekki með því að rægja hvorn annað, sölutrikkið hefur ekkert breyst og er ennþá það sama.
Þú hefur ekki fyrir lágmarks framfærslu á þeim 12% sem þú greiðir alla starfsævina, en verður milljónamæringur á því að greiða 4%.
Sparnaður verður aldrei betri en sá sem braskar með hann.
Kveðja
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 17.2.2009 kl. 12:59
Takk fyrir góða grein !
Sigurbjörg, 17.2.2009 kl. 15:19
Smá athugasemd frá mér vegna Ólafar de Bont. Ef fólk byrjar á séreignarlífeyrissparnaði þegar 10 ár eða færri eru eftir af starfs- eða ævialdri fram að úttekt, þá sýnist mér borga sig að velja lífeyrisbók hjá banka, þó með fyrirvara (7-9-13) um að bankinn verði ekki gjaldþrota.
Skerðing vegna umsýslukostnaðar virðist vera mun lægri þar en þegar lífeyrissjóðaapparatið ávaxtar framlagið. Hef ekki gert fræðilega könnun eða samanburð en virðist á mínum eigin sparnaði að þetta sé raunin.
Kolbrún Hilmars, 17.2.2009 kl. 16:54
Mikið er ég þakklátur að þú ert að standa þessa vakt Ragnar.
Ég fylgist með þessum skrifum af athygli. Er ekki rótt satt að segja og tek fyllilega undir með þér.
Einar Örn Einarsson, 17.2.2009 kl. 20:24
Þetta er allrar athygli vert -og ástæða til að hafa áhyggjur af-
Fara lífeyrissjóðirnir ekki bara í sömu hítina og allt annað ?
Þakka þér samt fyrir að sinna þessu sérstaklega.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.2.2009 kl. 07:09
Frábær skrif hjá þér Ragnar, haltu endilega áfram!
Kveðja, Elín Björk.
Elín Björk Jónasdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 13:55
Það er greinilegt að ríkisstjórnin hefur látið undan lífeyrissjóðunum, sem sýnir vel þvílíkt ríki í ríkinu þeir eru orðnir.
Það eru allskonar varnaglar slegnir í frumvarpinu. Til dæmis er talað um að lífeyrissjóðir hafi heimild að ákveðnum skilyrðum uppfylltum til að fresta útgreiðslum.
Eins er talað um í lögunum að þeir geti hangið í tvo mánuði umfram venjulegan eindaga á staðgreiðslu skatta af útgreiddum séreignarsparnaði.
Enn er hraunað yfir lífeyrisþega, en sjóðirnir sjálfir fá allt sitt í gegn. Lífeyrissjóðirnir hirða staðgreiðsluna strax af lífeyrisþeganum, en geta haldið henni hjá sér í tvo mánuði.
Það er með ólíkindum, á sama tíma og allar skuldir lífeyrisþega tifa á drápsvöxtum. Skárra hefði verið að frestunin á skattagreiðslum kæmi í vasa lífeyrisþeganna í þessa tvo mánuði.
Ég er ekki frá því að þessi frestun á staðgreiðsluskyldu brjóti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og stjórnsýslulaganna, en það er önnur saga.
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 17:42
Þakka öllum innlit og athugasemdir.
Sigurbjörg,Kolbrún,Hildur,Nostradamus,Elín
Takk fyrir.
Sæll Theodór
Sammála þér eins og vanalega.
Það er með hreint ólíkindum í ljósi þess að samningsforsendur séreignasparnaðar eru klárlega brosnar og í einhverjum tilfellum jafnvel með glæpsamlegum hætti að við getum ekki tekið okkar eigin peninga út.
Hvað er í gangi ??
Hvað er hægt að vaða yfir okkur á skítugum skónum lengi. Ég er eiginlega orðlaus. Er þetta minn sparnaður eða eru þetta peningar sem lífeyrissjóðirnir settu í peningaskáp sem þeir finna ekki lykilinn af. Ég er eiginlega orðlaus.....
Úr yfirlýsingu frá Landssamtökum Lífeyrissjóða:
“Tillögur um fyrirframgreiðslu á séreignarsparnaði þurfi að taka mið af því að ekki sé hægt að greiða séreignarsparnað út nema búið sé að selja verðbréf sem fjárfest hefur verið í. Til þess að hægt sé að selja fjárfestingar og breyta í laust fé þurfi einhver kaupandi að vera til staðar. Í dag sé seljanleiki á verðbréfamörkuðum lítill sem enginn og því verulegum vandkvæðum bundið að selja fjárfestingar sjóðanna.
Ef opnað er fyrir útgreiðslu á séreignarsparnaði án þess að hugað sé að því að breyta fjárfestingum í laust fé sé hætta á að fjárfestingar sjóðanna lækki, þó að ekki takist að selja nema lítinn hluta þeirra. Raunveruleg hætta sé á að eignaverð myndi lækka verulega og ekki væri hægt að greiða sjóðfélögum séreign sína út. Inneign allra sjóðfélaga myndi skerðast, óháð því hvort þeir óski eftir fyrirframgreiðslu.”
Úr grein eftir Arnald Loftsson, framkvæmdastjóra Frjálsa lífeyrissjóðsins, Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins, Marinó Örn Tryggvason, forstöðumann eignastýringar fagfjárfesta hjá Kaupþingi og Tryggva Guðbrandsson, framkvæmdastjóra Íslenska lífeyrissjóðsins.
Greinin birtist í morgunblaðinu 15 febrúar.2009
Sjóðirnir voru uppvísir með allt annað en langtímafjárfestingar, þeir voru í skammtímabraski með hlutabréf.
Hversu lengi eigum við að trúa og trúa og láta vaða yfir okkur?
Hvað þarf að tapa miklu af okkar lífeyri svo fólk átti sig á alvarleika málsins?
Margt af því sem við erum mötuð á í dag er hafið yfir alla almenna skynsemi.
Við eigum ekki að vera hrædd við að segja okkar skoðanir á hlutunum þó við þekkjum ekki málin í þaula eða teljum okkur ekki hafa menntun til.
Ef höfum raunverulegan skilning á því hversu mikið við fáum fyrir íslenskan 5.000 krónur seðil þá er það eitt og sér er nægjanleg prófgráða til að hafa eitthvað um málin að segja. Þessi grunn þekking er ekki til staðar hjá mörgum sem allt þykjast vita um eiginleg verðmæti peninga.
Horfum á hlutina út frá frjálsri hugsun og raunverulegum gildum og látum ekki völd fárra villa okkur af leið með bóklærðum útúrsnúningum og talnafléttum.
Hvað getum við gert ??????
Guð blessi Ísland og ekki veitir af.
Ragnar Þór Ingólfsson, 19.2.2009 kl. 17:09
Þú ert í blússandi epla og appelsínu samanburði.
Í fyrsta lagi eru ekki allir séreignasjóðir reknir af bönkum. Í öðru lagi eru hefðbundnir lífeyrissjóðir (sameign) allt annar hlutur en séreignasjóðir. Í þriðja lagi eru fjárfestinga milli séreignasjóða mjög mismunandi og líka innan sama sjóðsins þar sem flestir bjóða upp á margar fjárfestingaleiðir.
Hins vegar er ég alveg sammála þér að þessi málamiðlunarleið sem farin er við útgreiðslu úr séreignasjóðum er bara bull.
Ef menn ætla á annað borð að rústa séreignasparnaðarkerfinu með því að fara að greiða út úr því í stórum stíl þá eiga þeir bara að ganga hreint til verks og leysa sjóðina upp.
Pólitíkusarnir hafa hins vegar greinilega ekki hugrekki til þess að ganga alla leið og velja því þessa moðvolgu miðjuleið sem litlu skilar fyrir almenning en þeim mun meira fyrir ríkissjóð sem skatttekjur.
Það eru nefnilega ekkert litlir peningar sem Steingrímur fær "óvænt" í kassan á næstunni í formi staðgreiðslu af séreignarsparnaði...
LM, 25.2.2009 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.