11.2.2009 | 10:57
Af hverju er keisarinn ekki í neinum fötum ?
Spurði barnið þegar keisarinn gekk allsber í gegnum fagnandi mannfjöldan....
Ég var að lesa yfirlýsingar sjóðanna um tap þeirra á heimasíðu landssambands lífeyrissjóða.
Þar er talað um lækkun eigna í árslok 2007 til ársloka 2008 2,3% en raunlækkun hækkar svo vegna verðbólgu sem nam 18,6% á þessu tímabili.
Ef við setjum þetta í samhengi við það sem gerst hefur í kjölfar bankahrunsins þ.e. að fjármálamarkaðir í heiminum hafa hrunið með þvílíkum ofsa að fordæmi eru varla fyrir öðru eins.
Einnig vil ég benda á að mikið af bókfærðum eignum sjóðanna í árslok 2008 eru í "veðlausum og verðlausum" verðbréfum þ.e. þegar fyrirtækin geta ekki borgað af skuldabréfum eða jafnvel almenningur af húsnæðislánum, þá hverfur eignin eins og loft úr blöðru sem springur.
Þegar sjóðirnir þurfa að losa úr verðbréfasjóðum, innlendum sem erlendum þá kemur fyrst í ljós raunverulegt verðgildi þeirra eigna sem er í besta falli brot af því sem sjóðirnir gefa upp.
Er skrýtið að sjóðirnir séu að berjast á móti því, og settu hömlur á hvað mikið má greiða úr séreign á ákveðnu tímabili.
þ.e. að greiðslur úr séreignasjóðum verða ekki hærri en bankainnistæður sjóðanna og þeim verði dreift niður í mánaðarlegar greiðslur svo sjóðirnir geti notað iðgjöldin sem streyma þar inn sem aldrei fyrr til að greiða séreignina út mánaðarlega.
Þetta rennur stoðum undir grun margra að sjóðirnir lenda í miklum vandræðum ef séreignin verður greidd út að fullu eða á skemmri tíma vegna þess að þá þurfa þeir að losa eignir sem eru stórlega ofmetnar og, af nokkrum sérfræðingum sem ég hef rætt við, nánast verðlausar ef svartsýnustu markaðs spár ganga eftir.
Til að koma með einfalda spurningu á móti þessari framsetningu þeirra á tapi sjóðanna.
Skilanefnd gamla Kaupþings og sérfræðingar innan bankans, meta eignir Kaupþings á ríflega 618 milljarða króna. Á móti eignum eru skuldir félagsins tæplega 2432 milljarðar króna. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu bankans sem lögð var fram á fundi kröfuhafa í dag "5 febrúar 2009". Ekki er einu sinni víst að þeir nái svo miklu af eignum til baka.
Áður en Kaupþing fór í þrot voru eignir bankans taldar að lágmarki um 10-12% hærri en skuldir hans. Því má ætla að eignir Bankans hafa fallið um minnst 77% frá árslokum 2007 til dagsins í dag. Ekki er staða Landsbankans og Glitni banka talin betri. Við þetta má bæta verðbólgu 2008 til að fá rauntap.
Tap sjóðanna á móti bönkunum er því 10% á móti að lágmarki 77%.
Landsbankinn skuldaði 30 milljarða evra og átti eignir upp á 32 milljarða evra fyrir hrun bankans.Lítið brot fæst fyrir þessar eignir í dag.
Það er því mátulega trúverðug framsetning sjóðanna um tap þeirra, því ekkert kemur fram í ársreikningum þeirra né upplýsingum úr Kauphöll Íslands sem bendir til þess að stjórnendur sjóðanna hafi á einhvern undraverðan hátt reddað sér út úr klípunni, þvert á móti fjárfestu þeir enn frekar í þeim fyrirtækjum sem verðlaus eru á íslenskum hlutabréfamarkaði í dag og því ekkert sem bendir til annars en að sama hafi verið uppi á teningnum í erlendum verðbréfaviðskiptum.
Við skulum hafa til hliðsjónar áður en við kokgleypum þessa dæmalausu framsetningu þeirra að ráðgjafar bankanna voru helstu ráðgjafar sjóðanna í fjárfestingum þeirra.
Að lokum vil ég benda á frábæra grein eftir Hjálmar Gíslason sem er "skyldulesning" allra sem vilja fríska upp á grunnskilning á raunverulegum verðmætum og peningum án þess að þurfa að lesa sig í gegnum hafsjó af hundleiðinlegum hagfræðilegum hugtökum. Hef sjaldan lesið eins vel framsetta grein um málefni sem erfitt er að setja fram með einföldum hætti.
Kær kveðja.
Ragnar Þór
Ég vil hvetja alla sem reka inn nefið á bloggið hjá mér að setja inn athugasemd, þó ekki sé nema að bjóða góðan daginn.
Athugasemdir
Sæll
Flott grein og mjög þörf umræða sem þarf að koma uppá yfirborðið.
kv.
Jón Þór
jonthorh (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 11:08
Ég er fastagestur hjá þér kvitt kvitt.
(IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 11:20
Þörf grein hjá þér, og er sammála það þarf að koma umræðu af stað. Lífeyrissjóðirnir eru nú það sem við stólum á að séu í lagi. Það var kostulegt að sjá úttekt SI um 10% tap lífeyrissjóðanna. En er einhver Íslendingur sem trúir nokkru sem kemur frá þeirri stofnun í dag?
Sigurbjörg, 11.2.2009 kl. 11:25
Kompás-menn vilja halda áfram að grafa í hluti að mér skilst. Ertu búinn að reyna að hafa samband við þá ? Mögulega í gegnum Facebook grúbbuna til stuðnings þeirra ?
Hverjir aðrir hafa stundað gagnrýna / rannsakandi blaðamennsku ?
Mér dettur í hug nokkur nöfn á einstaklinhgum og fjölmiðlum, en er ekki viss um hvort það séu góðar uppástungur.
Morten Lange, 11.2.2009 kl. 11:57
Góðan daginn!
Flottur pistill, verst að raunsýni tekur við bjartsýninni um eignir í séreignasjóðum!
Það verður þá katastrofa ef leyft verður að taka út úr lífeyrissjóðunum núna því þá munu þeir fyrstu fá sitt en hinir ekki neitt!
Gunnar Þór Gunnarsson, 11.2.2009 kl. 14:05
Takk fyrir þetta.
Hvernig er hægt að tækla þetta mál? Hvað getum við lífeyrisGREIÐENDUR gert? (virðumst ekki vera eigendur samkvæmt öllum sólarmerkjum).
Ég er viss um að fjöldinn allur vill leggja því lið að taka á þessum málum. Það þarf að taka rækilega til þarna og sjónarmið okkar sem sjóðirnir eru stofnaðir til að þjóna.
Þetta er algjört forgangsefni tel ég og ég ítreka mína spurningu, hvernig getum við tælkað þetta?
Einar Örn Einarsson, 11.2.2009 kl. 14:51
Nú eru stjórnendurnir með allt niður um sig en geta ekki hugsað sér að missa vinnuna. En þetta kerfi skal vera svo frábært að það verður að viðhalda því annars er illa komið fyrir verkalýðsrekendum þessa lands.
Ég get vitnað um það sama og Björn hér að ofan, var rukkaður um vanskilagjald þegar hik hafði komið á mig með að skila greiðslu fyrir nóvember eftir að hafa fengið bréf í byrjun desember um 30% rýrnun á öruggustu leið Ísl. lífeyriss. í vörslu Landsbankans. Nú fara sami framkvæmdastjóri og stjórnarformaður eins og eldur í sinu um landið við að kynna ennþá öruggari ávöxtunaráætlun fyrir árið 2009.
Ég tilkynnti mig launalausan hjá RSK í desember til að losna undan frekari greiðslum til þessara glæpamanna. En því miður búa ekki allir við þann lúxus að geta það.
Magnús Sigurðsson, 11.2.2009 kl. 16:48
Þakka innlitið og allar þessar góðu athugasemdir.
Takk kærlega fyrir að lesa þetta alltaf hjá mér Sigurlaug. Þú færð stóran + í kladdan eins og venjulega .
Sigurbjörg
Ég er orðin svo þreyttur á þessu fagurhjali sjóðanna þegar staðreyndirnar blasa allstaðar við okkur, að það hálfa væri nóg. Hvenær hafa t.d. verðbólguspár seðlabankans staðist undanfarin 10 ár. Vésteinn Gauti hjá Hagsmunasamtökum Heimilana komst að því að þeir voru einu sinni innan 10% skekkju marka á 10 ára tímabili.
Morten
Ég hef ekki sent þetta á rannsóknarblaðamenn. Ég vona svo sannarlega að fleiri takið málið upp. Hef hinsvegar sennt stöku sinnum á Agnesi, var t.d. búin að skrifa um ofurlaun forstjórana áður en hún tók málið upp, veit samt ekki hvort það hafi eitthvað hjálpað til þar.
Gunnar
Takk fyrir það. Ég er ansi hræddur um að flestir taki út sinn sparnað hvort sem þeir þurfi á því að halda eða ekki. Þó sparnaðurinn sé ágætur sem slíkur þá verður hann aldrei betri en sá sem braskar með hann. Ég held líka að lífeyrissjóðirnir lendi í miklum vandræðum verði úttektir miklar sem mig grunar.
Björn
Það sem meira er að tapið er ekki einungis 30%, heldur hafa þeir einnig haft gríðarlegar tekjur af því að fá fólk í séreignasparnað þar sem þeir geta stýrt ávöxtun að hluta með því að kaupa og selja bréf inní sjóðunum og taka himinhá umsýslugjöld fyrir sem eru % reiknaðar. Þrátt fyrir gríðarlegan kostnað lífeyrissjóðanna þá eru þeir yfirleitt með góða afslætti af umsýslugjöldum bankanna. Það væri fróðlegt að vita hve mikið hefur verið greitt í fjárfestingarkostnað við séreignadeild Landsbankans, hvet ykkur að senda þeim tölvupóst um það en efast um að þeir þori að svara. Það er engin greiðastarfsemi í gangi hjá bönkunum.
Einar
Ég er að vinna að hugmyndum með miklu fagfólki í þessum geira, hugmyndir um hvernig er hægt sé að breyta kerfinu svo það vinni fyrir okkur sjóðsfélaga og geri peningavaldið hlutlaust, ef það er hægt að finna pottþétta leið með því að breyta þessu kem ég með hana, nú annars verð ég að leggja til að við hættum þessari vitleysu og gerum þetta sjálf.
Magnús
Það væri líklega önnur staða hjá þessum mönnum ef við hefðum meira frjálsræði gagnvart sjóðunum,val um hverjir stjórnuðu osfrv.. Að þetta brask skuli vera verndað af lögum eru hrein mannréttindarbrot.
Kær kveðja
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 11.2.2009 kl. 18:00
Þakka þér fyrir þessi skrif þín um lífeyrissjóðina.
Það er orðið löngu tímabært að draga það fram í dagsljósið hvernig menn hafa verið að spila með ævisparnað fólks og það fé sem því er ætlað að lifa á í ellinni. Þegar skoðað er hvernig þessum peningum hefur verið varið dettur manni í hug hvort það væri kanski alveg eins gott að senda landsliðið í póker með peningana í alþjóðlega keppni. En svona grínlaust, þá velti ég því fyrir mér hvort hægt væri að sækja stjórnendurna fyrir umboðssvik, þegar þeir fara með fjármuni lífeyrissjóðanna í áhættufjárfestingar í stað þess að verja þær með tryggum hætti. Ég held að fólk geri sér ekki gein fyrir hversu gífurlega háar fjárhæðir er um að ræða - bara með því að uppreikna eignir um áramótin 2007-8 og hækka um 18,4%, samkvæmt tölum sem fram koma á vefsíðu Landssambands lífeyrissjóða, og draga frá stöðuna um síðustu áramót eins og hún er gefin á sömu síðu - hafa eignirnar lækkað um 350 milljarða kr. það er fjárhæð sem nemur 5 ára iðgjöldum, eða eða 10 ára iðgjöldum þegar búið er að draga frá greiðslur til lífeyrisþega.
Sú aðferð sem notuð er við að skipa í stjórnir lífeyrissjóðanna veldur því að verkalýðshreyfingin verður lömuð, þar sem foringjar hennar eru í stjórnunum. Þessu þarf að breyta.
Björn Bjarnason, 11.2.2009 kl. 21:05
er skithræddur um að allt sem að þu ert að segja sé rétt uffffffffffffffffffff
Jón Aðalsteinn Jónsson, 11.2.2009 kl. 22:25
Kærar þakkir fyrir að taka lífeyrissjóðina undir smásjá. Ekki veitir af. Allt þarf að skoðast. Ég er ein þeirra sem hef greitt í lífeyrissjóð frá því á unglingsárum en hef ekkert sett mig inn í málin. Bara treyst og borgað.
Jónína Óskarsdóttir, 12.2.2009 kl. 11:15
kvitta fyrir innlit
Jón Snæbjörnsson, 12.2.2009 kl. 16:34
Ég reiknað út í fyrra, fyrir sjálfan mig að með fastri 5% raunávöxtun þá myndu lámarks lífeyrisreislur standa undir væntingunum sem birtar eru um mánaðarlegar úrborganir eftir 30 ár. Þá var ég búin að gleyma því sem ég lærði sem barn að 2% raunvöxtum er hámarkið sem hægt hefur verið að lofa hingað til, almennt í heiminum. Þetta hljóta menn að hafa gert sér grein fyrir þegar þeir buðu upp á séreignalífeyrissparnaðinn og féllu frá launahækkun [samþykktu "tímabundnar" launalækkanir fyrir 2/3 hluta þjóðarinnar].
Það erum við sem eigum að standa undir lífeyrisgreiðslum Ásmundar og Péturs sem tóku við tómum sjóðum það er engin furða þó hluti þessarar kynslóðar hafi haldið svona á málum.
Málið er að á alþjóðamörkum er öll neysluvara gæða verðflokkuð. Oft 5 verðflokkar. Fyrir ESS var Íslendingum bara boðin 1. verðflokkur, en almenningi í Noregi kannski 2. verðflokkur eða 3. verðflokkur, Ríkjum eins og Írlandi 3. verðflokkur eða fjórði verðflokkur , Portúgal 5. verðflokkur.
Með því að auka sölu á ódýrari verðflokkum lækka verð heildarneyslu pakkans [fyrir 2/3 hluta þjóðarinnar]. Þá mæla lífeyrissjóðirnir með verbréfaneysluvístölu ESB [OMX Kauphöll Íslands og Seðlabanki] og kalla kaupmáttar aukningu eða hagvöxt. Launþegasamtökin falla svo frá almennum kauphækkunum í kjölfarið. Íslendingar sem ferðast mikið erlendis uppgötva að verð erlendis fara hækkandi [blekking]. Sparnaður vegna neysluvara innflutnings til handa þjóðinni hefur lækkað í samræmi við verðmæta kaupmátt almennings. Þannig hefur að mínu mati verið svínað á 2/3 hlutum launþega [allavega]. Ef sparnaður vegna verðflokka skiptanna hefi lent í vasa 2/3 hluta þjóðarinnar, undanfarin um 25 ár?. Þá væru launin almennt í krónum talið 20-30% hærri. Þá þyrfti ég engan séreignalífeyris sparnað. En skussarnir Pétur og Ásmundur þyrftu að borga hlutfallslega meira til að uppfylla sínar væntingar.
ASí gerði verði könnun miðað er við magn [ekki verðmæti] : Kattamatur, 5. flokks rækjur, undirmáls flök, vatnssprautað kjöt bognir blettóttir bananar, bleiur, ..... Skilboð: lýðurinn fari og auki kaupáttin, þá þarf ekki að semja um kauphækkanir. Mælitæki sem breytist mánuð frá mánuði land frá landi hvaða samanburði þjónar það?
Erlendum fjárfestum sem kaupa verðbréf hjá ohf, ehf fyrirtækju og sveitarsjóðum í OMX kauphöll Íslands [ESB útibú] aðalviðskipta vinar Seðlabankans. Þeir horfa í vergar þjóðartekjur landsframleiðslu og neysluverðbólgutryggð veðlánaverðtryggð sér íslensk húsbréf.
Forréttinda stéttin Íslenska getur kannski leikið á lýðinn, en að hún geti leikið á forréttinda stéttina Bresku eða aðrar innan ESB, nei því miðar: flestar eru miklu greindari.
Júlíus Björnsson, 13.2.2009 kl. 17:56
Ég held þú myndir drukkna ef allir settu inn athugasemd sem líta hérna við Ég lít alltaf hérna inn þegar ég sé að það er komin ný færsla frá þér. Eins og ég hef sagt þér áður finnst mér þú segja mjög skýrt frá málefnum sem virðast oft óaðgegnileg í fyrstu en hluti þess er nú ábyggilega það að hagfræðingar og aðrir sem hafa eitthvað að fela hvað varðar raunverulega stöðu efnahagslífsins tala eins og margir pólitíkusarnir. Hellingur að orðavaðli en ekkert innihald! Þeir eru hins vegar snillingar í því að lát það sem þeir segja hljóma eins og þeir hafi sagt heilan helling af viti.
Ég vildi gefa þér sama hrósið og þú gefur Hjálmari Gíslasyni ekki síst vegna þess að orðin sem þú notar eru til að skýra út en ekki fela neitt!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.2.2009 kl. 15:36
Enn og aftur kemurðu með góða úttekt á svindlinu í lífeyrissjóðunum. Ég er búinn að setja tengil á bloggið þitt á síðunni hjá mér.
Kíktu líka (og þið hin) á bloggið hjá Guðmundi Gunnarssyni, þar sem hann kemur inná lífeyrissjóðina, en hann er innanbúðarmaður þar eins og flestir vita. Ég setti athugasemd hjá honum, en hann hefur ekki birta hana enn sem komið er.
http://gudmundur.eyjan.is/2009/02/silfri-i-dag.html
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 17:14
Þakka innlit og athugasemdir.
Sæll Björn
Það sem ég tel vera einu mestu meinsemdina í þessu kerfi er að sjóðstjórar og forstjórar lífeyrissjóðanna sitja fyrir framan langar raðir af fólki, með rauða dregla og ölmusur, tilbúið að beygja lög og reglur til að komast í fé úr sjóðum okkar til misjafnra nota.
Forstjórinn situr svo á sjóðnum eins og ormur á gulli og deilir út fé til þeirra sem vinveittir eru stefnu hans og klíku. Bankarnir eru þar engin undantekning.
þar sem ég hef átt viðtöl við miðlara og viðskiptafræðinga sem hafa unnið fyrir sjóðina og segja þeir allir það sama: Lúxus ferðir, duttlungar af ýmsu tagi, kampavín og kavíar eru dropi í hafið af bullinu sem í sjóðunum þrífst, "enda skiptir það engu máli hvað við borgum undir þetta lið við fáum Það margfalt til baka"
Engin furða að fjárfestingarkostnaður sjóðanna hlaupi á milljörðum á hverju ári.
Jón
Sömuleiðis nema að ég veit að það sem ég segi er rétt.
Jónína
Það hafa flestir gert eða 99.9 % landsmanna, greitt og brosað. Maður þarf að vera hálf bilaður til að fara á móti þessu liði, sem er reyndar rétt, ég er manískur að eðlisfari svo þetta hentar mér ágætlega. Ég hafði greit og greitt án þess að hugsa. Svo komu upp aðstæður í minni fjölskyldu sem vöktu mig af værum blundi og fengu mig til að hugsa um þessa hluti af mikilli alvöru.
Annað dæmið var dauðsfall þar sem góður vinur féll frá, jafngamall tveggja barna faðir í sambúð þ.e. sömu fjölskylduhagir og hjá mér.
Það er alltaf áfall og erfitt að takast á við ástvinamissi. Áfall af öðrum toga sem lítið fer fyrir útávið er fjárhagslegt hrun fjölskyldu við fyrirvinnumissi ofan á allt sem á undan er gengið. Ég hef margbent á bága stöðu heimavinnandi kvenna sem hafa verið, eitt fyrir Guði og mönnum, samsköttuð, eitt fyrir lánastofnunum enda þurfa báðir að skrifa upp á lánin.
Ekki virðast þau vera ein heild gagnvart lífeyrissjóðnum þar sem ekkjan fær skertan áunnin lífeyri hans í nokkur ár og um 9.900 krónur á mánuði með hvoru barni. Ég reiknaði út greiðslur hans í þau 18 ár sem hann hafði greitt í lífeyrissjóðin og komst að þeirri niðurstöðu að greiðslurnar sem hún fær eru varla vaxtatekjurnar af ávöxtuðum höfuðstól iðgjalda sem hann hafði greitt.
Ef hann hefði verið barnlaus og ógiftur hefðu iðgjöldin horfið í peningahyldýpi sjóðsins og foreldrar að öllum líkindum setið uppi með skuldbiningar hans.
Hin ástæðan er Amma gamla sem var búin að vera á biðlista eftir kústaskáp á annars ágætu elliheimili Grund í nokkur ár. Þar sem gamalt fólk getur lent í þeirri aðstöðu heins og hún að eldast fljótt og þurfa ummönnun af einhverju tagi með stuttum fyrirvara lendir hún í þeirri aðstöðu að þurfa að selja undan sér fasteign á undirverði til að komast framar á biðlista eftir pínulitlu herbergi, einnig þurfti hún að losa sig við mest allt innbúið sem henni þótti afar vænt um. Í hennar tilfelli gat hún farið til dóttur sinnar í á annað ár þar til hún komst loks að. Svo er lífeyrir hennar skertur því hún á pening inná bankabók þ.e. andvirði fasteignar sem seld var á undirverði.
Er þetta virkilega það sem bíður okkar fyrir 12% af öllum launum vinnandi fólks, heila starfsævi?
Það er ömurlegt að horfa upp á lífeyrissjóðina sólunda sparifé okkar í hítur ofurlauna og kaupréttasamninga og rekstarakostnað sem í besta falli þyrfti að vera brot af því sem nú er.
Ég hef bent á þá sorglegu staðreynd að með hagræðingunni einni saman er hægt að rétta hlut þeirra ofangreindra svo um munar. Ef við lækkum kostnað við sjóðina um helming þá getum við á " Einu ári" byggt þjónustuíbúðir á stærð við Nordica Hótel og stóraukið makalífeyri.
Kveðja
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 17.2.2009 kl. 10:06
Takk sömuleiðis fyrir innlitið Jón.
Júlíus
Takk fyrir innihaldsríka pistla þína.
Ég get ekki nefnt eina athugasemd sem þú hefur komið með sem ég er ekki sammála.
Hef talið að óraunhæf ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna sé stór hluti af vandamálinu enda er erlendum sérfræðingum það með öllu óskiljanlegt hversu áhættusæknir þeir eru á meðan raunávöxtun ríkisskuldabréfa er eins há og hún er, einnig að vísitölurnar eru byggðar á rakalausu bulli. Eins og vísitala húsnæðislána sem stjórnast m.a. á áfengis verði og kattamat frekar en markaðsaðstæðum á fasteignamarkaði. Og svo hvort eðlilegt sé að hengja hluti á vísitölur yfir höfuð. Enda verður verðmætasköpun og vermæti aldrei meira en það sem við framleiðum sjálf.
Rakel
Takk kærlega fyrir það. Það er einmitt þau jákvæðu viðbrögð við pistlum mínum sem drífa mig áfram í þessari baráttu minni.
Sæll Theodór
Þakka kærlega fyrir tenginguna og athugasemdirnar sem þú hefur skrifað sem víka skilning eða öllu heldur óskilning minn á þessu kerfi enn frekar.
Guðmundur Gunnarsson er jafntrúaður á núverandi lífeyrissjóðskerfi og Gunnar í krossinum á biblíuna. Það er eins og að allar breytingar á núverandi kerfi séu guðlast við hina heilögu ritningu verkalýðsforystunnar og samtaka atvinnulífsins.
Hef oftar en einu sinni staðið í "léttum" ritdeilum við Guðmund á blogginu hans enda vill hann engu illu upp á kerfið trúa. Ég er samt sammála honum varðandi sjóðssöfnunar fyrirkomulagið og almannatrygginguna, sé betra kerfi en gegnumstreymiskerfið sem hefur sína kosti og galla.
Hitt er annað mál að ávöxtun og geymsla peningana verður aldrei betri en sá sem braskar með þá.
Takk fyrir mig.
Kveðja
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 17.2.2009 kl. 11:17
Takk sömuleiðis Ragnar. Þeir eru alltaf hlaðnir af upplýsingum pistlarnir frá þér.
Það sem ég spurði Guðmund var efnislega þetta: Hann vildi meina að lífeyrissjóðirnir séu eign þeirra sem hafa greitt í þá og ég geri engan ágreining um það. En hvers vegna mega þá forstjórar, stjórnarmenn o.s.frv. ausa úr þessum sjóðum í svallveislur, laxveiðiferðir og ofurlaun? Eins og þú hefur einmitt fjallað um hér.
Guðmundur treystir sér greinilega ekki til að svara fyrst hann birtir ekki athugasemdina.
Ég sé að þú ert kominn með nýjan pistil, set þar seinna athugasemd, kemst ekki í það alveg í bráð.
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.