9.2.2009 | 09:59
Ekki voru lífeyrissjóðirnir lengi að svara.
Eftirfarandi svar við pistli mínum "Blekkingar Lífeyrissjóða" var birt á heimasíðu þeirra www.ll.is um tveimur klukkustundum eftir að ég birti færsluna. Þett er nýtt met hjá þeim en fyrra metið á Þorgeir Eyjólfsson hjá Lífeyrissjóði Verslunarmanna sem er um 10 tímar, þegar hann svaraði gagnrýni minni á stöð 2 um fjölskyldutengsl stjórnenda.
Sjá svar og andsvör:
Föstudagur 6. 02. 09
Rangfærslur í bloggskrifum.
Ragnar Þór Ingólfsson fer hörðum orðum um starfsemi lífeyrissjóða og stjórnenda þeirra í skrifum á bloggsíðu sinni í dag (http://ragnar73.blog.is/blog/ragnar73/entry/796473/) og það ekki í fyrsta sinn. Hann má að sjálfsögðu hafa þær skoðanir á mönnum og málefnum sem hann kýs en afar æskilegt er að draga ekki ályktanir af gefnum forsendum eða hreinum staðleysum. Þessar kröfur verður ekki síst að gera í ljósi þess að sumt fjölmiðlafólk fjallar um ályktanir bloggarans eins og þar sé sjálfan sannleikann að finna. Þess vegna fáeinar ábendingar og athugasemdir.
1. Ársreikningar lífeyrissjóða eru færðir í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins og þar er kostnaði skipt upp í fjárfestingagjöld annars vegar og rekstrarkostnað hins vegar. Það er útúrsnúningur að gefa í skyn að um blekkingar sé að tefla við framsetningu ársreikninganna. Rekstrarkostnaður íslensku lífeyrissjóðanna er lágur í alþjóðlegum samanburði og fráleitt að vísa til rekstrartekna lífeyrissjóðanna sem villandi stærðar. Lífeyrissjóðirnir stunda til að mynda umfangsmikla innheimtu á gjöldum fyrir þau stéttarfélög sem standa að viðkomandi lífeyrissjóði. Sá hluti rekstrar lífeyrissjóðanna hefur í för með sér kostnað á móti innheimtulaunum.
Hver á rekstrarkostnaður lífeyrissjóða að vera fyrir 300.000 hræður. Ég er klár á því að hann er ekki mikill í krónum talið á alþjóðlegan mælikvarða en sjálfsagt leitun að öðru eins miðað við höfðatölu. Þetta er enn eitt dæmið um villandi framsetningu.
Ég hef margbent á villandi upplýsingar t.d. um framsetningu rekstrarkostnaðar.
Þorgeir Eyjólfsson forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna:Rekstrarkostnaður LV hefur ætíð verið með því lægsta sem gerist meðal lífeyrissjóða landsins og var til dæmis 0,05% í hlutfalli af eignum á árinu 2007.
Eignir voru í árslok 2007 rúmir 269 milljarðar. Þá ætti rekstrarkostnaður 0,05% einungis að vera 135 milljónir. Þegar launakostnaður einn og sér er 270 milljónir getur þetta ekki staðist, enda gufar þessi raunkostnaður ekki upp í bókhaldstilfæringum, svo mikið er víst.
2. Röng er sú fullyrðing að lífeyrissjóðir stundi blekkingar, meðal annars með því að velja afmörkuð tímabil til upplýsinga um ávöxtun fjármuna sinna. Sjóðirnir birta einfaldlega upplýsingar um 5 og 10 ára ávöxtun og um árlega ávöxtun í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins.
Það þýðir ekkert að vísa í lög og reglur. Málið snýst ekki um það. Málið snýst um villandi framsetningu gagna sem er ekkert ólöglegt svo lengi sem um tölulegar staðreyndir sé að ræða.
Það er rétt! Þeir birta upplýsingar um 5 ára ávöxtun og 10ára ávöxtun eftir því sem við á og betur hentar. Enda ekkert ólöglegt við það, bara villandi. Blekkingar /Villandi , spurning um orðaval.
3. Fráleitt er að halda fram að lífeyrissjóðir komi ekki hreint fram og greini frá áhrifum fjármálakreppunnar á eignasöfn sín. Þvert á móti hafa lífeyrissjóðir efnt til fjölda kynningarfunda fyrir sjóðfélaga og birt upplýsingar um stöðu mála á heimasíðum sínum og í fréttabréfum. Uppgjör fyrir liðið starfsár munu birtast í marsmánuði en á vettvangi lífeyrissjóðanna er nú unnið að tilheyrandi mati á eignum. Ársreikningarnir munu sýna og sanna að upplýsingar undanfarnar vikur og mánuði, um áhrif fjármálakreppunnar á afkomu sjóðanna, hafi á hverjum tíma sýnt eins skýra mynd af stöðunni og unnt var.
Fyrst fullyrtu LV að tap eftir bankahrunið væri aðeins 9,6% Síðan fullyrti Hrafn sjálfur að tapið væri einungis 14,4% á opnum borgarafundi fyrir fullu Háskólabíói. En þá hafði ég sýnt fram á með einföldum hætti að það stæðist ekki. Nú eru þeir komnir í 23,4% og eru enn ekki búnir að gera upp veigamikla tap þætti í fjárfestingum sínum.sjá samantekt mína síðan í Desember 2008.
http://ragnar73.blog.is/blog/ragnar73/entry/740332/
Lífeyrissjóðirnir hafa með "ótal kynningarfundum"????? þetta er nú ein ástæðan fyrir þessari gagnrýni minni, að það litla sem hefur komið frá lífeyrissjóðunum er óraunhæft mat á taprekstri þeirra sem þeir hækka svo eftir því hvað fram kemur af upplýsingum.
Þetta má allt nálgast á live.is.
4. Fullyrðingar um að lífeyrissjóðirnir hafi tapað 40% til 50% eigna sinna ná engri átt og er þeim hér vísað á bug enn einu sinni. Viðkomandi bloggari og fleiri sama sinnis hljóta að vita betur eftir alla kynningarfundina og fréttirnar um málið.
Þessir kynningarfundir hafa alið á misvísandi upplýsingum og fegrunaraðgerðum glataðra fjárfestinga. Og voru algjör brandari.
Tap sjóðanna er ekki minna en 40-50% af öllum eignum, þeir virðast ekki skilja eða vilja ekki viðurkenna að peningamarkaðir heimsins hafa hrunið og meirihluti þeirra fjárfestinga í erlendum verðbréfum eru verðlaus, eða verða verðlaus þar til einhver viðskipti fara fram.Það sem á eftir að koma fram í ársreikningum lífeyrissjóðanna er stórlegt ofmat á eignum þeirra sem verða svo afskrifaðar á 3-5 árum. Rétt eins og þeir gerðu á árunum 2000-2002.
Að Hrafn skuli halda að almenningur éti sem hey það sem frá honum komi er veruleikafyrra.
5. Veruleg hagræðing hefur átt sér stað í lífeyriskerfinu á liðnum árum með samruna lífeyrissjóðanna og ætla má að sú þróun haldi áfram á komandi árum.
Oft má duga! Ekki er hann að þræta fyrir kostnaðinn við kerfið. Ekki er hann að þræta fyrir fjárfestingastefnu sjóðanna sem er að upplagi nákvæmlega eins.
Hvað gætum við byggt margar þjónustuíbúðir á ári fyrir aldraða sjóðsfélaga fyrir helmingin af öllum þessum gríðarlega kostnaði?
6. Vegið er sérstaklega að starfsheiðri framkvæmdastjóra LL í niðurlagi bloggfærslunnar þar sem vitnað er til greinar hans nýverið í Morgunblaðinu um gjaldmiðlavarnarsamninga. Nærtækast er að svara með því að benda viðkomandi og öðru áhugafólki slíkra samninga á að lesa greinina hans aftur og betur. Hana er að finna hér.
Að Kalla þetta fjárhættuspil eða öllu heldur rúllettu með gjaldeyri gjaldeyrisvarnir er móðgun við almenna skynsemi. Gjaldeyrisvarnir eru hugsaðar í allt öðrum tilgangi t.d. vegna afborganir skulda í erlendri mynt og vörukaupa eða framvirkra verksamninga. Ekkert af þessu á við lífeyrissjóðina sem eru með eitt þolinmóðasta fjármagn sem völ er á og engar skuldir. Skýringuna vita flestir í bankageiranum þ.e. Bankarnir og helstu ráðgjafar þeirra sáu í hvað stefndi og veðjuðu gegn krónunni . Það eina sem þurfti var einhvern til að veðja á móti... Hverjir ætli hafi samþykkt að taka þátt og nota til þess ævisparnað okkar....hmmm... Jú lífeyrissjóðirnir.
Ég segi og stend við það. Annað hvort voru stjórnendur og sjóðsstjórar lífeyrissjóðanna svo gjörsamlega út á þekju í störfum sínum "vanhæfir" með því að taka þátt í þessu veðmáli eða þá að þetta var gert til liðka fyrir persónulegum afskriftum lykilstjórnenda á vildarsamningum eða til annarra verri verka á kostnað ævisparnaðs okkar.
Þetta eru hörð orð, en ég hef mjög áreiðanlegar upplýsingar um að þeir aðilar sem ég nefni í grein minni "af hverju fara Lífeyrissjóðirnir ekki í mál..." ,hafi fengið vildarkjör og samninga sem ekki var hægt að tapa á. Svo finnst þeim skrýtið að ég sé að gagnrýna þetta meðan Þeir neita að tjá sig um innihaldið.
Hrafn hefur vegið gróflega að starfsheiðri mínum sem reiðhjólasala með dylgjum sínum um að ég skrifi ekkert nema rangfærslur. Ég vísa þessu til föðurhúsana og skora hér með á Hrafn í Kastljósið eða Ísland í dag til að ræða þessar dylgjur mínar opinberlega.
Kær kveðja
Ragnar
Athugasemdir
Nú er bara sjá hvort Hrafn sé maður í að hitta þig og hvort Kastljósið eða Ísland í dag sé tilbúið í þetta.
Ágúst Guðbjartsson, 9.2.2009 kl. 11:16
Ég tek undir áskorun þín til Hrafns. Eins verð ég að koma því hérna á framfæri að ég skil ekki að á meðan hreinsun á sér stað í bankakerfinu af hverju hún nær ekki til lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga líka. Þessir menn minna um margt á Davíð sem situr sem fastast í óþökk landsmanna
Sigurbjörg, 9.2.2009 kl. 11:20
Vonast til að sjá ykkur í sjónvarpinu sem fyrst, en þetta svar þeirra eru eins og önnur svör sambærilegra stjórnenda, sem eru orðnir svo samdauna óheiðarlegu og siðspilltu kerfi að þeir trú þessu sjálfir sennilega.
(IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 11:31
enn og aftur.. ég vil alla mína peninga tilbaka úr þessari hít.. ég get sko örugglega ávaxtað þeim betur sjálfur...
Þakka þér kærlega fyrir að opna fyrir okkur þennan spillta heim lífeyrissjóðanna Ragnar.
Óskar Þorkelsson, 9.2.2009 kl. 12:12
Það má einnig benda á í þessu samhengi, þá var Hrafn í viðtali í Reykjavík síðdegis í síðustu viku.
Þar var hann spurður beint út hvað lífeyrissjóðirnir töpuðu miklu á bankahruninu..... og það stóð nú ekki á svarinu : Það er afskaplega erfitt að segja til um það á þessu stigi málsins. Sjóðirnir eru að gera upp sína ársreikninga, og þessar tölur munu liggja fyrir eftir mánuð eða svo.
En ég var að fá upplýsingar um tap lífeyrissjóðanna í OECD löndunum og þar er tapið um 18-20%......... og svo kom einhver langloka hjá kappanum.
Eru OECD ríkin svona fljót að reikna þetta? Hvað eru margir í lífeyrissjóðir þar ? Er eðlilegt að hafa þessar tölur á hreinu en ekki þær tölur sem þér er borgað fyrir að vita ? Fyrir hvað fær þessi maður 30 milljónir á ári ?
ljóta ruglið allt saman..........
Kristján (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 12:38
Þakka þér fyrir þetta Ragnar.
Ég vona svo sannarlega að fjölmiðlarnir gefi færi á þessari umræðu.
Ég allavega fylgist spenntur með þessu, og því meira sem ég sé, því meira tek ég undir með þér. Þetta er gríðarleg vinna og ég sendi þér hvatningarkveðjur.
Einar Örn Einarsson, 9.2.2009 kl. 13:07
Þetta er dæmi um villandi rökstuðning þar sem samanburðar þjóðirnar
hljóta að vera þær sem hafa mikið hærri rekstrarkostnað. Sennilega í
samhengi textans sem hlutfall af heildar eignum sjóðsfélaga.
Þær munu hafa verið metnar í lok ofurgróðatímabilsins þær mestu meðal þjóða miðað við höfðatölu.
Meirihluti þjóðarinnar hér er með undir 180.000 kr. dönskum í árstekjur. Vextir af lífeyrissjóðslánum [neysluverðsverbólguverðtryggðum veðverðtryggðum íbúðarlánum t.d.] hærri en hjá nokkurri siðsamri þjóð. Hvort við eigendur látum starfsmenn okkar skammta sér laun í samræmi við heildar eignir okkur telji ekki vera.
Fordæmisgildið væri þá að hækka hjá laun almennt hjá lífeyrissjóðsfélögum miðað við eiginfé eða eignir fyrirtækjanna sem þeir starfa hjá. Til samræmis við þau lönd þjóða heimsins sem eigendunum þykir henta best hverju sinni.
Laun starfsmanna lífeyrissjóða fyrir veitta vinnu og heildartímakaup vinnu ekki meiri en 2/3 hluti tekjulægstu lífeyrissjóðannaeigendanna Íslensku stritar fyrir á hverju ári.
Allt sem lækkar ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðlána kemur meirihlutanum til góða, það er það sem skiptir máli.
Viðmiðun á Íslandi á alltaf að vera í samræmi við vilja og hag meirihlutans: eigendanna.
Júlíus Björnsson, 9.2.2009 kl. 13:33
Ef ég er ekki kominn með blóðbragðið í munninn núna og farinn að hugsa um tímana þegar notast var við fallaxir þá er það núna !
Nýi Jón Jónsson ehf, 9.2.2009 kl. 13:50
Þakka öllum sem hér skrifa.
það er til marks um mikilvægi þessa málstað að, pistlahöfundur mun halda þessu áfram svo lengi sem hann þarf til að ná fram breytingum á þessu ósjóðakerfi.
Les betur í gegnum athugasemdir í kvöld og svara öllum.
Takk enn og aftur fyrir athugasemdirnar, það eru þær sem halda þessu á floti í bloggheimum.
þannig hvet ég alla sem kíkja við hjá mér að bjóða góðan daginn í það minnsta ef þið finnið hljómgrunn í skrifum mínum.
Takk.
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 9.2.2009 kl. 14:07
Takk sömuleiðis fyrir bloggvinabeiðnina, lífeyrissjóðssukkið hefur verið mér mikið umhugsunarefni undanfarinn á. Þú ættir að skora Hrafn á hólm í Kastljósi og taka Helga í Góu með þér !
Nýi Jón Jónsson ehf, 9.2.2009 kl. 14:11
Ég vona sannarlega að Hrafn þori að mæta Ragnari í Kastljósi, eða hvaða þætti sem er.
Óskar segir að hann geti ávaxtað peninga betur sjálfur en lífeyrissjóðir, sem hella mjólkinni niður.
Það fer ekki á milli mála. Ég skrifaði einmitt færslu í fyrra um það. Margt þar hefur Ragnar staðfest með sínum skrifum. Hér er færslan (afsakið stórt letur:)
Lífeyrissjóðirnir – samhjálp eða svikamyllur?
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 14:51
Tvennt er umfram annað athyglisvert í þessu svarbréfi.
Annars vegar: "Rekstrarkostnaður íslensku lífeyrissjóðanna er lágur í alþjóðlegum samanburði og fráleitt að vísa til rekstrartekna lífeyrissjóðanna sem villandi stærðar."
Er hér verið að tala um hlutfallslega eða í krónum talið? Það kemur ekki fram.
Hins vegar: "Lífeyrissjóðirnir stunda til að mynda umfangsmikla innheimtu á gjöldum fyrir þau stéttarfélög sem standa að viðkomandi lífeyrissjóði. Sá hluti rekstrar lífeyrissjóðanna hefur í för með sér kostnað á móti innheimtulaunum"
Að sjálfsögðu eiga innheimtutekjurnar frá stéttarfélögunum að jafna innheimtukostnaðinn. Lífeyrissjóðalögin gera ekki ráð fyrir blandaðri starfsemi lífeyrissjóða, en fram hjá því má eflaust horfa ef því fylgir ekki aukinn útgjaldakostnaður á kostnað lífeyrisgreiðenda.
Hvað tap lífeyrissjóðanna á síðasta ári varðar, verðum við væntanlega að bíða enn um stund eftir að sjóðirnir geri upp reikningana. Ég bíð spennt!
Kolbrún Hilmars, 9.2.2009 kl. 15:59
PS. Skemmtilega að orði komist um "villandi stærð". Ég mun nota þetta orðatiltæki síðar - þegar ég hef komist að því hvað það þýðir...
Kolbrún Hilmars, 9.2.2009 kl. 16:11
Takk fyrir að opna þessa maðkadós sem þú gerir frábærlega.Þurfum fleiri menn sem sjá og hugsa eins og þú.Ekki veitir af að einhver fylgist með þessum sjóðum okkar og getur sett upplýsingarnar þannig fram að ég skilji þær.
Einar Oddur Ólafsson, 9.2.2009 kl. 18:11
Ég vona að við getum tekið þennan séreignasparnað okkar út sem fyrst,við erum búinn að sjá það að þetta er ónýtt kerfi(vitum hvorki hvað við töpum á þessu eða hverrsu mikinn skatt við þurfum að greiða af sparnaðinum í framtíðinni)Þá held ég að það sé betra að spara sjálfur á öruggum tryggum reikningi.
En vil þakka þér Ragnar fyrir frábær skrif og góðar upplýsingar.
Kv.Örvar.
Örvar (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 20:40
Já góða kvöldið félagi, líst vel á þetta brölt þitt þó ég hafi svo sem ekki miklu við að bæta.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 22:06
Þakka innlit og athugasemdir.
Ég reikna ekki með því að fjölmiðlar taki við sér varðandi þessi mál frekar en fyrri dagin. Og ekki þykir mér líklegra að stjórnendur lífeyrisjóðanna hafi áhuga á að gera umræðuna opinbera. Enda hafa þeir ekki séð ástæðu til að koma fram á gagnrýnum grundvelli til að ræða stöðuna.
Óskar
Það ber að hafa í huga með allan lífeyrissparnað að hann er undanþegin aðfararlögum og því geta lánadrottnar ekki gert kröfu á hann ef illa fer hjá okkur. Verst að aðfaralögin ná ekki yfir braskarana sem kerfisbundið sturta sparnaðnum jafnóðum niður með braski sínu og gríðarlegum kostnaði.
þeir selja okkur séreignina og telja fólk asna ef það nýti ekki, 50% gefins ávöxtun með mótframlagi ásamt því að skatturinn lánar okkur skattin vaxtalaust á meðan. Hafa ber í huga að þessi sparnaður verður aldrei betri en sá sem braskar með hann, þar af leiðandi er þessi "pottþétti" sparnaður ekki svo pottþéttur eftir alltsaman. svo er skattaprósentan mjög lág eða 37.5% og gæti vel verið 50% þegar við tökum hann út.
Kristján
Mín kenning er sú að þeir kasti þessum tölum 20% tap fram til að fegra bóhaldið,eða öllu heldur til að leggja línurnar fyrir sjóðina hvert bókfært tap þeirra á að vera fyrir árið 2008. Öll almenn skynsemi segir okkur, og mun ég rökstiðja það frekar síðar að tapið er mun meira. Hrafn hefur áður verið tvísaga varðandi tapið.
Júlíus
Mér reiknast til að kostnaður við lífeyrissjóðina hafi verið rúmir 3 milljarðar árið 2007 og verður ekki minni árið 2008. Þetta þýðir að hvert mannsbarn á íslandi er að greiða um 10.000 krónur á ári í þessa 37 sjóði sem að upplagi eru að gera það nákvæmlega sama. Ég er nokkuð viss um að þennan gríðarlega kostnað við lífeyrissjóði er hvergi að finna í okkar sólkerfi.
nýji Jón
Helgi í Góu stendur alltaf fyrir sínu, hefði ekki verið tilvalið fyrir svona 10-15 árum að hafa byrjað að fjárfesta einhverju af þessum peningum í þjónustuíbúðum fyrir aldraða sjóðsfélaga.
Ragnar Þór Ingólfsson, 9.2.2009 kl. 23:22
Sæll Theodór
Góð færsla, ég tók svipaðan pól í hæðina þegar ég skrifaði grein "þjófnaður Aldarinnar" sem gekk á netinu í fyrra, þar sem ég bendi á að 4% í séreign geri þig að milljónamæring á meðan 12% duga varla til lágmarks framfærslu og í sömu grein sýni fram á að þessum peningum sé jafnvel betur varið undir koddanum en í höndum þeirra sem stjórna lífeyrissjóðunum. það var svo mikið um nafnlausa gagnrýni á greinina,þá aðallega á tryggingafræðilegum forsendum og þessari blessuðu samtryggingu. En þetta eru sömu fræðingarnir og reikna út fyrir tryggingafélögin, oft á sömu forsendum og vinningslíkur spilakassa háspennunar.
Kolbrún
Einhvern vegin grunar mig að tap sjóðanna verði í besta falli "villandi stærðir" Það eina sem mig dettur í hug þegar þeir tala um villandi stærðir eru lítil typpi.
Maðkadós, góður Einar.
Örvar
það þarf heldur betur að taka til í þessu kerfi ef þeir ætlast til þess að við greiðum í þetta þegjandi og hljóðalaust,hinsvegar eru töluverð verðmæti þarna inni ennþá, sem við eigum og ættum ekki að gefa þeim eftir.
Þakka innlit félagi, er pláss í gullvagninum fyrir lífeyrin okkar. :)
Takk Davíð Sömuleiðis.
Kær kveðja
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 9.2.2009 kl. 23:51
Það sem grunar í miklu stærra samhengi er að meirihluti launþega hafi haft um 258.000 danskar [180.000 danskar] fyrir þjóðarsáttina sem markaði upphaf bónusar og fölsum kaupmáttar. Lífeyrisgreiðslur sem hlutafall af þessum laun krefjast ekki séreignalífssparnaðar eða okurvaxta á lífaeyrissjóðslánum til íbúðarkaupa. Til að tékka á þessu. Má líta á heildar launakostnað flestra fyrirtækja næstu ár eftir umrædda þjóðarsátt. Flest fyrirtæki á þeim tíma miðuðu heildarlauna kostnað við fasta prósentu af heildar veltu. Segjum t.d. 20% Ef allir aðilar þjóðarsáttar hefðu tekið á sig 30% skerðingu, þá hefði þessi prósenta átt að fara úr 20% í 14%.
Ég tek ekki þátt í annarri þjóðarsátt.
Kynslóðinn hans Péturs í ljósi stöðu Íslenskra lífeyrissjóða þá hefði ekki átt von á miklum lífeyri ef við sem yngri eru hefðum búið við minn ávöxtunarkröfu. Lá laun auka lánsþörf sem minnkar kaupmátt. Er vaxtakostnaður meirihluta þjóðarinn reiknaður inn í framfærsluvísitölu hennar [2/3 hluta hennar] ?
Þetta sem ég kalla fölsun kaupmáttar er alþjóðlegt fyrirbæri en vaxandi launa ójöfnuður er sérstakur fyrir Ísland.
Júlíus Björnsson, 9.2.2009 kl. 23:56
Sæll aftur Ragnar og öll hin. Við komumst að nokkuð svipuðum niðurstöðum í grein minni frá í apríl og þinni í desember.
Séreignin er ekki sú peningahít sem skylduiðgjaldið er, en athugum það að tekinn er fullur skattur af séreign. Það þýðir að tekinn er fullur skattur af sparnaði sem er að stærstum hluta fjármagnstekjur, meðan aðrar vaxtatekjur bera 10% skatt.
Réttlátur skattur af séreignarsparnði ætti að vera 20-25%.
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 08:31
Sæll Júlíus og Theodór
Frábært hvað þið eruð duglegir að bæta við nýjum vinklum á málin hérna hjá mér, ég met það mjög mikils. Og nýti það til fulls.
Takk fyrir mig.
Ætla að hella mér í vinnu fyrir næsta pistil.
Kveðja
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 10.2.2009 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.