8.1.2009 | 09:05
Fjárkúgun er rétta orðið.
Ég hef oft orðið hissa á málflutningi Lífeyrissjóðanna en nú hafa þeir farið yfir allt velsæmi.
Þeir vilja ekki gefa upp hrikalega stöðu sjóðanna og gífurlegan taprekstur vegna þess að þeir reyna eins og engin sé morgundagurinn að færa tap á gjaldeyrisskiptasamningum sem þeir hafa stórgrætt á undanförnum árum yfir á þrotabú bankanna (ríkið) og þannig koma tapinu yfir á skattgreiðendur.
Þar af leiðandi hvít þvo þeir sjálfa sig af eigin taprekstri.
Annað athyglisvert er að lífeyrissjóðrinir reyna einnig að ná fram skuldajöfnun á skuldabréfaeign sjóðanna í gjaldþrota bönkum og fyrirtækjum. Aftur á að reyna að koma tapinu yfir á skattgreiðendur og fyrir vikið verða sterkasta valdið í landinu í krafti lausafjárstöðu sinnar.
Tapið er staðreynd. Hver á að Borga? Við eða Við?
Þeir ætla að þvinga Ríkið og alþýðuna sem á þessa peninga um tilfærslu á taprekstri svo að sjóðirnir verði einráðir á lausajármarkaðnum með tilheyrandi völdum. Þeir ætla ekki að koma að uppbyggingu þessa lands nema að kröfum þeirra verði farið.
Við getum ekki liðið svona kúganir.
Ríkið verður að grípa inn í og leysa til sín þessa Ósjóði.
Það er ömurlegt að horfa upp á þessa sömu menn og eru búnir að tapa öllu hlutafé eins og í LV sem fóru fyrir hópi SA og LL inn á Alþingi og fengu rýmri heimildir til að fjárfesta í hlutabréfum í gjaldþrota og gjörspilltu atvinnulífi sem aldrei fyrr.
Þeir hefðu réttilega átt að fara fram á það við ríkið að leysa til sín sjóðina og sameina þá í einn.
Hvað kostar að reka 37 Lífeyrissjóði með 37 forstjóra á 37 forstjórajeppum sem vinna fyrir 37 mismunandi hagsmunaaðila.
Ragnar Þór.
Lífeyrissjóðir fjármagni framkvæmdir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Réttast að halda því til haga að umræddir gjaldeyrisskiptasamningar eru hluti af áhættuvörn sjóðanna. Því miður er ein áhætta í slíkum samningum mótaðila áhætta. Við vitum öll hvernig fór fyrir mótaðilunum í þessu dæmi.
Blahh (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 09:31
Góð grein og kröftug.
Ég hef verið að velta fyrir mér fyrirbrigðinu "skuldajöfnun".
Ég held að í raun sé ekkert slíkt í boði, eða ætti ekki að vera í boði. Ólafur Ólafsson hefur verið að fara fram á þetta varðandi stöðutökur gegn krónunni sem hann var að stunda, og lífeyrissjóðirnir hafa einnig óskað eftir skuldajöfnun.
Ég held að bankinn innheimti allar útistandandi kröfur og greiði síðan jafnt til kröfuhafa í bankana.
Þó svo að sami aðili eigi bæði kröfu á bankann og skuldi honum, þá hlýtur sama að gilda um hann. Hann þarf að greiða skuldina sína og vera með öðrum í hópi kröfuhafa í bankann.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 09:36
Bendi enn og aftur á hvílíkir einkaklúbbar þessir lífeyrissjóðir eru og hugsið ykkur þeir eru 39 í landinu í dag en voru 86 ekki fyrir löngu væri ekki nær að opna þá og fækka.
Jóhann S Kristbergsson, 8.1.2009 kl. 21:30
Hvað skildi mikið sparast við að sameina allt í einum ríkisbanka...... ???
(IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.