Viðtal við formann VR.

Það kom á óvart í viðtali við Gunnar Pál á Bylgjunni í morgun hversu snjall pólitíkus hann er. Hann náði að stýra umræðunni sér í vil og sneiddi afar nett framhjá vandræðalegum og óafsakanlegum afglöpum sínum í starfi.
Það lá við að tárvot hvolpa augun sæust í gegnum útvarpið.

Hvar í fjandanum hefur verkalýðsforystan verið síðustu þrjá mánuði þegar hvað harðast hefur verið sótt að launafólki að það á sér vart hliðstæðu?

Launalækkanir, uppsagnir, atvinnuleysi, verðhækkanir, verðbólgan, Vaxtastigið, Ríkisstjórnin.

Ekki hefur heyrst hóst né stuna frá formanni VR.

Þessum tíma hefur Gunnar Páll varið í baklandskönnun fyrir áframhaldandi formannssetu með köku- og matarboðum trúnaðarmanna eftir að upp komst um glórulausa gjörnunga hans sem stjórnamanns í Kaupþingi.

Viðtalið á Bylgjunni í morgun:

Hann telur að tap VR vegna bankahrunsins sé ekki nema 5% af heildareignum “En það er það sem bankarnir segja mér” sagði hann. “Bankarnir sjá um fjárfestingar sjóðsins” bætir hann við. 

Gunnar er viðskiptafræðingur að mennt ,formaður VR, stjórnarformaður LV og stjórnarmaður gamla Kaupþings.

Veit hann ekki hvernig bankarnir fjárfestu peningum VR? Veit hann ekki í hvaða hlutabréfasjóðum var fjárfest í fyrir 550 milljónir? Veit hann ekki í hvaða bönkum, fjármálastofnunum og fyrirtækjum VR átti 3,3 milljarða skuldabréfaeign? Hvað með tap á erlendu skulda- og hlutabréfasafni? 

Gunnar segir tapið 5% og verið sé að bíða eftir “hugsanlegri skuldajöfnun” á skuldabréfaeign félagsins.

Það er líklegra að gamla knattspyrnu félagið mitt Leiknir Reykjavík vinni meistaradeildina í fótbolta en að tap VR sé einungis 5%.

“Skuldajöfnunin” sem á aldrei eftir að koma, þýðir að bankarnir bæti tjón VR vegna tapaðra skuldabréfalána og færa tapið yfir á skattgreiðendur sem þurfa þar af leiðandi að taka á sig stærri skell vegna skuldbindinga gömlu bankanna með t.d. greiðslum á ríkistryggðum innlánum að viðbættum afkriftum skulda lykilstarfsmanna og vildarvina Kaupþings sem Gunnar sjálfur kvittaði undir sem stjórnarmaður gamla kaupþings.

Gunnar Páll er að segja okkur að bankarnir séu að skoða tapflutning VR yfir á skattgreiðendur.

Tapið er staðreynd, Hver á að borga?

Þegar Gunnar tekur við sem formaður VR breytist verkalýðsfélagið í þjónustumiðstöð fyrir VR félaga, þá sem vilja sumarbústað á leigu, niðurgreidd líkamsræktarkort osfrv.

Félagsmenn skulu sjá um að semja um sín laun sjálfir enda ekki í verkahring Gunnars Páls?? Halló !!!

Vitanlega eru markaðslaun hærri hjá stórum hópi félagsmanna sem skýrist af framboði og eftirspurn eftir vinnuafli en ekki af einka afrekum formanns VR.

Gunnar skilur ekki að stór hópur félagsmanna er ekki í aðstöðu til né hefur bein í nefinu til að semja um sín laun sjálfir enda hafa margir félagsmenn setið eftir með sárt ennið í launaskriði undanfarinna góðæris ára.

Hvað með þetta fólk.

Hvar í fjandanum hefur Gunnar Páll verið eftir að kreppan skall á, þegar hvað harðast er sótt að launa og fjölskyldufólki.

Gunnar Páll hefur verið að sýsla ýmislegt frá bankahruninu eins og að fá auknar heimildir fyrir lífeyrissjóðina til að fárfesta í hlutabréfum sem aldrei fyrr, fá í gegn eignaupptökulið til að geta leigt sjóðsfélögum íbúðir sínar þegar búið er að hirða þær upp í skuldir sem lífeyrissjóðirnir áttu stóran þátt í að stofna til og að lokum hefur hann reynt sem aldrei fyrr að þegja af sér Kaupþingsskandalinn og styrkja sína eigin stöðu innan félagsins.

Meðan félagsmönnum blæðir og er ýtt til hliðar hugsar Gunnar um eigin rass.

Ég held að flestir VR félagar, einstaklingar og fjölskyldufólk séu með sín mál nokkuð á hreinu t.d. séreignasparnað, líftryggingar og barnatryggingar, barnakaskó,brunatryggingar, brunakaskótryggingar,innbústryggingu og innbúskaskótryggingu og kaskó-kaskó tryggingar eða hvað þetta nú alltsaman heitir.

Ég er sjálfur tví líftryggður og með séreignasparnað því að Lífeyrissjóðurinn sem ég greiði 12% af launum mínum í alla ævi getur ekki séð mér fyrir mannsæmandi lífs viðurværi eftir að vinnuskyldu minni er lokið.

Ég held að ég vilji ekki borga í VR lengur þar sem tryggingar mínar dekka flest allt það sem Gunnar telur VR standa fyrir í dag. Það eru eflaust til nóg af lögfræðinum sem telja sig geta sótt mál á atvinnnurekendur fyrir mína hönd eins og að sækja slysabætur þar sem viðkomandi greiðir fyrir þjónustuna ef árangur næst með samkomulagi eða málssókn.

Er VR orðin enn einn milliliðurinn í velferðarkerfinu því ekki getum við flokkað VR sem verkalýðsfélag við núverandi aðstæður.

Ragnar Þór Ingólfsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann S Kristbergsson

Eins og ég hef sagt þá eru þessir menn á það fínum kjörum og á vernduðum stað að þeir þurfa ekki að gera eitt né neitt fyrir þennan lýð sem þeir þiggja laun frá. Allt hvabb frá þessum lýð er leiðinlegt og þá er gott að geta þvarðrað fram og til baka um hlutina þannig að menn gefast bara upp á þessum rugli.

Jóhann S Kristbergsson, 7.1.2009 kl. 12:45

2 identicon

Mikið agalega er ég glöð að ég bý ekki með þér, við hefðum rifist í morgunkaffinu.  Mér fannst satt að segja löngu orðið tímabært að leiða saman þá Gunnar Pál og Lúðvík.  Þér þóknaðist ekki það sem Gunnar Páll hafði að segja og ég skil það, enda hafið þið vinirnir fengið óáreittir að níða hann í skítinn án þess að hann fengi að svara fyrir sig.  Ef þú gagnrýnir og ræðst á fólk með persónulegum ásökunum og skítkasti þá er ekkert nema eðlilegt að fólk svari fyrir sig.  Gunnar Páll hefur að mínu mati staðið sig vel sem formaður VR og sýnt ótrúlegt langlundargeð í öllu því skítkasti sem á honum hefur dunið.  Kannski varð honum á. En veistu, að batnandi manni er best að lifa og ég trúi því að hann muni koma sterkari út úr þessum ólgusjó.  Það er ekki auðvelt að standa í brúnni í brimgarðinum og margir hefðu eflaust komið sér í fyrsta björgunarbátinn.  Það var mikið talað um að hann ætti að segja af sér, eins og það væri eina leiðin til að taka ábyrgð, málið er hins vegar það að gungur renna af hólmi.  Gunnar Páll hefur ákveðið að láta félagsmenn skera úr um málið, enda er það okkar réttur að fá að kjósa um það.  Hann á minn stuðning og ég hvet ykkur vinina til að láta af skítkasti og reyna að vera málefnalegri í málflutningi ykkar.  Að lokum langar mig að benda þér á að stundum er betra að hlusta, melta og telja uppá tíu áður en maður sendir frá sér eitthvað sem er manni til minnkunar. 

Fræið (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 15:36

3 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Góðan Dag Fræ.

Ég þakka athugasemdina. Ég er sammála þér að oft er betra, jafnvel nauðsynlegt að telja upp á 10 áður en maður talar og skrifar.

Málefnalegur?

Viltu útskýra betur fyrir mér og nefna dæmi um ómálefnaleg skrif hjá mér því. Ef ég hef verið ómálefnalegur vil ég leiðrétta það eða rökstyðja ef við á.

Ég hef ávalt reynt að kynna mér málin og rannsaka á mínum forsendum, staðið sjálfur í gagnaöflun í stað þess að hlusta á Gróusögur og hef talið mig hafa mjög sterk rök fyrir öllu sem ég skrifa. 

Ég vil benda þér á í leiðinni að ég skrifa undir mínu nafni og er ekki málsvari annara.

Af hverju skrifar þú ekki undir nafni? Ef þú ert að saka mig um að vera með skítkast þá er það eitt, ég gagnýni undir nafni, eitthvað sem þú ættir að taka þér til fyrirmyndar nema að þú sért hrædd um að vera nafntoguð við málstað og verk Gunnars.

Ég er í fullum rétti til að gagnrýna störf Gunnars og það harkalega ef þörf þykir.

Það sem hann hefur gert með störfum sínum í Lífeyrissjóðnum og störfum sínum sem stjórnarmaður í Kaupþingi er óafsakanlegt.

Ég hef skrifað um þessi mál og gagnrýnt sjóðina harkalega, bent á MJÖG alvarlegar og vafasamar tengingar lykilstjórnenda við helstu fjárfestingar sjóðsins og haft til þess góð og gild rök.  Hinsvegar er valdahroki þessara manna með þvílíkum eindæmum að í stað þess að svara gagnrýninni og taka ábyrgð á gjörðum sínum eru þeir að kanna baklandið og þegja af sér gagnrýnisraddir.

Á meðan launafólki blæðir eru þessir menn að hugsa um eigin stöður og rassgat.

Ég skal viðurkenna að ég hef ekki áður farið svo hörðum orðum um þá sem ég hef gagnrýnt hvað mest. Ástæða þess nú er vegna viðtlas við Gunnar Pál á Bylgjunni í morgun þar sem hann reynir að telja félagsmönnum trú um að tap félagsins hafi ekki verið meira en 5% á hruni bankanna. þegar menn koma fram með þessum hætti og segja vísvitandi ósatt um stöðu félagsins er fokið í flest skjól því sem viðskiptafræðingur veit Gunnar vel að staðan er margfalt verri og þarf ekki mikin sérfræðing til að rökstyðja mun hærri tölur.

Dæmi:

Innlend Hlutabréfaeign VR í árslok 2007 var um 822 milljónir ( 272 í hlutabréfum "allt tapað" og 550 milljónir í innlendum hlutabréfasjóðum) Hlutabréfavísitala lækkaði yfir 90% á árinu þannig að tap á innlendum hlutabréfum er um 10% af heildareignum.

Þá á eftir að sundurliða tap á 3,3 milljarða innlendu skuldabréfasafni félagsins sem samkv. heimildum markaðarins og seðlabanka íslands gæti verið um helmings tap jafnvel meira eftir því hve skuldabréfaeign félagsins í bönkum og fjármálafyritækjum var mikil. Ég ætla ekki að taka fleiri liði inn í þetta en 5% tap er ósannleikur af verstu gerð og ef Gunnar ætlar að bíða af sér afskriftrnar með því að bera fyrir sig að ekki sé hægt að spá til um tap fyrr en fullreynt sé hvort hægt sé að koma tapinu yfir á skattgreiðendur með skuldajöfnun skuldabréfa osfrv. eru ólýðandi rök. 

Þessi maður á ekki að vera í forsvari Verkalýðsfélags.

Ragnar Þór 

Ragnar Þór Ingólfsson, 7.1.2009 kl. 18:56

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir góðan pistil

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.1.2009 kl. 19:30

5 Smámynd: Sigurbjörg

Eitt annað sem ég hjó eftir hjá Gunnari, þegar hann var spurður um launin sagði hann 950.000.-  En hann minntist ekki á hvort einhverjar aðgrar greiðslur kæmu frá félaginu í formi fríðinda, ss.bíll..sími etc.  Eins minntist hann ekki á hversu hár greiðslur hann fengi fyrir setu í öðrum stjórnum. 

Sigurbjörg, 7.1.2009 kl. 20:16

6 identicon

Sæll Ragnar Þór.
 Við erum hátt í 28,000 manns í VR og þú getur rétt sagt
þér það sjálfur að það eru alltaf minnst tvær hliðar á öllum málum og
í svona stóru félagi eru ekki allir sammála, en það er lágmark að menn
kynni sér báðar hliðar og fari með rétt mál og láti allt skítkast út í
persónur liggja fyrir utan umræðuna/bloggið.


Ég er í trúnaðarráði VR og hef verið í nokkur ár, einnig var ég ein af
þeim sem vildi Gunnar út vegna Kaupþingsmálið og knúði á að
trúnaðarráð yrði kallað strax saman þegar fréttirnar bárust og fór fram á félagsfund. En eftir að hafa mætt á félagsfundin á Grand Hóteli tókst aðalega
Lúðvíki að fá mig til að styðja Gunnar Pál áfram með því að vera
algjörlega óundirbúin og fara með fullyrðingar sem ekki stóðust. Svona
menn vil ég ekki sjá í trúnaðarstörf hvað þá í stjórnina. Maður sem
ætlar sér í formannstól stæðsta verkalýðsfélags landsins verður að
minnsta kosti að vera með sín mál á hreinu og kunna til félagsstarfa.
Hann veit ekkert um fundarsköp né hefur kynnt sér lög félagsins. Viljum við láta svona mann stjórna félaginu?


Ég aftur á móti fagna öllum þeim sem gefa kost á sér og hafa tíma því
öll sú vinna sem ég hef lagt fram er unnin í sjálfboðastörfum fyrir
VR. Félagið hefur aftur á móti greitt mér allt það vinnutap sem ég hef
orðið fyrir ef ég hef þurft að taka mér frí til að mæta á þing hjá ASÍ
og LÍV og met ég það mikils. Þið viljið kannski gera það torkennilegt
líka?

Að skipta út heilli stjórn í 28,000 manna félagi held ég að
sé algjört rugl og skaði félagið meira en bæti. Hvað er fengið með að
skipta út allri stjórninni? Hvað hefur sú stjórn sem nú setur gert svo
hræðilegt eða skaðað það mikið félagið að til svona stórra aðgerðar?


Ég var í nefnd sem útbjó tillögur um breytingar á kosningu til
stjórnar VR, sú nefnd var komið á ekki síst vegna atbeina Gunnars Páls
um að opna fyrir nýjum aðilum í stjórn. Á síðasta ári var fyrst kosið
eftir þessu svo það er ekki rétt það sem Lúðvík sagði í morgun á
Bylgjunni að í stjórninni væri bara fólk sem búið væri að vera frá
örófi alda. En þú verður að vera búin að starfa fyrir félagið til að
geta komist í stjórn t.d í trúnaðarráði. Sú staða er auglýst á hverju
ári ásamt stjórnarsetu. Ég svaraði þeirri auglýsingu á sínum tíma og fór í viðtal og komst þannig í trúnaðarráð. Ég þekkti engan sem var að starfa fyrir VR þegar ég bauð mig fram svo ekki fór ég inn á neinni klíku og hef aldrei heyrt um að neinn færi inn í trúnaðarráð á þeim forsendum.

Það er líka rétt hjá ykkur að það má alltaf bæta og laga og ég hef hingað til ekki orðið vör við neitt annað en að Gunnar Páll sé ávallt tilbúin til að taka þau skref. Hafið þið haft áhuga á að starfa fyrir félagið undanfarin ár? Ef svo er var ekki tekið vel á móti ykkur? Hafið þið fengið að taka þátt í þeim störfum sem þið höfðuð áhuga á? Stóð einhver í vegi fyrir að þið gætuð komið til starfa fyrir VR?


Morgunverðarfundir með formanni VR hafa borið mjög góðan árangur og ég hef
heyrt frá mörgum félagsmönnum mikla ánægju með þá. Hvaða önnur félög
bjóða sínum félagsmönnum til slíkra funda, að fá að hitta formann sinn
augliti til auglitis? Ég get ekki verið sammála ykkur um að VR félagið
sé lokað og gamaldags félag.


Ég skora á ykkur sem eru svona óánægð að gefa kost á ykkur og koma til
starfa fyrir félagið. Kynnið ykkur vel það starf sem nú þegar er unnið
af mörgum félagsmönnum. Virðum það sem félagar okkar í VR hafa gert og
gerum ekki lítið úr þeim störfum og þá á ég við hinn almenna
félagsmann sem mætir á fundi í sínum frítíma og er í nefndum líka án
launa, mér finnst þið vera búin að gera mjög lítið úr þeim aðilum með
þeirri aðför/herför sem Lúðvík og félagar hafa verið í.


Ég hef enn ekki fengið skýrar upplýsingar frá þeim aðilum sem segjast vera að
koma með mótframboð um hvaða málefni það framboð stendur fyrir. Við getum
ekki tekið afstöðu með þeim fyrr en við félagsmenn vitum fyrir hvað
þeir ætla að standa.


Einnig er ég sammála VR að hafa heimasíðuna ekki undir blogg það er
nóg af stöðum fyrir það. Ekki viljum við hafa 28,000 bloggara þar?!


Ég hef sent bæði DV og Bylgjunni tölvupóst um rangar málfærslur
Lúðvíks í umfjöllun þeirra en hvorugt þeirra hefur birt það né haft
samband við mig. Ég er orðin ansi þreytt á þessari einhliða umræðu.


Með kærri kveðju og von um málefnanlegt blogg ekki bara skítkast.

p.s. Það kom fram á félagsfundinum að laun Gunnars voru ákv. þannig að þau ættu að vera þau sömu og aðrir stjórnendur jafn fjölmenns félags/sveitarfélags og var þá horft á bæjarstjóra á stór Reykjavíkursvæðinu. Þetta eru heildarlaun og engin yfirvinna greidd. Þetta þótti eðlilegt á þeim tíma sem þetta var ákv. það er svo annað mál í dag hvort þetta teljist vera rétt laun.


Hildur Mósesdóttir Félagsmaður í VR og sit í Trúnaðarráði í VR

Hildur Mósesdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 21:28

7 identicon

Sæll Ragnar, Takk fyrir flottan pistil. Ég hlustaði á viðtalið í morgun og er sammála þér í því að þegar hann talaði um 5% tap þá missti ég mig. Ég hreinlega gat ekki hætt að hlæja. Og það fyndnasta var líka hversu einlægur hann var þegar hann sagði þetta.

Ég þekki manninn ekki neitt en sannfærðist í morgun um það hversu falskur þessi maður væri. Það skiptir ekki máli hvort það var fyrir bankahrun eða eftir bankahrun að þau laun sem hann hefur þegið, plús kaupréttir fyrir hinar ýmsu stjóarnarsetur (reikna ég með) VAR og ER óeðlilega hátt. Eðlilegast VAR og ER að forystumaður hvers verkalýðsfélags beri saman epli við epli en ekki epli við appelsínur eins og Gunnar gerir, því launin hans VORU og ERU of há. Hann ber sig saman við aðra stjórnendur í þjóðfélaginu! Hvernig getur hann það? Af hverju ber hann sig ekki saman við sinn hóp, hópinn sem hann er að berjast fyrir þe félagsmenn VR. Það er hann sem ber ábyrgð á þeirri launatöflu sem er þar inni og ætti að vera jafn mannsæmandi fyrir hann og aðra félagsmenn.

Á hinn bóginn fannst mér Heimir og Kolla standa sig ansi illa í viðtalinu í morgun. Þau tóku einhliða afstöðu með Gunnari og spurðu hann ekki einustu gagnrýnis spurningu en hins vegar hömruðu á Lúðvíki.

Jú maður getur vissulega verið sammála því að tilvonandi forystumaður myndi kunna lög félagsins, en samt ekki bókstaf fyrir bókstaf. Til þess eru þau rituð í bók og hægt að fletta upp. Reynslan í starfi mun eflaust kenna honum svo að þekkja lögin utan að.

Annað, mér finnst öll gagnrýni á núverandi stjórn félagsins (þá ekki bara Gunnar heldur líka Hildi og og meðsetumenn og konur) eiga fullan rétt á sér og þið hin berið á vissan hátt ykkar ábyrgð á þeim ákvörðunum sem hafa verið teknar...til að mynda laun Gunnars og að hafa ekki setið í stjórn með gagnrýnum augum. En mér finnst líka sorglegt að aðeins einn maður skuli bjóða sig fram á móti Gunnari miðað við þessa miklu andstöðu. Ragnar, hefði viljað sjá þig fara fram líka. 

ókunnug (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 22:16

8 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Takk sömuleiðis fyrir innlitið Jakobína.

Sigurbjörg, ég veit ekki hver heildarlaun hans eru en hann fær bílafríðindi og greiðslur fyrir nefndar og stjórnarstörf til viðbótar við föst laun. það má einnig taka það fram að stjórnar og nefndarseta formannsins fer að mestu fram í vinnutíma hans sem formaður VR. 

Hildur,

Takk fyrir góðan pistil og góðar vel rökstuddar ábendingar. Ég er alls ekki hræddur við að viðurkenna að ég gekk of langt gegn Gunnari og notað gróft og óþarft orðalag í hans garð. Ég hef beðið hann afsökunar á bloggi mínu og tekið út óþarfa og meiðandi athugasemdir úr grein minni. Vona að það verði tekið til greina.  

Ég vinn alla mína pistla og gagnaöflun sjálfur  og skrifa hvorki fyrir hönd Lúðvíks né annara aðila. Ég styð öll framboð gegn núverandi stjórn.

Mín barátta hefur fyrst og fremst snúist um lífeyrissjóðin en þar er Gunnar Páll í miðjum fellibylnum.

Ég hef aldrei haldið því fram að allt sem frá VR komi sé spillt eða rotið. Ég veit fyrir víst og það perónulega að mikill mannauður býr í féaginu bæði hjá starfsmönnum og í trúnaðarmannaráði þar sem óeigingjörn sjálfboðavinna hefur verið unnin undanfarin ár. Það er margt gott sem hefur komið úr þessu starfi. Ég vil hinsvegar árétta gagnrýni mína á stjórn VR og formann sem ég stend við 100% og bið þig að benda mér á staðreyndarvillur og rangfærslur í gagnrýni minni á VR og LV.

Sæl Ókunnug

Ég er algerlega sammál þér með Heimi og Kollu, ekki beinskeyttir spyrlar þar á ferð. Lúðvík á vonandi eftir að skólast til í svona aðstæðum enda hefur Gunnar mikið forskot í þeim efnum enda búin að vera í þessu í um 20 ár held ég.

Varðandi framboð þá er alltaf gaman að fá stuðning varðandi slíkt.Eins og staðan er í dag hef ég ekki hug á að bjóða mig fram, frekar sýna stuðning minn í verki við framboðið sem ætlar á móti núverandi stjórn.

Kær kveðja og þakka öllum sem nenna að lesa þessi blogg mín fyrir.

Ragnar Þór   

Ragnar Þór Ingólfsson, 8.1.2009 kl. 01:14

9 identicon

Þú segir að tap heildareigna af lífeyrissjóði verslunarmanna sé um 10% ef þeir tapa 822 milljónum króna.  Það gerir að sjóðurinn sé í heild um 8 milljarðar.  Sú tala er vel yfir 200 ma. kr. ,,Eignir námu 269,1 milljarði í árslok 2007´´ tekið af heimasíðu Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna.  Getur kynnt þér ársskýrslur hér:  http://www.live.is/sjodurinn/arsskyrsla/.

Ég vil benda á að ég er enginn sérstakur talsmaður sjóðsins, vinn ekki hjá sjóðnum, þekki engan sem vinnur hjá sjóðnum og ég er ekki í sjóðnum.  Mér leiðast bara fullyrðingar á moggablogginu sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. 

Blahh (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 09:00

10 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Blahh

Þú mátt ekki rugla saman viðfangsefnum. 

Við vorum að ræða VR. Og fullyrðingar Gunnar Páls um að VR hafi einungis tapað 5% af heildar eignum. ég nefndi aðeins lítið dæmi til að fá 10% Tap. Ég persónulega tel að tap VR sé svipað og LV eða um helmingur allra eigna.

Heildareignir VR í árslok 2007 voru tæpir 6,55 milljarðar og eignir LV 269,1 milljarðar. 

Hér getur þú kynnt þér áætlun mína á tapi LV sem eg gerði í byrjun Des.2007 það er von á nýrri áætlun frá mér í byrjun næstu viku þar sem staðan versnaði til muna fram að áramótum.

http://ragnar73.blog.is/blog/ragnar73/entry/740332/

Hér svara ég fullyrðingum Lífeyrissjóðanna um að tapið sé einungis 14% af heildareignum. 

Ég held að ég hafi kynnt mér þessi mál betur en margir sem hafa bloggað um þau. Það ættir þú að geta lesið úr öllum þeim fjölda greina sem ég hef skrifað um sjóðina.

Takk fyrir athugasemdina.

Kær kveðja

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 8.1.2009 kl. 09:22

11 identicon

Já ég dreg bara athugasemdina mína til baka :) ... því miður segja viðbrögð mín of mikið um moggabloggið því ég gekk út frá því að þú hefðir ruglað VR saman við Lífeyrissjóð Verzlunarmanna.  En, ég á sökina.  Kveðja....

Blahh (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 09:29

12 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Ekki málið. Hef lent í þessu sjálfur.

kveðja

Ragnar 

Ragnar Þór Ingólfsson, 8.1.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband