Yfirlýsing frá LV ásamt svari.

Yfirlýsing í tilefni umfjöllunar Stöðvar 2 í fréttum 28. desember 2008

29.12.2008

Viðmælandi Stöðvar 2 í fréttatíma 28. desember 2008 kaus að blanda fjölskyldum forystumanna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á miður smekklegan hátt inn í málflutning sinn gegn stjórnendum og starfsemi lífeyrissjóðsins.

Því er alfarið vísað á bug að fjölskyldutengsl hafi haft áhrif á fjárfestingar sjóðsins í Kaupþingi en eiginkona mín hóf störf í Búnaðarbanka Íslands árið 1997, þ.e.a.s. þegar bankinn var enn í eigu ríkisins og eiginkona Gunnars Páls var ráðin til almennra starfa í Kaupþingi áður en hann tók sæti í stjórn bankans. Að starf sonar míns sem sérfræðings í fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings hafi áhrif á ákvarðanatökur starfsmanna á eignarstýringarsviði lífeyrissjóðsins er fullkomlega fráleitt.

Er fráleitt að spyrja eftirfarandi spurninga? 

Er Þorgeir, sonur hans og kona í hópi þeirra lykilstarfsmanna sem fengu ábyrgðir niðurfelldar vegna hlutabréfakaupa? Eru þessir aðilar í hópi Vildarviðskiptavina bankans sem fengu samninga sem ekki var hægt að tapa á?

Og dóttir Þorgeirs sem er á fruminnherjalista hjá Exista (kaupþing)sem varastj.maður á einhvern hátt tengd inn í þetta?

Hvert er eignarhald þessara aðila sem ofan er talið í gegnum ehf. fyrirtæki osfrv?

Það er í versta falli fullkomlega eðlilegt að spyrja þessara spurninga og ennþá eðlilegra að forstjórinn geri grein fyrir þessum tengslum og svari þeim spurningum sem að ofan eru.

Þar sem verið er að gera eignarhlut Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í Kaupþingi tortryggilegan vegna fyrrgreindra tengsla ber að árétta að hann var svipaður og annarra stórra lífeyrissjóða. Þannig átti Lífeyrissjóður verzlunarmanna 3,56% í Kaupþingi í apríl 2008 en Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 3,61% og Gildi lífeyrissjóður 3,22% á sama tíma.

Þarna er vísað í hlutabréfastöðu í apríl 2008. Hver var staðan rétt fyrir hrun bankanna ?

Hver var staða LV í Kaupþingi vikurnar fyrir hrun bankanna. Hver var hluturinn þá ?? Eru þá allir fjármálaséfræðingar að ljúga um mjög óeðlilega stöðu sjóðsins með Kaupþingi á kostnað hinna bankanna? Hvert var eignarhald bankans í stærstu eigendum Kaupþings þ.e. Bakkavör, Exista ofl. vikurnar fyrir hrunið ? Og hver var skuldabréfaeign sjóðsins í Kaupþingi og í þeim félögum sem tengjast kaupþingi eins og ofan er talið ?

3,56% hlutur í Kaupþing hljómar ekki há tala en staðan á hlut LV í kaupþingi árslok 2007 með beinum og óbeinum hætti í gegnum Bakkavör exista ofl. var um  33 milljarðar. Ef við áætlum skuldabréf í bönkum og fyrirtækjum má áætla að heildar fjárfestingarstaðan í Kaupþingi í árslok 2007 hafi veri um. 55-60 milljarðar með beinum og óbeinum hætti. 

Tjón sjóðfélaga LV sem og annarra lífeyrissjóða var tilfinnanlegt við hrun bankanna. Engu að síður er rétt að halda til haga að hlutabréfasafn LV sýndi 19,5% árlega raunávöxtun yfir 28 ára tímabil til ársloka 2007. Eftir fall bankanna var raunávöxtun hlutabréfaeignar lífeyrissjóðsins reiknuð og sýnir safnið nú 8,5% árlega raunávöxtun yfir tæplega 29 ára tímabil. Þannig liggur fyrir að þrátt fyrir að mikil verðmæti hafi glatast er hlutabréfaeign lífeyrissjóðsins sú eign hans sem bestri ávöxtun hefur skilað á síðustu áratugum. Eignastýringardeild sjóðsins hefur tekist einkar vel upp á síðustu 11 árum með því að ná 102% uppsafnaðri ávöxtun umfram Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar á þessu tímabili.

Alltaf jafn broslegt að lesa tölulegar framsetningar þessarra manna. Af hverju tala menn ekki íslensku ?

Með þessari yfirlýsingu er Þorgeir að segja að sjóðurinn undir hans stjórn hafi tapað 11% raunávöxtun 29 ár aftur í tíman.( það er ávöxtun +verðbætur) síðustu 29 árin á þessu hlutabréfabraski undir hans stjórn.

Er hann að nota uppsafnaða ávöxtun sjóðsins síðustu 29 ára til að réttlæta eigin taprekstur.

Meðalraunávöxtun LV síðustu 5 árin var 10,6% í árslok 2007 og síðustu 10 árin var meðalraunávöxtunin 6,9%. Sjóðurinn hefur sýnt aðra hæstu ávöxtun meðal lífeyrissjóðanna síðustu árin. Þessi árangur hefur gert sjóðnum kleyft að hækka lífeyrisréttindi sjóðfélaga um 21,1% umfram verðlagsbreytingar frá árinu 1997.

Síðustu 10 árin er meðalraunávöxtun sjóðsins 6,9% eða rétt yfir meðallagi hefðbundinna verðtryggðra innlánsreikninga.

Rekstrarkostnaður LV hefur ætíð verið með því lægsta sem gerist meðal lífeyrissjóða landsins og var til dæmis 0,05% í hlutfalli af eignum á árinu 2007.

Þorgeir Eyjólfsson forstjóri
Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

0,05% sem hlutfall af 269 milljörðum sem var eignastaða sjóðsins í lok árs 2007 er 135 milljónir.

Hvernig getur rekstrarkostnaður verið 135 milljónir þegar launakostnaður er 270 milljónir og rekstrar,skrifstofu,launa og fjárfestingarkostnaður er skráður í ársskýrslu samanlagt 424,5 milljónir á 27,5 stöðugildi.

Er þorgeir að búa til rekstrartekjulið í efnahagsreikninginn til að lækka rekstrarkostnað og setja fram sem hlutfall af heildareignum sjóðsins?

Hvað er verkamaður með í laun eftir skatta og afborganir lána sem hlutfall af þjóðarframleiðslu ?  Líklega er það með því lægsta sem gerist.

Kveðja

Ragnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eignir umfram skuldbindingar stefndu í neikvæða tölu fyrir bankahrunið.

Eignir umfram skuldbindingar lækkuðu frá því að vera 7,9% árið 2006, niður í 4,7% 2007.

Ég vill halda því fram að sjóðurinn sé gjaldþrota og tilgangslaust að borga meira inn í hann.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 20:05

2 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Heill og sæll Ungi Sveinn

Ég er sammála þér að því leiti að mér finnst ömurlegt að þurfa að borga í lífeyrissjóð og horfa uppá þessa aðila tapa ævisparnaði okkar í eigin valdabraski.

Hitt er annað mál að þetta er lögbundið og mundi ég kjósa það sem síðasta kost að fara framhjá lögum eins og þeir sem við gagnrýnum hafa gert svo ítrekað.

það eru fleiri hliðar á þessu þ.e. að lífeyrissjóðirnir hafa heimild til að skerða áunnin réttindi ef þeir tapa sem þýðir að svo lengi sem til eru peningar í sjóðnum er þeim hlutfallslega skipt niður á þá sem hafa greitt í sjóðinn.

Ég vil frekar að þú notir krafta þína og kergju í garð stjórnenda LV til að senda þessa pistla áfram og tala máli okkar sem berjumst á móti þessu ömurlega óréttlæti og hjálpa til við að koma þessum valdasjúka fjárglæfra hrokalýð burt úr stjórn lífeyrissjóðanna. 

Kveðja Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 29.12.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband