18.12.2008 | 17:35
Ákall til fjölmiðla !
Á að flytja/fela tap LV yfir á skattgreiðendur ?
Ég hef fengið tölur mínar um stöðu LV sem ég hef birt á Bloggi mínu að mestu staðfestar og það sem meira er að staðan er jafnvel enn verri.
Það lítur út fyrir að tap sjóðsins sé vel yfir 110 milljarðar eða yfir 40% af öllum eignum.
Þetta er ekki eitthvað bókfært pappírs tap í skúffufyrirtæki fjárglæframanns. Þetta eru alvöru peningar, Peningarnir okkar sem eiga að tryggja okkur áhyggjulaust ævikvöld.
http://ragnar73.blog.is/blog/ragnar73/entry/740332/
Helstu hlutabréfaviðskipti LV á árinu 2008 voru til að styrkja stöðu sjóðsins í Kaupþingi á kostnað Landsbankans.
LV vill ekki gefa upp hrikalega stöðu sjóðsins opinberlega fyrr en fullreynt er hvort þeir fái skuldajöfnun á skuldabréfum vegna hruns bankanna og hugsanlega endurskoðun á því þegar sjóðurinn tók stöðu með krónunni.
Með öðrum orðum verður reynt með öllum tiltækum ráðum að færa/fela/flytja Tap LV yfir á skattgreiðendur.
Það verður að koma þessum málum upp á yfirborðið áður en þessir aðilar ná að hvít þvo af sér mesta tapið á kostnað skattborgara.
Ég skora á alla fjölmiðla að ráðfæra sig við óháða sérfræðinga í fjármálageiranum til að fá þessar hrikalegu tölur staðfestar ásamt áætluðu tapi á erlendum fjárfestingum og innlendri skuldabréfaeign Sjóðsins einnig að fá staðfest vanhæfi forstjórans til að gegna þessari stöðu vegna fjölskyldutengsla hans við stærstu fjárfestingar sjóðsins í hluta og skuldabréfum.
Ég vil ekki trúa því að þessir sömu aðilar sem bera ábyrgð á þessu gríðarlega tapi fái óútfylltan tékka á sparifé okkar til að gambla með í gjörspilltu atvinnulífi.
Fyrst var tapið 14% af heildareignum kom fram á heimasíðu live.is og á Borgarafundi í Háskólabíói
Viðtalið við mig í Reykjavík Síðdegis þann 10.Des eftir að ég birti samantekt á tapi LV var Tapinu breytt í 23,4% af heildareignum á live.is 11 des.
Ég skora á fjölmiðla að nota þessar upplýsingar og koma ævisparnaði okkar til bjargar.
Það er alveg óskiljanlegt að Þorgeir Eyjólfsson Forstjóri LV Skuli geta óáreittur fjárfest með ævisparnað okkar í fyrirtækjum sem Kona hans og börn gegna lykilstöðum í ef sögusagnir þess efnis eiga við rök að stiðjast.
Hvað þarf að gerast svo fjölmiðlar vakni til lífsins ?
Ársskýrsla LV 2007.
http://www.live.is/media/arsskyrslur/Arssk2007.pdf
Bls.15 Verðbréfaeign, Skipting eigna. Bls.28 Skrifstofu og stjórnunarkostnaður 424,5 milljónir. Bls 33 Skipting verðbréfa og skuldabréfa (hvaða fyrirtækjum voru lánaðar 17-18 milljarðar ? Bls.34 Hlutabréfaeign sjóðsins árslok 2007 Bls. 35 Erlend Verðbréfaeign sjóðsins. Sjá neðst þar sem sjóðurinn hefur skuldbundið sig til að fjárfesta 12,3 Milljörðum í erlendum áhættufjármagnssjóðum. Bls.36 Launakostnaður á 27,5 stöðugildi 270 milljónir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.