Getum við virkilega treyst þessu fólki ?

Endurreisnarsjóður Tapaðra Valda ! 

Nú hefur Lífeyrissjóður Verslunarmanna hækkað áætlaða neikvæða ávöxtun sjóðasins úr 14% í 23,4% eða um 63 milljarða á árinu. Þeir eiga ennþá töluvert langt eftir í sannleikslandið. 

Þetta er ekki eitthvað bókhaldstap einhverja skúffu fyrirtækja, Þetta eru alvöru peningar !

Peningarnir sem við eigum og áttu að tryggja okkur áhyggjulaust ævikvöld. 

Eftir að hafa tapað völdum í fjármálageiranum var ákveðið að gera raðstafanir og breytingatillaga á lögum um lífeyrissjóði fékkst samþykkt á alþingi sem gefur þessum aðilum auknar fjárfestingaheimildir ásamt óútfylltri ávísun á sparifé okkar.

Einnig fékkst samþykktur eignaupptökuliður sem gefur sjóðunum heimild til að eiga fasteignir okkar eftir að við missum þær til að leygja okkur eða öðrum.   

Nokkrir stórir lífeyrissjóðir vinna nú að stofnun sérstaks fjárfestingasjóðs í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins.

Sjóðurinn, sem hefur verið nefndur Endurreisnarsjóður atvinnulífsins, verður stofnaður þannig að lífeyrissjóðirnir leggja honum til fjármagn sem fjárfestar. Endanleg upphæð liggur ekki fyrir en stofnféð gæti numið tugum milljarða króna.

Ekki hefur verið rætt um aðkomu ríkisins að sjóðnum en viðmælendur blaðsins vilja þó ekki útiloka það. Undirbúningur að stofnun sjóðsins er hins vegar langt á veg kominn.

„Hugmyndin að þessum sjóði kviknaði mjög snemma á sérstökum neyðarfundum sem voru haldnir í kjölfar hruns bankanna,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Auk SA og stærstu lífeyrissjóðanna koma ASÍ og Viðskiptaráð einnig að stofnun sjóðsins.„Hlutverk sjóðsins verður að taka þátt í og móta fjárhagslega og rekstrarlega endurreisn íslensks atvinnulífs,“ segir Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sem hefur unnið að framgangi málsins fyrir hönd lífeyrissjóðanna. Líkast til verður sjóðurinn rekinn sem hlutafélag en samlagsfélagaformið hefur ekki verið útilokað.

Honum er ekki ætlað að vera „björgunarsjóður“ heldur sjóður sem fjárfestir í fyrirtækjum með góða möguleika á ávöxtun.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að mörg fyrirtæki séu umkomulaus og hafi tapað eigin fé sínu. ASÍ hafi talið mikilvægt að hafin yrði vinna til að endurfjármagna lífvænleg og arðbær fyrirtæki.

Hvaða fyrirtæki hafa spilað svo illa með fjármuni sína í góðærinu ?  

Getum við treyst sama fólki fyrir ævisparnaði okkar og hefur viðhaldið ofurlauna og forkaupsréttarstefnu fyrirtækja sem annáluð eru fyrir einkaþotur og kampavínsklúbba með tilheyrandi spillingu,taprekstri og glórulausu bruðli?

Hvað er Ríkisstjórnin að HUGSA! með því að kvitta undir þetta glórulausa Bull!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Guðbjartsson

Hvað eru þessir fjórir aðilar sem eru skipaðir af VR inn í LV að hugsa á að halda áfram að tapa lífeyrir okkar án þess að hugsa um það.

Hinir fjórir sem sitja í stjórn LV fyrir Kaupmannasamtök Íslands, Samtök atvinnulífsins og fleiri atvinurekanda vilja bara fá peningana til að geta haldið áfram á sukki.

Við verðum að gera þá kröfu að þeir sem eiga að vera gæta hagsmuna eiganda sjóðsins standi í fæturnar þó maður búist ekki við því.

Ríkistjórninn er því miður ekki með hagsmuni almennings í fyrsta sæti það ættu allir að vera búnir að sjá.

Ágúst Guðbjartsson, 16.12.2008 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband