Villandi upplýsingar.

Lífeyrissjóður verslunarmanna heldur því fram að ég sé að gefa villandi upplýsingar með reikniforsendur.

Ég hef aldrei talað um 8%raunvexti. Ef við setjum dæmið upp með raunvöxtum gæti það hljóðað einhvern veginn svona, 3,5% raunvextir miðaða við 4.5% verðbólgu eða 0,5%raunvextir og 7,5%verðbólga.

Málið er að lífeyrissjóðirnir eru raun að tala með villandi hætti um raunvexti í framtíðarútreikningum sínum vegna þess að þeir hafa heimild til að skerða lífeyrisréttindi ef þeir tapa nóg. Heimild til að skerða gerir það að verkum að hugtakið verðtrygging og raunvextir getur ekki staðist eða er í besta falli Villandi.Við skulum sjá hverjir gefa villandi upplýsingar.

Dæmi um villandi upplýsingar: 

Tekið af live.is eða http://www.live.is/sjodurinn/avoxtun/"Rekstrarkostnaður sjóðsins var einungis 0,05% af eignum eða 54 aurar fyrir hverjar 1.000 krónur.sem er með því lægsta sem þekkist."Af Hverju telur þú að rekstrarkostnaður LV sé settur upp með þessum hætti?

0.05%? Hvað er verið að fela ?

Við skulum sjá. Launakostnaður sjóðsins var 269 milljónir á síðasta ári á 27,5 stöðugildi. Forstjórinn var með 30 milljónir í árslaun.Rekstrarkostnaður sjóðsins var 421 mlljón. þeir taka svo inn í töluna rekstrartekjulið sem er settur inn í efnahagsreikninginn til að lækka kostnað og setja þetta svo fram sem hlutfall af heildar eignum.

Hvað ertu með í laun sem hlutfall af þjóðarframleiðslu gæti ég spurt ykkur?Heimildir eru ársreikningar LV 2007. þeir sem nenna ekki að lesa hann geta fengið þessar upplýsingar úr ársfundur 2007 ef þeir á annað borð ná að halda sér vakandi í gegnum þakkarræðurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband