19.10.2011 | 09:07
Fjárhættuspil lífeyrisforstjóra.
Voru gjaldeyrisskiptasamningar lífeyrissjóðanna óskiljanleg áhættusækni, lögbrot eða varnir?
Fyrir 30 árum var krónunni skipt út fyrir nýja. Þá kostaði dönsk króna eina íslenska og amerískur dollar rúmar sex krónur. Í dag kosta þessir sömu gjaldmiðlar 20 falt meira en þeir gerðu árið 1981 þrátt fyrir gjaldeyrishöft í landinu.
Þetta segir heilmikið um efnahagsstjórn landsins þó ekki sé ný saga að peningamálum þjóðarinnar hafi verið stýrt með óæðri endanum um áratugaskeið í þágu útvaldra vildarvina stjórnmálaelítunnar?
Það sem vekur mig til umhugsunar eru gjaldmiðlasamningar lífeyrissjóðanna rétt fryrir bankahrunið 2008. Sjálfur er ég sjóðfélagi í lífeyrissjóði Verslunarmanna (hér eftir LV) og hef gert fjölmargar athugasemdir við þessa samninga og mun rekja ástæður þess með ofansagt í huga.
Lífeyrissjóðirnir hafa nefnt þetta óskiljanlega gjaldeyrisbrask "gjaldeyrisvarnarsamninga" til að verjast gengissveiflum vegna skuldbindinga í íslenskum krónum. Gott og vel að skuldbindingar lífeyrissjóðanna eru í íslenskum krónum með verðtryggðu loforði langt inn í framtíðina. En kjarni málsins er einkar athyglisverður.
Erlendar eignir LV voru í árslok 2007 84,4 milljarðar og heildareignir sjóðsins 266,5 milljarðar. Iðgjöld í sjóðinn voru 16,3 milljarðar 2008 og útgreiðlur aðeins 4,8 milljarðar vegna mikillar söfnunar sem nú á sér stað innan kerfisins. Í því samhengi eru um 83% sjóðfélaga 49 ára og yngri sem þýðir að sjóðurinn þarf ekki að selja eignir til að standa undir skuldbindingum sínum næstu 18-20 árin eða á meðan iðgjöldin standa undir útgreiðslum.
Erlendar eignir LV voru á þessum tíma 32% af heildareignum og má því ætla að sjóðurinn þurfi ekki að losa erlendar eignir sínar næstu 30 árin að minnsta kosti eða yfir sama tímabil og erlendir gjaldmiðlar hafa 20 faldast í verði gagnvart íslensku krónunni þrátt fyrir gjaldeyrishöft.
Lífeyrissjóðir eru langtíma fjárfestar og gengis sveiflur jafna sig út á mun skemmri tíma en skuldbindingar sjóðsins gefa nokkurn tíma til kynna. Eru því erlendar eignir sjóðanna í raun verðtryggðar þar sem gengisþróun skilar sér á endanum út í verðlagið. Einnig er nauðsynlegt að dreifa áhættu með erlendum fjárfestingum til að geyma ekki öll eggin í sömu körfunni.
Lífeyrissjóðir hafa gott tryggingafræðilegt svigrúm til að mæta skammtímasveiflum á mörkuðum. Þ.e. að sjóðirnir hafa heimild til að reka sig með 10-15% halla/afgang í ákveðin tíma til að mæta sveiflum eða 5% vikmörk í 5 ár.
Þá kemur stóra spurningin.
Af hverju í ósköpunum gerði LV gjalmiðlasamninga rétt fyrir hrun upp á 93,2 milljarða króna eða mun hærri upphæð en erlendar eignir sjóðsins gáfu tilefni til?
Hvað og hverja var raunverulega verið að verja?
Braut forstjóri sjóðsins lög og samþykktir sjóðsins?
Tap sjóðsins vegna samninganna hleypur á tugum milljarða króna en hluta tapsins var skuldajafnað á móti kröfum sjóðsins í skuldabréfum bankanna en eftirstöðvar eru að mestu óuppgerðar í bókum sjóðsins og ríkir töluverð óvissa um endanlegt tap.
Samþykktir sjóðsins kveða á um að allar ráðstafanir á fjármunum sjóðfélaga sem eru óvenjulegar eða mikilsháttar skuli gerðar með sérstakri heimild frá stjórn sem ekki var gert í þessu tilfelli samkvæmt svari þeirra stjórnarmanna sem ég hef rætt við. Einnig segir í lögum nr.36/10 um skyldutryggingar lífeyrisréttinda að lífeyrissjóðir megi eingöngu gera afleiðusamninga sem draga úr áhættu sjóðsins sem er erfitt að álykta að svo hafi verið að ofansögðu. Því til stuðnings kemur fram í 4.bindi rannsóknarskýrslu alþingis á bls. 131-134 að óskiljanleg áhættusækni LV við gerð slíkra samninga hljóti að skýrast á von stjórnenda um skjótfengin gróða sem aftur brýtur í bága við samþykktir sjóðsins og lög.
Í ljósi tengsla forstjórans fyrrverandi við þau fyrirtæki sem tóku stöðu gegn íslensku krónunni vakna upp fleiri spurningar en svör og ein þeirra spurninga er hvort forstjórinn fyrrverandi hafi vísvitandi ætlað að færa fjármuni frá sjóðnum til þeirra fyrirtækja sem gerðu samninga á móti í gegnum banka sem hafði sterk tengsl við sjóðinn og öfugt.
Enn eitt dæmið um dæmalausa stjórnsýslu á íslandi er að forstjórinn fyrrverandi Þorgeir Eyjólfsson sem tapaði milljarða tugum á mjög svo vafasömu gjaldeyrisbraski LV skuli hafa verið ráðin til seðlabanka íslands til að stýra afnámi gjaldeyrishafta.
Stjórnendur LV sem eru margir þeir sömu og voru í stjórn sjóðsins þegar umræddir samningar voru gerðir hafa neitað að skoða málið frekar. Þeir hafa einnig alfarið hafnað að veita sjóðfélögum aðgang að samningunum og forsendum þeirra.
Það er ekki ný bóla að kerfið þráast við að draga stjórnendur fyrirtækja eða sig sjálfa til ábyrgðar á gjörðum sínum. Þvert á móti keppast þeir við að byggja upp og verja sömu kerfisvilluna á sömu brauðfótum og hrundi, í skjóli trúnaðar, bankaleyndar og algjörrar þagnarskyldu.
Ragnar Þór Ingólfsson
Stjórnarmaður í VR og sjóðfélagi í Lífeyrissjóði Verslunarmanna.
Athugasemdir
Þú svaraðir spurningunni þinni sjálfur.
Um leið og menn sveipa sig huldumannaskykkju þá veit maður að óhreint er mjölið í pokahorninu.
Bara enn eitt dæmið um fjárhættuspil og vanþekkingu sem svæfð er með huldumannatrúarbrögðum og skorti á skýrum lögum og reglum með refsiákvæðum. Menn höndla með milljarða og þurfa ekki einu sinni að gefa réttum eigendum sínum skýringar á milljarðatapi.
Maður hljómar eins og Kató gamli ; " Setjum skýr lög með refsiábyrgð á liðið!"
En svo er auðvitað spurningin hvort hinu opinbera hugnist að draga vildarvini sína ... fjármálastofnanir ... vogunarsjóði (lífeyrissjóði meðtalda) og handrukkara til ábyrgðar fyrir dómsstólum.
Íslenska "old boys" kerfið lætur ekki að sér hæða og dissar alla ábyrgð.
Hlynur Jörundsson (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 13:44
Heill og sæll Ragnar Þór - og þakka þér fyrir síðast / og sælir, aðrir gestir !
Mér sýnist; eftir lestur þessarrar merku frásögu þinnar, sem safna þurfi liði einfaldlega; fara inn í sjóðinn, og afnema starfsemi hans, Ragnar Þór.
Smákónga veldi; hinna íslenzku Lífeyrissjóða, verður að taka endi - ekki hvað sízt í ljósi þess, að hver iðgjaldandi, skuli einungis fá 1300 krónur til baka, af hverju innleggi 10.000.- króna, eins og fram kom á fundinum, í September, í snjallri frásögu, þinni.
Meira að segja; Indversku Maharaajarnir (smákóngarnir), náðu aldrei, að lifa slíku lúxus lífi, sem Þorgeir þessi Eyjólfsson, afdráttarlausi makræðis pjakkurinn - og aðrir, hans nóta.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 15:40
Sæll Hlynur
Þakka innlit.
Það er einmitt alveg með þvílíkum ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki breytt nokkrum sköpuðum hlut sem snýr að regluverki fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða til að auka ábyrgð þeirra sem stjórna. Gegnsæi er svo ekkert.
Hvað ef stjórnendur sættu refsiábyrgð og skaðabótaskyldu? Og að regluverkið yrði svo samið af einhverjum öðrum en fjármálaelítunni sjálfri sem hefur hingað til dansað í kringum hripleka lagabálka til að maka krókinn á kostnað almennra hluthafa með bakábyrgð alþýðunnar.
Ragnar Þór Ingólfsson, 19.10.2011 kl. 15:40
Lánastofnanir eru reknar sem safn skuldbindinga eiganarhaldsveltusjóða.
Ef litið er á sparifjá veltu yfir 30 ára tímabili þá fara 10.000 kr inn á hverjum mánuði fyrir hverjar 10.000 kr. sem fara út hjá meðaltekjumanni.
Ef litið er á 30 ára fasteignaveltu sjóð þá fara 100.000 kr. inn á hverjum mánuði fyrir hverjar 100.000 kr. sem fara út.
Þetta er einfaldur hlutfalla samburður, sem byggir á því að Banka þurfa að afskrifa og auka útborganir um það sem nemur meðalverðlagshækkunum á mörkuðum síðusta mánaðar.
100 ein. neytenda karfa kostar 100 pund í dag eftir 12 mánuði kostar sama karfa í ljósi 100 ára reynslu 104,5 pund. Pundið hefur rýrnað um 4,3% . Þetta er stöðugleika regla á UK neytendamarkaði síðustu aldirnar. Yfir 5 ára 60 mánuði þá er er rýnun á Pundi um 21,5 % +- 2,2%. Almennir jákvæðir Raunvextir voru staðreynd á uppgangnstímabilum Nýlendu ríkjanna, nú er neikvæði almennir raunvextir staðreynd: framleiðslu samdráttur á neytenda körfum með tilliti til innihalds.
Langtíma fjárfestar í stöndugum ríkjum verðtryggja í fjármálageira grunni skammtíma á áhættu fjárfestar um yielding=vexti um fram meðal hækkanir á uppgjörstímabilumstyttri en 60 mánuðir, taka áhættu um neikvæða eða jákvæða raunvextir miðað við langtíma grunnfjárfestingar.
Það talar engin í stöndugum ríkjum eins og Masterarnir á Ísland um fjármál almennt, hér er einfaldað í orðaforða til gera skilgreiningar ómögulegar. Útlendingar [Enska , þýska , franska] hafa allt annað myndmál, sjá hlutina allt öðru vísi fyrir sér og leggja allt annan skilning í samhengi fjármála en Íslendingar. Enda heyra þeir þegar master hér tjá sig á þeirra tungum hvaða skilningsþroska þeir hafa.
Langtíma fjáfestar hafa einföld reiknlíkon og örugg hámark og lámörk enga háttu um raunvexti því þeir gera út á verðryggingu, fylgja langtíma meðalhækkum á mörkuðum, öruggum fjármagsflutninga fram í tíman til að skila raunvirði[ ekki til að vaxa]. Ef þetta er fasteigna grunnur þá er gert ráð fyrir nýbyggingar þörf á 30 árum og þessi þörf er í samræmi við fjölgum skráðra eigenda á sama markaði, var max. 1,99% aukning eftir síðust heimstyrjöld. 50 milljónir íbúa sem fjölgar um 2,0% á ári gera 100 milljónari í eftir 100 ár. 1,99% raunstækkunar krafa á sjóði er áhætta m.t.t 30 ára ef ekki er til tekjur handa þessum 100 milljónum.
30 ára veltusjóðir þurfa um 1/30 reiðufjárs útborgunar skyldu miða við framtíðar skuldbindinga og eignarhalds veltu. Sýnt árs eigenkaptal vegna 3000 milljarða skuldbindingar og eignar haldsveltu er um 100 milljaraða til útborganna á hverju ári. 100 milljarðar með 2,0% fastri fjárnmagnsleigu skila 2,0% milljörðum í raunvexti á ári.
Því flóknari reiknilíkön því meiri áhætta um verðtryggingu. Lífeyrisjóðir hér eru subPrime áhættu sjóðir sem skila neikvæði ávöxtun síðust 30 ár og í ljósi eignahaldssafna og alþjóðmála er jákvæð ávöxtun [gildir á góðærum neyslu aukningar] ekki með í myndinni.
Hér er einföld mynd af sameiginlegu grunn sem er á anda OTTo Von Bismark sem lagði grunni að velferðakerfum í Norður Evrópu á sínum tíma. Sýni í hvað 1 þrep samtryggingar skatta fer í erlendis: hér eru lögaðilar látnir halda þessu eftir og tekjuþegar frá persónuafslátt og sleppa við að skila launum til samfélags þjónustunnar.
http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1198927/
Júlíus Björnsson, 19.10.2011 kl. 15:46
Þakka innlit Óskar ævinlega. Og takk fyrir síðast sömuleiðis.
Já þeir virðast með öllu ósnertanlegir gæðingarnir sem virðast enga ábyrgð taka á hverjum þeim ævintýralegu hugmyndum sem þeim dettur í hug að framkvæmi í nafni Alþýðu þessa lands.
Á milli þess sem þeir slá sér til riddara með útúrsnúningum hvers konar, lifa þeir eins og kóngar á kostnað eftirlaunaþegar sem geta einungis klórað sér í hausnum yfir því hvernig sjálfskipað sjálftökuliðið fer með fé vort án þess að sjóðfélagar fái nokkru um ráðið.
Ragnar Þór Ingólfsson, 19.10.2011 kl. 15:53
Þakka innlit Júlíus.
83% sjóðfélaga eru 49 ár og yngri. Yfir 50% lífeyrisþega fá undir 90.000 á mánuði út úr kerfi sem spannar yfir 40 ára sögu. Eða frá 1969 þegar kerfið varð til í núverandi mynd og 1979 þegar skylda var að greiða í lífeyrissjóði. Verðtryggði lífeyrinn er svo ekki verðtryggðari en svo að þegar tapið er mikið er sjóðunum skillt að skerða réttindi. Ef sjóðunum gengur vel þá eru verðbætur reiknaðar til hækkunnar lífeyris og tryggingastofnun skerðir greiðslur á móti. Gamla fólkið klórar sér svo í hausnum yfir því af hverju verðtryggði lífeyrinn hækkar ekki neitt.
Ragnar Þór Ingólfsson, 19.10.2011 kl. 16:00
Þetta er Mafíu fjámáluppsetning sem er stunduð hér á Íslandi, og þessi hlutföll er ekki til í þeim ríkum sem er bestu fyrirmyndir.
Ellitryggingarsjóðir erlendis eru lifandi gegnunum streymis sjóðir á ársgrunnvelli. "Min skatt", er sjóður sem getur afkvæmi. Ef þú skerðir hana ekki. Ávöxtunarkröfur á eignir eru stigvaxandi fjármálamillfærslur í löglegum bókhaldslögum erlendis. Eignarskatts körfur á eignir er í forma fastra upphæða að raunvirði til að tryggja stöðuleika: Eigna jafnvægi milli allra kennitalna á sama neytendamarkaði. Samfélaskattar eru fastar upphæðir lagðar á starfsmanna tekju=kostnaðar veltu til að taka aftur samtímis. Víða Í EU er 80 % af starfsmanna veltu á 1 þrepi launa skatta til hins opinbera. Þetta eru um 20 % á grunn tekjur. Útborgaðar samatíma tekjur 2,4 milljónir á ári [200 þúsund á mánuði] bera um 480.000 kr krónur í launa skatt, og útborgaðar 4,8 milljánir á ári bera um 940.000 kr. launskatt.[ Síða taka við tekju skerðingar þrep 2 og 3 : til að fjölga þeim sem skila 940.000 kr. í launaskatta. Við sjáum að ef um 240.000 manns er að skila 600.000 þúsund á hverju ári þá eru það í heildina um 144 milljarðar í grunntryggingar launskatt. Hér er með persónafslætti búið að færa þessi upphæð í hendur lögaðila[atvinnurekenda] til að leika sér með. Þeir greiða grunn ellitryggingargjald, grunn atvinnuleitandagjald og grunn veikindadaga gjald til dæmis. Þjóðverjar eru mikið sniðugari þeir gefa ekki persónuafslátt eins og UK, heldur taka þess 144 milljarða til að greiða strax aftur út til elllífeyrisþega, atvinnuleitenda og veikra. Þetta einfaldar bókhald fyrirtækja. Ellitryggingar gjaldi eru um 60% af meðal ár tekjum en 20% launskatti, það er um 28% á útborguðum tekjum fyrir óstarfandi. Stór hluti ellilíeyrisþega í þýskalandi borgði fyrir töku grunn elli tryggingar 50 % af útborguðum tekjum í húsnæðis kostnað: 20% í fasteignakaup og 30 % í fasteignaskatta, tryggingar og viðhald. þessi 20% koma á mót 28% skerðingunni og verður hún um 8%. Þetta kemur ekki að sök því börnin eru farin að heiman og matarlystin á undanhaldi. Einnig er fjálsir lífeyris sjóðir á markaði og margir neyslugrannir geta tryggt sér á sína eigin ábyrgð meiri útborgaðar tekju í ellinni. Allir sjá að Þjóðverja þurfa ekki að hafa áhyggjur að framtíðar eignum ellitrygginga. Ég öfund þjóðverja af áhyggjuleysinnu. 144 milljarðar er allavega nóg og á að taka út höndum lögaðila til að þeir fá betri yfirsýn yfir sinn eiginlega rekstur. Við eru manneskjur sem á ekki reka eins og sauðfé til slátrunnar [eða úr landi] hvorki af lögaðilum eða hinu opinbera. 30 ára vara fasteignaveltu sjóðir eru hluti af heildasamhengi til verðtygginga á varareiðufé 100% örugg án raunávöxtunnar. Eigna ávöxtunar árátta tiltekins hóps Íslendinga er geðveiki því hún ógnar tilvist annarra. Reiðfé er eignir sem geta verið fastar=skuldbundnar. Hér eru ekki stundaðar verðtyggingar [reiðfjár millifærslur milli tíma bila] heldur eignarupptaka í skjól rang forsenda um ávöxtunar kröfu. Hér er nóg að reiðufé til að metta milljónir á hverju ári ef tossar og mafíósar væri ekki í öllum áhrifa stöðum. Ræða hlutina á einföldum forsendum sem allir skilja er grunvöllur allra rökræðna. Hér má skapa vsk. tækfæri með að leysa upp keðjur of fjölga sjálfsábyrgum eignaraðilum í sölu vsk. vöru og þjónust. Samhliða fella niður raunávöxtunarkröfur á grunn fasteignir: föst fjármagns leiga max 1,99% gildir um alla aftekna eignaskatta líka það sem kallast fasteignavextir hér.
Júlíus Björnsson, 19.10.2011 kl. 17:02
Ég vil að grunn tekjur allra starfandi hér verði 2.4 milljónir á ári og 480.000 leggist á allar grunntekjur þeir sem eru eldri en 16-18 ára, til að taka af strax aftur til að setja inn í samgrunntyggingakerfið til að greiða strax aftur út. Elli, veikinda og atvinnumissis grunn bætur verði um 2 milljónir á ári. Þetta einfaldar rekstra bókhald allra lögaðila, og skapar grunn fyrir frjálsa sér tryggingar starfsemi sem lýtur reglu stýringau. Við sjá að 480.000 kr er um 20% skattur af tekjum og launum til samtryggingakerfisins: 2.84 milljónum. Til að skapa störf er hægt að auka þjónustu kröfur í mörgum keppnisgeirum. Allir sem haft hér búsetu síðustu 16 til 18 ár hafi rétta á greiðslum úr samtíma samtyggingar kerfinu. Sami þrepaskatts prósenta 20% getur líka verðið loka virðisaukaskattur, Skattar af fjármagnseigntekjum [arði og innstæðum] umfram verðtyggingu sem miðar við meðalhækkanir á almennum neytenda mörkuðu [ekki hámarks ávöxtu á tilteknum markaði í heimum öllum] verði líka 20 %. Eignaskattar aðrir aldrei meir en 2,0%. Þetta er í samræmi við Þýskalandi ekki mismunun skattalega séð.
Útlendingar leggja ekki allar byrgðar launa til samtryggingar á lögaðila eingöngu, þeir treysta almennum þyggjendum eigin byrða til að skila þeim til skattmann án viðkomu hjá lögaðila. Aðal atriðið í rekstri er að byggja á útgjalda grunni sem er fastur[verðtyggður ekki með skammtíma markaðssveiflum í græðigis geirum: kauphöllum]: það er fasteigna og starfsmanna kostanaður rekstrarins. Vsk. rekstrarfyrirtæki eiga að hafa að gang að fjármála þjónustu geira sem sérhæfir sig af halda um þeirra eigin afskriftirsjóði verðtyggja toppa til að skulda jafn í lægðum. Fasteignir á 80% leið til 30 ára þol ekki meira en 20% raunleigu á lagningar umfram eðlilegar eignaverðbætur um framverðbólu á 30 árum. Þetta er sannaði erlend. Max. 1,99% grunnvextir í London á herjum degi í London síðustu öld. 4,5% hér er bull. Ef 240.000 Íslendingar skila 480.000 í grunninn þá eru það um 115.2 miljarða ef 120.000 af þeim skila 480.000 í grunn til viðbótar er í heildina um 172.8 milljarðar og ef 60.000 skilja 480.000 í grunnin til viðbótar er það í heildina um: 230,4 milljarðar á hverju ári. Hér þarf ekki að hækka skatta prósent heldur auka ráðstonunar tekjur sem flestra að mínu mati. Minnka þessar tekjur hjá þeim sem kunna ekki annað en henda þeim í útlendinga til dæmis.
Júlíus Björnsson, 19.10.2011 kl. 20:22
við vitum að peningar okkar eru ekki í öruggum höndum.
Við erum nógu mörg til að gera eitthvað.
Eg skora á þig sem mann sem hefur reynslu að gera eitthvað.
Erla
Erla Magna Alexandersdóttir, 19.10.2011 kl. 21:21
Mikið hefur okkur Íslendinga borið af leið,í góðæri seinustu ára. Við eigum mikið af gáfuðum réttsýnum mönnum.að hreinsa til, Ragnar minn! Ég klóra mér oft í hausnum.
Helga Kristjánsdóttir, 20.10.2011 kl. 00:44
Sæll Ragnar
Takk fyrir góða grein.
Það er löngu kominn tími til að breyta lífeyrissjóðakerfinu, þetta er kerfi sem var gott í upphafi en er löngu gengið til húðar. Sem dæmi að mesti hagnaður lífeyrissjóða er að einhver deyr fyrir 67 ára aldur, þá tekur hann nánast allan sparnaðinn.
Í grein þitt kemur fram að þeir hafi nýtt sér að eiga 32% af eign sinni erlendis. Höfðu þeir þá nokkuð leyfi til að gera gjaldeyrisskiptasamninga því það er jú í erlendri mynt? Þessi 32% miðast það ekki við annan gjaldmiðill en íslensku krónuna? Ef svo er þá höfðu þeir ekki leyfi til að gera slíkan samning.
Ómar Gíslason, 20.10.2011 kl. 09:41
Þakka innlit Erla og takk fyrir.
Það er eimnitt tilgangurinn með baráttu minni gegn þessu fársjúka kerfi.
Ef það verða engar breytingar sem allt stefnir í þá er í undirbúningi að stofna lífeyrissjóð sem byggir á þeim gildum sem krafa er á um í samfélaginu.
Ragnar Þór Ingólfsson, 20.10.2011 kl. 11:18
Sæl Helga, Takk fyrir að heimsækja bloggið mitt og kommenta.
Helstu ástæður þess að almenningur á erfitt með að berja í borðið gagnvart líefyriskerfinu og öðrum kerfum sem þarf að breyta er að þeir sem stjórna því hafa sveipað leyndarhjúp í skjóli bankaleyndar og þagnarskyldu og búið svo um hnútana að flækjustig kerfisins og hugtakafrumskógurinn er slíkur að ekki er hægt að ætlast til þess að venjulegt fólk geti sett sig vel inn í málefni þeirra nema eyða í það töluvert miklum tíma.
Það er góð og gild ásæða fyrir því en hún er sú að aðilar vinnumarkaðarins vilja fá að hafa þetta ríkidæmi sitt (ríki í ríki) í friði fyrir eigendum fjármagnsins og óþægum sjóðfélögum eins og mér :)
Ragnar Þór Ingólfsson, 20.10.2011 kl. 11:25
Þakka innlit Ómar,
Þeir höfðu heimild til að gera afleiðusamninga til að draga úr áhættu en gerðu í staðinn gríðarlega áhættusama afleiðusamninga sem er klárt brot á lögum og samþykktum sjóðanna. Með því að gefa lífeyrissjóðunum lagalega heimild fyrir því að fjárfesta allt að 50% eigna sinna erlendis (erlendri mynt) þá var það hugsað til að dreifa áhættunni ( geyma ekki öll eggin í sömu körfunni) Þeir fullnýttu ekki þessa heimild og hetchuðu svo öllum erlendum eignum sínum með afleiðusamningum þegar óvissa á mörkuðum var gríðarleg.
Ragnar Þór Ingólfsson, 20.10.2011 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.